Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 26. nóvember 1975. TÍMINN 15 Framleiðum um 6000 lestir af hey- kögglum í fimm verksmiðjum Nýr viðlegukantur í Stykkishólmi KGB-Stykkishólmi Við höfnina i Stykkishólmi hefur að undanförnu verið unnið að smiði nýs viðlegukants, og verður verkinu væntanlega lokið i febrúar. Áætlað er að verkið kosti um 30 milljónir króna. Þá hefur gamla hafskipabryggjan einnig verið endurbyggð eftir skemmd- ir, sem á henni hafa orðið. FRÉTTABRÉF ÚR ÖNUNDAFIRÐI KSn-Flateyri. — Nú er orðið vetrarlegt i önundarfirði, snjór niður i fjöru og nokkuð frost komið i jörð. Breiðadalsheiði hefur lokazt nokkrum sinnum, en er enn rudd enda litill snjór i heiðinni. Aðalfarartálminn er Kinnin að vestanverðu, en þar fram- kvæmdi vegagerðin talsverðar lagfæringar i sumar i þeim tilgangi að minnka stærsta skaflinn, sem þar kemur. Ekki sér hinn almenni vegfarandi enn, að gagn sé að þeim fram- kvæmdum, en til þess að meta megi árangur þarf að likindum meiklu meiri snjó en kominn er og telur vist enginn eftir sér þó að biðin eftir nægum snjó verði löng. Á fjallseggjarnar ofan við Kinnina hafa vegagerðarmenn sett snjógrindur og er ætlunin með þeim, að draga úr snjó- flóðahættu, sem er mjög mikil i Kinninni, en snjóflóð hafa margsinnis lokað veginum um Kinnina, þó að ágætisveður og færð hafi verið. Óska menn vegagerðinni vel- farnaðar með tilraunir þessar, en flestir virðast þó sammála hér vestan Breiðdalsheiðar, að ekkert sé gagn að öðru en göng- um eða skarði i heiðina. Fróðlegt væri að vegagerðin kynnti snjómokstursreglur eða áætlanir sinar varðandi hvern veg á haustin. Loks má geta þess, að i þátt- um útvarpsins, s.l. vetur um færð á vegum, var nánast aldrei minnzt á Vestfjarðavegi enda oftast fært frá Isafirði til Bolungarvikur og Súðavikur. A Vestfjörðum eru þó miklu fleiri vegir, sem ekið er um, og erfitt getur verið að afla fregna um færð á. Það er þvi ósk margra að upplýsingaþjónusta vega- gerðar verði bætt og er þvi beint til umdæmisskrifstofu á Vest- fjörðum. Til vegagerðar rikisins al- mennt: — Hver er ástæðan til þess, að nú sést ekki hefill eða ýta við snjóruðning öðruvisi en jeppi fylgi eftir allan daginn? OKTÓBER Nafn skips: mb Sóley 1S 225 mb Visir IS 171 mb Ásgeir Torfason IS 96 mb Trausti ís 2 mb Fifa IS 57 mb Kristján 1S 122 Afli kg.: 68.305.- ■ 63.980,- 27.260,- 160.- 195,- 37.090,- 197.080.- kg Aflaverðmæti kr: 2.538.320.00 2.315.509.00 937.243.00 6.371.00 8.004.00 1.369.863.00 7.175.310,00 kr. Samtals Aflabrögð i október voru eins og taflan sýnir en þess má geta, að Fifa og Trausti eru hand- færabátar, sem fóru aðeins einn róður og eru hættir. m/b Asgeir Torfason kom úr umfangsmikilli klössun i mánuðinum og fór á net. Hefur afli verið rýr. en nú er verið að búa bátinn á linu, og róa þá allir bátarnir héðan með linu. 1 nóvember hefur verið reytingsafli og góðar gæftir. Gsal—Reykjavik — Nú eru fram- leidd um 6000 tonn af heykögglum hér á landi, i fimm grænfóðurs- verksmiðjum. Arið 1971 var skip- uð nefnd manna til að gera áætlun svo fljótt sem við yrði komið, um hversu margar grænfóðursverk- smiðjur væri eðlilegt að stofna I landinu og gera tillögur um stað- arval. Nefndin gerði tillögur um stækkun og endurbyggingu verk- smiðjunnar i Gunnarsholti, og að nýjar grænfóðursverksmiðjur yrðu reistar að Flatey, Mýrar- hreppi, A-Skaftafellssýslu, og i Hólminum i Seyluhreppi, Skaga- fjarðarsýslu, ennfremur að at- hugaðiryrðu möguleikar á undir- búningi að stofnun verksmiðju i Saltvik, Reykjahreppi S-Þing. Verksmiðjan i Gunnarsholti var reist árið 1962-1963, og er af- kastageta hennar 1200-1500 tonn yfir framleiðslutimabilið. 14. nóvember 1974 heimilaði ráðu- neytið helmings stækkun verk- smiðjunnar, sem fer fram á árun- um 1975 og 1976 og er niðursetn- ingu véla við stækkun þannig fyr- ir komið, að siðar megi stækka verksmiðjuna um helming. Auk framkvæmda við stækkun verk- smiðjunnar i sumar, var unnið að ræktunarframkvæmdum við aukningu túna og grænfóðurakra, sem verða um 800 ha við lok framkvæmdanna, og munu gefa af sér um 3000 tonn af kögglum. Framleiðslan i ár erum 1500 tonn. Rikið keypti Flatey i Mýrar- hreppiárið 1973 og i febrúar 1974 var ákveðið að hefja byggingu i grænfóðursverksmiðju á staðnum sumarið 1974. 1 fýrra og i ár var gerð bráðabirgðabygging fyrir starfsfólk og mötuneyti, en verk- smiðjuhús og vélasamstæða var sett upp nú i sumar. Búnaðar- samband A-Skaft. hefur séð um ræktun lands fyrir verksmiðjuna. 190 ha voru unnir i fyrra og 120 i ár, en girt land er um 400 ha. I ágústmánuði hóf verksmiðjan framleiðslu og hefur nú framleitt um 1100 tonn. Miklir stækkunar- möguleikar eru i Flatey, og verk- smiðjuhúsið er byggt með tilliti til stækkunár og ræktanlegt land- rými er mikið. Um Hólminn i Skagafirðier það að segja, að jarðirnar Lauftún, Krossanes, og Langamýri voru keyptar árið 1970. Ræktanlegt land er um 600 ha og hefur allt land verið ræst og girt af. Framleiðsla fóðuriðjunnar i ólafsdal er i ár um 600 tonn, en land og verksmiðjan var keypt af hlutafélagi árið 1973. 1 Ólafsdal eru vélar fyrir ca. 1200-1500 tonna afköst, en allt land verksmiðjunn- ar er nú fullræktað, u.þ.b. 180 ha og unnið er að ræktun 100 ha leigulands. Á Stórólfsvöllum er framleiðsl- an i ár um 1500 tonn. Unnið er að endurnýjun véla og stækkun verksmiðjunnar. Landrými er 500 ha. Jörðin Saltvik var keypt árið 1973. A landi jarðarinnar má rækta um 350 ha og hefur allt land jarðarinnar auk leigulands úr landi Laxamýrar verið girt. 150 ha lands hafa verið grófunnir og sáð hefur verið i 50 ha i haust. Að Brautarholtiá Kjalarnesi er starfrækt grænfóðursverksmiðja og er hún i einkaeign. Fram- leiðsla verksmiðjunnar i árerum 1200 tonn. Vest- firðinga- mót að Hótel Borg Föstudaginn 5. des. verður Vestfirðingamót að Hótel Borg, og hefst það með borðhaldi kl. 7 e.h. Þann dag fyrir 35 árum var fyrri hluti stofnfundar Vestfirð- ingafélagsins i Reykjavik. Vill fé- lagið minnast afmælisins á þenn- an hátt, og væntir þess að marg- ir Vestfirðingar vilji mætast á „Borginni” þetta kvöld, ásamt gestum. Akraborgin og góðu veg- irnir gera Vestfirðingum á Akra- nesi og Selfossi, i Hveragerði, Keflavik og örðum nálægum stöð- um kleyft að mæla sér mót við vini i Reykjavik á Vestfirðinga- mótinu á „Borginni”. Austfirðingar eru, eins og Vest- firðingar, i mörgum átthagafé- lögum, en nú nýlega yfirfyllti Austfirðingafélagið Hótel Sögu (súlnasalinn), þegar það hafði Austfirðingamót, svo að Vestfirð- ingar ættu að geta fyllt Borgina, eins og oft áður. Vestfirðingafélagið hélt aðal- fund i október. Þar var getið ferö- ar að Sigöldu, Búrfelli og Skál- holti, sem félagið gekkst fyrir. Rómaður var hlutur séra Eiriks J. Eirikssonar sem minntist meistara Brynjólfs Sveinssonar i Skálholti, Mariu Markan, sem söng og spilaði á kirkjuorgelið (hún var gestur félagsins), og Sveinbjörns Finnssonar ráðs- manns Skálholtsstaðar, sem sá um að hópurinn fékk afbragðs mat þar. Ur „Menningarsjóði vestf. æsku” voru veittar i sumar kr. 130 þúsund til 5 vestfirzkra náms- manna. Félagið á málverk eftir Bjarna Jónsson listmálara, og var ákveðið að efna til skyndi- happdrættis á Vestfirðingamót- inu, þar sem það yrði til sýnis og afhendingar, ásamt tveimur far- miðum til Vestfjarða og heim aft- ur með „Vestfjarðaleiðum", o.fl. sem félaginu hefur verið gefið. I stjórn félagsins eru Sigriður Valdemarsdóttir, Sveinn Finns- son, Þorlákur Jónsson, Þórður K r is t j á nsson , Sæmundur, Kristjánsson, Olga Sigurðardóttir og Guðrún Jónsdóttir. Vara- stjórn: Ólafur Guðmundsson, Þórunn Sigurðardóltir og Sigur- vin Hannibalsson. Skemmtinefnd og varam. Gunnjóna Jónsdóttir. Þóra Böðvarsd., Maria Gunnarsdóttir, Haukur Hannibalsson og Þórður Andrésson. Happamarkaður og basar er ákveðinn i marz, og er þakksam- lega tekið við munum. sem annars á að henda. og fötum. sem ekki eru lengur hæf. Saumaklúbburinn safnaði stórfé — bankastarfsstúlkur gófu kaup kvennafrídagsins til styrktar börnum með sérþarfir BH-Reykjavik. — Sex konur, sein eru saman i saumaklúbbi, lóku sér fyrir hendur fyrir nokkru að safna lé til styrktar Félagi foreldra barna með sér- þarl'ir. Gengu konurnar að vcrkcíni sinu af oddi og egg, og á örstuttum tima hafði þeim lekizt að ná saman 266 þúsund krónum, sem félaginu hafa veriö afhentar. Við sama tæki- l'æri komu fulltrúar starfs- stúlkna i Verzlunarbanka is- lands með 71.000,00 krónur til lélagsins, en það eru vinnulaun þcirra, sem þeim voru greidd á kvennadaginn 24. október sl. Finnig barst félaginu nýlega höfðingleg gjöf frá Ljósinæðra- lclagi Reykjavikur, 50 .úsund krónur. Timamenn hittu að máli þessar örlátu konur, sem af myndarskap hafa stutt við bakið á félitlum en gagnlegum félagsskap, sem hefur það eina áhugamál að létta undir með þeim litilmagnanum i þjóðfé- laginu, sem ef til vill er hvaö verst settur. Saumaklúbbskon- urnar kváðust ekki hafa verið i erfiðleikum með að finna þann aðilann, sem vert væri að styðja. Þær væru svo lánsamar sjálfar að eiga mörg heilbrigð börn, og þess vegna hefði þeim orðið hugsað til annarra, sem verr voru settir. Fénu söfnuðu þær á heimilum, vinnustöðum og viðar, og var þeim alls staðar vel tekið. Saumaklúbburinn þeirra er orðinn 15 ára og alls ekkert i þann veginn að leysast upp, miklu fremur er hann öflugri nú en nokkru sinni fyrr og það verður haldið áfram á sömu braut. Gjöf Ljósmæðrafé- lagsins er afrakstur merkja- sölu, sem fram fer á hverju ári, annan sunnudag i april, og hefur jafnan runnið til mannúðar- og menningarmála. Stúlkurnar i Verzlunar- bankanum fengu óvænt kaup greitt fyrir fridaginn, sem þær tóku sér — velflestar — 24. októ- ber, og i tilefni þess bundust þær allar, 25 talsins, samtökum um að láta kaupið renna til þessar- ar starfsemi, og vissulega eru þeir peningar vel komnir hjá Félagi foreldra barna með sérþarfir. Félagið stendur fyrir jóla- kortasölu að þessu sinni, og verður vist ekki af þvi að kortin komi i verzlanir, þvi að félags- menn ætla að selja þau sjálfir. Myndirnar á kortunum eru gerðar af ættingjum barna með sérþarfir, en það eru amma, föðurbróðir og systir, sem eru að-verki. Jólakort. gel'ið út af Félagi for- eldra barna með sérþarfir. Mviidina teiknaði Kagnhildur Magniisdóttir, 6 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.