Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 20. janúar 1976. Óvelkominn qestur breiða stíginn að húsabaki, lét hestinn vaða yfir lækinn og beindi förinni upp stíginn/ sem lá upp i f jöllin. Það var svalt í veðri og loftið tært. Golan ýfði hár hennar og hún naut þess að f inna rakt þokuloftið í andlitið. Hún tók ekk- ert eftir dökkum, þungum skýjunum að baki sér. Þegar hún kom upp á sléttuna fyrir ofan fyrsta háls- inn, gaf hún Jenný lausan tauminn og hún hleypti eftir sléttunni og naut tilfinningar af frelsi og hraða. Síðan klifu þær upp næsta háls, en þá tók Jane í taumana og horfði á ógnandi skýin, sem þétzt höfðu umhverf is hæstu tindana. Það var að byrja að rigna, svo hún sneri við og lagði af stað heim aftur. Skyndilega kom hún auga á eitthvað sem hreyfðist milli trjánna, og skömmu seinna sá hún svartan kúrekahattog þegar maðurinn kom í Ijós, sá hún að það var Neil. En hann reið ekki léttilega og f rjálslega eins og venjulega. Nú var hann álútur, þannig að barða- stór hatturinn nam næstum við makka hestsins. Hún setti hnén í síður Jennýjar og hleypti niður á við gegn um kjarrið niður á sléttuna. Hjarta hennar barðist af ótta. Handleggur Neils hékk máttlaus niður og var eitthvað svo einkennilegur í laginu, að hún fékk herping í magann. Eitthvað var að, eitthvað skelfilegt! Þegar hún var komin alveg að honum og lét Jenný renna upp að hlið hans, reyndi Neil allt í einu að stíga af baki og andlit hans var náhvítt. Jane sveif laði sér af baki og f lýtti sér til að hjálpa hon- um, en varð of sein. Hann var fallinn i yf irlið á jörðina. Hrædd og óstyrk lyfti hún höfði hans og róaðist, þegar hún sá svolítinn lit á öskugráum vöngum hans. Ef hún vissi aðeins eitthvað um hjálp í viðlögum. Hún var viss um að handleggurinn var brotinn. í örvæntingu þreif hún af sér tref ilinn og batt hann um háls hans, svo hann myndaði eins konar fetil. Þetta leit að minnsta kosti eðlilegar út svona fannst henni. Hatturinn hafði dottiðaf höfði hansog lá spottakorn fjær. Hún sótti hann og hljópað læk, sem hún hafði tekið eftir á leiðinni, fyllti hann af vatni og vætti andlit Neils með því. Dökkt, Ijótt sár frá gagnauganu niður á höku skelfdi hana og henni datt i hug, hvort eitthvað hefði komið fyrir höfuð hans. Þykk, löng augnahárin lágu eins og kolsvört á óeðli- lega fölu andlitinu. Ætlaði hann aldrei að komast til með- vitundar? Hvað í ósköpunum átti hún að gera? Skilja hann eftir hérna og fara eftir hjálp? Hún sat á hækjum sér og horfði hjálparvana á hann, þegar hann opnaði allt í einu augun svolítið. — Jane...farðu....heim! Rödd hans var varla meira en hvísl. Hún lagði handlegginn undir höfuð hans og grænu augun voru full hræðslu. — Það get ég ekki gert, Neil. Það gæti eitthvað komið f yrir þig hér. Og það er rigning, bætti hún lágt við. Varir hans hreptust í eins konar brosi. — Þá...held ég bara... Höf uð hans féll máttlaust niður á handlegg hennar og allur litur hvarf úr andlitinu. Andartak stöðvaðist hjarta hennar og heilinn næstum því líka. En svo herti hún si ■ upp. óttinn rak hana áfram. Hún baðaði enni hans og losaði um jakkann. Þegar litur fór loks að færast i andlit hans á ný, sagði hún fast: — Neil, hvað kom fyrir þig? Hann vætti varnirnar með tungunni og tautaði: — Þessi bannsettur hestur hljóp beint á tré....einhverntíma J um miðnættið.... — Hef urðu þá verið úti alla nóttina? Rödd hennar skalf af ótta. — Býst við því...Fór yfir til Wilsons með George. Blakkur er ekki vel hress, svo ég fór á þessari litlu hryssu....hef aldrei treyst kvenkyninu....hefði átt að vita betur...Röddin var styrkari núna og hann brosti stríðnislega. — Vertu ekki að hugsa um það núna, sagði Jane gröm. — Við verðum að koma þér heim...Hún leit örvæntingar- f ull í kring um sig. — Ef ég f inn eitthvað, sem þú getur staðið á, heldurðu þá, að þú getir komizt sjálfur á bak? Hann starði á hana og gráu augun voru dökk og alvar- leg. — Ef þú segir það, get ég það kannski, Jane. Það ert þú, sem hefur stjórnina núna. Hún varð ákveðin á svip. — Já. Þú verður að gera ná- kvæmlega eins og ég segi. Svo brosti hún blíðlega og bætti við: — Jafnvel þó ég sé kona. Hún gekk fram á brekkubrúnina, þar sem uxu runnar og nokkur smátré og leitaði. Hún fann trjádrumb, sem henni tókst að draga að hlið hestsins og safnaði síðan saman eins miklu af kvistum og hún gat borið og lagði undir boginn drumbinn. Það taldi hún að dygði til að hann ylti ekki. Hún reyndi nokkrum sinnum og hann Stöövaðu þennan vitskerta ökumann, hann var nærri 1 einum lögreglubila Mings... fEn njósnarar /okkar sögðu að þeir væru á leið hingað? Þeir eru hvergi ^ [Tlr7~ sjáanlegir ennþá. 7 Liðþjálfi, sjáðu þarna 0 r'-’Ll'S ■ i um f: I ÞRIDJUDAGUR 20. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristin Sveinbjörns- dóttir les ,,Lisu eða Lottu” eftir Erich Kastner (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um báttinn. Hljómplötu- safnið kl. 11.00: Endurtek- inn þáttur Gunnars Guð- mundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um heilbrigðis- og félagsmál vangefinna, sið- ari þáttur. Umsjón: Gisli Helgason og Andrea Þórðardóttir. 15.00 Miödegistónieikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litii barnatiminn Finnbogi Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Pappiralausa fjölskyld- anDr. Gunnlaugur Þórðar- son flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Tilbrigði og fúga op. 24 eftir Brahms um stef eftir HandelDavid Lively leikur á pianó. — Hljóðritun frá út- varpinu i Stuttgart. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: ,,1 verum”, sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Gils Guðmundsson les siðara bindi (7). 22.40 Harmonikuiög. Sænskir harmonikuleikarar leika. 23.00 A hljóðbergi „Major Barbara”, leikrit i þrem þáttum eftir George Bern- ard Shaw. Með aðalhlutverk fara: Maggie Smith, Robert Morley, Celia Johnson, Warren Mitchell og Cary Bond. Leikstjóri: Howard Sackler. — Siðari hluti. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þ RIÐJUDAGUR 20. janúar 1976. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Jarðskjálftar og bjarg- ráð. Umræðuþáttur um á- stand og horfur á jarð- skjálftasvæðinu i Þingeyj- arsýslu. Umræðunum stýrir Magnús Guðjónsáon, fram- kvæmdastjóri Sambands is- lenskra sveitarfélaga, og mun hann fá til viðræðna fulltrúa heimamanna, vis- indamanna og hins opin- bera. 21.15 Benóni og Rósa. Fram- haldsleikrit i sex þáttum, byggt á sögum eftir Knut Hamsun. 5. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision-Norska sjón- varpið). 22.10 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.