Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. janúar 1976.
TtMINN
7
Heilsugæzlustöðin i Borgarnesi.
Heilsugæzlustöðin
í Borgarnesi opnuð
Sl. laugardag, 10. janúar 1976, tók
formlega til starfa Heilsugæzlu-
stöð i Borgarnesi. Athöfn fór fram
i húsakynnum stöðvarinnar og
hófst kl. 14. Snorri Þorsteinsson
bauð gesti velkomna. Sr. Leó
Júliusson prófastur flutti bæn,
Matthias Bjarnason heilbrigðis-
og tryggingaráðherra flutti á-
varp, Friðjón Sveinbjörnsson
sparisjóðsstjóri, formaður bygg-
ingarnefndar, lýsti byggingunni
og rakti sögu framkvæmda, Guð-
mundur Ingimundarson oddviti,
formaður stjórnar Heilsugæzlu-
stöðvarinnar, veitti húsinu við-
töku og Valgarð Björnsson læknir
gerði grein fyrir starfsemi stöðv-
arinnar eins og hún er fyrirhuguð
og starfsliði hennar. Ávörp fluttu
þeir Asgeir Pétursson sýslumað-
ur og Halldór E. Sigurðsson land-
búnaðar- og samgönguráðherra.
Soffia Agústsdóttir Hvanneyri,
formaður kvenfélagsins 19. júni i
Andakils-og Skorradalshreppum,
færði stöðinni peningagjöf frá fé-
laginu til kaupa á lækningatækj-
um.
Að athöfn lokinni skoðuðu gest-
ir húsakynni og þágu veitingar i
boði byggingarnefndar og stjórn-
ar stöðvarinnar.
Upphaf þessa máls má rekja til
fundar, sem haldinn var 24. okt.
1970 með oddvitum þeirra
fimmtán hreppa, sem mynduðu
Kleppjárnsreykja- og Borgar-
læknishéruð. A þeim fundi var
samþykkt tillaga, er þáverandi
formenn læknishéraðanna, þeir
Halldór E. Sigurðsson alþm. og
Björn Jónsson oddviti, Deildar-
tungu, voru flutningsmenn að,
þar sem ákveðiðvaraðóska eftir,
að reist yröi læknamiðstöð i
Borgarnesi fyrir bæði héruðin og
kjósa nefnd til að vinna að fram-
gangi málsins. í þá nefnd voru
kjörnir: Björn Jónsson oddviti,
Deildartungu, Húnbogi Þor-
steinsáon sveitarstjóri, Borgar-
nesi, og læknarnir Valgarð
Björnsson Borgarnesi og Aðal-
steinn Pétursson Kleppjárns-
reykjum.
Með bréfi 24. nóv.s.á. skipaði
heilbrigðisráðherra Friðjón
Sveinbjörnsáon sparisjóðsstjóra,
Borgarnesi, formann nefndarinn-
ar og tilkynnti jafnframt, að
ráðuneytið hefði ákveðið stofnun
læknatniðstöðvar i Borgarnesi.
Innkaupastofnun rikisins bauð
byggingu hússins út um áramótin
1971—1972, og var tekið tilboði
Reynis Asberg rafverktaka,
Borgarnesi. Fyrsta skóflustunga
var tekin 3. mai 1972. Húsið var
uppsteypt i árslok 1972 og frá-
gengið undir innréttingar siðari
hluta árs 1974. Innréttingateikn-
ingar voru tilbúnar i mai 1974, og
voru innréttingar settar upp á ár-
inu 1975 og þvi lokið i ágúst þ.á.
Enn er þóókomin lyfta, og eftir er
að ganga frá lóð. Húsgögn og
lækningatæki komu siðari hluta
árs 1975. Þó vantar enn röntgen-
tæki, svæfingatæki og ýmis fyrir-
huguð tæki til endurhæfingar.
Læknamóttaka hófst i húsinu
15. október sl.
Arkitekt hússins er Ragnar
Emilsson, Verkfræðistofa Sigurð-
ar Thoroddsen s/f sá um verk-
fræðiteikningar og Ólafur Gisla-
son verkfræðingur teiknaði raf-
lögn. Undirverktakar, er sáu um
einstaka þætti í byggingu hússins,
voru: Jón Kr. Guðmundsson ann-
aðist miðstöðvar- og vatnslögn,
Hallgrimur Magnússon sá um
múrverk, Einar Ingimundarson
um málningu. Rafblik h/f annað-
ist raflögn og innanhússkerfi,
Biikksmiðjan Vogur smiðaði loft-
ræstikerfi, Byggingafélagið
Smári smiðaði glugga og útihurð-
ir, Loftorka s/f sá um grunnvinnu
og steypu, Halldór Stefánsson
lagði dúka, Akur h/f smiðaði og
setti upp innihurðir og viðarþiljur
á veggi. Smiði og uppsetningu
innréttinga var ekki innifalin i út-
boði, og var um það samið við
Akur h/f Akranesi.
Hús Heilsugæzlustöðvarinnar
er tvær hæðir og frágenginn kjall-
ari undir hluta, alls 2973 rúm-
mettar. Hvor hæð er 403 fermetr-
ar og kjallari 214 fermetrar, gólf-
flötur alls 1020 fermetrar.
A neðri hæð eru þrjár einingar,
þ.e. viðtals- og skoðunarherbergi
fyrir lækna stöðvarinnar og ein
slik fyrir aðkomandi sérfræðinga,
aðgerðastofa, röntgenaðstaða,
sýnitökuherbergi og rannsókna-
stofa, lftil kaffistofa, og auk þess
rúmgóð móttaka og herbergi
fyrir ritara og hjúkrunarfræðing.
A efri hæð er bóka- og fundastofa,
aðstaða fyrir tannlækni, heilsu-
vemdar- og hópskoðanaaðstaða,
skrifstofa, fæðingastofa, einangr-
unarstofa, tvö herbergi fyrir
sjúklinga i bráðatilfellum, bað og
herbergi fyrir ljósmóður eða
hjúkrunarkonu. í kjallara eru
geymslur, böð fyrir starfsfólk,
kyndistöð, þvottahús og herbergi
fyrir vararafstöð, rafmagns- og
loftræstikerfi.
Við stöðina starfa þrir heilsu-
gæzlulæknar, tannlæknir, þrjár
hjúkrunarkonur, ljósmóðir,
meinatæknir, læknaritari, mót-
töku- og simastúlka og sjúkrabil-
stjóri, sem jafnframt er húsvörð-
ur, en stöðin sér um framkvæmd
allra sjúkraflutninga i umdæm-
inu.
Stjórn stöðvarinnar skipa:
Guðmundur Ingimundarson odd-
viti Borgarnesi, formaöur, Hauk-
ur Sveinbjarnarson oddviti,
Snorrastöðum, Björn Jónsson
Deildartungu, Valgarð Björnsson
læknir og Erla Ingadóttir hjúkr-
unarkona.
Til- heilsugæzluumdæmis Borg-
arness teljast fimmtán hreppar
með samtals um 3400 ibúum.
Stjórn Heilsugæzlustöðvarinnar: Haukur Sveinbjörnsson Snorrastöðum, Erla Ingadóttir hjúkrunar
kona, Guömundur Ingimundarson Borgarnesi, formaður, Valgarð Björnsson læknir Borgarnesi, Björn
Jónsson Deildartungu.
Byrjendaflokkar i ENSKU, ÞYSKU,
SPÆNSKU og ÍTÖLSKU.
Ný námskeið i BARNAFATASAUM,
MYNDVEFNAÐI, SNÍÐUM og SAUM-
UM, viðhaldi BILA, LEIRMUNAGERÐ (i
Fellahelli) og POSTULINSMÁLNINGU (i
Feilahelli)
Fullbókað er á námskeiðið og nemendur,
sem hafa skráð sig eru beðnir að staðfesta
skráninguna, við innritun i Fellahelli.
INNRITUN stendur yfir álla næstu viku i
Laugalækjarskóla, en kennsla hefst þar
12. jan.
BREIÐHOLTSSKÓLI: Kennsla hefst 15.
jan.
FELLAHELLIR: Kennsla hefst 14. jan.
ÁRBÆJARSKÓLI: Innritun verður
þriðjud. 13. jan. kl. 19:30-21, kennsla hefst
sama kvöld.
ATHUGEÐ: KENNSLUGJALD GREIÐ-
IST VIÐ INNRITUN.
Námsflokkar Reykjavíkur
Námskeið i HJÁLP í VIÐLÖGUM verður i
Tjarnarbæ.
miðvikudaga og fimmtudaga kl. 20.30 til
22.
Kennslan er i samráði við Rauða kross ís-
lands.
Kennari: Jón Oddgeir Jónsson.
Innritun fer fram i Laugalækjarskóla
mánudagskvöld.
Kennslugjald fyrir 20 kennslustundir:
2400,00 krónur greiðist við innritun.
Námsflokkar Reykjavikur.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 65., 66. og 68. tbl. Lög-
birtingablaðs 1974 á verksmiðjuhúsi við
Sæmundargötu á Sauðárkróki með til-
heyrandi lóðarréttindum og með vélum og
tækjum tilheyrandi sokka- og prjónaverk-
smiðju i húsinu, töldu eign Samverks h/f,
fer fram að kröfu Framkvæmdasjóðs Is-
lands, Iðnaðarbanka Islands h/f, og fl. á
eigninni sjálfri, þriðjudaginn 20. janúar
1976 kl. 14.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
sjálflokandi viðgerðarhlekkir
fyrir snjókeðjuþverbönd
Ef kcðjuband slitnar, er sjaltlðkamii viðgerðarhlekkur settur i
stað hins brotna. Hlokkurinn lokast af þunga bilsins og keðju-
baudið er þarmeð lagfært. — Nauðsynlegt þeim, sent nota
snjókeðjur. — 8 stykki i pakka. — Póstsenrium umallt land .
ÁRMÚLA 9 - SÍMI 84450