Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. janúar 1976. TÍMINN 5 Mesta íhaldið Lengi hefur ljóst veriö, að ihaldið i borgarstjórn Reykja- víkur er öllu öðru ihaldi I land- inu ihaldssamara. Enn sannaðist þetta f þeim umræð- um, sem urðu á siöasta borgarstjórnarfundi um land- helgismálefni. t tillögu, sem allir borgar- fulltrúar minnihlutans fluttu var m.a þvi beint til rfkis- stjórnarinnar, að tilkynnt yrði úrsögn úr Nató, ef Bretar hyrfu ekki á brott með herskip sin. Þessi setning i tillögunni fór fyrir hjartað á borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins, sem hófu að kyrja lofsöng um ágæti Atlantshafsbandalags- ins og alla þá vini, sem við ættum þar. Sumir gleymdu jafnvel i ákafanum að undan- skilja Breta. Ekki skal þvi mótmælt hér, að meöal þeirra þjóða, sem eru i Atlantshafsbandalaginu, eru þjóðir, sem við getum talið til vina og hafa sýnt þá vináttu I verki, m.a. i sambandi við Vestmannaeyjagosiö. En þar eru einnig þjóðir, sem sýnt hafa okkur óbilgirni og beitt okkur viðskiptaþvingunum af versta tagi. Hinar eru þó fleiri þjóöirnar i þessum samtök- um, sem hvorki hafa gert okkur illt né gott. Þeir eru „katólskari” en Geir i afstöðunni til Atlantshafs- bandalagsins. „Kaþólskari" en Geir A umræddum fundi i borgarstjórn voru flutnings- menn tillögunnar reiðubúnir ab breyta setningunni um úr- sögnina úr Nató á þann veg, AÐ FÆRU BRETAR EKKI MEÐ HERSKIP SÍN A BROTT BÆRI RtKISSTJÓRNINNI AÐ TAKA AÐILD ISLANDS AÐ NATÓ TIL ENDURSKOÐ- UNAR. Þetta gátu þeir Albert Guð- mundsson og Birgir borgar- stjóri ekki heldur fallizt á. An efa finnst mörgum þetta fullmikil viðkvæmni hjá þeim félögum, þótt sanntrúaðir séu, ekki sizt þegar á það er litið, að sendiherra okkar hjá Nató viðhafði svipuð ummæli á blaðamannafundi i Brussel fyrir skömmu. Ekki hefur heyrzt, að rfkis- stjórnin hafi gert sendiherran- um tiltal vegna þessarar yfir- lýsingar, eða að Geir forsætis- ráöherra hafi látið i íjbsi vanþóknun sina á henni. Enginn efast þó um, að for- sætisráðherrann er vel „katólskur” I afstöðu sinni til Nató. Sumir eru vist lika sagðir katólskari en sjálfur páfinn. Ein sönnun þess var afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins til umræddrar til- lögu á siðasta borgarstjórnar- fundi. — kb. jgfirðingar: Enga samninga við Breta! >é Rvik — Sigurjón Valde- sliku og gerðir samningar við er i Súf gébé Rvik — Sigurjón Valde marsson, sveitarstjóri á Suður- eyri við Súgandafjörð, sagði i við- tali við Timann i gær, að hrepps- nefndin hefði boðað til opins al- menns fundar sl. sunnudag, sem hefði verið mjög fjölmennur. Þar var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Almennur hreppsfundur, haldinn á Suðureyri 18. janúar, lýsir hér með ánægju sinni yfir útfærslu islenzku fiskveiðilögsög- unnar i 200 milur. Okkur finnst, að enginn vafi leiki á þvi að við getum varið landhelgina: Gæzlan hefur sýnt það á undanförnum mánuðum, og ber henni lof fyrir sina framgöngu. Við mótmælum eindregið öllum samningum innan 50 sjómilnanna, og hörmum að léð skuli hafa verið máls á sliku og gerðir samningar við Vestur-Þjóðverja, sem hér höfðu haldið uppi sjóránum undanfarin ár. Að okkar áliti kemur til greina að veita ýmsum þjóðum samn- inga á beltinu milli fimmtiu og tvö hundruð milnanna. Slikir samningarskulu vera til skamms tima og aflamagn takmarkað sem kostur er. Þó skal ekki veita Bretum kost nokkurs samnings, þvi okkur finnst að framkoma þeirra i hvert skipti sem við-færum út, hafi verið slik, að ekki séu for- sendur fyrir samningum.” Á hreppsfundinum voru ýmis mál önnur til umræðu, sagði Sigurjón, m.a. framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og kynnt kostnaðaráætlun um hitaveitu- framkvæmdir, en mikill einhugur Við bjóðum ykkur fyrsta flokks saenska gæðavöru: 1 ii Ymis mynstur og trjótegundir Parkettið er full-lakkað og auðvelt að leggja er i Súgfirðingum vegna þeirra mála. Kröfluvirkjun: BYGGIR *VF Laugavegi lfiS — Simi 1-72-20 Snarpur kippur í gær gébe Rvik — Mjög snarpur jarð- skjálftakippur varð við Kröflu- virkjun i gær, og mældist hann 4,9 stig á Richterkvarða. Taldi Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur að hann ætti upptök sin um einn kilómetra austur af Kröflu. Ekki er vitað um neinar skemmdir af völdum skjálftans, sem varð kl. 09:20 i gærmorgun, en Jón Illugason i Reynihlið sagði, að hlutir hefðu hrunið úr hillum i Reykjahliðarhverfi. — Fyrir utan þennan jarð- skjálfta i morgun, sagði Ragnar Stefánsson i viðtali við Timann i gær, hefur jarðskjálftavirknin ekki breyzt mikið siðast liðna fimm daga, það eru þessar stöð- ugu hræringar af og til allan sólarhringinn eins og verið hefur að undanförnu. Afram er unnið við Kröfluvirkjun af fullum krafti, og hafa menn dvalizt þar yfir allar nætur utan einnar, eða aðfaranótt laugardagsins s.l. Sagði Ragnar Stefánsson það sitt álit að hægja ætti á fram- kvæmdum við Kröfluvirkjun og að hann réði frá þvi að mannskapurinn dveldi þar allan sólarhringinn. Ófærð víða um land SJ—Reykjavik — Mikið var að gera hjá umferðardeild Reykja- vikurlögreglunnar i gær vegna ófærðar i borginni. Mikið var um árekstra af völdum þrengsla á götunum, hjólfaraskorninga og fleira þ.h. Engin alvarleg slys urðu þó, enda fer fólk varlega i veðri ogfærð eins og var i gær, en margir kvöddu lögreglu á vett- vang vegna minniháttar árekstra og þess, að þeir komust ekki leiðar. sinnar vegn skafla og hálku, og voru sumir á vanbúnum ökutækjum. Umferðin gekk illa strax snemma i gærmorgun og ferðir strætisvagna röskuðust. Ástandið fór svo versnandi fram yfir hádegi, en þá hafði snjórinn hjaðnað nokkuð og mönnum gekk betur að komast leiðar sinnar á ökutækjum,sem oggangandi, þvi hriðarkófinu hafði linnt. Unnið var á ruðningstækjum viðsvegar i borginni i gær. Kennslu var viðast eða alls staðar i borginni aflýst og leik- skólum lokað eftir hádegi. Viða á landinu vestan og sunn- anverðu voru vegir illfærir og sums staðar var ófært með öllu. Sama máli gegndi um marga vegi austan lands. I gær snjóaði einnig mikið norðan lands. Truflanir urðu einnig á flug- samgöngum. A Timamynd Gunnars hér að ofan er snjóruðningstæki að starfi i Reykjavik i gærdag. meXL&KALKSTEINN Þekju- og hleðslusteinar 250x120x65 mm 198x20x65 mm Marmaraflísar Ó gólf, veggi og gluggakistur Upplýsingar hjd Laugavegi 168 — Simi 1-72-20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.