Tíminn - 04.12.1975, Page 7

Tíminn - 04.12.1975, Page 7
Fimmtudagur 4. desember 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í»órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Kjaraskerðingin í málgögnum stjórnarandstæðinga gætir mjög þeirra kenninga, að kjaraskerðing sú, sem hefur orðið hér siðustu misserin, sé rikisstjórninni að kenna. Hversu óréttmætar þessar fullyrðingar eru, sést bezt á nýrri skýrslu, sem er að finna i bæklingi um þjóðarbúskapinn, sem Þjóðhagsstofnunin gaf út 28. nóv. siðast liðinn. Þar er m.a. skýrt frá þvi, að séu þjóðartekjurnar á mann markaðar með visi- tölunni 100 árið 1971, hafi þær orðið 103.8 á árinu 1972, 112.4 á árinu 1973 og 111.3 á árinu 1974. Þær hafa þannigvaxið verulega frá þvi á árinu 1971 og þangað til á siðari hluta ársins 1974, þegar versn- andi viðskiptakjör fóru að hafa áhrif á þær til lækkunar. Það voru hinar vaxandi þjóðartekjur, sem gerðu það mögulegt að hækka launagreiðslur á þessum tima, auk þess sem lifað var um efni fram. í ár hefur orðið svo mikil rýrnun á þjóðar- tekjum, að visitala þeirra er áætluð um 101.0 á mann, eða næstum hin sama og árið 1971. Þetta er að sjálfsögðu aðalástæða kjararýrnunarinnar i ár, ásamt þvi, að viðskiptakjörin hafa þrengt kjör at- vinnuveganna enn meira en þessar tölur gefa til kynna. Þrátt fyrir það, að þjóðartekjurnar á mann verða nú næstum hinar sömu og á árinu 1971, verður kaupmáttur launafólks yfirleitt mun meiri i ár en 1971. Þannig er kaupmáttur dagvinnulauna áætlaður 111.5 á þessu ári, kaupmáttur vikulauna 106.8 og kaupmáttur ráðstöfunartekna 105.6 allt miðað við töluna 100 árið 1971. Þessar tölur sýna bezt, að hér hefur siður en svo orðið um óeðlilega kjaraskerðingu að ræða, miðað við afkomu þjóð- arbúskaparins. Sú kjaraskerðing, sem hér hefur orðið, hefði orð- ið óhjákvæmileg vegna versnandi viðskiptakjara og þjóðarafkomu, hvaða flokkar sem hefðu verið i stjórn. Hún hefði orðið engu minni, þótt Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn hefðu verið i stjórn. Reynslan sýnir, að úrræðin hefðu þá ekki orðið neitt önnur. Á kjörtimabilinu 1967-1971 átti Alþýðuflokkurinn hlutdeild i tveimur stórfelldum gengisfellingum, mikilli skerðingu visitölubóta og stórfelldri kjaraskerðingu sökum versnandi við- skiptakjara á fyrri hluta kjörtimabilsins. Það var jafnframt gripið til svo mikils samdráttar, að stór- fellt atvinnuleysi kom til sögu og þúsundir manna flýðu land af þeirri ástæðu. Alþýðubandalagið stóð að gengisfellingu haustið 1972, þar sem útflutn- ingsatvinnuvegirnir stóðu þá höllum fæti. Alþýðu- bandalagið var fylgjandi þeirri gengisfellingu, sem varð sumarið 1974, og tveir helztu forustu- menn þess á fjármálasviðinu, Guðmundur Hjart- arson og Ingi Iielgason, samþykktu beint og óbeint gengisfellinguna i febrúar i ár. Þá stóð Alþýðu- bandalagið vorið 1974 að frumvarpsflutningi og bráðabirgðalögum, sem fólu i sér skerðingu visi- tölubóta. Reynslan hefur þannig margsýnt, að Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa ekki hikað við að gripa til svipaðra ráða og núverandi rikisstjórn hefur gert, þegar hætta á stöðvun at- vinnuveganna var annars vegar. Þótt þessir flokk- ar séu óábyrgir i málflutningi sinum nú, sýnir reynslan, að þeir geta verið ábyrgir, þegar ábyrgðin hvilir á þeim. Það er þeim til lofs. Og kjaraskerðingin nú hefði ekkert siður komið til sögu, þótt þessir flokkar hefðu verið i stjórn. Hún var óumflýjanleg eins og á stóð. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Harðar deilur um skozka þingið Þær geta orðið Wilson að falli Edward Short ráðherra, einn af aðalhöfundum hvitu bókarinn- ar, veifar henni á blaðamannafundi. 1 SÍÐAST liðinni viku birti brezka rikisstjórnin hvita bók, sem fjallar um stofnun sér- stakra þinga i Skotlandi og Wales. I hvftu bókinni er þvi lýst i stórum dráttum, hvert verksvið þessum þingum er ætlað, en siðar á þessu þingi, eða einhvern tima á næsta ári, verða þessar hugmyndir lagð- ar fyrir þingið i frumvarps- formi, en ekki er ætlazt til að frumvarpið verði afgreitt fyrr en á þingi 1977. Stjórnin telur málið svo stórt og umfangs- mikið, að eðlilegt sé, að það verði lagt fram á tveimur þingum, og kjósendur fái þannig nægan tima til að fjalla um efni þess, áður en það er tekið til endanlegrar afgreiðslu. Margt bendir til þess, að þetta mál verði aðalmál brezkra stjórnmála á yfir- standandi kjörtimabili, við hliðina á efnahagsmálunum. Jafnvel getur svo farið, að það geti fellt stjórnina. Ihalds- flokkurinn hefur þegar tekið afstöðu gegn þvi, þar sem hann telur fyrirætlanir rikis- stjórnarinnar ganga of langt. Þjóðernissinnar i Skotlandi og Wales hafa tekið afstöðu gegn þvi, þar sem tillögur rikis- stjórnarinnar ganga alltof skammt að þeirra dómi. Eink- um eru horfur á harðri and- stöðu skozkra þjóðernissinna. Innan verkamannaflokksins gætir nokkurs klofnings, þvi að hinir skozku þingmenn hans vilja ganga lengra til móts við sjálfstjórnarkröfur Skota heldur en hinir ensku þingmenn hans, margir hverj- ir. Það þykir þvi engan veginn ósennilegur spádómur, að þetta mál geti leitt til þess, að kosningar verði fyrr en ella. ÞAÐ HEFUR lengi ver- ið baráttumál skozkra þjóð- ernissinna, að Skotland fengi viðtæka heimastjórn. Eftir þvi sem flokkur þeirra hefúr eflzt, hafa aðrir flokkar hallazt meira að þvi, að fallizt væri á þessar kröfur að ein- hverju leyti. Fyrir siðustu þingkosningar lofaði Verka- mannaflokkurinn, sem er stærsti flokkurinn i Skotlandi, að beita sér fyrir þvi að Skot- land fengi sérstakt þing með verulegu valdi. Einnig myndi flokkurinn beita sér fyrir þvi, að Wales fengi sérstakt þing. Ihaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn gáfu einnig fyrirheit, sem gengu i þessa átt, en þó skemmra. Rikis- stjórn Verkamannaflokksins hefur ekki talið sér annað fært en að standa við þetta fyrirheit, og hefur þvi lagt fram fyrrgreinda hvita bók, Winifred Ewing er einn áhrifamesti þingmaður skozkra þjóðernissinna. og jafnframt lofað að beita sér fyrir þvi, að málið yrði tekið til afgreiðslu á þingi 1977, eins og áður segir. SAMKVÆMT hvitu bókinni verður þing Skotlands skipað 142 fulltrúum, sem þing Wales 72. Miðað verður við þá kjör- dæmaskipan, sem nú gildir varðandi kosningar til brezka þingsins, og verða tveir þing- menn kjörnir i hverju kjör- dæmi, Liklegt er, að miklr deilur eigi eftir að risa um kosningafyrirkomulagið. Skotar hallast helzt að hlut- fallskosningum. Verka- mannaflokkurinn og íhalds- flokkurinn hafa verið andvigir þvi, og er það sprottið af þeim ótta þeirra, að það geti leitt til þess, að hlutfallskosningar verði teknar upp i kosningum til brezka þingsins. Hins vegar óttast ýmsir, að verði kosið i einmenningskjördæmum til skozka þingsins, geti skozkir þjóðernissinnar fengið þar meirihluta, þótt þeir séu i minnihluta meðal kjósenda, og geti það leitt til þess, að þeir hcrði á kröfum um aðskilnað landanna. Þá gæti svo farið, að thaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fengju enga fulltrúa þar, eða mjög fáa. Af þessum ástæðum og fleiri má búast við hörðum deilum um kosningafyrir- komulagið. Aðaldeilan verður þó um verksvið þinganna. Sam- kvæmt hvitu bókinni fengi skozka þingið allviðtækt lög- gjafarvald og framkvæmda- vald varðandi félagsmál, samgöngumál, kennslumál. húsnæðismál og umhverfis- mál i Skotlandi. Hins vegar eiga utanrikismál, varnamál og efnahagsmál að vera sameiginleg. Meðal skozkra þjöðernissinna sætir það mestri mótspyrnu að hafa efnahagsmálin sameiginleg, þvi að eitt aðalmál þeirra hefur verið, að oliuvinnslan á skozka landgrunninu félli alveg undir skozk yfirráð. Þá sætir það gagnrýni þjóðernis- sinna, að embætti sérstaks Skotlandsmálaráðherra helzt áfram, og verða völd þess að sumu leyti aukin. Þá telja þeir mörkin óglögg milli vaidsviðs þinganna í Edinborg og London, en greini þau á, hefur þingið i London úrskurðar- valdið. Þá eru mörg atriði óljós i hvitu bókinni, t.d. um stjórn útvarpsmála, hvort hún eigi áfram að vera sameigin- leg eða ekki. Valdsvið þingsins i Wales verður á margan hátt minna en skozka þingsins, enda munu Walesbúar sætta sig betur við það heldur en Skotar, að fleiri mál haldist sameiginleg. ÞAÐ virðist þegar komið i ljós, að tillögur stjórnarinnar muni sæita harðri gagnrýni úr báðum áttum. Af hálfu íhalds- flokksins, undir forustu Margaret Thatchers, verður lögð megináherzla á að verið sé að sundra rikinu með tillög- um stjórnarinnar. Thatcher virðist treysta á, að þetta geti aukið fylgi Ihaldsflokksins meðal Englendinga, enda eigi flokkurinn miklu meira fylgi meðal þeirra heldur en Skota og Walesbúa. Þvi geti þessi áróður meira en bætt það upp, sem kunni að tapast i Skot- landi og Wales. Skozkir þjóðernissinnar munu hins vegar halda þvi fram, að alltof skammt sé gengið með tillög- unum, og þvi beri heldur að hafna þeim en samþykkja þær á þessu stigi. Margir fylgis- menn Verkamannaflokksins i Skotlandi munu taka undir þetta. Wilson þarf þvi á öllum sinum klókindum að halda. ef þetta mál á ekki að verða flokki hans til tjóns, bæði i Skotlandi og Englandi, þannig að hann tapi fylgi til þjóðernissinna i Skotlandi og til Ihaldsflokksins i Englandi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.