Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 28. nóvember 1975. r Olafur Jóhannesson á Alþingi í gær: Samningar færa okkur nær lokatakmarkinu Stríðið við Breta verður langt ÖLAFUR Jóhannesson dóms- málaráðherra hélt ræðu i samein- uðu þingi i gær, þegar rætt var um samkomulagsdrögin við Vest- ur-Þjóðverja. Sagði Ólafur i upp- hafi ræðu sinnar, að þótt mikið hefði hér verið sagt og margt komið fram, vildi hann ekki láta hjá liða að segja nokkur orð, ann- að gæti verið mistúlkað. Rakti ráðherra i upphafi ræðu sinnar sögu landhelgismálsins og þótt oft hefði verið deilt um leiðir, hefðu þó alltaf allir verið sam- mála um lokatakmarkið: Fulln- aðarsigur i landhelgisbaráttunni. Minnti hann einnig á frum- kvæði íslands i hafréttarmálum á alþjóðavettvangi og árangur af þvi frumkvæði. Þá rakti ólafur hverja útfærslu fyrir sig, sem allar hafa verið gerðar með einhliða ákvörðunum Islendinga og hvernig ætið hefur komið til átaka við Breta. En öll- um þessum átökum hefur lokið með samningum og enn mun svo fara að þessum átökum lýkur með samningum. Allir samning- ar hafa fært okkur nær lokatak- markinu — fullnaðarsigri i land- helgismálinu. Um það eru allir sammála, en oft hefur verið hart deiltum þessa samninga á meðan á þeim hefur staðið. Meiri andstaða gegn samningum 1961 — Það var sagt hér i gær að aldrei hafi verið jafn mikil and- staða gegn nokkrum samningum og þeim, sem hér um ræðir við Þjóðverja. Aldrei hafi verið jafn almenn mótmæli. En menn eru fljótir að gleyma i pólitik. Það var miklu meiri andstaða gegn samningunum við Breta 1961 og þá var miklu fjölmennari stjórnarandstaða, sem beitti sér gegn þeim. Þótt hafi verið viðhöfð stór orð um þessa samninga voru orðin þó ennþá stærri 1961. Við, sem vorum i stjórnarand- stöðu 1961, vorum mjög andvigir samningum, enda bundu þeir okkur til að hlýta úrskurði al- þjóðadómstólsins i Haag. Hins vegar var pitt jákvætt við þá samninga, að Bretar féllu frá mótmælum sinum gegn útfærsl- unni. MÓ—Reykjavik — Miklar um- ræður hafa orðið um samnings- drögin við Vestur-Þjóðverja, sem lögð voru fram á Alþingi á þriðjudag, en komu til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Stóðu þingfundir frá kl. 14 á miðvikudag til kl. tvö aðfara- nótt fimmtudags. Þá var málinu vfsað til utanrikismálanefndar, sem klofnaði i málinu og skilaði tveimur álitum fyrir fund Isam- einuðu þingi kl. 14 f gær. Lagði meirihluti nefndarinnar til að tillagan yrði samþykkt, en minni hlutinn að hún yrði felld. Allir stjórnarþingmenn, sem til máls hafa tekið, hafa lýst stuðningi við tillöguna, en allir þingmenn stjórnarandstöðunn- ar hafa lýst sig andvfga henni. Rök stjórnarsinna eru i stuttu máli þau, ab með samningunum fáist mikilvæg viðurkenning á fiskveiðilögsögunni, þótt ekki sé hún formleg. Lýsi viðurkenn- ingin sér i þvi, að Þjóðverjar fari með verksmiðju- og frysti- togara út fyrir 200 milna mörkin og veiði aðeins á tilteknum svæðum innan þeirra á skipum Samningarnir 1973 Samningana frá 1973 hefur nokkuð borið hér á góma og sumir vilja bera mér það á brýn að hafa laumast til Bretlands til að gera þá samninga. Ég laumaðist ekki til Bret- lands. Ég fór þangað með vitund- bæði rikisstjórnar og utanrikis- málanefndar, og ég fór þangað i samræmi við samþykkt Alþingis frá 1972 um að vinna áfram að samningum við Breta og V-Þjóð- verja. Ég kom heim með drög að sam- komulagi og þvi lýsti ég skýrt yfir bæði við komuna til landsins og á Alþingi. Drög að samkomulagi, sem yrði til að binda endi á deil- urnar við Breta til bráðabirgða. Já, þetta var bráðabirgðasam- komulag. Þvi lýsti ég skýrt yfir, og sagði m.a. á Alþingi, að ég væri ekki bjartsýnn á, að hafrétt- arráðstefnunni yrði lokið, þegar samningstiminn rynni út, en ég vonaði, að þá hefðu Bretar fengið þann umþóttunartima, sem þeir þyrftu til að breyta sinum skipa- stól. Þarna reyndist ég fullbjart- sýnn. En það er ekki vist, að svo hefði farið, ef ekki hefði verið búið að stiga nýtt og stærra skref, þegar samningstimabilinu lauk. Þá ræddi ráðherrann nokkuð um álit hagsmunahópa á samn- ingunum og sagði, að þegar þeir hefðu verið samþykktir hefði þjóðin andað léttara. Þessu næst talaði hann um við- tökurnar við þessum samningum, ssm væru nokkuð á annan veg og sagðist hafa hlustað með athygli á varnaðarorð forseta ASI hér á þingi i gær. — En það gladdi mig, að Björn Jónsson sagði, að allt yrði gert með löglegum hætti. Til þess hafa þau fulla heimild. En samt sem áður er það Al- þingis að taka ákvarðanir og bera á þeim ábyrgð. Alþingi íslend- inga, sem ýmsar blaðurskjóður hafa gert sér að undanförnu leik að hreyta skit i, er æðsta stofnun þjóðarinnar. Það er skylda okkar Alþingismanna að viðhalda virð- ingu þess, Við, sem kosnir erum til að taka þessa ákvörðun, sem nú verður tekin, gleymumst, en Alþingi gleymist ekki. sem leyfi hafa. Þeir hliti þeim islenzkum reglum, sem settar eru til verndar fiskstofnum, og með þvi að semja við Vest- ur-Þjóðverja, einangrist Bret- ar, og þvi sé hægt að beita land- helgisgæzlunni gegn þeim af meira afli. Rök stjórnarandstæðinga eru þau, að ekki sé um neitt að semja á íslandsmiðum, þvf fisk- urinn sé svo litill, að hann nægi aðeins okkur einum. Hér fer á eftir álit minnihluta utanrikis- málanefndar, og var það undir- ritað af Gils Guðmundssyni og Benedikt Gröndal og stutt af Magnúsi Torfa Ólafssyni, sem situr fundi nefndarinnar. ,,Við undirritaðir teljum, að álitsgerðir visindamanna um ástand fiskstofna við ísland sé einhver alvarlegasta á minning til þjóðarinnar og ráðamanna hennar, sem fram hefur komið um langt skeið. Við teljum óhjá- kvæmilegt, aðbrugðizt verði við á þann hátt, að allt verði gert, sem i okkar íslendinga valdi stendur, til að bægja frá dyrum þeim þjóðarvoða, sem af hruni (Kallað framan úr sal — Hvaö er Alþingi án þorsksins)? Þorsk- urinn i sjónum er mikil undir- staða þessa þjóðfélags, en það eru lika til þorskar á þurru landi. landi. Ekki of margir togarar Ónefndur þingmaður lét að þvi liggja að hverjum þætti sinn fugl fagur, jafnvel þótt hann væri fjaðralaus og magur. Mér þykir vænt um vinstri stjórnina. Þá var gerð atvinnubylting i land- inu. Nú segja menn, að allt of mörg skip hafi verið keypt til landsins. Hvers vegna missti Isl. þjóðin sjálfstæði sitt á sinum tima? Það var af þvi að Islend- ingar hættu að sigla og urðu öðr- um háðir. Nei, það eru ekki komin of mörg skip til þessa lands. Ég sé ekki eftir þeim árum, sem ég var i vinstri stjórn, og ég ber samstarfsmönnum minum i þeirri stjórn góða sögu. Það var vilji vinstri stjórnar- innar að leysa landhelgismálið með timabundnum samningum. En samningar við Þjóðverja strönduðu á tveimur veigamikl- um atriðum. 1 fyrsta lagi vildu þeir fá frysti- og verksmiðjutogara inn i land- helgina. Þvi var algerlega neitað, og það tel ég eitt þýðingarmesta atriðið við brezku samningana 1973 að engir verksmiðjutogarar skyldu fá að veiða hér. I öðru lagi strönduðu samning- ar við V-Þjóðverja á lögfræðilegri þrákelkni þeirra að komast á ein- um eða tveimur stöðum upþ að 12 milna mörkunum. Vegna þessara tveggja atriða varð ekki af samningum við Þjóð- verja i tið vinstri stjórnarinnar. En nú eru þessi atriði bæði farin út og þvi styð ég þessa samninga. Annað atriði, sem er þess vald- andi, að ég er samningum sam- þykkur, er, að hér er aðallega um ufsa og karfa að ræða, en þorsk- afli er mjög takmarkaður. Það er ljóst, og á þvi ber þýzka rikisstjórnin ábyrgð, að þegar Þjóðverjar hafa veitt 5000 t. af þorski, verða þeir að hætta veið- fiskstofnanna myndi óhjá- kvæmilega leiða. Það blasir við, að verði, eins og nú er ástatt, gerðir samningar við aðrar þjóðir um veiðar á umtalsverð- um hluta þess aflamagns, sem fiskifræðingar telja nokkurt vit i að veitt verði á íslandsmiðum næstu árin, leiðir af þvi annað tveggja: geigvænlega ofveiði eða takmörkun á afla eigin skipa, sem svaraði aflamagni útlendinga. Fyrri kosturinn hefði i för með sér efnahagslegt hrun, en hinn siðari rýrði enn stórlega afkomumöguleika is- lenzkra alþýðuheimila og byði heim hættunni á atvinnuleysi Þegar svo er komið, að nauð- synlegt er talið að fara að skammta veiðar tslendinga sjálfra á þorski og öðrum helztu nytjafiskum, teljum við engin tök til þess að gera samninga við aðrar þjóðir um veiðar inn- an islenzkrar fiskveiðiland- helgi. Við leggjum þess vegna ein- dregið til að tillagan verði felld.” um, jafnvel þótt þeir hafi ekki lokið við að fiska i sinn kvóta af öðrum tegundum. Þýzka ríkisstjórnin getur ekki ábyrgzt að ekki komi þorskur i netin, fái þeir að halda veiðum á- fram. Þjóðverjar skuldbinda sig til að virða okkar friðunaraðgerðir og tel ég það mjög mikilsvert. Skýrt er tekið fram, að eftirlitsmenn okkar megi fara um borð i þýzk skip til að kynna sér leiðarbók og afla. Landhelgisgæzlan Þessu næst vék dómsmálaráð- herra að landhelgisgæzlunni og visaði til föðurhúsanna öllum um- mælum um að hún hefði verið slöpp. — Landhelgisgæzlan hefur alltaf gert það, sem hún hefur getað. Skipherrar á varðskipunum eru vaskir menn, sem hlotið hafa að- dáun brezkra sjómanna, enda sjá allir, hvilikir afburðar sjómenn eru þar að verki. Það hefur aldrei af minni hálfu verið haldið aftur af þeim, en þeir hafa oft orðið að starfa við mjog erfiðar aðstæður. Skip landhelg- isgæzlunnar skortir afl gegn her- skipum og dráttarbátum og hætt er við að nú verði beitt sömu að- ferðum og síðast, þ.e. að reynt verði að laska varðskipin svo þau NOKKRUM spurningum var beint til utanrikisráðherra I umræðunum um samnings- drögin við V.-Þjóðverja á Al- þingi i gær. Fer hér á eftir út- dráttur úr svörum ráðherra við þeim. Fyrstsvaraði ráðherra spurn- ingum Stein- gríms Her- mannssonar ( F ) u m hvernig eftir- litinu verði háttað. Taldi þingmaðurinn nauðsynlegt, að islenzkir ræðismenn i fengju tafarlaust afrit af öll- um löndunarskýrslum, og einnig að skýlaus ákvæði væru um að fslenzkir eftirlitsmenn fengju hvenær sem væri, að fara um borð i þýzka togara. Sagði ráðherra, að auðvelt væri að koma þvi við að is- lenzka sendiráðið fengi tafar- laust löndunarskýrslur þýzkra togara, sem koma af íslands- miðum.Þá sagði ráðherra, að skýlaust ákvæði væri i samn- ingnum um að eftirlitsmönn- um væri hvenær sem væri heimilt að fara um borð i þýzka togara. önnur spurning Steingrims var um það, hvað gerðist, þeg- ar hámarkinu væri náö, t.d. 5.000 lestum af þorski. Sagði ráðherra, að þá hætti fiskveiðiflotinn veiðum, um það hefði skilyrðislaust verið samið. Þá spurði Steingrimur um endalok samningsins, og hvort islenzka rikisstjórnin væri til- búin að gefa yfirlýsingu um að hún liti svo á, að með samn- ingum þessum væri þjóðverj- um veittur aðlögunartimi á Is- landsmiðum, og engin fram- lenging komi til greina. Ráðherra sagði það ákveðið, þurfi að dveljast langtimum sam- an fjarri miðunum vegna við- gerða. Framundan er löng og ströng barátta við Breta. Allir eru sam- mála um að verjast verði af mætti ágangi þeirra. Mestu máli skiptir, að við missum ekki móð- inn. Samningarnir við Þjóð- verja færa okkur nær lokamarkinu Það er oft deilt á Alþingi og þannig á það að vera. En það er meirihlutans að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim. Við stig- um þetta skref fullvissir um að það færir okkur nær lokatak- markinu. Við megum ekki gleyma, að við erum ekki einir i heiminum. Við njótum samúðar og skilnings og við verðum að gæta þess að glata honum ekki. Mestu máli skiptir, að ná lokamarkinu. Það skiptir ekki öllu hvort það tekur einu ári lengur eða skemur. Þjóðverjar eru með þessu samkomulagi á góðri leið með að viðurkenna 200 sjómilna fiskveiðilögsögu okkar. Og með samningum við Þjóð- verja dreifum við óvinum okkar. Við einangrum aðalóvininn og eigum þannig auðveldara með að sigra hann. af þorski að þetta vaeru endalok samnings- gerðar við Vestur-Þjóð- verja, enda treysti hann þvi að hafrétt- arráðstefnan hefði komizt að ákveðinni niðurstöðu undir lok samningstimans. — Min skoðun er þvi sú, að hér eigi að setja punkt i samningsgerð og hætta, sagði ráðherra. Þá spurði Steingrimur, hve lengi samningurinn gilti og um , frestinn á framkvæmd samkomulagsins, ef bókun 6 kæmi ekki til framkvæmda. Enn fremur hvort þjóðverjar færu út fyrir 200 milur, meðan fresturinn gilti. Ráðherra sagði, að samn- ingurinn gilti i tvö ár frá und- irskrift og Þjóðverjar færu út fyrir 200 milur meðan frestur- inn gilti. Þá spurði Steingrimur, hvort islenzka rikisstjórnin teldi sig óbundna af tilboðinu til Breta um 65.000 tonna afla. Sagði ráðherra, að þvi til- boði hefði verið hafnað, þvi væri rikisstjórnin alveg óbundin af þvi. Eyjólfur K. Jónsson (S) kvaöstekki búast við að bókun 6 kæmi til framkvæmda og spurði þvi, hvort Þjóðverjar mættu veiða meira en 5/12 hluta leyfilegs aflamagns á næstu fimm mánuðum. Utanrikisráðherra tók undir þá skoðun og sagði, að Þjóð- verjum hefði verið greint frá þeirri túlkun á samkomulag- inu. Ragnhildur Helgadóttir (S) vildi, að staðfest væri sú vilja- yfirlýsing Þjóðverja að beita áhrifum sinum til að bókun 6 kæmi til framkvæmda. Ráðherra sagði, að þegar hefði verið samið bréf, sem Þjóðverjum yrðisent, þar sem þessf yfirlýsing þeirra væri staðfest. Stjórnarsinnar styðja tillöguna — stjórnarandstaðan ó móti Hætta veiðum eftir 5000 tonn Þýzkalandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.