Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. nóvember 1975. TÍMINN 13 UERKFRnmi HF SÍMAR 86030-21366 BÓKAÚTGAFA Menningarsjóös hefur gefið út ritsafn Pálma Hannessonar rektors i tveimur bindum. Nefnist það Fósturjörð, og hefur Hannes Pétursson skáld, frændi Pálma, séð um útgáfuna. Ritar hann og eftirmála. I þetta ritsafn hefur ekki verið tekið allt það, sem var i bókum Pálma sem Menningarsjóður gaf út fyrir allmörgum árum, og nefndust Landið okkar, Frá óbyggðum og Mannraunir. Meðal annars hafa verið felld niður nokkur útvarpserindi hans um út- lend efni, þar eð þetta ritsafn miðast fyrst og fremst við tsland, náttúru þess, sögu þjóðarinnar, tungu og bókmenntir. Aftur er talsverðu aukið við af verkum Pálma, sem annars staðar var að finna en f þessum bókum. Eins og flestum mun enn minnisstætt var Pálmi Hannes- son ákaflega listfengur rithöfund- ur, þrunginn ást á landinuog öllu, sem laut að náttúi-u þess og sögu, og mun leitun á öðrum manni, sem,skrifaði fágaðri og hnökra- lausari stil en hann. I þvi efni sem mörgum öðrum getur sú kynslóð, Pálmi Hannesson. sem nú er ung, lært mjög margt af Pálma. Hann getur haldið áfram að kenna og glæða heilla- vænleg viðhorf, þótt látinn sé, hverjum þeim sem les rit hans af athygli. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Hannes Pétursson hafa unnið harla nytsamt verk með þessari nýju utgáfu. Samvinnuleiðir ldLCNZ.IV. ÍTÖLSK JAPÖNSK NORSK PORTÚGÖLSK ÞÝSK »* • i m ■ 'Jf ■' ■) i 1 $ * -,,- ■0 í - ‘/ ’’ LOFTPRESSUR GROFUR LEIGJUM ÚT TRAKTORSPRESSUR, TRAKTORSGRÖFU,OG BR0YTGRÖFU. TÖKUM AÐ OKKUR HVERSKONAR MÚRBROT FLEYGAt BORVINNU OG SPRENGINGAR. KAPPKÖSTUM AÐ VEITA GOÐA ÞJONUSTU, MEÐ GÖÐUM TÆKJUM OG VÖNUM MÖNNUM. Fósturjörð - ritsafn Pólma Hannessonar Stóraukið rafljósaúrval Verö kr. 6.190 veggljós Verð kr. 15.080 loftljós Verö kr. 14.710 (3 stk.) Fjármálaráðuneytið 25. nóv. 1975. Stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar i Reykjavik 1975: Sitjandi frá vinstri Árni Edwinsson ritari, Sigurður M. Þorsteinsson formaður, Haukur Hallgrimsson meðstjórnandi. Standandi frá v. Helgi Ágústsson i varastjórn, Gunnar Jóhannesson meðstjórnandi, Gústav Óskarsson gjaldkeri, Ingvar Valdimarsson varaform., Einar Gunnarsson meðstjórnandi, Stefán Bjarnason i varastjórn. A myndina vantar Pál Steinþórsson i varastjórn. Flugbjörgunasveitin 25 ára Auglýsing 1 DAG eru 25 ár liðin siðan Flug- björgunarsveitin i Reykjavik var stofnuð af flugáhugamönnum, sem töldu nauðsynlegt að stofna björgunarsveit, sem værisérhæfð I sambandi við leit og björgun úr flugvélum, þvi á þessum tima var mikil aukning á flugi á Islandi. Siöan hefur FBS verið að þjálfa menn og afla tækja til að geta veitt sem bezta aðstoð, ef vá ber að höndum. Þá hafa verið stofnaöar flug- björgunarsveitir á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Varmahlið i Skagafirði, Hellu á Rangárvöll- um, Skógum A-Eyjafjallahr., Vik i Mýrdal og Kvennadeild i Reykjavik. Allar þessar sveitir vinna að sama markmiði og starfa sjálfstætt. Auk þjálfunar hér heima hafa um tuttugu menn sótt námskeið hjá Rauða krossi Noregs, til þjálfunar i björgunarstarfi, og þá sérstaklega við björgun á fólki, sem hefur orðið . undir snjó- skriðum, og i þvi sambandi hefur sveitin aflað sér tækja og útbún- aðar til leitar að fólki i snjóskrið- Flugbjörgunarsveitin hefur nú yfir að ráða fimm fjalla- óg sjúkrabifreiðum og einni belta- bifreið. Um 100 menn eru skráðir til æfinga og björgunarstarfa, og þar að auki eru á aukaskrá um 75 manns, sem kalla má út, ef slys verða. Flugbjörgunarsveitin mun i kvöld halda upp á afmælið að Hótel Loftleiðum. n, Að gefnu tilefni vill fjármálaráðuneytið minna farm- flytjendur og afgreiðslumenn þeirra svo og innflytj- endur á 1. mgr. 40. gr. laga nr. 59/1969 um tollheimtu og tolleftirlit, en þar segir: ..Stjórnendum farartækja, skipaafgreiðslum og öðrum þciin, sem liafa ótollafgreiddar vörur i sinum vörslum til flutnings eða geymslu, er óheimilt að afhenda þær viðtakanda eða láta þær á annan liátt af hendi úr vöru- geymslu eða farartæki án levfis tollstjóra eða tiltekins umboðsmanns hans”. Samkvæmt 70. gr. nefndra laga varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi, sé brotið gegn fyrirmælum þessum, en auk þess ábyrgist eigandi eða umráðamað- ur farartækis eða vöruafgreiðslu greiöslu aðflutnings- gjalda af vörunni. Sömu viðurlögum varðar það að veita viðtöku vöru, sem er ólöglega afhent samkvæmt framansögðu. BH—Reykjavik — Ný ferðaskrif- stofa helur verið stofnuð, og ber hún nafnið Samvinnuleiöir. Eru aóalhluthafarnir þrir, Samband islen/.kra samvinnufélaga, Sam- vinnutryggingar gl. og Oliufélag- iðlil'., en hlutafé lelagsins er sam- tals 15 milljónir króna. Er félagið stol'nað i framháldi al' samþykkt stjórnar Sambands islen/kra samvinnufélaga um stofnun lerðaskrifstofu. Stofnfundur félagsins var hald- inn hér i Reykjavik sl. laugardag, en kaupfélögum, félagsmönnum þeirra og félagasamtökum verður gefinn kostur á að gérast aöilar að ferðaskrifstofunni. Fyrstu stjórn Samvinnuleiða skipa: Erlendur Einarsson for- maður, Valur Arnþórsson vara- formaður og meðstjórnendur Axel Gislason, Hjalti Pálsson, Hallgrimur Sigurðsson og Sig- urður Þórhallsson. Fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn Böðvar Valgeirsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri skrif- stofu Sambandsins i Hamborg. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Verð kr. 4.540. Verð kr. 19.130 (3 stk. raflfós í miklu úrvali VIKULEGA NÝJAR SENDINGAR húsiö HRINGBRAUT 121 • SÍMI 28-602

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.