Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. nóvember 1975. TÍMINN 13 Reykingar kvenna Kvennafridagurinn er liöinn. Konum mun hafa tekizt að vekja nokkra athygli á vissum áhugamálum. Um sama leyti og dagskrár kvennafridagsins voru undir- búnar á ýmsum stöðum birtist skýrsla frá borgarlækni i Reykjavik, þar sem m.a. kom fram þessar niðurstöður: Að börn 9 ára eru farin að reykja. Að reykingar aukast stórlega, þegar börnin ná 12-13 ára aldri. Að stúlkur, sem lokið hafa skyldunámi, ganga lengra á þessari braut en piltar á sama aldri, gagnstætt þvi sem áður tiðkaðist, þar sem konur voru að jafnaði til mikilla muna hóf- samari en karlar um tóbaks- nautn og áfengisneyzlu. Að 51,1% pilta reykja, þegar þeir hafa náð 16 ára aldri. Að 61,1% stúlkna reykja, þeg- ar þær hafa náð 17 ára aldri — sex að hverjum tiu. Að á siðastliðnum 15 árum hafa reykingar stúlkna tvö- til þrefaldazt. Þess hefur ekki verið getið, að þetta mál væri á dagskrá á kvennafridegi. Gleyma konur þvi, aö móðurhlutverkið er mik- ilvægt, aö uppeldi barna á heimilum er eitt hið mikilvæg- asta viðfangsefni og að á þvi sviði eiga konur að standa körl- um framar? A sl. 15 árum, þegar konur hafa kappkostað aö vinna utan heimilis, þegar aðsókn að hús- mæöraskólum hefur verið dræm, en menntaskólar yfirfyil ast, þá hafa reykingar ungra stúlkna allt að þvi þrefaldazt. Er samband þarna á milli? Þjóðskáldið, sem hafði lært bækur og tungumál og setiö við listalindir, sagöi hiklaust, að enginn heföikennt sér gagnlegri fræði en móðir sin. Konurnar sjálfar ættu sizt að gleyma þeim sannindum eöa vanmeta, að „viö aringlóö og sólarsýn er sæmd þin kona mest.” Bóndi t f wa i ' W f i ■jik Stjórn Kaupinannasamtaka tslands á fundi. Talið frá vinstri: Sveinbjörn Arnason, Sigurður Matthfas- son, Leifur isleifsson, Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri samtakanna, Gunnar Snorrason formað- ur kaupmannasamtakanna, Sveinn Björnsson varaforðmaður samtakanna, Jón i. Bjarnason fundarrit- ari framkvæmdastjórnar, Hreinn Sumarliðason, Asgeir S. Asgeirsson, Jónas Eggertsson. Kaupmannasamtök ® ny'innnr í 1n nHinit h Ú m Ú pii Íslands25ára 1 DAG, laugardaginn 8. nóvember verða Kaupmannasamtök Is- lands 25 ára. Kaupmannasamtök- in voru stofnuð formlega, 8. nóv- ember árið 1950, en þann dag voru lög Sambands smásöluverzlana, — eins og samtökin hétu þá, stað- fest með undirskrift stofnaðila, og er þvi sá dagur talinn stofndagur samtakanna. Kaupmannafélögin, sem að stofnun samtakanna stóðu og undirrituðu lögin, voru: Félag matvörukaupmanna, Félag vefn- aðarvörukaupmanna, Félag búsáhalda- og járnvörukaup- manna og Kaupmannafélag Hafnarfjarðar. Fljótlega fjölgaði sérgreina- félögum og kaupmannafélögum innan samtakanna og nú eru þau rúmlega 20 auk einstaklinga, en samtals eru um 700 félagar i Kaupmannasamtökum Islands. Nafni Sambands smásöluverzl- ana var breytt á aðalfundi 1959 i Kaupmannasamtök Islands. Formenn Kaupmannasamtak- anna hafa verið: Jón Helgason 1950-1953, Kristján Jónsson 1954- 1956, Páll Sæmundsson 1957-1960, Sigurður Magnússon 1961-1967, Pétur Sigurðsson 1968-1969, Hjörtur Jónsson 1970-1972. Núver- andi formaður er Gunnar Snorra- son, en framkvæmdastjóri er Magnús E. Finnsson. 1 lögum Kaupmannasamtak- anna segir m.a. að tilgangur þeirra sé, aö vinna að hagsmuna- málum félaga sinna og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart opinberum aðilum svo og öðrum stofnunum, samtökum og fyrir- tækjum i öllum þeim málum, sem snerta hagsmuni félagsmanna. Annast undirbúning og gerð allra kjarasamninga fyrir hönd félags- manna við samtök launþega. Safna skýrslum um eitt og annað er lýtur að vörudreifingu 1 smá- sölu. Beita sér fyrir umbótum á verzlunarlöggjöf og vinna að afnámi hafta, verðlagsákvæða og hvers konar þvingana, er skerða rétt og frjálsræði verzlunarinnar. Að þessum málefnum ásamt fjöl- mörgum öðrum hefur verið og er nú unnið. Af brautryðjendum Kaup- mannasamtakanna skal nefna þá tvo menn, sem einir hafa verið kjörnir heiðursfélagar samtak- anna og eru nú báðir látnir, en það eru þeir Jón Helgason fyrsti formaður samtakanna og Sigur- liði Kristjánsson sem var lengi stjórnarmaður samtakanna. 1 núverandi framkvæmdastjórn Kaupmannasamtakanna sitja Gunnar Snorrason formaður, Sveinn Björnsson varaformaður, Leifur Isleifsson, Hreinn Sumar- liðason og Sigurður Matthiasson og eru þeir aðalmenn. En vara- menn i framkvæmdastjórninni eru Jónas Eggertsson, Asgeir S. Asgeirsson og Sveinbjörn Árna- son. Starfsfólk á skrifstofu sam- takanna er 5 manns. Kaupmannasamtökin stefndu að þvi frá byrjun að eignast sitt eigið húsnæði. Keypt var i áföng- um húseignin að Marargötu 2 og nú á aldarfjórðungsafmælinu eiga samtökin þá ágætu húseign alla. En framtiðaráformið i þvi efni er bygging Húss verzlunar- innar i nýja miðbænum, en að henni standa auk Kaupmanna- samtakanna sex önnur samtök og félög tengd verzlun og viðskipt- um. Hús verzlunarinnar eins og þaö er teiknað, verður ein glæsi- legasta bygging i landinu. Kaupmannasamtökin hafa stúðlað að og átt beinan þátt i stofnun margra félaga of yfir- tækja tengda verzlun ogviöskipt- um á einn eða annan hátt. Nægir i þvi sambandi að nefna stofnun Verzlunarsparisjóðsins á sinum tima, sem er i dag Verzlunar- banki Islands hf., en kaupmenn innan vébanda Kaupmannasam- takanna eiga um það bil helm- inginn af hlutafé bankans. Ekki verður um það deilt, að þegar Verzlunarsparisjóðurinn og siðar Verzlunarbanki Islands h.f. var stofnaður var stórt skref stigið til uppbyggingar verzlun- arinnar i landinu. Þá má einnig nefna Lifeyrissjóð verzlunar- manna, en fulltrúi Kaupmanna- samtakanna hefur verið formaður sjóösstjórnarnnar allt frá þvi að sjóðurinn var stofnað- ur. Lifeyrissjóðurinn hefur veitt miklu fé til uppbyggingar verzl- unarfyrirtækja, og einnig til Verzlunarlánasjóðs og stofnlána- sjóða Kaupmannasamtakanna. Einnig áttu Kaupmannasamtökin hlut að máli þegar tollvöru- geymslan var stofnuð og sat Sigurliði Kristjánsson i stjórn hennar. Fyrir um það bil 9 árum var faríð að vinna að stofnun sér- stakra stofnlánasjóða innan vé- banda samtakanna til þess að leysa, eftir þvi sem hægt væri lánsfjárþörf félagsmanna. Þessir stofnlánasjóðir eru nú orðnir fjór- ir, eða Stofnlánasjóður matvöru- verzlana, Stofnlánasjóður skó- og vefnaðarvörukaupmanna, Stofn- lánasjóður raftækjasala og Al- mennur stofnlánasjóður Kaup- mannasamtaka Islands. Allir þessir sjóðir hafa greitt götu fé- laga sinna með peningalánum og stuðlað að uppbyggingu smávöru verzlana, bæði nýbyggingum, endurnýjun eldra húsnæöis, endurnýjun innréttinga og tækja- búnaðar, viðsvegar um landið. Kaupmannasamtökin hafa beitt sér fyrir margvislegri fræðslustarfsemi á sviöi verzlun- ar og viðskipta. Haldnar hafa verið ráðstefnur fyrir kaupmenn á vegum Kaupmannasamtak- anna. Þá hafa Kaupmannasamtökin beitt sér fyrir fjölmörgum nám- skeiðum fyrir kaupmenn, verzl- unarstjóra og afgreiðslufólk. Til námskeiðahaldsins hafa jafnan verið valdir færir fyrirlesarar og fagmenn, og fengnir til þeirra er- lendir sérfræðingar. 1 þessu efni hafa samtökin átt mjög ánægju- legt samstarf viö Norðmenn. Kaupmannasamtökin hafa gef- ið út óslitið frá byrjun timaritið Verzlunartiðindi og eru komnir út 25 árgangar af þeim. Ritstjóri þeirra er nú Jón I. Bjarnason Gefnir hafa verið út fræðslubækl- ingar, sem samtökin hafa staðið að ein eða i samvinnu við aðra aöila. Fyrirhugað er að halda á næsta Þessari spurningu er beint til þin, ungi islendingur. Þaö þýöir ekkert fyrir þig að berja höfóinu viö steininn og segja aö þú vitir ekki að reykingar séu heilsuspillandi. Athugaóu þinn gang áóur en þú snertir sigarettur. Stefnir þú aö því aö leggjast inn á sjúkrahús meö hjarta- eóa lungnasjúkdóma, þegar þú ert á bezta aldri eöa ætlar þú aö deyja úr einhverjum reykingasjúkdómanna, þegar kunningjarnir, sem ekki reykja, eru enn i fullu fjöri ? Láttu bitra reynzlu allt of margra islendinga af reykingum veröa þér viti til varnaðar. ^^^^^.Byrjaðu aldrei aö reykja. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR ári ráðstefnuþar sem rædd verði m.a. breytt viðhorf til verzlunar, breyttir verzlunarhættir, kröfur neytenda, verðsamkeppni, markaðir, verzlunarlöggjöfin og setning reglugerða varðandi verzlun. Einnig er fyrirhugað að ræða á þessari ráðstefnu og verk- efni hins frjálsa kaupmanns i þjóðfélaginu i dag i ljósi breytts viðhorfs almennings og stórlega aukinna áhrifa samvinnuhug- sjónarinnar og samvinnufelaga, — Kaupfélaga, — i verzlun. Þá er fyrirhugað að hafa um- ræðu á ráðstefnunni um lokunar- tima verzlana, og lita á máliö frá sjónarhóli neytenda og kaup- manna. Þá mun verða rætt þar um viðurkenningu rikisvaldsins á þýðingu verzlunarinnar sem at- vinnugreinar. Eðlilegt er, aö búið sé jafnvel að verzluninni ogöðrum atvinnugreinum. Verzlunin er hluti af framleiðslunni. Ef stefna á að þvi að framleiða sem flestar vörutegundir á Islandi, samanber — styrkið islenzkan iðnað, þarf að gera verzluninni i landini kleift að dreifa og selja vörurnar, sem framleiddar eru i landinu. Kaupmannasamtökin eru aðili að Kjararáði verzlunarinnar og Verzlunarráði Islands og hefur Kjararáðið með höndum kjara- samninga. Af málefnum sem unnið er að má ennfremur nefna: Skipulagsmál. Tekið sé tillit til verzlana þegar gömul hverfi eru endurskipulögð og verzlanir i nýj- um hverfum skipulagðar og stað- settar á sem hagkvæmastan hátt. Lánainál. Unnið er að þvi að stofnaður verði Langlánasjóður verzlunarinnar, og þannig að verzlunin sitji við sama bqrð i þvi efni og iðnaður, sjávarútvegur og landbúnaður. Innheimta söluskatts. Unnið er að þvi við opinbera aðila að verzl- unin fái innheimtulaun vegna söluskattsinnheimtunnar. Vinna við söluskattsinnheimtuna hefur margfaldazt siðan vörutegundum undanþegnar söluskatti fjölgaði. Verðlagsmál.Segja má að dag- lega sé unnið að verðlagsmálum. Ráðamenn reyna sifellt að ganga á hlut verzlunarinnar þegar breytingar verða á vöruverði. þannig að heyja verður harða varnarbaráttu til þess að halda i horfinu. (Frá Kaupmannasamtökum lslands)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.