Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 20
METSðUIBÆKUR
Á ENSKU í
VASABROTI
fyrir góöan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Yfirlýsing brezku stjórnarinnar:
EINHLIÐA STJÓRN MÓT-
MÆLENDA Á N.-ÍRLANDI
KEMUR EKKI TIL GREINA
Öryggisróð S.Þ.
Þrjár
sprengjur
fundust
í gær
Reuter/Sameinuðu þjóðunum.
Timasprengja, sem springa
átti skömmu áður en fundur
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna um ástandið i mið-
austurlöndum hófst i gær,
fannst i götu ekki langt frá
aðalstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna i gær. Tvær aðrar
sprengjur fundust i sama
hverfi. Sprengjurnar voru
allar gerðar óvirkar af
sprengjusérfræðingum lög-
reglunnar i New York.
Gifurlega miklar öryggis-
ráðstafanir voru viðhafðar i
gær vegna fundarins, en þátt i
honum taka meðal annars
PLO, frelsissamtök Palestinu-
araba. tsraelsstjórn hefur
hins vegar tekið þá ákvörðun,
að taka ekki þátt i störf-
um þessa fundar.
A fundum þeim, sem nú
verða haldnir um málið,
verður meðal annars reynt aö
finna leiðir til að veita PLO
aðild að fyrirhuguðum viðræð-
um um varanlegan frið i Mið-
Austurlöndum.
Portúgal:
Reuter/Lissabon. Herráð Portú-
gais kom saman til fundar i gær
til þess að ræða úrslitakosti þá, er
bændur i norðurhluta landsins
hafa sett ráðinu, þess efnis, að
stöðvuð verði frekari skipting
jarönæðis þeirra milli land-
búnaðarverkamanna.
Bændurnir, sem hafa i hyggju
að hætta matvæla sendingum til
Lissabon, gáfu herráðinu frest til
2. febrúar n.k. að stöðva með öllu
skiptingu lands þeirra, en nú þeg-
ar hefur um einni milljón hektara
verið skipt milli landbúnaðar-
verkamanna.
Reuter/London. Breska stjórnin
hafnaöi þvi með öliu i gær, að
teknar yrðu til greina kröfur um
að mótmælendum verði aftur
fengin sjálfstjórn I málefnum
Norður-lrlands. Þess i stað sagði
brezka stjórnin, að taka þyrfti
upp samningaviðræður um að
veita kaþólskum aðild að stjórn á
málefnum Norður-írlands.
Alyktunarbrezku stjórnarinnar
um málefni Norður-írlands var
beðið með mikilli eftirvæntingu á
Bretlandi. Talsmaður stjórnar-
innar, Merlyn Rees, Irlands-
málaráðherra, sagði að einhliða
stjórn mótmælenda á málefnum
landsins myndi alls ekki leiða af
sér stöðugleika né traust i
stjórnarfari og stjórnarháttum.
Ákvörðun brezku stjórnarinnar
kemur i kjölfar yfirlýsinga leið-
toga mótmælenda, um að þeir
muni beita sér af alefli gegn þvi,
að kaþólskum verði veitt aðild að
stjórn Norður-lrlands. Mikill
uggur er nú rikjandi á Norður-Ir-
landi vegna morðsins á 10 mót-
A fundi i Braga samþykktu
bændurnir vantraust á Lopes
Cardoso, landbúnaðarráðherra,
en viðurkenndu jafnframt, að nú-
verandi samsteypustjórn i Portú-
gal, væri eina vonin til þess að
endurreisa frelsi i landinu.
Taliö er, að það kunni að leiða
til öflugrar andspyrnu af hálfu
landbúnaðarverkamanna ef
stjórnin gengur að einhverju leyti
til móts við kröfu jarðeigenda.
N.k. föstudag ætla land-
búnaðarverkamenn, að efna til
fjöldagöngu i Lissabon og- mót-
mæla hækkun framfærslu-
kostnaðar
mælendum, sem drepnir voru i
hefndarskyni vegna morða á
kaþólskum mönnum.
Ress sagði i ræðu sinni i gær að
morðin á Norður-írlandi að
undanförnu hefðu sjálfsagt vakið
upp kröfu um að Bretar hætti af
skiptum af málefnum landshlut-
Reuter/New York. Kúbustjórn
ætiar að halda áfram að senda
herliö til Angola, jafnvel þó að
Einingarsamtök Afrikurikja,
OAU, hafi krafizt þess, að allri
eriendri ihlutun um málefni
Angola verði þegar hætt. Upp-
lýsingar þessar eru haföar eftir
háttsettum kúbönskum embættis-
manni.
I fréttaskeyti til New York
Times frá Havana á Kúbu segir,
að Carlos Rafael Rodriguez, að-
stoðarutanrikisráðherra hafi
skýrt fréttamannit New York
Times frá þessu sl. sunnudag.
— Við munum einungis kveðja
herlið okkar heim frá Angola, ef
leiðtogi MPLA, dr. Agostino Neto,
fer þess á leit við okkur, sagði aö-
stoðarutanriklaráðherrann. Við
ans. ,,Það væru hins vegar alvar-
leg mistök, ef við færum þannig
að ráði okkar,” sagði Rees. ,,Ég
hef þá trú, að slikt leysi engan
vanda. Það myndi einungis leiða
til þess, að átökin yrðu ennþá
grimmilegri og afleiðingarnar
ennþá hörmulegri.” Rees sagði,
munum að engu hafa óskir OAU,
sagði hann ennfremur.
Aðstoðarráðherrann neitaði að
staðfesta þær ágizkanir banda-
riskra embættismanna, að
kúbanskir hermenn i Angola séu
um 7000 talsins. Hann vildi heldur
ekki skýra frá þvi hversu margir
kúbanskir hermenn hefðu fallið i
Angola, en sagði að þeir væru
ekki margir.
Þrir ungir suður-afriskir her-
menn skýrðú frá þvi i Addis
Ababa i gær, hvernig þeir voru
handteknir i átökum við MPLA i
Angola. Til Addis Ababa voru
þeir fluttir með sendinefnd MPLA
á leiðtogafund OAU, sem nú fer
fram i borginni. Það var forsætis-
ráðherra MPLA stjórnarinar,
sem tók þá með sér á blaða-
mannafund ásamt nokkrum
að þannig gætu Bretar ekki
hundsað þá ábyrgð, sem þeir
bæru gagnvart brezkum þegnum
á Norður-írlandi.
Þaðan af siður er það á valdi
brezka þingsins að ákveða neitt
um sameiningu Norður-Irlands
við Irska lýðveldið.
portúgölskum málaliðum til þess
að sýna og sanna afskipti suöur-
afrisku stjórnarinnar af málefn-
um Angola.
Er þeir voru spurðir að þvi,
hvort þeir hefðu sjálfviljugir boð-
izt til þess að fara til Angola,
sögðu þeir, að þeim hefði verið
skýrt frá þvi skömmu áður en
þeir fóru, hvert förinni væri heit-
ið. Við gátum neitað að fara en
gerðum það ekki, sögðu þeir.
Portúgalirnir voru handteknir i
september sl., og sögðust þeir
hafa látið skrá sig i Rhodesiu til
aðgerða i Angola.
Agatha
Christie
er látin
Reuter/London. Agatha Christie,
einn frægasti sakamálahöfundur
allra tima, lézt á heimili sinu i
London i gær, 85 ára að aldri. Hún
hafði átt við vanheilsu að striða
að undanförnu.
A skáldsagnaferli sinum, reit
Christie meira en 80 leynilög-
reglusögur, og bækur hennar hafa
selzt i meira en 350 milljónum
eintaka. Fyrsta saga hennar kom
út árið 1920.
Hún fæddist i Torquay, Devon-
shire, 15. september 1890. Faðir
hennar var bandariskur en móðir
hennar brezk.
Allir kannast við Hercule
Poirot lágvaxna Beigann, sem er
ein helzta sögupersónan i mörg-
um leynilögreglusögum hennar.
Má segja, að fáar persónur leyni-
lögreglusagnanna, að Sheriock
Holmes frátöldum hafi notiö
meiri vinsælda en Poirot.
Þá var Agatha Christie einnig
höfundur Músagildrunnar, en það
leikrit hefur verið sýnt á West-
End lengur en nokkurt annað
leikrit, og notið fádæma vinsælda
leikhúsgesta. 23 ár eru frá þvi að
Agatha Christie skrifaði Músa-
gildruna.
Franskt dagblað birtir
í dag nöfn CIA njósn-
ara í Frakklandi
Reuter/Paris. Vinstrisinnaö
dagbiaö I Paris lýsti þvi yfir I
gær, aö þaö myndi I dag birta
nöfn 32 bandariskra njósnara,
sem starfa fyrir bandarisku
leyniþjónustuna Cia, en eru
skráöir sem starfsmenn banda-
riska sendiráösins i Paris.
Dagblað þetta, Liberation,
skýrði og frá þvi, að n.k. mið-
vikudag myndi það birta nöfn 20
annarra njósnara.
Tæpur mánuður er nú liðinn
frá þvi, að yfirmaður Cia i
Aþenu var myrtur af manni,
sem enn hefur ekki náðst til, en
yfirmaður þessi, Richard
Welch, var myrtur skömmu eft-
ir að grískt dagblað hafði skýrt
frá nafni hans.
Talsmaður Liberation viður-
kenndi i viðtali i gær, að nafn-
birtingin i dag kynni að hafa
alvarlegar afleiðingar i för með
sér fyrir einhverja af þeim, sem
á listanum væru.
Viö erum ekki að birta nöfn
þessara manna til þess að auð-
veldara verði aö myrða þá,
sagði talsmaður dagblaðsins,
heldureinungis til þess að koma
i veg fyrir að þeim verði kleift
að stunda njósnir framvegis i
Frakklandi. Allir vita á hverju
Cia ber ábyrgð, sagði hann enn-
fremur.
Talsmaðurinn vildi ekki i gær
nefna nein nafnanna, en sagði
þó, að efstur á lista yrði Eugen
Burgstaller, sem að undanförnu
hefur verið kallaður yfirmaður
Cia i frönskum dagblöðum.
Nafn Burgstallers er á hinum
opinbera lista bandariska utan-
rikisráðuneytisins yfir sendi-
fulltrúa bandariska sendiráðs-
ins i Paris. Frönsk dagblöð hafa
hins vegar bent á, að Burgstall-
er lifi töluvert hærra heldur en
aðrir sendifulltrúar Bandarikj-
anna i Paris.
Liberation skýrði frá þvi i
gær, að franskir, bandariskir og
brezkir blaðamenn hefðu unnið
að samningu listans.
Bandariska sendiráðið vildi
ekkert um nafnbirtingar þessar
segja, en sagðist vita, að þetta
stæði fyrir dyrum.
Skipting jarðnæðis
veldur deilum
Kúbustjórn heldur
ófram að senda
herlið til Angola!
— þrótt fyrir óskir OAU um að erlendri
hernaðaríhlutun verði hætt í landinu