Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. janúar 1976.
TÍMINN
13
FYRIR fáum misserum hitt-
ust þeir á förnum vegi( hinn
aldurhnigni heiðursmaöur og
prúðmenni, Guðbrandur tsberg,
fyrrum sýslumaður Austur-
Húnvetninga og Höskuldur
Einarsson frá Vatnshorni. Sagði
þá tsberg, að Höskuldur hefði
nú þegar sagt svo margt um
Austur-Húnvetninga, og sumt
miður fallegt, að sér fyndist
ekki ósanngjarnt, að hann gerði
litils háttar yfirbót, til dæmis
með smábögu.
Svo þegar Höskuldur las
viðtalið, sem VS átti við hann i
Timanum 4. janúar siðast
liðinn, þar sem meðal annars
er tilfærð visa Höskuldar,
,,Mér hefur löngum fipazt
fíest..”, varð honum að orði:
Mér hefur fatazt framburður
fram úr öllum máta.
tsberg verður ánægður,
að ég skyldi játa.
Gamansemi er góður kostur.
Þeir menn sem kunna að sjá
„kankvis bros i augum
tilverunnar,” eru i sannleika
„piparinn á plokkfiski lifsins.”
Kunningi.
Fullveldisfagnaður í Reykjaskóla
FULLVELDISFAGNAÐUR hér-
aösskólans að Reykjum i Hrúta-
firði var haldinn laugardaginn 6.
des. sl. Til þessa fagnaðar, sem
haldinn er árlega, var að venju
boðið foreldrum og forráðamönn-
um nemenda, og mætti að þessu
sinni fjöldi fólks, þrátt fyrir ó-
tryggt veðurútlit. Skemmtunin
hófst kl. 21:00 með ávarpi Ólafs
Kristjánssonar skólastjóra. Að
þvi loknu sýndi fimleikaflokkur
RSK undir stjórn Höskuldar Goða
Karlssonar. Flokkurinn hefur
getið sér frábærlega gott orð á
undanförnum árum, og ekki að ó-
sekju. Mikið og gott starf liggur
hér að baki, og er hverjum skóla
ómetanlegur sá starfskraftur,
sem sliku annar. Að lokinni sýn-
ingu fimleikaflokksins voru sýnd-
ir tveir leikþættir, og lesið ljóð.
Að lokum sungu nemendur
nokkur lög. Leikgleði, glaðværð
og ánægja, var, ásamt talsverðri
einbeitni, aðalsmerki þeirra
nemenda er fram komu i þessum
atriðum, og var þeim óspart
klappað lof i lófa. Eftir að
skemmtiatriðum lauk, var öllum
boðið til kaffidrykkju I matsal
skólans, og var þar hvergi til
sparað. Að þvi loknu hófst dans,
og var dansað fram eftir nóttu.
Það þarf ekki að taka það fram,
hve mikils virði það er foreldrum
þeirra unglinga er þarna sitja á
skólabekk, að fá tækifæri til að
koma i heimsókn og kynnast að-
eins þeim anda er þar svifur yfir
vötnum. Þarna skemmtu sér heil-
brigðir unglingar, á heilbrigðan
og glaðværan hátt, óþvingaðir og
frjálslegir.
ef þig
Nantar bíl
Til að komast uppi sveit.út á land
eða i hinn enda
borgarinnar þá hringdu i okkur
ál
ar, \ fr j átn
LOFTLEIDIR BÍLALEIGA
Suersta bilaleiga landsins RENTAL
^21190
DATSUN
7,5 I pr. 100 km
Bilaleigan Miöborg
Car Rental * Q A Qn
Sendum 1-74-92
Grímu-
búningar
á börn og fullorðna
til leigu.
Grimubúningaleig-
an. Simi 7-26-06.
Leikrit útvarpsins á
fimmtudag eftir Simenon
FIMMTUDAGINN 15. janúar kl.
20.15 verður flutt leikritið „Söku-
nautar” (Les Complices) eftir
Georges Simenon. Þýðinguna
gerði Torfey Steinsdóttir, en leik-
stjóri er GIsli Alfreðsson. Leik-
ritið f jallar um mann, sem verður
valdur aðhörmulegu bilslysi, eða
telur sér a.m.k. trú um það. Sam-
vizkan nagar hann sifellt, hann
spyr sjálfan sig ótal spurninga, en
gengur erfiðlega að fá svör við
þeim. Atvikum er skotið inn i
jafnóðum og aðalpersónan segir
söguna, og er leikritið vel upp-
byggt og spennandi.
Georges Simenon er fæddur i
Liege I Belgiu árið 1903. Hann var
fyrst blaðamaður i heimaborg
sinni, en fluttist til Parisar 1922.
Nú mun hann búsettur i Sviss.
Simenon hefur verið afkasta-
mikill, skrifað yfir 200 sögur.
Frægastur er hann fyrir saka-
málasögur sinar, þar sem
Inspécteur Maigret er aðalper-
sónan, en hann hefur einnig
skrifað sögur með sálfræðilegu
i
Kjarakaup
Hjarta-crepe og Combi-
crepe kr. 176,-pr. hnota áður
kr. 196,- Nokkrir Ijósir litir á
aðeins kr. 100,- hnotan 10%
aukaafsláttur af 1 kg. pökk-
um.
Verzlunon HOF
Þingholtsstræti 1.
ivafi. Snjallar umhverfislýsingar
gefa sögum Simenons aukið gildi.
Af helztu veikum hans má nefna:
„Við bogabrúna” (1920),
„Maigret” (1934), „Snjórinn
var óhreinn” (1948), „Maigret og
gamlakonan” (1949) og „Antoine
og Julie” (1953).
Útvarpið hefur áður flutt tvö
leikrit gerð eftir sögum
Simenons: „Gleðileg jól,
Monsieur Maigret” (1966) og
„Bláa herbergið” (1970).
Styðja
Suðurnesja-
menn
STJÖRNARFUNDUR haldinn i
Framsóknarfélagi Hveragerðis
og ölfuss sunnudaginn 11. janúar
s.l., lýsir yfir fullum stuðningi við
aðgerðir Suðurnesjamanna á
Keflavikurflugvallarsvæðinu I
þeim tilgangi að mótmæla yfir-
gangi Breta á íslandsmiðum.
Ennfremur lýsir stjórnin þvi yfir
sem skoðun sinni, að hingað til
hafi skort á festu og einurð i við-
brögðum rikisstjórnar Islands,
vegna ofbeldis Breta.
Ennfremur telur stjórnin að
nauðsyn beri til þess að upplýst
verði, hvort NATO-varnarstöðin i
Keflavik eigi þvi aðeins að verja
hagsmuni íslands að á þá sé ráð-
izt úr austri og með tilliti til svars
við þeirri spurningu beri að end-
urskoða gaumgæfilega áfram-
haldandi aðild að NATO.
llltima
ÚTSALA
MIKILL AFSLÁTTUR!
Karlmannaföt
kr. 8950,00
Stakir jakkar
kr. 4950,00
Mikið úrval
KJÖRGARÐI
NÖTIÐ
Í3AÐBESTA
eru
framleiddir
með
mikla
endingu
Nýtt og
smekklegt
útlit
auk þekktra
gæða
ilLOSSF
Skipholti 35
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi
Símar:
8-13-52 skrifstofa
rafgeymar
MÆWW3
Á fimmtudag veróur dregió í 1. flokki.
6.030 vinningaraó fjárhœó 82.170.000 króna
Á morgun er síóasti endnýjunardagurinn.
1. flokkur:
9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr.
9 - 500.000 — 4.500.000 —
9 - 200.000 — 1.800.000 —•
153 - 50.000 — 7.650.000 —
5.832 - 10.000 — 58.320.000 —
6.012 81.270.000 kr.
Aukavinningor:
18 á 50.000 kr. 900.000 —
6.030 82.170.000.00