Tíminn - 13.11.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 13.11.1975, Qupperneq 16
METSÖUJBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI SÍS-IÓIHJU SUNDAHÖFN $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS V. Indland: Narayan sleppt úr haldi Reuter/Nýju Delhi — Friðar- leiðtoginn Jaya Prakash Narayan, einn helzti andstæð- ingur Indiru Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, var látinn laus úr fangelsi I gær. Hann hefur nú setið I fangelsi i fimm mánuði, eða allt frá þvl Indira Gandhi lýsti yfir neyðar- ástandi i Indlandi. Herlög gengu þá I gildi, og i skjóli þeirra lét Gandhi handtaka allmarga andstæðinga sina. Narayan er nú 73 ára að aldri. Stuðningsmenn hans sögðu I gær, að indverska stjórnin hefði látið hann laus- an, vegna þess að hún óttaðist um heilsu hans. Narayan hef- ur oftsinnis verið fluttur i sjúkrahús meðan á fangelsis- vist hans hefur staðið. r Atta manns biðu bana í járnbraut- arslysi í Mexikó Reuter/Mexikó City — Aö minnsta kosti 8 manns biðu bana og 12 særðust alvarlega, er vöruflutningalest fór út af sporinu I borginni Monterry i gær. Er lestin fór út af spor- inu, hentist hún yfir fyrir- hleðslu, sem afmarkaði sporið frá verzlunar- og ibúðarhúsa- hverfi. Ekki er vitað, af hverju lest- in fór út af sporinu. Hún mun hafa verið á um 80 km hraöa. Björgunarsveitir og slökkvi- liðsmenn leituðu ákaft i rúst- um þeirra húsa, sem lestin lenti á, og kváðust þeir eiga von á þvf, að tala látinna myndi hækka eitthvað. Mozambique ætlar að koma MPLA til hjálpar Reuter/Luanda — Stjórn Moz- ambique ætlar aö senda skæruliðasveitir inn I Angóla, og koma þannig stjórn MPLA frelsishreyfingarinnar I Lu- anda til hjálpar I baráttu hennar um völdin i landinu viö FNLA og UNITA, að þvl er haft var eftir áreiðanlegum heimildum I Luanda i gær. í fyrstu ætlar stjórnin I Moz- ambique að senda 250 manna sveit skæruliöa inn í Luanda. Luanda er á valdi MPLA, og þar hefur hreyfingin lýst yfir stofnun alþýöulýðveldis. Sakharov neitað um fararleyfi — Verður hann rekinn úr vísindaaka- demíunni? Reuter/Moskva — Sovézka stjórnin neitaði I gær beiöni Andr- ei Sakharovs, sem I siðasta mán- uði hlaut friðarverðlaun Nóbels 1975, um leyfi til þess að fara úr landi I næsta mánuði til þess að veita friöarverðlaununum mót- töku. Segir sovézka stjórnin, að ákvörðun þessi byggist á þvi, að Sakharov hafi fengið vitneskju um rikisleyndarmál, og þvi sé það hættulegt öryggi rikisins að hann fari úr landi. Sakharov var sem kunnugt er einn þeirra, er vann að gerð fyrstu sovézku vetn- issprengjunnar. Sakharov visaði harðlega þessum fullyrðingum sovézku yf- irvaldanna á bug og sagði ákvörðun stjórnarinnar mjög gróft brot á Helsinkisáttmálan- um, sem gerður var sl. sumar. Nóbelsnefnd norska stórþings- ins hefur lýst miklum vonbrigð- um vegna þessarar ákvörðunar sovézkra yfirvalda, en segir, að undirbúningi aðhátiðarhöldunum 10. desember (en þá á að afhenda verðlaunin) verði haldið áfram eins og ekkert hafi I skorizt. Tim Greve, framkvæmdastjóri nefnd- arinnar, sagði enn fremur, að gullmerkið og peningaupphæðin, sem að þessu sinni nemur 630 þúsund sænskum krónum, yrði afhent þeim aðila, sem Sakharov tilnefndi til þess að veita þeim móttöku i sinn stað. Fréttaskýrendur segja, aö þessi ákvörðun sovézku stjórnar- innar hafi ekki komið þeim á óvart, þvi óliklegt hafi frá upphafi mátt telja, að Sakharov yrði veitt fararleyfi vegna þeirrar hörðu gagnrýni, er hann hefur haft i frammi á skerðingu mannrétt- inda i Sovétrikjunum. 1 fréttum frá Moskvu segir, að það sé almennt álit manna, að sovézka stjórnin heföi átt að sýna viðsýni og leyfa Sakharov að fara. Þá er haft eftir Alexander Levitch, bróður efnafræöi- prófessorsins Benjamin Levitch, að nú séu uppi um það raddir inn- an sovézku visindaakademiunnar að reka þá Sakharov og Levitch úr akademiunni. Sagði Levitch, að formlegar umræður hefðu ekki farið fram um mál þetta innan akademiunnar, en meðlimir hennar rætt þennan möguleika einslega. móðgun við sig og nóbelsnefnd- ina. Hann sagði, að sovézka stjórnin hefði nægan tima til að endurskoða afstöðu sina, ef hann fengi öflugan stuðning almenn- Sakharov á heimili sinu I Moskvu. Yelena, kona Sakharovs, sem nú er stödd i Flórens á ítaliu vegna augnlækninga, sagði i gær, aö fullyrðing um að það stefndi öryggi rikisins I hættu, ef Sakharov yrði veitt brottfarar- leyfi, væri fyrirsláttur einn, þvi að maður hennar hafði-Nekkert haft af rikisleyndarmálijfn að segja frá þvi 1968. Hún yiídi ekk- ert um þann möguleiica ræða, hvort hún færi til Oslóar og veitti verölaununum móttöku fyrir hönd manns sins. Sakharov hefur lýst viðbrögð- um sovézku stjórnarinnar sem ingsálitsins í heiminum. Hann kvaðst ekki mundu leggja inn nýja beiðni um fararleyfi. Frétta- skýrendur telja, að Leonid Kant- orowitch, Sovétmaöurinn, sem hlaut nóbelsverðlaunin I hagfræði 1975, muni fá leyfi til þess að veita slnum verðlaunum móttöku, þótt Sakharov verði meinað að fara. Sovézkir fjölmiðlar brugðust sem kunnugt er mjög illa við, er Sakharov voru veitt verðlaunin, og sagði sovézka fréttastofan Tass m.a., að auðséð væri, að norsku nóbelsnefndinni gengi allt annað til en friöarvilji. WALLACE SÆKIST EFTIR ÚTNEFNINGU 1976 Reuter/Alabama. George Wallace, rikisstjóri i Alabama i Bandarikjunum, lýsti þvi yfir I gær, aö hann heföi ákveðið að gefa kost á sér sem forsetaefni Ileinókrataflokksins i forseta- kosningunum, sem fram eiga að fara þar i landi á næsta ári. Wallace er sem kunnugt er lamaður fyrir neðan mitti frá þvi er hann varð fyrir skotárás hvits manns árið 1972. Hann hefur þó ekki látið lömunina mikið aftra sér, þvi að nýlega ferðaðist hann um alla Evrópu og ræddi viö leið- toga álfunnar. Niu aðrir menn hafa leitað eftir útnefningu sem forsetaefni demókrata. Þetta er i fjórða skiptiö, sem Wallace fer fram á að verða út- nefndur forsetaefni, en honum hefur ávallt verið hafnað. I þetta sinn hefur hann þó úr meiri fjár- hæð að spila heldur en mótfram- bjóðendurhans, þvi að stuðnings- menn hans hafa safnað um þrem- ur milljónum dollara i kosninga- sjóð hans. Hubert Humprey, fyrrum vara- forseti, hefur lýst þvi yfir, að hann muni ekki taka þátt i for- kosningunum, sem núfara ihönd, en segist hins vegar ekki munu neita tilnefningu, verði hann út- nefndur sem forsetaefni á næsta flokksþingi demókrataflokksins. USA: Utanríkis- mdlanefndin ræðir 200 mílurnar UTANRtKISM ALANEFND bandariska þingsins situr lokaðan fund Idag, þar sem tekiö verður til meðferðar frumvarp það, sem lagt hefur verið fram á þinginu um útfærslu bandarisku auð- lindalögsögunnar i 200 milur. Það er talið merki þess, að Henry Kissinger utanrikisráð- herra muni skýra stefnu banda- risku stjórnarinnar varðandí 200 milna auðlindalögsögu, en banda- riska stjórnin er mjög ándsnúin einhliða aðgerðum rikja I þessum efnum. Ford fer til Kína í lok mánaðarins Reuter/Washington — Stjórn- ir Bandarikjanna og Kina hafa nú komizt að samkomulagi um öll ágreiningsatriði, er upp komu vegna fyrirhugaörar ferðar Fords til Kina. Hefur nú verið ákveðið, að Ford fari til Kina í lok þessa mánaðar. Er frétt þessi höfð eftir tals- mönnum bandarisku stjórnar- innar. Samkomulag stjórna Bandarikjanna og Kina hefur verið nokkuð erfitt að undan- förnu vegna tilraunar stjórna Bandarikjanna og Sovétrikj- anna til að draga úr spennu á sviöi hernaðar og stjórnmála i Evrópu. Búizt er við sameig- inlegri yfirlýsingu kinversku og bandarisku stjórnanna sið- ar I þessari viku, þar sem til- kynnt veröi um dag þann, er Ford heldur til Kína. Undir- búningsnefnd frá Bandarikj- unum fer bráðlega til Kina. Nefnd þessi átti að fara 3. nóvember sl., og voru nefnd- armenn komnir um borð i flugvélina, sem átti að flytja þá, þegar förinni var frestað um óákveðinn tima. Sagði Ron Nessen, blaðafulltrúi Fords, að það hefði veriö af tæknileg- um ástæðum, en uppi voru raddir um, að þetta stafaöi af versnandi sambúð rikjanna. U.S.A. íhugar hefndar- aðgerðir Reuter/Pittsburgh — Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, sagði i gær, að bandariska stjórnin ihugaöi nú hefndaraðgeröir gegn rik- isstjórnum þeirra landa, er staðið hefðu að samþykkt alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna i fyrradag, þar sem sion- isma var jafnað við stefnu kynþáttahaturs og kynþátta- misréttis. Kissinger sagði, aö sam- þykktin kynni aö hafa áhrif á samskipti Bandarikjanna við aörar þjóðir. „Við hugleiöum málin vel, áður en viö gripum til aðgerða gegn einstökum þjóðum, og við látum stundar- geðshræringu vegna sam- þykktarinnar ekki leiða okkur afvega.” Rikisstjórnin hefur lýst þvi yfir, að samþykktin leiöi ekki til þess að bandariska stjórnin taki afstöðu sina til S.þ. til endurskoðunar, en öldunga- deild Bandarikjaþings hefur krafizt þess, aö það verði gert. Kissinger sagði enn fremur I gær, aö samþykkt tillögunnar væri til þess fallin að auka á spennuna I Miðausturlöndum og gæti skemmt fyrir tilraun- um til að koma þar á varan- legum friði. Þrátt fyrir samþykkt tillög- unnar ætlar Bandarikjastjórn , aö reyna að fá þingið til þess að samþykkja eittþúsund milljón dollara efnahagsað- stoð við Egyptaland og fleiri Arabariki, sem greiddu tillög- unni jáyrði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.