Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 20, janúar 1976 JANIE MARIE MANSFIELD háskólanámi. Hjónabandið ent- ist þó ekki, og hún var á lausum kili um tima. Hún kynntist svo giftum manni, sem bauð henni upp á allt hugsanlegt, en þegar tilkastanna kom vildi hann ekki skilja hennar vegna. Nú verður hún þvi að standa á eigin fótum og ætlar að gerast ljósmynda- fyrirsæta og siðar leikkona. Þó hún ætli sér ekki að verða þokkagyðja eða „kynbomba” er hún ekkert feimin við að sýna likama sinn. Móðir hennar kenndi henni: Fólk er fallegt, kynþokki er hrifandi, likaminn er fallegur, maður þarf ekki að fela neitt. Dóttir þokkagyðjunnar frægu, Jane Mansfield, ætlar að leggja út á sömu braut og móðirin og gerast leikkona. En hún segir, að hún leiki aldrei i ,,sex”hlut- verkum. Til þess var hún of lengi i sambúð með móður sinni. Hún segir að móður sinni hafi verið þröngvað inn i þess konar hlutverk, og siðan stimpluð sem „kynbomba”. í raun og veru hafi hún verið miklu betur gefin heldur en hlutverk hennar gáfu tilefni til að halda. Þær mæðgur voru mjög góðar vinkonur þangað til skömmu áður en Jane dó. Henni þótti þá dóttirin vera orðin nokkuð stór og fór að óttast samkeppni af hennar hálfu. Þá var Janie Marie 17 ára. Hún stóð uppi alein eftir missi móður sinnar, hálfsyst- kini hennar fóru til feðra sinna, en hún hafði aldrei haft sam- band við föður sinn, Peter Mansfield. Ýmsir vildu þá að hún notfærði sér nafnið, en hún vildi það ekki. Henni fannst hún vera of ung. Hún giftist ung og hjálpaði manni sinum, sem var i ■ DENNI DÆMALAU5I Ég kom aftur bara vegna þess, að ég fann engan skáta til þess að fara með mig yfir götuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.