Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
ÞriOjudagur 13. janúar 1976.
300 ferkílómetrar
lands á hreyfíngu
Kísiliðjan er á því svæði
Ein sprungan stefnir á
stöðvarhús Kröfluvirkjunar
Mó-Reykjavik. — Það er
hreyfing á um 300 ferkm. svæði,
sem nær úr Mývatnssveit
norður hjá Kröflu um Gjá-
stykki, þaðan i Kelduhverfi og
öxarfjörð og út á öxarfjörðinn,
ogliklegaalltnorður á móts við
Kópasker, sagði Guttormur
Sigurbjarnárson, forstöðu-
maður jarðkönnunardeildar
Orkustofnunar, i viðtali við
Timann i gær. Þetta er lang
stærsta svæðið, sem núlifandi
menn hafa fylgzt með hreyfing-
um á, og er lengd þess um 75
km. Stærsta mannvirki á þessu
svæði er Kisiliðjan við Mývatn.
Norður i Kelduhverfi og öxar-
firði eru nokkrir bóndabæir.
Mannvirki Kröfluvirkjunar
liggja rétt utan svæðisins, en ein
sprunga er i stefnu á
virkjunina. Ekki hefur þó orðið
hreyfing á þeirri sprungu nema
i nokkur hundruð metra fjar1
lægð frá mannvirkjunum.
— Það er mun minni hreyfing á
svæðinu sunnan til, og ekki er
vitað um neinar sprungur i
námunda við Kisiliðjuna. Þó er
rétt að muna, að þar eru
sprungur, sem vissulega gætu
farið að hreyfast. Norðan til á
svæðinu er miklu meiri
hreyfing, og stærsta sprungan
mun vera hjá bænum Framnesi.
Þó er ekki gott að segja um hve
viðtæk sprungumyndunin er þvi
snjór er á jörð og erfitt að átta
sig á staðháttum. Þó hafa engar'
sprungur opnazt, sem ekki var
vitað um áður, en margar
sprungur stækkað verulega.
Sumsstaðar er talið að landið
hafi sigið allt að einum metra.
Þannig hefur t.d. mikil vatns-
borðshækkun orðið hjá bænum
Skógum i öxarfirði.
Guttormur Sigbjarnarson
sagði, að það sem hann óttaðist
nú væri, að ef landið sigi enn
frekar væri hugsanlegur mögu-
leiki á að Jökulsá I öxarfirði
flæddi yfir bakka sina og niður
þá lægð, sem þarna myndast.
Gæti þetta t.d. átt sér stað ef
jakastiflur kæmu i ána þegar
hún væri að ryðja sig. Ef þetta
gerðist væri hugsanlegt að hún
græfi sig niður og gerði sér
nýjan farveg. Slikt gæti haft
mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir bæina Skóga og jafnvel
Ærlækjarsel.
Menn eru viðbúnir þvi versta,
og Guðjón Petersen hjá
Almannavörnum er farinn
norður i öxarf jörð og er verið að
huga að hvað hægt sé að gera,
bæði vegna jarðvatnsins og
hættunnar á að Jökulsá flæði
yfir bakka sina.
Stærsta sprungan, sem vitað
er um, er i túninu á Framnesi,
sem er rétt hjá Keldunesi.
Breiðust er hún um 1 m og á
annan metra er niður að vatns-
borði. Að öðru leyti er ekki vitað
um dýpt hennar. Lengd sprung-
unnar er um 30-40 m. Lilja
Guðlaugsd. i Framnesi sagði i
gær, að sprungan lægi undir
fjárhúsin á bænum, en þar sem
hún hyrfi undir þau væri hún
ekki nema örmjó. Sprungur
væru i veggjum hússin-og þau
hefðu skekkzt verulega og væri
nú orðinn sýnilegur halli á þeim.
Vatnsstokkur er i milligerð i
fjárhúsinu og er nú þriðji hluti
hans tómur vegna halla.
Lilja sagði, að þessir sifelldu
jarðskjálftar væru mjög
óhugnanlegir. Fólk hefði lengi
vel ekkert vitað hvað væri að
gerast og hvað tæki við. Nú væri
fólk farið að venjast þessu, en
auðvitað hefðu menn áhyggjur,
þvi að enginn vissi hvar næsta
sprunga myndaðist.
Hjá jarðeðlisdeild veður-
stofunnar fengust þær
upplýsingar i gær, að virkni
jarðhræringanna virtist heldur
minni en áöur og fáir stórir
skjálftar komið. I fyrrinótt
mældist einn skjálfti 4,1 stig á
Richterkvarða, og er það eini
kippurinn, sem mældist meir en
Framhald á bls. 19
u...
ð
A- o
0
Brotastrikið sýnir það iandsvæði, sem nú er á hreyfingu.
Hjá Skógum í öxarfirði hefur oröið veruleg vatnsborðshækkun og að
meðaltali um 3 cm á sólarhring. Vatn hefur flætt I fjárhús og hlöður,
og ef fram heldur, sem horfir, er veruleg hætta á aö vatniö fl æöi í
Ibúðarhús og einnig i fleiri fjárhús á bænum. Vatniö kemur upp i kiln-
um, sem sést á þessari mynd, og er nú verið aö reyna aö rjúfa skarð i
sjávarkambinn meö jarðýtum og lækka með þvi vatnsborðið. Búiö er.
að flytja fé úrhluta af fjárhúsum og vegna veðurs hefur ekki verið unnt
að bjarga heyinu, sem liggur undir skemmdum. Vonzkuveður var i
öxarfirði i gær og allmikil snjókoma.