Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. nóvember 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötif, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 2650P —■ afgreiðshisimi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. -— ' BlaöaprentiT.f; Stríðsbyrjun Þótt vel hafi gengið i þorskastriðinu við Breta fyrstu daga þess, mega menn ekki blindast af sigurvimu og telja sér trú um, að nú þegar sé full- ur sigur unninn. Ástæðan til þess, að brezku togararnir hafa hótað að hverfa af íslandsmið- um,ef þeir fái ekki aukna vernd, er tviþætt. Ann- ars vegar hefur islenzka landhelgisgæzlan gengið vel fram og valdið brezku togurunum meiri skrá- veifum en forráðamenn þeirra hafa reiknað með. Hins vegar hafa brezkir togaramenn alltaf viljað fá herskipavernd frá upphafi og gripa þvi hina vasklegu framgöngu islenzku varðskipanna sem tilefni til að krefjast hennar. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hvort brezka stjórnin verður strax við kröfum þeirra eða kýs heldur að fika sig áfram i áföngum og biða eftir einhverju sérstöku tækifæri til þess að geta frekar réttlætt innrásina. En öll ástæða er til að ætla vegna ákveðinna yfir- lýsinga brezkra stjórnmálamanna úr báðum aðalflokkum þingsins, að herskipin komi fyrr eða siðar til sögunnar, ef brezkir togaramenn telji sig ekki geta náð öðruvisi þeim afla, sem ætlun þeirra er að ná. Það tjóar þvi ekki annað fyrir íslendinga en að búa sig undir algert þorskastrið, þar sem átökin geta orðið enn harðari og lengri en i fyrri þorska- striðum. Frá brezku hafnarbæjunum berast þær fréttir, að þar sé andúðin i garð Islendinga enn meiri nú en hún var i fyrri þorskastyrjöldum. Þannig vill þetta lika oft verða, þegar menn eru að heyja sitt lokastrið. Þvi mótmælir sennilega enginn, að Bretar eru okkar aðalandstæðingar i þessum átökum. Þeir sækjast nær eingöngu eftir þeim fiskstofninum, þorskinum, sem er hvort tveggja i senn okkur dýrmætastur og i mestri hættu. Mestu máli skipt- ir þvi að verja hann. öllum hlýtur að vera ljóst, að við erum að leggja út i styrjöld við ofurefli, þegar brezki flotinn er annars vegar. Gegn hon- um verður þvi að beita öllu þvi afli, sem við ráð- um yfir. Við höfum ekki efni á að veikja það og tvistra þvi með þvi, að eiga jafnframt i striði við marga aðra. Við lærðum það i siðasta þorska- striði, að Þjóðverjar gátu veitt 90 þús smál. á Is- landsmiðum 1973, sökum þess, að við urðum að einbeita okkur gegn Bretum. Sama sagan er lik- leg til að gerast nú, nema okkur takist með samningum að draga úr þessu aflamagni Þjóð- verja. í þessum efnum er alveg út i hött að vera að vitna til afla Þjóðverja undir allt öðrum kringumstæðum, eða þegar við þurftum ekki að eiga i striði við Breta. Sérhver sá, sem ætlar að vinna strið, reynir að berjast við sem fæsta andstæðinga i senn. Hitt er ekki annað en að flana beint út i ósigurinn að ætla að berjast við marga i einu og fást þannig við margfalt ofurefli. Þetta verða menn að gera sér ljóst, ef það er ásetningur þeirra að sigra aðal- andstæðinginn. í þessum efnum dugir ekki nein óraunsæ sigurvima, þótt sæmilega gangi meðan andstæðingurinn er ekki farinn að beita afli sinu. í þorskastriðinu nú verður framar öðru að hafa það að leiðarljósi að sigra Breta, þótt það taki sinn tima. En sá sigur er næsta vonlitill, ef við ætlum að berjast við marga aðra samtimis. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hans Friderichs eykur áhrif sín Þriðji vinsælasti stjórnmálamaður Þjóðverja ÞVI var yfirleitt spáð, að það yrði mikið áfall fyrir Frjálslynda flokkinn i Vestur- Þýzkalandi, er Walter Scheel utanrikisráðherra lét af for- mennsku hans og dró sig út úr stjórnmálum, þegar hann var kjörinn forseti sambands- rikisins. Walter Scheel var þá án efa vinsælasti stjórnmála- maður rikisins og honum hafði að verðleikum verið þakkað, að Frjálslyndi flokkurinn hélt velli i kosningunum 1969 og 1974, en i bæði skiptin var talin nokkur hætta á, að flokkurinn hlyti ekki 5% greiddra at- kvæða, en það hefði þýtt, að hann hefði ekki fengið neinn þingmann kjörinn. Af eðlileg- um ástæðum spáðu þvi margir illa fyrir Frjálslynda flokkn- um, þegar Scheel lét af forustu hans. Eftirmaður hans sem flokksforingi var kjörinn Hans-Dietrich Genscher, sem hafði verið varaformaður flokksins um skeið og jafn- framt gegnt embætti innan- rikisráðherra. Genscher hafði að visu unnið sér gott orð, en hann skorti glæsileika Scheels og persónulegar vinsældir. Jafnframt þvi sem hann tók við flokksforustunni, jók hann einnig við embætti utanrikis- ráðherra af Scheel. Þar þótti i fyrstu einkum mikill mannamunur, þvi að glæsi- leiki Scheels hafði ekki sizt notið sin vel i þvi starfi. En Genscher hefur hægt og hægt unnið sér vaxandi álit sem utanrikisráðherra og hann hefur að þvi leyti haft betri að- stöðu en fyrirrennari hans, að Helmuth Schmidt kanslari er ekki eins afskiptasamur á sviði utanrikismála og Willy Brandt var. Genscher hefur þvi i öllu rikari mæli getað lát- ið til sin taka á sviði utanrikis- mála en Scheel. Svo hefur lika farið, að hrakspárnar varðandi Frjáls- lynda flokkinn sökum brott- farar Scheels, hafa siður en svo rætzt. 1 fylkiskosningun- um, erhafa farið fram á þessu ári, hefur flokkurinn unnið hvern sigurinn á fætur öðrum og unnið að verulegu leyti upp það tap, sem hinn stjórnar- flokkurinn, sósialdemókratar, hefur orðið fyrir. Vafalaust á vaxandi álit, sem Genscher nýtur, sinn þátt i þessu, en fleira kemur til. Eitt er það, að fyrra sæti Genschers sem varaformanns flokksins skip- ar tiltölulega nýr maður i þýzkum stjórnmálum, Hans Friderichs, sem hefur vakið á sér vaxandi athygli fyrir sjálf- stæðar skoðanir og einbeitni i framkomu. Það virðist vera framganga, sem fellur Þjóð- verjum vel i geð. Hans Fride- richs hefur þvi vafalitið átt sinn þátt i sigrum Frjálslynda flokksins að undanförnu. Það hefur ekki sizt stuðlað að auknu áliti Hans Fride- richs, einkum þó meðal óháðra kjósenda, að hann hefur sýnt sjálfstæði og einbeitni i skiptum við hinn öfluga samstarfsflokk, en andstæðingarnir hafa reynt að koma á þviorði.að Frjálslyndi flokkurinn væri áhrifalitni meðreiðarsveinn sósialdemó- krata. Hans Friderichs hefur hvað eftir annað sýnt, að svo er ekki. Eindregin afstaða hans gegn róttækum fyrirætl- unum um svonefnt atvinnu- lýðræði átti vafalifið veruleg- an þátt i þvi, að dregið var úr kröfum um það á nýloknu flokksþingi sósialdemókrata, þar sem sýnt var, að annað gæti leitt til alvarlegs árekstr- ar við Frjálslynda flokkinn og lians Friderichs. jafnvel sundrað stjórnarsam- starfinu. Hans Friderichs hefur verið sá leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, sem hefur lát- ið mest til sin taka á þessu sviði, og mest andmælt rót- tækum breytingum. Það er ákveðin afstaða hans i málum eins og þessum, sem hefur unnið honum það álit, að sam- kvæmt skoðanakönnun á þessu ári kemur h’ann i þriðju röð á vinsældalista stjórn- málamanna, næst á eftir þeim Walter Scheel og Helmuth Schmidt. Það er ekki litil viðurkenning fyrir mann, sem enn er hálfgerður byrjandi á stjórnmálasviðinu. HANS FRIDERICHS er 44 ára að aldri, fæddur og uppal- inn i sveitaþorpi við Moselána, þar sem faðir hans er læknir. Hann lauk háskólanámi i þjóð- félagsfræðum tiltölulega ung- ur. A námsárum sinum hóf hann að sækja fundi i æsku- lýðssamtökum frjálslyndra demókrata, og varð það til þess, að hann gekk i Frjáls- lynda flokkinn 1956. Hann gegndi ýmsum störfum að loknu námi, unz Genscher réði hann starfsmann á flokks- skrifstofuna i Bonn árið 1963. Genscher var þá nýlega orð- inn framkvæmdastjóri flokks- ins. Ari siðar tók Hans Fride- richs við þeirri stöðu af Genscher og þótti hann reyn- ast mjög athafnasamur i henni. Hann endurskipulagði starfsemi hennar frá rótum og fékk þekkt auglýsingafyrir- tæki sér til aðstoðar við það starf. Næstu árin voru mjög umbrotasöm i sögu Frjáls- lynda flokksins. Flokkkurinn var orðinn þreyttur á sam- starfinu við kristilega flokkinn og Erich Mende var umdeild- ur foringi. Hans Friderichs vann þá að þvi með þeim Scheel og Genscher að rjúfa samstarfið við kristilega flokkinn og skipta um forustu i flokknum. Arið 1968 var Scheel kjörinn formaður flokksins og hóf að undirbúa jarðveginn fyrir samstarf við sósialdemókrata, en Frjáls- lyndi flokkurinn var þá utan rikisstjórnar, þvi að hann hafði rofið stjórnarsamstarfið við kristilega demókrata 1967 og leiddi það til stjórnarsam- starfs kristilegra demókrata og sósialdemókrata. Eftir kosningarnar 1969 mynduðu Frjálslyndi flokkurinn og sósialdemokratar stjórn sam- an og hefur það samstarf haldizt siðan. Það kom ýmsum á óvart, þegar Hans Friderichs hætti störfum á vegum flokksins i Bonn árið 1969 og gerðist land- búnaðarráðherra i fylkis- stjórninni Rheinland-Pfals, en þá var þar samstjórn kristi- legra demókrata og frjáls- lyndra demókrata. Árið 1971 rofnaði þetta samstarf og frjálslyndir demókratar fóru úr fylkisstjórninni. allir nema Hans Friderichs. Þetta vakti undrun margra, en upplýst er nú, að hann tók þessa ákvörðun i samráði við þá Scheel og Genscher. Meðal óbreyttra kjósenda Frjáls- lynda flokksins hefur þetta hins vegar jafnan valdið nokkurri tortryggni i garð Hans Friderichs og hann verið talinn sá foringi flokksins, sem helzt geti hugsað sér samstarf við kristilega demó- krata. Álit þeirra Scheels og Genschers á Hans Friderichs minnkaði þó ekki. Árið 1972 fengu þeir þvi til vegar komið, að hann varð efnahagsmála- ráðherra i sambandsstjórn- inni i Bonn og hefur hann skip- að það embætti siðan. Hann þykir hafa reynzt vel i þvi em- bætti, en þó vera helzt til trúaðuráhið frjálsa markaðs- kerfi, eins og kemur ljóst fram i bók hans, Mut zum Markt. Sumir kenna honum þvi um atvinnuleysið, en aðrir benda á, að Vestur-Þýzkaland búi við minni verðbólgu og hagstæð- ari gjaldeyrisstöðu en nokkurt annað land i Vestur-Evrópu. Ef til vill hefur þetta ekki átt minnstan þátt i að auka álit Hans Friderichs og flokks hans meðal miðstéttarfólks. Þetta hefur hins vegar oft kostað hann deilur við ýmsa ráðherra úr hópi sósialdemó- krata, og hefur Hans Fride- richs oftast borið sigur úr být- um i þeim deilum, enda mun Helmut Schmidt kanslari standa skoðanalega nær Hans Friderichs i þessum efnum en flestir aðrir leiðtogar sósial- demókrata. Hans Friderichs var kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins á þingi hans fyrir rúmu ári. Hann var kosinn með 204 atkvæðum, en keppi- nautur hans, Verner Maihofer innanrikisráðherra, fékk 194. Það munaði þvi litlu þá, en nú þykir óliklegt, að reynt verði að keppa við Hans Friderichs um varaformennskuna. ÚRSLIT þau, sem urðu á nýloknu flokksþingi sósial- demókrata þar sem stefnt var öllu meir til hægri en áður, þykir vera sigur fyrir Hans Friderichs og afstöðu hans, þar sem þau þykja merki þess, að leiðtogar sósíaidemó- krata telji sig þurfa að taka meira tillit til Frjálslynda flokksins og Hans Friderichs en áður. Þvi fer þó fjarri. að hann hafi tekið neikvæða af- stöðu til þessa samstarfs held- ur vill hann að fullt tillit sé tekið til Frjálslynda flokksins. Afstöðu sina til stjórnarsam- vinnu og bandalaga milli flokka, hefur hann sennilega markað greinilegast ’méð þeim orðum, að hann þekki ekkert dæmi um sögulegt bandalag, sem hafi haldizt endalaust. Afstaða til mála geti breytzt og þetta tvennt hljóti að ráða mestu. Ýmsir túlka þetta sem merki þess, að Hans Friderichs geti hugsað sér samvinnu við kristilega demókrata. Það þykir hins vegar geta haft áhrif á hann að kona hans er sögð meira til vinstri, enda gekk hún ekki i Frjálslynda flokkinn fyrr en eftir að Scheel var kosinn for- maður og samstarfið við kristilega demókrata hafði verið rofið. Þau hjón eiga tvö börn og er fjölskyldulíf hans sagt gott. I tómstundum sin- um er Hans Friderichs sagður fást við leirmunagerð og hlusta á hljómplötur. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.