Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug— Neyöarflug HVFERT SEM ER HVENÆR SEM ER ft HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 4. tbl. — Miðvikudagur 7. janúar 1976 — 60. árgangur HFHÖBÐURGUMHARSSOK SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Alvarlegt ástand í flugmálum á Vestfjörðum: Flugfélagið Ernir hættir sjúkra- og áætlunarflugi um óákveðinn tíma HG-Súðavik. Flugfélagið Ernir á tsafiröi hefur hætt sjúkra- og á- ætlunarflugi um óákveöinn tima, og verða nú fjölmargir staðir á Vestfjörðum slitnir úr sambandi við höfuðstöðvarnar á ísafirði. Þetta kemur sér mjög illa, og af þessu getur leitt hreint neyðará- stand I mörgum byggðarlögum. Astæðurnar fyrir þessu eru þær, að heilbrigðisyfirvöld vilja ekki viðurkenna mikilvægi sjúkra- flugsins, og ekki er hægt fyrir ein- staklinga að halda uppi sjúkra- flugi, nema njóta til þess veru- legra styrkja. Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, sagði I viðtali við fréttaritara, að óhagkvæmt væri að halda vélunum úti á þeim árs- tlma, þegar minnst væri að gera. Sjúkraflugið borgaði sig alls ekki, og þvi yrði hann að nota þennan tlma til að yfirfara vélarnar og skoða þær, þvi ekki veitti af að hafa allt klárt, þegar aðalvertiðin hæfist. Leiguflugið færi mestallt fram að sumrinu, en það væri það, sem bæri upp hallann af sjúkrafluginu. Væri varla hægt að ætlazt til þess að einstaklingur héldi Uti flugvél með öðru, sem til þarf að sinna neyðarþjónustu, sem það opinbera ætti að gera. Ekki væri langt siðan talað hefði verið um það af opinberum aðilum, að I hverjum landsfjórð- ungi þyrfti að vera tiltæk þyrla til að annast neyðarþjónustu, ásamt þvi sem fylgdi. Stofnkostnaður við slikt fyrirtæki væri vart undir 300millj.kr. Þætti þvi varla mik- ið, þótt styrkur til sjúkraflugs á Vestfjörðum væri 3 millj. kr., eða 1% af þvl sem þyrlufyrirtækið myndi kosta rikissjóð. A siðasta ári fékk flugfélagið Ernir 750 þúsund kr. af fjárveit- ingum til sjúkraflugs, en á fjár- lögum þessa árs eru veittar 3,5 millj. kr. til sjúkraflugs á öllu landinu. Hörður Guðmundsson hefur nú rekið flugfélagið Erni á Isafirði um sjö ára skeið. Hefur hann haldið uppi sjúkra-, áætlunar- og leiguflugi, og þessi þjónusta kom- ið að mjög góðum notum og notið mikilla vinsælda, ekki sizt þeirra, sem mjög afskekkt búa. t sumar var gerður flugvöllur á Suðureyri við Súgandafjörð, og varð Hörður fyrstur til að lenda þar. Tók hann fljótt upp fast áætl- unarflug þangað frá Isafirði. Þessi loftbru er nú lokuð og verða Súgfirðingar þvi að láta sér lynda að hristast i snjóbil, og njóta þá opinberra styrkja. Milli Suður- eyrar og Isafjarðar er sjaldan fært venjulegum bflum eftir að vetur konungur tekur völdin. Þá má benda á, að aðrir staðir, sem Hörður hefur annazt flug til, eru nú að mestu slitnir úr sam- bandi við höfuðstöðvarnar á Vest- fjörðum. Eru það staðir eins og Þingeyri, Flateyri, Bfldudalur, Rafnseyri, Mjólká, og Patreks- fjörður. Þá má ekki gleyma strjálbýlli stöðum eins og innan- .vert við Isafjarðardjúp. Segja má, að Hörður hafi flogið þangað á hverjum degi, og á siðasta ári voru þar um 400 lendingar. önnur flugvél félagsins er af Helio Super Sourier-gerð. Hentar Framhald á bls. 3 Blaðamaður Tímans um borð í Tý Herskip og njósna- þota eltu varðskipin á miðin fyrir austan Frásögn á bls. 3 Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins Arna, telur sjúkraflugið svo kostnaðarsamt, aðsér sé ekki kleift að halda þvláfram. Heildarafli meiri en árið 1974 BH-Reykjavik. — Heildaraflinn yfir landið er nokkru meiri en árið 1974, að þvi er bráðabirgða- tölur Fiskifélags íslands herma.. Arið 1975 nam hann alls 983.2 þúsundum lesta en 944.4 lestum árið 1974. Þorskaflinn var heldur meiri, eða 419 þúsund lestir á móti 408,1 þúsund lestum árið áður, en spærlingsaflinn talsvert minni, eða 4.0 þúsund lestir á móti 14.1 þúsund lestum. Bátaafli þessara tveggja teg- unda varð 244 þúsund lestir á móti 255,5 lestum árið áður, en togaraaflinn jókst talsvert, varð 179 lestir á móti 152.6 lestum árið áður. Mest munar samt um loðnu- aflann, sem varð 500,3 lestir á slðastliðnuárien var 462.2 lest- ir árið 1974. Þá skipta veiðar við Afrfkustrendur nokkru máli, en þar veiddist sardinella, sem er aðaluppistaðan i þvl, sem i skýrslunni nefnist „annar afli" ogvar 11,1 þúsund lestir á siðast liðnu ári. Sáttafundur ASÍ og Vinnuveitendasambandsins: Aðilar sammála um mörg atrioi og önnur í athugun —þess vænst, að ríkisstjórnin liðki fyrir samningunum BH-Reykjavik. — ,,A fundinum i dag gerðist það, að atvinnurek- endur lögðu fram andsvar við kjaramálaályktun Alþýðusam- bandsins, og velflestir liðir henn- . ar voru ræddirall itarlega.Það er óhætt að segja, að það sé nokkur samstaða um ýmis atriðin, og ákveðið að ræða þau sameigin- lega við rfkisstjórnina. Ég get ekkert um þau sagt nánar annað en það, að báðir aðilar lita ýmsa punkta svipuðum augum. t fram- haldi af þessu gerist það, að ég læt rikisstjórnina hafa þessi plögg, og hún ákveður siðan áframhaldið. En næsti fundur með samriingaaðilunum verður á fimmtudaginn klukkan tvö, og það gæti orðið tfðinda að vænta." Þannig komst rfkissáttasemj- ari, Torfi Hjartarson, að orði við Timann I gær, þegar við höfðum samband við hann að afloknum sáttafundi samninganefnda ASl ogatvinnurekenda. Sá fundur var sá fyrsti milli þessara aðila á nýja árinu og stóð i fjórar klukku- stundir. Við ræddum við Ólaf Jónsson, framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins, og kvaðst hann ekki geta upplýst hvaða ¦ atriði það væru, sem vinnu- veitendur teldu sig geta tekið undir með ASl I viðræðum þess- ara aðila við rfkisstjórnina. Hiris i vegar vonaðist hann til þess, að ekki liði á löngu, áður en fúndur yrði með ríkisstjórninni um þessi mál. ólafur kvað sáttafundinn á fimmtudaginn allmikilvægan, þvi að þá myndu , auk samninga- nefndanna, mæta nefndir þær, sem fjölluðu um sérkröfurnar, sem komnar erufram. Ölafur Hannibalsson, skrif- stofustjóri ASÍ, kvað ýmislegt hafa gerztá sáttafundinum i dag, enda þótt enn væri ekki ástæða til sérstakrar bjartsýni. Þvi mætti ekki gleyma, að kjarasamningar nú væru frábrugðnir þvi, sem verið hefði undanfarið, er rikis- stjórnin hefði verið kölluð til á siðustu stundu að brúa bilið. Nú væri það hlutverk hennar að byggja brúarsporðana. — Það sem fram kom hjá at- vinnurekendum i dag, fellur að sumu leyti saman við okkar hug- myndir, en við höfum ekki kann- að málið til neinnar hlitar enn. í fljótu bragði virðist svo sem þeir taki undir 8af 14 atriðum i kjara- málaályktun okkar og liti svo á, að við föllumst á 4 atriði af atriðum þeirra. Breiðholtið líkast einangraori eyju „Á víoavangi" bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.