Tíminn - 09.01.1976, Síða 7
Föstudagur 9. janúar 1976.
TÍMINN
7
HALLINN Á RÍKISSJÓÐI 1975:
Fimm milljarðar króna
ÞÖTT endanlegar niðurstöðutöl-
ur A-hluta rikisreiknings fyrir ár-
ið 1975 séu ekki fram komnar
virðist ljóst, að mismunur
greiddra gjalda og innborgaðra
tekna verði um 5.000 m.kr. 1
greinargerð með frumvarpi til
fjárlaga fyrir árið 1976 voru
heildarútgjöld rikissjóðs á árinu
1975 áætluð 51.000 m.kr. að teknu
tilliti til 2.000 m.kr. lækkunar út-
gjaida vegna fyrirhugaðs niður-
skurðar. Hins vegar var talið, að
innheimtar tekjur rikissjóðs á ár-
inu næmu nálægt 50.000 m.kr.
Fyrrgreind tekjuáætlun virðist
munu standast þrátt fyrir að inn-
heimta vörugjalds varð um 500
m.kr. minni en áætlað var. Þann-
ig var á þeim tima reiknað með
nokkrum greiðsluhalla. Hallinn
hefur hins vegar reynzt mun
meiri en sú áætiun gerði ráðfyrir.
Eftirtaiin atriði valda mestu um
þann halla, sem verður á rikis-
sjóði á árinu 1975.
Greiðslur til almannatrygginga
og þá fyrst og fremst til reksturs
sjúkrahúsa voru auknar um 700
m.kr. frá áætlun.
Niðurgreiðslur vöruverðs og út-
flutningsbætur vegna landbúnað-
arafurða reyndust 250 m.kr. um-
fram áætlun.
Til vegamála hafa greiðslur
umfram áætlun numið 250 m.kr.
Megin ástæða þessara umfram-
greiðslna er rýrnun á mörkuðum
tekjustofnum til vegamála. Þá
hefur rikissjóði á árinu 1975 verið
aflað sérstakrar fyrirgreiðslu
i formi láns hjá Seðlabankanum
til vegamála, að fjárhæð 200
m.kr., ogmunþaðlán endurgreitt
af framkvæmdafé vegagerðar-
innar á árinu 1976. í lok árs 1974
námu skuldir vegagerðarinnar
við rikissjóðs 329 m.kr. Ákveðið
var á árinu 1975 að rikissjóður
yfirtæki skuldir þessar með sér-
stakri lántöku hjá Seðlabankan-
um og telstsú lántaka hluti þeirr-
ar aukningar, sem fram kemur á
lánareikningi rikissjóðs hjá
Seðlabankanum.
Til landhelgisgæzlunnar hafa
umframgreiðslur numið 100
m.kr. Hér er fyrst og fremst um
aukinn rekstrarkostnað að ræða,
svo og innborganir vegna kaupa á
flugvél og kostnað við endurbætur
á varðskipinu Öðni.
Llkur eru á að gjöld ýmissa
stofnana önnur en þau er hér að
framan hafa verið tilgreind, hafi
farið um 700 m.kr. fram úr áætl-
un. Helztu umframgreiðslur eru
vegna embætta sýslumanna og
bæjarfógeta að fjárhæð 300 m.kr.
Vegna gengisbreytinga nema
umframgreiðslur til sendiráða Is-
lands erlendis 100 m.kr. og 90
m.kr. umframgreiðslur vegna út-
gjalda á sviði menntamála.
Við lok árs 1974 nam skuld Raf-
magnsveitna rikisins við rikissjóð
931 m .kr. A árinu 1975 var ákveðið
að rikissjóður yfirtæki skuldir
þessar með sérstakri lántöku hjá
Seðlabankanum og telst sú lán-
taka hluti þeirrar aukningar, sem
fram kemur á lánareikningum
rikissjóðs hjá Seðlabankanum. Á
árinu 1975 hefur Rafmagnsveit-
um rikisins verið veitt sérstakt
lán úr rikissjóði, er nemur 130
m.kr., og mun það lán endurgreitt
af framkvæmdafé á árinu 1976.
Þá voru 1667 m.kr. af yfirdrátt-
arskuld á aðalviðskiptareikningi
rikissjóðs við Seðlabankann
vegna umframgjalda ársins 1974
breytt i umsamið lán, sem fram
kemur á lánareikningi rikissjóðs
við bankann á árinu 1975.
Vaxfa- og verðbótagreiðslur
rikissjóðs námu 1.000 m.kr. hærri
fjárhæð en áætlun gerði ráð fyrir.
Eins og fram kom i umræðum á
Alþingi var ekki talið fært að láta
1.000 m.kr. af áformuðum niður-
skurði fjárveitinga 1975 koma til
framkvæmda og réð þar mestu
Rekstrarstjóri BÚR:
Þetta kom okkur jafn mikið
ó óvart og öllum almenningi
SJ-Reykjavik. — Viö getum litið
um þetta mál sagt, sagði Mar-
teinn Jónasson, rekstrarstjóri hjá
Bæjarúygerð Reykjavlkur, um
ólöglegu veiðarfærin, sem fund-
ust um borð i togaranum Ingólfi
Arnarsyni i fyrradag. — Þetta
kom okkur jafnmikið á óvart og
öllum almenningi. Netin, sem
notuð voru i þessar vörpur, eru
frá Hampiðjunni, og strangt eftir-
lit er haft með að þau standist þau
mál, sem tilskiiin eru. Þau hafa
þvi verið einsog þau áttu að vera,
þegar þau komu þaðan, en hvað
siðan kann að hafa gerzt, veit ég
ekki. Þau hafa kannski hlaupið
eða breytzt af völdum hita eða
kulda. Það er leyfilegt að klæða
vörpu með poka, sagði Marteinn
ennfremur, — og það getur
verið ágreiningur um, hvenær
klædd varpa er lögleg og hvenær
ekki.
Þess má geta, að eftirlitsmaður
Landhelgisgæzlunnar telur, að
engum geti blandazt hugur um að
varpan i Indólfi Arnarsyni hafi
verið óiögleg.
— Ég vil fyrst og fremst taka
það fram, að hingað hefur aldrei
komið skipstjóri og viljað fá net
með of smáum möskvum, sagði
Magnús Gústafsson, fram-
kvæmdastjóri Hampiðjunnar. En
málið er þannig vaxið, að sjó-
mennirnir eru nú að nýta upp þau
net sem þeir eiga, áður en breytt
möskvastærð verður tekin upp i
maí, en þá taka gildi ákvæði um
að lágmarksstærð möskva verði
135 mm i stað 120 nú.
Netið sem fannst i Ingólfi Arn-
arsyni með of smáum möskvum
er úr polyetylini og næloni, en slik
nethafa nokkra tilhneigingu til að
hlaupa, þ.e.a.s. nælonið. Þetta net
er senniiega frá þeim tima, þegar
hér var hráefnisskortur, á árun-
um 1973—’74, sum netin frá þeim
tima hlupu, en misjafnlega mikið.
Þetta net hefur hlaupið óvenju
mikið.
Á sfðasta ári var farið að gufu-
strengja netin betur en gert var
áður, og það minnkar llkurnar á
að atburðir eins og þessi geti átt
sér stað.
Auk þessa getur einn og einn
möskvi misteygzt við áraun og
orðið minni en upphaflega stærð-
in var.
I ólöglegu vörpunni voru
möskvar, sem voru 120 mm og
þar yfir, en einnig möskvar sem
voru minni en 120 mm. Sennilega
hefur þó meirihluti möskvanna
verið af ólöglegri stærð. Engar
reglur eru um hve mikill hluti
möskvanna þarf aö vera undir
löglegri stærð til að varpa teljist
ólögleg.
Landhelgisgæzlan snýst i
mörgu öðru en aðverja land-
helgina og hefur oft veitt
mikla hjálp við að flytja
sjúka. t fyrrakvöid kom
landhelgisflugvélin Sýr frá
Egilsstöðum með tvo sjúkl-
inga austan af Seyðisfirði.
Sjúklingarnir voru fluttir á
snjóbil til Egilsstaða, og beið
vélin á meðan á Egilsstöðum
og kom um miðnætti.
það markmið rikisstjórnarinnar
að tryggja fulla atvinnu i landinu
og byggðajafnvægi.
Þá hefur rikissjóður á árinu
1975 tekiðlán hjá Seðlabankanum
vegna gengistryggingar rikis-
sjóðs á innstæðum i Verðjöfnun-
arsjóði fiskiðnaðarins skv. lögum
nr. 45/1975 og nemur fjárhæð
þessarar skuldbindingar 846
m.kr.
Þessi niðurstaða gjalda og
tekna rikissjóðs á árinu 1975 hefur
haft i för með sér, að skuldir á
viðskiptareikningum A-hluta rik-
issjóðs við Seðlabankann voru i
árslok 1975 4.953 m.kr. og á lána-
reikningum 4.951 m.kr. Heildar-
skuldir rikissjóðs, A-hluta, við
bankann námu þvi i árslok 1975
9.904 m.kr., en voru I upphafi árs
1975 3.866 m.kr. Skuldaaukningin
skiptist þannig, að 258 m.kr. eru
vegna gengismunar, 846 m.kr.
vegna Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn-
aðarins og 4.934 m ,kr. vegna ann-
arra viðskipta rikissjóðs við
bankann.
Fjármálaráðherra greindi frá
þvi i ræðu sinni við 3. umræðu um
fjárlagafrumvarpið, að I fjár-
málaráðuneytinu væri i undir-
búningi gerð timasettrar
greiðsluáætlunar um greiðslu-
skiptingu tekna og gjalda rikis-
sjóðs innan fjárlagaársins 1976. í
samræmi við reglugerð um bók-
hald rlkisins frá 19. desember
1975 er m.a. kveðið á um gerð
greiðsluáætlana stofnana fyrir
hvem mánuð. Jafnframt skipta
stofnanir áformuðum útgjöldum
sinum I svonefnd bundin og
óbundin gjöld eftir þvi, hvort
gjöldin eru bundin af lögum eða
samningum eða hvort þeim megi
fresta um einhvern tiltekinn
tima. Áformað er að gerð þessar-
ar greiðsluáætlunar verði lokið
15. jan. n.k.
Ráðuneytið hefur enn fremur
gefið út reglugerð um reiknings-
skil innheimtumanna rikissjóðs,
er tók gildi 1. janúar 1976 og kem-
ur hún I stað reglugerðar um op-
inber reikningsskil frá árinu 1955.
Helztu breytingar frá fyrri reglu-
gerð er að styttur er nú frestur
innheimtumanna um skil á yfir-
litum til rikissjóðs og gert ráð
fyrir breyttum reglum um skil á
innheimtufé samkvæmt nánari
fyrirmælum fjármálaráðuneytis-
ins.
Tilhögun greiðslna hjá rikisfé-
hirði var breytt um s.l. áramót.
öll greiðsluskjöl, er berast rikis-
féhirði, verða framvegis endur-
skoðuð og bókuð áður en greiðslur
fara fram og jafnframt verður
gerður samanburður milli raun-
verulegrar stöðu reikninga rikis-
stofnana og greiðsluáætlana
þeirra, þegar greiðslur verða
inntar af hendi. Ráðuneytið telur,
að nýskipan þessi hafi i för með
sér aukið hagræði og tryggi aukið
aðhald og eftirlit með útgjöldum
rikissjóðs.
Vegna þeirra breytinga, sem
hérhefur veriðgreint frá, má bú-
ast við nokkrum töfum á greiðsl-
um reikninga úr rikissjóði i janú-
ar. Vonazt er þó til, að þær tafir
verði ekki viðskiptamönnum rik-
issjóðs til verulegra óþæginda.
(Fréttatilkynning frá
fjármálaráðuneytinu)
70 áhugamenn um
virkjun Blöndu boða
til almenns fundar
á Blönduósi
MÖ-Reykjavik. Ahugamenn um
virkjun Blöndu boða Húnvetn-
inga til almenns fundar I Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi laug-
ardaginn 17. jan. nk. kl. 14.00.
Fulltrúi frá iðnaðarráðuneytinu
mun mæta á fundinum og kynna
virkjunarmál Blöndu og nýjustu
viðhorf I þvi efni. Alþingismenn
kjördæmisins eru boðnir á fund-
inn, og allir sveitarstjórnar-
menn i Austur- og Vestur-Húna-
vatnssýslum eru sérstaklega
kvattir til að mæta á fundinum.
Fundarboðendur skora á Hún-
vetninga að sýna stuðning sinn
við Blönduvirkjun i verki og
fjölmenna á fundinn.
Undir þetta fundarboð rita 70
Húnvetningar nöfn sin, en
vegna ófærðar og timaskorts
gafst ekki tækifæri til að nálgast
fleiri undirskriftir. Hér á eftir
birtastnöfn fundarboðendanna:
Stefán A. Jónsson Kagaðar-
hóli, Þormóður Pétursson
Blönduósi, Jón ísberg Blöndu-
ósi, Hilmar Kristjánsson
Blönduósi, Arni S. Jóhannsson
Blönduósi, Lárus Ægir Guð-
mundsson Skagaströnd,
Brynjólfur Sveinbergsson
Hvammstanga, Kristófer
Kristjánsson Köldukinn II, Jón
B. Bjarnason Ási, Þórir Magn-
ússon Syðri-Brekku, Gisli Páls-
son Hofi, Bjarni Jónsson Haga,
Reynir Steingrimsson Hvammi,
Auðunn Guðjónsson Marðar-
núpi, Magnús Sigurðsson
Hnjúki, Ellert Pálmason
Bjarnastöðum, Vigfús Magnús-
son Skinnastöðum, Guðmundur
Jónasson Asi, Grimur Gislason
Blönduósi, Heiðar Kristjánsson
Hæli, Jóhannes Torfason Torfa-
læk II, Lárus Sigurðsson Tind-
um, Björn Pálsson Ytri-Löngu-
mýri, Haukur Pálsson Röðli,
Páll Þórðarson Sauðanesi.
Guðni Vigfússon Blönduósi,
Sveinn Ellertsson Blönduósi,
Guðb jartur Guðmundsson
Blönduósi, Hallbjörn Kristjáns-
son Blönduósi, Haraldur Jóns-
son Pósthúsinu Blönduósi,
Bjarni Pálsson Larusárhúsi
Blönduósi, Eggert Guðmunds-
son Blönduósi, Zophonias
Zophoníasson yngri Blönduósi,
Pétur Pétursson Blönduósi,
Ragnar Ingi Tómasson Blöndu-
ósi, Grétar Guðmundsson
Blönduósi, Sigvaldi Torfason
Blönduósi, Guðmundur Kr.
Theodórsson Blönduósi, Krist-
inn Pálsson Blönduósi, Sigriður
Þ. Sigurðardóttir Blönduósi,
Sigursteinn Guðmundsson
Blönduósi, Valgarður Hilmars-
son Fremstagili, Sigurður Þor-
bjarnarson Geitaskarði, Run-
ólfur Aðalbjörnsson Hvammi,
Sverrir Haraldsson Æsustöðum,
Pétur Guðlaugsson Brandsstöð-
um, Guðmundur Eyþórsson
Brúarhllð, Hannes Guðmunds-
son Auðólfsstöðum, Þórður
Skúlason Hvammstanga, Kari
Sigurgeirsson Hvammstanga,
Vilhjálmur Guðmundsson
Gauksmýri, Guðmundur Karls-
son Mýrum III, Þorvarður
Júliusson Söndum, Ragnar
Benediktsson Barkastöðum,
Sigurður Lindal Lækjamóti,
Aðalbjörn Benediktsson Grund-
arási, Einar Jónsson Tann-
staðabakka, Adolf Berndsen
Skagaströnd, Jón Jónsson
Skagaströnd, Sævar Bjarnason
Skagaströnd, Jón S. Pálsson
Skagaströnd, Gylfi Sigurðsson
Skagaströnd, Bernódus Ólafs-
son Skagaströnd, Sveinn Ing-
ólfsson Skagaströnd, Jón Ingi
Ingvarsson Skagaströnd, Björg-
vin Brynjólfsson Skagaströnd,
Sveinn Sveinsson Tjörn, Rafn
Sigurbjörnsson Hlið, Jónas Haf-
steinsson Njálsstöðum, Björn
Jónsson Ytra-Hóli.