Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. nóvember 1975. TÍMINN 3 Björguðu erninum með efnablöndu sem eyðir olíu BH-Reykjavik.— Snæfellskur örn á lif sitt að þakka snarræði þriggja drengja, umönnun og meðferð á Keldum og efnablöndu, sem efnafræðingum hér tókst að setja saman, en það eyddi oliunni i fiðri hans. Var það verkefni heldur torsótt, er i það var ráðizt fyrir viku, þvi að draga þurfti hettu á höfuð arnarins og leður- hanzka á fætur hans, áður en efn- inu var úðað á hann, en ekki má koma við fiður arnarins meðan á þessu stendur. Efnið binzt oliunni og gufar siðán upp. Það var i nóvemberbyrjun, að þrir drengir i Stykkishólmi, þeir Lárus Hallfreðsson, Bjarni Harð- arson og Óli Benediktsson fundu örn i fjörunni hjá ögri i Helga- fellssveit. Var mjög af fuglinum dregið, orðinn horaður og afar var um sig. Samt tókst drengjun- um að ná honum og koma honum til Stykkishólms. Þangað sótti maður frá Nátt- úrufræðistofnuninni fuglinn og fór með hann suður. Var honum komið fyrir á Keldum, og annað- ist dr. Finnur Guðmundsson um hann og gaf honum að éta, þvi að fuglinn var sinnulaus um mat. Hrjáði hann mjög olia aftan á hálsi, baki og á bringu, en sem hann hresstist við góða umönnun var hægt að snúa sér að hreinsun hans með fyrrnefndu móti. Er það von manna, að aðgerðin dugi til að bjarga lifi hans, en örninn er aðeins tveggja ára. Þýzkir vísnasöngvarar á samkomu í lok baróttuárs kvenna Monika Hauff og Klaus Dieter Henkler frá Þýzka alþýðulýðveldinu hafa sungið saman i sjö ár og eru nú vinsælir skemmtikraftar á alþjóðavettvangi. Timamynd Róbert. SJ-Reykjavik. — Hér eru nú komnir öðru sinni visna- og dæg- urlagasöngvararnir Monika Hauff og Klaus Dieter Henkler, sem hér voru á ferð i fyrra og sungu á ýmsum stöðum. Siðan þá hefur frami þeirra aukizt, en þau hlutu i þessum mánuði fyrstu verðlaun fyrir erlenda þátttak- endur I alþjóðlegu söngkeppninni „Gránd Prix de la Chansons de Paris”, þar sem þátttakendur voru frá 30 löndum. A þessu ári hlutu þau einnig vinsældaverð- laun i keppninni „Coup d’Europe” i Austurriki. Að þessu sinni syngja þau Monika Hauff og Henkler á hátiðarsamkomu I til- efni alþjóðlega kvennaársins, sem Félagið Island DDR heldur i hátfðarsal Menntaskólans við Hamrahlið á sunnudaginn kl. 3. Einnig munu þau koma fram vlðar, m.a. á-vinnustöðum og fundum verklýðsfélaga. A föstu- dags- og sunnudagskvöld syngja þau á Hótel Sögu, og Rikisútvarp- ið mun siðar flytja hálftima dag- skrá, þar sem þau syngja. 1 viðtali við Timann sögðust þau Monika og Klaus-Dieter einkum syngja þjóðlög i sinum eigin stil. — Við syngjum á þýzku og öðrum FJÖLMENNI VK> ÚTFÖR GUNNARS GUNNARSSONAR Ráðherrar og þingforsetar bera kistu þjóðskáldsins úr kirkju. Ættingjar við kistu Gunnars Gunnarssonar á leið út í Viðey. Timamyndir: Gunnar BH-Reykjavik. — Gunnar Gunnarsson rithöfundur var til moldar borinn i kirkjugarðinum i Viðey i gærdag. Aður var hann kvaddur hinztu kveðju við at- höfn i Dómkirkjunni i Reykja- vik, og var fjölmenni viðstatt kveðjuathöfnina. Fánar blöktu i hálfa stöng á opinberum bygg- ingum og viða um borgina. Séra Grimur Grimsson flutti minningarræðuna i Dómkirkj- unni, og ráðherrar báru kistu Gunnars Gunnarssqnar úr kirkju. Ættingjar hans báru kistuna hinzta spölinn út I bát- inn Skúlaskeið, sem flutti hana út i Viðey. í kveðju frá Rithöfundasam- bandi Islands segir m.a.: „Gunnar Gunnarsson er fall- inn. íslenzkt þjóðlif er svip- minna en áður og fátæklegra, slikur listamaður var hann, slikur persónuleiki, slik mann- eskja. Um áratuga skeið hefur hann lagt fágætan skerf til menningar þessarar þjóðar, og bókmenntaafrek hans eru bæði þjóðleg og alþjóðleg. Lif hans var hvort tveggja I senn ævin- týrið sjálftog þrotlaus starfsönn og starfsögun. Af þessum upp- sprettum báðum var listsköpun hans runnin. Þannig verða mikilmenni til.” Gunnar Gunnarsson var at- kastamikill rithöfundur og si- vinnandi, allt fram til hinztu stundar. málum, og alltaf eitt eða tVö lög á máli þeirrar þjóðar, sem við syngjum fyrir hverju sinni. Þau kváðust þvi miður ekki hafa haft tima til að læra nýtt islenzkt lag, áður en þau komu hingað þessu sinni. En á söngskrá þeirra hér i fyrra var lagið Sprengisandur i þeirra eigin útsetningu. Söngfólkið kvaðst ekki hafa orð- ið fyrir vonbrigðum, er það leit Island öðru sinni, nú snævi þakið. — Island er eitthvað sérstakt og fólkið opið og vingjarnlegt. Monika og Klaus-Dieter eru nú nærfellt á samfelldu söngferða- lagi um heiminn, og héðan liggur leiðin til heimalandsins að vinna að sjónvarpsdagskrá i Berlin. A samkomu Félagsins Island DDR koma auk þess fVam Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, sem flytur ávarp frá Framkvæmda- nefnd um kvennafri. Inga Birna Jónsdóttir segir frá Heimsþingi kvenna i Berlin i sumar. Rauðsokkakórinn syngur, en kynnir verður Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri. Aðgangur er öll- um heimill og ókeypis. „Myndir föður míns sýnilega betur komnar á einka- heimilum en hjá Reykjavíkurborg eða á listasöfnum" Sveinn J. Kjarval: BH-Reykjavík. — Myndir föður mins eru sýnilega betur komnar á einkaheimilum en hjá borg- inni og á listasöfnum. Mér dett- ur ekki í hug að selja borginni myndirnar, sem borgaryfirvöld hafa „boðið” I. Og hvað varðar listaverkin i vinnustöfu föður mins i vinnustofunni, sem hann hafði í Austurstræti 12, þá sjá- um við okkur tilneydd að taka þetta niður og fjarlægja það sjálf, þvi að enginn opinber aðili virðisthafa minnsta áhuga á þvi að sýna minningu föður mins verðugan sóma. Allt þetta Kjar- valstal i seinni tið minnir mig á það, sem faðir minn sagði við mig, þegar verið var að byrja á húsinu úti á Nesinu. Þá spurði hann mig, hvort ég hcldi, að þeir væru að gera þetta fyrir hann, og ég jánkaði því, af þvi ég vissi ekki betur. „Nei, dengsi minn, þeir eru bara að slá sjálfa sig til riddara!” Þannig komstSveinn J. Kjar- val að orði i viðtali við Timann i gær. Og hann hélt áfram: —- Viðhöfum ákveðið að opna sýninguna i Brautarholti 6 að nýju, og nú verður þetta sölu- sýning fyrir almenning. Hún verður opin i þrjá daga og opnar á morgun, föstudag, og verður opin frá kl. 5 til 10, og þá sjáum við til, hvort almenningur kann ekki að meta myndir föður mins. Sýningin er af ýmsum verkum, sem hafa verið i varð- veizlu okkar og við vildum gefa listunnendum kost á að sjá. Við vildum lika gefa borgarstjórn Reykjavikur kost á að eignast þessi menningarverðmæti. Sýn- ingin stóð upphaflega frá 15.—25, október, en áður hafði fulltrúum borgarstjórnar marg- oft verið gefið tækifæri til að koma og velja,og ekkert verk á sýningunni var selt, af þvi að hússtjórn Kjarvalsstaða, lög- maður borgarinnar og borg- arráð var alltaf að hugsa sig um. Sl. miðvikudag fékk ég loks bréf frá borgarstjóra, þar sem hann tilkynnti mér þá samþykkt borgarráðs aðgera okkur tilboð I fjórar myndir, og var tilboðið 300.000 krónur. Verð myndanna á sýningunni var kr. 535.000 samtals, og þetta viðræðulausa tilboð hef ég rætt við menn, dómbæra á umgengnisvenjur og allir hafa þeir fellt sama dóm- innyfirsvona framkomu: Hrein móðgun. Maður prúttar ekki á listsýningu. Það má alltaf ræða málin, en það hefur bara ekki verið gert við mig! Við spurðum Svein að þvi, hvort öll verkin, sem voru á sýningunni, yrðu þar áfram, og hvort þau væru öll óseld. — Aðsjálfsögðu eru þau öll á sýningunni og öll til sölu. Við vorum alltaf að biða eftir úr- skurði borgaryfirvalda, þvi að okkur fannst Kjarvalsstaðir eiga forkaupsréttinn. Talið berst að vinnustofunni i Austurstræti 12. — Já, það er ekkert talað við okkur heldur varðandi hana, en við verðum að taka þetta niður. Ég veit ekki hvað veldur þögn yfirvalda. Fyrr i mánuðinum létum við meta verðgildi lista- verkanna þar, og gerðu það þeir Aðalsteinn Ingólfssonog Hilmar Foss. Aður hafði enskur sér- fræðingur áætlað kostnaðinn við að taka þetta niður, og metið þá fyrirhöfn á 3.500.000 kr. Orðrétt segir i skýrslu Aðalsteins og Hilmars: „Verðgildi listaverkanna telj- um við vera um kr. 22.000.000 — tuttugu og tvær milljónir króna. Frá þeirri upphæð ber að draga um kr. 3.500.000 vegna niður- tekningar og viðgerða skv. skvrslu hr. Stanczyk, og að auki um kr. 1.500.000 vegna flutn- ingskostnaðar og væntanlegrar uppsetningar á öðrum stað. Þannig yrði verðgildið, miðað við ástand listaverkanna á staðnum i dag um kr. 17.000.000, — sautján milljónir króna, að okkar mati.” Og úr þvi að við erum farnir að tala um verðgildi listaverka, spyrjum við Svein J. Kjarval að þvi, hver sé dýrasta myndin á sölusýningunni, sem opnar i dag. — Það er undurfögur sjálfs- mynd, liklegast máluð á Italiu- árunum, og hún kostar 400.000 krónur. Það er svimhá upphæð i islenzkum'krónum, en ég þekki betur á danskan gjaldmiðil. og ég hlýt að spyrja: Hvar i heim- inum er á boðstólum sjálfsmynd af þekktasta listamanni lands- ins, sem kostar ekki nema 12.000 danskar krónur?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.