Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. janúar 1976. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi, 19523. Verð j lausasölu lír. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. V BlaðaprentlT.f:' Landhelgin og Nato Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknar- flokksins, ritaði grein um landhelgina og Atlants- hafsbandalagið i siðasta sunnudagsblað Timans. Hann sagðist i grundvallaratriðum vera þeirrar skoðunar, að ekki ætti að tengja saman útfærslu fiskveiðilögsögunnar og þátttöku okkar i Atlants- hafsbandalaginu. Siðar i greininni farast honum orð á þessa leið: ,,Ég er að óbreyttum aðstæðum hlynntur þátt- töku okkar i Atlantshafsbandalaginu. Sú þátttaka er okkur hins vegar einskis virði, ef efnahagslif landsins er lagt i rúst. Sá féiagsskapur er heldur ekki að minu skapi, ef bandalagsþjóðirnar geta aðgerðalausar horft á aðferðir Breta á íslands- miðum. Ef til vill finna þessar þjóðir það sér til af- sökunar, að okkur íslendingum sé litil alvara. Við skulum þvi gera þeim ljóst, að alvara er á ferðum. Það verður að gera án tafar. Stórslys getur á hverri stundu orðið á miðunum. Þá er hætt við að kröfurnar um harðar aðgerðir verði svo almennar, að móti þeim verði ekki staðið. Þær aðgerðir, sem rikisstjórnin hefur nú ákveð- ið, eru góðra gjalda verðar, svo langt sem þær ná. Hins vegar efast ég um árangur fyrr en harðar er á tekið. Að minu mati verður þetta bezt gert með þvi, 1. að tilkynna án tafar, að sendiherrar okkar, ekki aðeins i London, heldur einnig hjá Atlants- hafsbandalaginu, verði kvaddir heim, ef áfram- hald verður á tilraunum Breta til ásiglinga, og 2. að tilkynna Atlandshafsbandalaginu, að við munum taka þátttöku okkar i bandalaginu til endurskoðunar, og jafnframt að sjálfsögðu dvöl varnarliðsins hér á landi, ef brezk herskip hverfa ekki af íslandsmiðum innan tiltekins tima.” Rikisstjórnin hefur valið þá leið að láta reyna á það, hvort þátttaka okkar i Atlantshafsbanda- laginu er okkur sá styrkur i fiskveiðideilunni við Breta, sem við teljum að hún eigi að vera. Það var áreiðanlega rétt ráðið. En reynist þessar vonir ekki réttar, er ekki um annað að ræða en að athuga þá leið, sem bent er á i grein Steingrims Her- mannssonar. Athyglisverð tillaga í grein Steingrims Hermannssonar segir enn fremur: ,,Á alþjóðlegum vettvangi er ég sannfærður um, að bezta vörn okkar og sókn felst i skýrslum fiski- fræðinganna. Niðurstöður þeirra um ástand fisk- stofnanna þurfum við að kappkosta að kynna. Það verður að gera langtum betur en gert hefur verið til þessa. Til dæmis kemur mér i hug, að rétt væri að bjóða hingað til lands til fundar nokkrum viður- kenndum visindamönnum á þessu sviði frá þjóð- um við Norður-Atlantshafið. Við megum ekki hika við að leggja fram útreikninga fiskifræðinganna.” Hér er tvimælalaust hreyft athyglisverðri til- lögu. Það væri okkur á allan hátt mikill styrkur að fá álit sem flestra fiskifræðinga um þessi mál, þvi að meginrök okkar i landhelgisdeilunni við Breta byggjast á þvi, að vernda þurfi þorskstofninn. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT ítalskir sósíalistar valda stjórnarkreppu Þeir hafa lykilstöðu í ítölskum stjórnmálum í VIKUNNI sem leið baöst Italska rikisstjórnin lausnar. Rikisstjórn þessi, sem var sú 37. i röðinni frá striðslokum, var minnihlutastjórn Kristi- lega flokksins, Lýðveldis- flokksins og sósialdemókrata, en naut stuðnings Sóslalista- flokksins, og hafði þannig meirihluta á þingi. Fráför hennar stafaði af þvi, að Sósialistaflokkurinn lýsti yfir þvi, að hann styddi hana ekki lengur. Flokkurinn færði eink- um þau rök fyrir afstöðu sinni, að hann teldi tillögur hennar i efnahagsmálum ekki nógu róttækar. Einkum gagnrýndi hann, að tillögur hennar til að efla atvinnulffið á Suður-Italiu gengju hvergi nærri nógu langt. Fleiri ástæður eru tald- ar hafa átt þátt i þessu, og m.a. sú, að furðuleg samfylk- ing hefur myndazt i italska þinginu um afstöðuna til fóstureyðinga. Nú eru i gildi á Italiu lög, sem banna fóstur- eyðingar með öllu. Ýmis kvennasamtök og ópólitisk fé- lagasamtök hafa beitt sér fyrir þvi, að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um þessi lög. Þau hafa safnað nægum undirskriftum til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og á hún að fara fram á tima- bilinu 15. april til 15. júni i ár. Ef þjóðaratkvæðagreiðslan gengur á móti lögunum, falla þau úr gildi, og verða þá engin lög til um fóstureyðingar. Allir stjórnmálaflokkar eru mótfallnir þjóðaratkvæða- greiðslunni, og helzta ráðið til að afstýra henni, er að setja ný lög um fóstureyðingar, og fella núgildandi lög þannig úr gildi, en krafan um þjóðarat- kvæðagreiðslu snerist ein- göngu um þau. Sósialista- flokkurinn og litlu miðflokk- arnir hafa lagt til að fóstur- eyðingar verði alveg frjálsar, en þvi hefur verið hafnað af Kristilega flokknum, komm- únistum og fasistum, og virð- ast þessir þrir flokkar ætla að koma sér saman um lög, sem heimila fóstureyðingar innan vissra takmarkana. Þetta er býsna skrýtin samfylking, og undrast margir afstöðu kommúnista. Hún mun hins vegar byggjast á þvi, að hann vill ekki lenda i miklum deil- um við kaþólsku kirkjuna fyrir þingkosningar, sem eiga að fara fram i siðasta lagi vor- ið 1977. 1 HEILD mun hin breytta af- staða Sósialistaflokksins til rikisstjórnarinnar hafa stafað af þvi, að hann taldi hana yfir- leitt ekki taka nægilegt tillit til sin, en eins og er hefur hann lykilstöðu i itölskum stjórn- málum, og vill að sjálfsögðu halda henni áfram. Sósialista- flokkurinn erelzti stjórnmála- flokkur Italiu, stofnaður 1892, og var lengi vel eini verka- lýðsflokkurinn á ítaliu. Hann klofnaði árið 1921, þegar Kommúnistaflokkurinn var stofnaður. Eftir siðari heims- styrjöldina komst á náið sam- starf milli hans og Kommún- istaflokksins, en það hélzt ekki lengi. Þetta samstarf leiddi hins vegar til þess, að flokkur- inn klofnaði 1947. Þeir, sem voru andvigir samstarfinu við kommúnista, stofnuðu þá flokk sósialdemókrata, sem gekk til liðs við Kristilega flokkinn, Lýðveldisflokkinn og Frjálslynda flokkinn, og fóru þessir fjórir flokkar iengstum saman með stjórn á árunum 1948—1962. Þá þótti þessi sam- steypa vera orðin of veik, og náðist þá samkomulag um það viðSósialistaflokkinn, að hann styddi stjórn þessara flokka, sem var mynduð undir forustu Martino (til hægri)og Nenni. Fanfanis. Rúmu ári siðar, eða haustið 1963, tók Sósialista- flokkurinn svo þátt i stjóm, sem Moro myndaði, og var hinn aldni leiðtogi Sósialista- flokksins, Nenni, varaforsæt- isráðherra i henni. Siðan hefur Sósialistaflokkurinn ýmist verið i stjórn eða stutt stjórn áðurnefndra flokka. Þeir hafa ekki getað myndað starfhæfa stjórn án stuðnings hans. Þetta hefur verið erfið aðstaða fyrir flokkinn á margan hátt, þar sem hann hefur orðið að bera ábyrgð á stjórninni, án þess að koma nema takmörk- uðum hluta af málum sinum fram. Þó bætti flokkurinn við sig verulegu fylgi I héraðs- stjórnakosningum á siðast- liðnu sumri, en hann fékk þá 12% af atkvæðamagninu i stað 9,6% i þingkosningunum 1972. Hann hefur nú 61 þingmann i íulltrúadeildinni og 35 i öld- ungadeildinni. Helzti leiðtogi hans frá striðslokum hefur verið Pietro Nenni, sem er kominn yfir áttrætt, en tekur þó enn þátt i stjórnmálum. Núverandi leiðtogi hans er Francesco de Martino, sem er 68 ára gamall. EINS og áður segir, hefur það verið mjög erfið staða fyrir Sósialistaflokkinn að taka þátt i stjórnarsamstarfi við Kristi- lega flokkinn og miðflokkana, og hafa Kommúnistaflokkinn i stjórnarandstöðu. A vissan hátt hefur hann mætt þessu með þvi að vinna með kommúnistum i ýmsum hér- aðsstjórnum og borgarstjórn- um. Jafnframt hefur hann hvatt til þess, að rikisstjórnin hefði visst samstarf við kommúnista um lausn ýmissa meiriháttar landsmála og þeir látnir bera ábyrgð á þann hátt. Hins vegar mun forustu- mönnum flokksins vera um og ó að kommúnistar taki þátt i stjórn með Kristilega flokkn- um, enda hætta á, að þá myndi versna sú taflstaða, sem Sósialistaflokkurinn hefur nú. Stóru flokkarnir myndu ráöa ráða málunum meira og minna til lykta án samráös við minni flokkana. Sósialistaflokkurinn hefur lagt til nú, að mynduð verði stjórn til að fjalla eingöngu um lausn fjárhagsmálanna. Hann hefur ekki sagt neitt Moro. beint um það, hvort hann vilji láta kommúnista taka þátt I henni. Hins vegar mun hann vilja láta ræða við þá um viss- ar aðge.rðir. Af hálfu kristi- legra demókrata er þvi tekið fjarri að mynda stjórn með kommúnistum, en hins vegar ekki talið útilokað að ræða við þá um einstök mál. Allir flokk- arnir hafa lýst yf ir þvi, að þeir vilji komast hjá þingkosning- um nú, ef hægt er. Meira að segja kommúnistar hafa sagt, að glima verði við efnahags- vandann strax, en kosningar nú gætu þýtt aðgerðaleysi i marga mánuði. Það verður hins vegar hægara sagt en gert að koma nýrri stjórn á laggirnar, og vafalaust verður það ekki hægt, nema Kristilegi flokkurinn gangi meira til móts við Sósialistaflokkinn. Sjö þingflokkar eru nú á Italiu eða þessir, auk Sósial- istaflokksins: Kristilegi flokkurinn, sem var stofnaður 1943. hefur nú 266 þingmenn i fulltrúadeild- inni og 135 i öldungadeildinni. Hann fékk 38,5% af atkvæða- magninu i þingkosningunum 1972, en 35,3% i héraðsstjóma- kosningunum i fyrra. Kommúnistaflokkurinn hefur 179 þingmenn i fulitrúa- deildinni og 91 i öldungadeild- inni. Hann fékk 27,1% af at- kvæðamagninu i þingkosning- unum 1972, en 33,4% i héraðs- stjórnakosningunum i fyrra. Flokkurinn tók þátt i fyrstu stjórnunum á Italiu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, eða fram til 1948, en á þeim tima fóru þjóðstjórnir með völd á ttaliu. Fasistaflokkurinn, sem var stofnaður 1946, hefur 56 þing- menn I fulltrúadeildinni og 26 i öldungadeildinni. Hann fékk 8,7% atkvæðanna i þingkosn- ingunum 1972, en 6,4% i hér- aðsstjórnakosningunum i fyrra. Flokkur sósialdemókrata hefur 30 þingmenn I fulltrúa- deildinni og 12 i öldungadeild- inni. Hann fékk 5,1% atkvæð- anna I þingkosningunum 1972, en 5,6% i héraðsstjórnakosn- ingunum i fyrra. Frjálslyndi flokkurinn, sem er frekar ihaldssamur, hefur 20 þingmenn i fulltrúadeild- inni og 8 I öldungadeildinni. Hann fékk 3,9% atkvæðanna i þingkosningunum 1972. en 2,5% i héraðsstjórnakosning- unum i fyrra. Lýöveldisflokkurinn, sem rekur rætur sinar til 1895, er frjálslyndur miðflokkur. Hann hefur 15 þingmenn i fulltrúa- deiidinni og 5 i öldungadeild- inni. Hann fékk 2,9% af at- kvæðamagninu i þingkosning- unum 1972, en 3,2% i héraðs- stjómakosningunum 1975. Stjórnin, sem féll nú, var undir forustu Aldo Moro, sem er leiðtogi vinstri arms Kristi- lega flokksins. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.