Tíminn - 09.01.1976, Síða 11

Tíminn - 09.01.1976, Síða 11
Föstudagur 9. janúar 1976. TÍMINN 11 Nafnið fékk vatnið ekki af konungum (König = konungur, See=vatn), heldur af hertogum, sem réðu einu sinni svæðinu og hétu allir Kuno. Afleitt af Kuno varö nafnið Chunigessee til, sem kemur fyrir i gömlum skjölum og að lokum nafnið Köngsse Viehofbauer ýtti dóttur sinni djúpið Alpaskáldið Ludwig Ganghofer skrifaði um hinar rómantisku sveitasælu Königssee svæðisíns nokkurs konar bæn: Herra, þann sem þii elskar lætur þú koma i þetta land. Tónskáldið Max Reg- er skrifaði 1899 á þóstkort þessa sigri hrósandi setningu: — Þetta vatn er i raun og veru tónlistin min. Meir en öld áður skemmtu and- legrar stéttar menn frá aðsetri fursta próf asts dæm is in s i Berechtsgaden sér með konum borgaralegra embættismanna á vatninu. Þeir gengu svo langt að furstaprófasturinn bannaði ferð- irnar. Max konungur II, sem rikti 1848 til 1864 valdi Königssee sem veiðisvæði. Þeir voru allir hrifnir af einni ásýnd Königssee. Glöðu, fögru rómantisku póstkortalandslagi, þar sem hin sjaldgæfa alpa- fiðrildistegund „Apollo-Bartholo- maus-Stichel” flýgur um á stuttu sumri og Kristrósin blómstrar á veturna. Fyrir fririkið Bayern er vatnið milljóna virði. Næstum þvi milljón ferðamenn sigldu á raf- magnsbátum yfir vatnið á þessu ári fyrir fimm hundruð kr. frá Königssee yfir St. Bartholoma til Salet og til baka. Samkvæmt áætlunum athafnamannanna á staðnum, skildu þeir eftir að' minnsta kosti 128 milljónir króna bara á þvi svæði, sem liggur að vatninu. Hin ásýndin er drungaleg og leyndardómsfull. Rithöfundurinn Julius Grosse frá Munchen gerði henni tvöföld skil: „Yfir djúp þagnarinnar liður heilög ógn.... Hátiðleg skelfing umlykur sál förumannsins hér.... Eins og i Hadesar heimi, þar sem sálirnar máttvana ber, hvortsemþað er til elysium eðaeilifrar þjánar.” Þarreika ef til vill lika enn sálir þéirra, sem fóru i pflagrimsferð yfir vatnið 1688. 1 kirkjubók Alm beiSaalfelden er hinum hryllilegu örlögum þeirra lýst þannig: „A kirkjuvigsludag kom frá ómuna- tiö tólk frá Pinzgau (Salzburger- hérað, Austurriki Ath. Þýð.) til Bartholoma við Königssee. Eftir guðsþjónustuna og miðdegisverð- inn var leikin tónlist, slegnar voru munntrommur, dansað, dansvis- ur og söngvar voru sungnir. Pilt- arnir frá Pinzgau glimdu viö þá frá Berechtsgaden, ogveðjað var um hver legði hvern. A slikum hátiðisdegi, 23. ágúst 1688, þegar fólkið frá Pinzgau silgdi yfir vatnið átti það slys sér stað að skipið braut á kletti og aðeins einn af 60 manns, maður Viehof- bauer að nafni, gat bjargað sér. Hann varð hinsvegar að hrista dóttur sina af sér, sem hélt sér fast um fót hans, ellegar hefði hann einnig drukknað. „Viehof- bauer, segir slysaannállinn, varð ruglaður Ut af þessu. Hinir dánu pflagrimar liggja enn allir niðri i vatninu. Hið fagra viðsjálverða Königssee lét þá ekki af hendi frekar en hina tvitugu brúðarmær Eriku Sörger frá Austurriki, sem datt i vatnið i október 1959 i námunda við Kaunersteig. Bflstjórinn Johann Hölzi, sem ók Fólksvagni yfir vatnið á is i janUar 1964, féll niður um isinn og hafa hvorki hann né billinn fund- izt. Leyndarmál látnu stúlknanna Lauru og Liane 1 næstum þvi öld var stærsta leyndarmál vatnsins álitið vera orð, sem eru höggvin i stein, fyrir ofan St. Bartholoma. Þar gefur að lita tvær áletranir á latinu: „Laurae filiae ingenuae suae pat- er infelicissimus monumetum posuit vixit annos XXIII.” (Sinni göfugu dóttur Láru gerði hinn sáróhamingjusami faðir þennan minningarstein. Hún lifði i 23 ár). Hin áletrunin er i þýðingu: — Hinni frómu Liane, hinni hrein- ustu, sem einlæglega helgaði sig heilagri list, gerði hann þennan minningarstein. Hún lifði i 22 ár. Enginn vissi hvað fólst á bak við þessar áletranir. Fyrst árið 1942 kom i ljóst að þar voru meitlaðar 1824 og að tilhlutan grasafræðingsins, ferðaböka- höfundarins og hirðráðs Schultes frá Landshut. Þær eru tileinkaðar dóttur hans Lauru og vinkonu hennar Liane. Hvernig þær dóu er ekki enn vitað. Enginn steinn, enginn minningarkross ber nöfn allra þeirra, er drukknað hafa i Königssee. Engin skýrsla er til um tölu þeirra. Margir sáust þvegar þeir hröpuðu i vatnið, aðr- ir »kki, eins og unga konan sem gekk I átt til bryggjunnar I Kessel vorið 1938 og kom þangað aldrei. Þá lá þoka yfir Königssee. (Þýttogendursagt M.M.) Kafarar frá Berechtsgaden með einn af sinum hroðalegu likfundum. Hljótt er nú í Hlíðardal A vestanveröu Vatnsnesi, innantil, er sem flaski hafi klofnað úr Vatnsnesfjalli og gengið nokkuð fram. Heitir þar Þorvaldsfjall ogá bakvið þaö er vel gróið og grösugt land, Hliðardalur. Liggur hann til suðurs meðfram fjallinu og eftir honum rennur Dalkotsá. Mörk dalsins eru óljós að sunnan en til austurs úr daln- um ganga tveir smádalir. Heitir sá nyrðri Gulldalur en sá syðri Mjóidalur. Eftir þeim falla ár, sem draga nöfn af dölunum. Falla þær báðar i Dalkotsá, sem eftir sam- eininguna fær nafnið Hamarsá. Milli Gulldals og Mjóadals er hólaklasi mikill sem greinir dalina i sundur en sem gafllok fyrir þessa furðusmið ris fjallið Bani sem nær á milli dalbotna. Sú er sögn um þetta fjall, sem er snarbratt með klettabeltum, að fram af þvi' hafi hrapað 18 manns i stórhrið að vetri til en fólkið hafi verið að koma frá kirkju i Ásgarði i mynni As- garðsdals, er gengur fram úr Þorgrimsstaðadal. Neðan við fjallið Bana er mikil grjóturð, framhrun, en þar sem henni sleppir er hlýlegt, litið stöðuvatn, sem slær á grænan lit en mjóir grasbakkar eru sem brydding i kring. Er þetta allt mikil dvergasmið. I Hliðardal og fylgidölum hans, er sérstakt fjölgresi og land kjarnmeira en viöa, eða alls staðar annars staðar við Vatnsnesfjall. Ekki er ósennilegt að af landkostum dragi Gulldalurinn nafn sitt. Löngum hefur verið byggt i Hliðardal, þótt nú hafi hann verið i eyði um nokkurra ára bil. Þrir bæir stóðu með stuttu millibili utan til i dalnum. Hétu þeir Hlið, Tungukot og Dalkot, og þó var fjórði bærinn allmiklu innaridalnum. Hét hann Anholt en ekki var þar búið nema ör- skamma stund. I Hliðardal átti ég heima áöðrum áratug þess- arar aldar ogá þvi nokkrar minningar úr dalnum frá þeim tima. Þá voru um 20-30 manns i dalnum,margt af þvi ungt fólk. Þótt það byggi við vegleysi og væri þægindasnautt undi það samt vel sinum hag. Dalurinn var sveit út af fyrir sig, en fólkið hafði aldizt upp á þessum stað og lært að færa sér i nyt margháttuð gæði landsins og það kunni fleira. Það þekkti ýmsa varúð, sem við þurfti að hafa. Veðrahamurinn agaði ibúana strangt i blindbyljum vetrarins. En þar gáfust lika kyrrlátir, sólrikir sumardagar og hvar fannst þá ilmrikari jörð? Lifið i dalnum varð þvi fólkinu, sem þar ólst upp, dýr- mætur skóli til manndóms og þroska enda gátu sumir lands- þekktir atorkumenn rakið þangað uppruna sinn. Það væri freistandi að geta ýnissa i þv: sambandi en þvi skal sleppt að þessu sinni, utan að minnast örlitið á þrjú systkini, sem urðu landsþekkt og báru með sér vöggugjafir dalsins. Nefni ég þá fyrst Guðmund Hliðdal, fyrrum landsimastjóra. Hann tók sér nafn dalsins, og sýnir það að hann hefir ekki viljað rjúfa tengslin við æskustöðvarnar, þó lifsstarf hans færðist á fjar- lægar slóðir. Þá nefni ég Ingi- björgu Jónasdóttur, ljósmóður. sem sinnti stóru og erfiðu héraði um langt árabil með þeim dugnaði og kjarki að einstakt mátti kalla. Þaö var sagt um Ingibjörgu, er hún var sótt i erfiðar ferðir i slæmri færð að vetrarlagi, að þá hefði verið betra, að maöur og hestur sem hún fékk til fylgdar væru ekki duglitlir, þvi að annars gat svo fariö að hún skildi þá báða eftir en héldi ein yfir hjarnið. Að síöustu nefni ég Jónas Jónas- son, bónda og smlð að Múla i Linakradal, þekktan dugnaðar- mann. Hann var faðir Guð- mundar hins landsþekkta öræfabilstjóra. A kyrrlátum góðvirðisdögum mátti oft heyra á milli bæja gleðimál og ærsl hins unga gróðurs.sem varaðvaxa þarna úr grasi. Þetta var mál dalsins okkar, þó að sú hljómkviða hai átt eftir að stiga hærra siðar. þegar Jón Lárusson kvæða- maöur gætti hjarðar i dalnum og róaði rásgjarnar kindur sinar meö iiinum liugþekku islenzku kvæðalögum. Við, sem á þessum árum vor- um á þroskaskeiði. höfðum iitla aðstöðu til náms eða annars undirbúnings undir lifsstarfið. sem nú þvkir sjálfsagt að gera kröfu til. En við áttum þarna vin, sem aldrei brást okkur og aldrei þreyttist á aðleitast við að kenna okkur að lesa á bók náttúrunnar. Það var hinn sjálf- menntaði náttúrufræðingur Diómedes Daviðsson. Það var sama.hvort við fumdum fágætt blóm lágsveitisá milli bæja. eða komum með það af efstu fjallseggjum. Það var sjálfsagt að vernda það og bera það til Diómedesar og ekki stóð á hon- um að nafngreina það. og venju- lega ættfærði hann það um leið. Hið sama átti sér stað er við fórum orlofsferðir til sjávar. Þá söfnuðum við i sjóð og bárum hann til Diómedesar. Þessi undramaður var alltaf jafn glöggur á skilgreininguna. Já. Hliðardalurinn var heim- ur út af fvrir sig, og fólkið undi glatt viðsitt i aliri fábréytninni. Um hátiðir þokuðum við okkur saman og sungum: ..1 heiðardalnum er heimbyggð min hér hef ég lifað glaðar stundir." Agiíst frá Svalbnrði

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.