Tíminn - 29.01.1976, Síða 15

Tíminn - 29.01.1976, Síða 15
Fimmtudagur 29. janúar 1976. TÍMINN 15 Framsóknarfélag Borgarness Borgnesingar og nágrannar. Spilakvöldin hefjast aftur föstudag- inn 30. janúar kl. 8,30 i Samkomuhúsinu. Gleymið ekki að koma með botna við þessa fyrriparta: Gæðinga i góðu standi garpar teygja létt á skeiði. Ástarþrá úr augum brennur öl um kverkar liðugt rennur. Allir velkomnir. — Nefndin. Kanarí- eyjar Þeirsem áhuga hafa á ferðum til Kanaríeyja (Teneriffe) í febrú- ar, gefst kostur á ferð hjá okkur 19. febrúar (24 dagar). Góðar íbúðir, góð hótel. Sérstak- ur afsláttur fyrir flokksbundið framsóknarfólk. örfá sæti laus. Þeir, sem eiga pantaða miða, en hafa ekki staðfest pöntun sina með innborgun eru beðnir um að gera það strax, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að missa af ferðinni. Haf- ið samband við skrifstofuna að Rauðarárstig 18, simi 24480. Skrifstofan er opin frá kl. 9-6 virka daga nema laugardaga frá 9- 12. Jindrich Rohan stjórnar ó næstu Sinfóníutónleikum Siðara misseri þessa starfsárs hljómsveitarinnar hefst með tónleikum i Háskólabiói næst- komandi fimmtudag 29. janúar, enstjórnandi á þeim tónleikumer tékkneski hljómsveitarstjórinn JINDRICH ROHAN, sem er is- lenzkum tónleikagestum að góðu kunnur siðan hann var aðal- hljómsveitarstjóri hljómsveitar- ' innar á árunum 1961-’62, og stjómaði einnig tónleikum á ár- inu 1972. Einleikari er landi hans, PETER TOPERCZER frá Brati- slava, margfaldur verðlaunahafi, og einn af fremstu ungu pianóleikurum i Tékkóslóvakiu. Alls eru tónleikarnir átta á misserinu, og á næstu tveim tónleikum verða islenzkir einleik- arar, þau Halldór Haraldsson pianóleikari, þ. 26. febrúar, og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari, þ. 11. marz. Þ. 8. april verður flutt Requiem eftir Verdi ásamt söngsveitinni Filharmoniu og einsöngvurunum Fröydis Klaus- berger, Ruth Magnússon, Magnúsi Jónssyni og Guðmundi Jónssyni og á lokatónleikunum þ. 13. mai fá islenzkir tónlistar- unnendur að heyra rússneska pianósnillinginn Emil Gilels leika Pianókonsert nr. 3 eftir Beethoven. Námskeið fyrir foreldra þroskaheftra barna Sunnudaginn 1. febrúar mun hefjastþriggja mánaða námskeið fyrir foreldra þroskaheftra barna. Þá mun dr. Ingrid Lilje- roth, sálfræðingur frá Sviþjóð halda fyrsta fyrirlestur náms- keiðsins. Aðrir fyrirlesarar verða m.a. læknarnir Sævar Halldórs- son og Sverrir Bjarnason, sem munu ræða um orsakir þroska- heftis og um geðheilsu, Magnús Kristinsson lektor, sem talar um atferlismótun, Anna Þórarins- dóttir sjúkraþjálfari, sem ræðir um sjúkraþjálfun barna, Gréta Bachmann forstöðukona, sem talar um daglega umönnun, Þorsteinn Sigurðsson sérkennslu- fulltrúi, Magnús Magnússon .skólastjóri, Jóhann Guðmunds- son læknir, Margrét Margeirs- dóttir félagsráðgjafi, sem einnig mun stýra umræðum á eftir öllum fyrirlestrunum. Kennslustaður verður Bjarkar- ás, Stjörnugróf 9, og kennslutimi verður miðvikudagskvöld kl. 20.30-22. Þátttökugjald verður 1800 krónur. Innritun fer fram i - Lauga- lækjarskóla fimmtud. 29. og föstud. 30. jan. klukkan 20-22. Aðganga að einstökum fyrirlestr- um kr. 200. Akureyringar-Eyfiröingar sunnanlands Eyf irðingafélagið heldur sitt árlega þorrablót að Hótel Borg n.k. laugardag og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Gómsætur þorramatur á borðum. Dagskrá: Minni þorra — örlygur Sigurðsson listmálari. Gisli Rúnar og Baldur f lytja nýjan gamanþátt. Dansaðtil kl. 02.00 Aðgöngumiðar seldir á Hótel Borg f immtudag og föstudag á milli kl. 17.00 og 19.00. Fjölmenniðog takið með ykkur gesti. Hermann Jónasson Kveðja frá Sambandi ungra framsóknarmanna Það eru ekki Framsóknar- menn einir, sem í dag sjá á bak ástsælum og gifturikum foringja. Islenzka þjóðin minnist eins glæsilegasta leið- toga sins á þessari öld. Her- mann Jónasson var i senn djarfhuga og kraftmikill flokksforingi og framsýnn og ötull þjóðarleiðtogi um langt skeið. Ungur valdist hann til mikilla metorða á miklum erfiðleikatimum, og á efri ár- um gathann litið yfir árangur verkanna i því velmegunar- þjóðfélagi, sem hann átti þátt i að móta á íslandi. t Hermanni Jónassyni sam- einuðust ýmsir þeir kostir, sem afburðaforingjann mega prýða. Samherjunum var hann félagi og samverkamað- ur, viðsýnn og umburðarlynd- ur. Forysta hans var ekki fólg- in i þvi að láta kenna aflsmun- ar, heldur I hinu að beina kröftunum að háleitu sam- eiginlegu marki. En þegar á móti blés, tók hann rösklega við og skipaði fylkingum sin- um einarður undir merkin. t hópi islenzkra þjóðmálafor- ingja var Hermann Jónasson kjarkmaðurinn og karlmenn- ið. Hermann Jónasson leiddi Framsóknarflokkinn á mesta umbrotaskeiði tslandssögunn- ar, siðan Sturlungaöld leið. Hann tók traustri hendi um stjórnvölinn, þegar brotsjóir heimskreppunnar riðu yfir þjóðina og erlend ofbeldisöll leituðu fangstaðar á Iandinu. Og það fannst á, að það var ekki veifiskati, sem stýrði ferðinni. Þegar heims- styrjöldin skall á, var það lán islendinga að eiga Hermann •lónasson i forystuliðinu, og honum tókst að fylkja sundur- Þykkum stjórnmálaöflum landsins saman, þegar mest á reið. Verk lians i upphafi ófriðarins og hernámsins verða ekki metin. Það er lifsregla Framsókn- arflokksins að samfylkja þjóð- inni, þegar mest liggur við, en bera merki félagshyggjunnar fram til sigurs i ævarandi framsókn islendinga. Her- mann Jónasson og samverka- menn hans áttu rikastan þátt i að móta þessa lifsreglu og störfuðu i anda hennar. Sem leiðtogi stjórnarandstöðu var Hermann sóknharður og til- lögugóður i senn. Völdin voru lionum ekki markmið, heldur tæki til að efla framsókn þjóðarinnar. Á örlagastund átti hann val þeirra kosta að sveigja af markaðri braut og halda valdastóli eða fylgja hiklaust sannfæringu sinni og flokksmanna sinna, þótt sam- starfsmenn hlypust undan. Hann tók ótrauður seinni kost- inn, á sama hátt og hann hafði sameinað sundraða krafta þjóðarinnar, þegar sameigin- legur voði hafði steðjað að henni —áður. Þetta hefur i senn verið lán Framsóknar- manna og þjóðarinnar allrar, að þeir liafa fram á þennan dag átt hugrakka leiðtoga, sem hafa þorað að leggja á brattann, þegar mikið lá við og vindurinn var I fangið. Og einsog forðum hafa Birkibein- arnir fylgt Sverri fast eftir. Hermann Jónasson var ungur afburðamaður á sviði Iþrótta, og alla ævi var honum umhugað um málefni og hag æskunnar i landinu. Þegar hann ávarpaði stofnþing Sam- bands ungra framsóknar- manna að Laugarvatni, lagði hann á það áherzlu, að fylk- ingarbrjóstið yrði ævinlega skipað þeim ungu. Vegar- nestið, sem hann gaf S.U.F. við upphaf f ferðar, var það að stefna beint áfram, en ekki i krókum til hvorrar handar. Og þetta er og hefur verið stefna flokksins. Framsóknarvegur- inn liggur ekki i hlykkjum fram og aftur eins og refil- stigir öfgaaflanna. Hann fylgir landslagi, en liggur fram. Um leið og Samband ungra fra msóknarmanna minnist Hermanns Jónassonar með virðingu og þökk, vill þaö votta fjölskyldu hans samúð sina. Og það þakkar honum það veganesti, sem hann gaf samtökum framfarasinnaðrar æsku i vöggugjöf. Megi minning hans verða ævinleg hvatning. í r.**" IHl ; Frlili lir I Skógræktarmaðurinn: Hermann Jónasson i trjálundi slnum að Kletti i Reykholtsdal. Kveðja frá Skógræktarfélagi Islands Stjórn Skógræktarfélags is- lands vill með örfáum fátæk- legum orðum þakka störf Her- manns Jónassonar fyrrver- andi forsætisráðherra i þágu skógræktarmála á islandi. Hermann var varaformaður Skógræktarfélags islands frá 1946-1968 og var alla tið félag- inu mikið traust og hald. Áhugi hans á skógrækt var óbilandi. Frá þvi snemma á starfsferli hans.stundaði hann umfangsmikla skógrækt, fyrst i Fossvogi og siðan á eignar- jörðsinni Kletti i Borgarfirði. Þrátt fyrir mikinn eril, fjöl- mörg og umfangsmikil störf á vettvangi landsmála gaf Her- mann Jónasson sér ávallt tima til að finna þessu hugðar- efni sinu bæði á sviði félags- mála og með fögru fordæmi i eigin skógrækt. Skógræktarfé- lag íslands og öll skógrækt i landinu á honum mikið að þakka. f.h. Skógræktarfélags íslands, JónasJónssou Ilákon Bjarnason Snorri Sigurösson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.