Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 31. janúar 1976,
31
æ
j>:
Óvelkominn gestur
vera hjá þér eins lengi og henni þóknast, en segðu, að ég
haf i alltaf rúm fyrir hana, ef hún skiptir um skoðun.
— Svo leiðin er enn opin, ef þú vildir heldur vera ritari
en bóndakona, bætti hann spotzkur við.
— Hann borgar mér vel, svo það er ekkert slæmt líf,
mótmælti hún, en bætti svo ákveðin við: — Þessi sýndar-
trúlof un er hlægileg, Neil. Við skulum binda enda á þetta
eins fljótt og hægt er.
— Ekki að tala um, vina mín! Þú hefur gefið mér
loforð....og það kemur ekki til með að breytast neitt.
Hún horfði upp í fölt, þreytulegt andlit hans og sá, að
það var heimskulegt að ætla sér að rökræða við
hann, þegar greinilegt var, að hann var ekki í slíku skapi.
Að hafa handlegginn í gipsi er erfitt og þreytandi fyrir
starfssaman mann.
Hún fór inn, sveitt og dauðþreytt eftir erf iðan morgun
við steinbeðið. Eina vikutil viðbótar ætlaði hún að vera,
en fara síðan aftur til Vancouver, hvernig sem hún færi
að þvi. Ef til vill myndu ein eða tvær vikur frá truf landi
návist Neils verða til þess að hún sæi hlutina í öðru Ijósi.
En Neil kom ekki aftur heim um kvöldið. George kom
einn heim og sagði, að hann hefði hærri hita og læknarnir
hefðu viljað halda honum á sjúkrahúsinu.
— Hann varð auðvitað vondur og sagðfet verða að vera
hérna í veizlunni á morgun, en þeir hlustuðu ekki á hann,
bætti George við. — Þeir stungu honum bara í rúmið og
földu fötin hans.
Hann leit á Jane með vorkunnarsvip. — Ég veit, að þú
verður fyrir vonbrigðum. Ég skal koma á bílnum og aka
þér yfir um síðdegis á sunnudaginn, svo þú getir heim-
sótt hann.
Þótt hún hefði áhyggjur af ástandi Neils, var hún alls
ekki áköf í að hitta hann aftur, en ekki gat hún sagt það.
Nú fengi hún að minnsta kosti nokkurra daga frest.
Henni fannst hún þurfa þess.
Laugardagurinn rann upp og þá var ekki tími til að
hugsa sig mikið um. Wilma var ánægð yfir að fá aðstoð í
eldhúsinu, þar sem stöðugt var verið að sjóða og steikja.
Jane hafði aTdrei séð önnur eins ósköp af mat á einum
stað. Stórar steikur af nautakjöti, lambakjöti og elgs-
kjöti voru i of nunum og risavaxnar ábætistertur, salöt og
alls kyns kökur með kremi, kröfðust mikillar vinnu og
Jane var komin með verk í handleggina þegar þessu var
lokið siðdegis. Mötuneytið hafði tekið að sér grænmetið,
svo þær losnuðu að minnsta kosti við að hreinsa það og
flysja kartöflurnar.
Búib var að laga til í stærstu hlöðunni og setja þar upp
mörg langborð. George og tveir menn með honum komu
með drykkjarföng og settu á lítið borð. Hvítir dúkar voru
settir yfir öll borðin, sem síðan svignuðu undan krásun-
um. Jane hélt að þær hefðu búið til allt of mikið, en hún
sá f Ijótt, að þegarTjölskydurnar tóku til matar síns, var
hann f Ijótur að hverfa. Hún hjálpaði til að bera á borðin
og^af þeim, en svo var hún orðin svo þreytt, að hún
treysti sér ekki til að horfa á sönginn og dansinn og fór
að hátta.
Síðdegis á sunnudaginn fór hún að kvíða því að George
kæmi og sækti hana. Hún hafði klæðzt gulgrænni hör-
dragt, sem hún vissi að fór henni vel og hún vandaði sig
við útlit sitt og var ánægð með árangurinn. Enginn gat
ímyndað^ér að bak við þessa næstum kuldalegu fram-
hlið, berðist heitt hjarta eins og villt.
Enþráttfyrir innra uppnám, naut hún ökuferðarinnar
til Calgary. Hún varð aldrei leið á að horf a á snævi þakta
tinda Klettafjalla í fjarska, eða litlu, bláu tjarnirnar,
sem glitruðu eins og gimsteinar á víð og dreif í ójöfnu
landslaginu.
Áður en þau óku niður í bæinn, sem var við fjalls-
ræturnar, stöðvaði Georgebílinn uppi á hæðinni, þar sem
vegurinn skiptist og útsýnið var fagurt. Þau sáú flug-
völlinn langt í f jarska og yf ir allan bæinn, gátu meira að
segja greint stærztu verzlanirnar við aðalgötuna.
Þau vorufljótaðakaaðsjúkrahúsinu, þar sem George
hleypti henni út. Hann sagðist ætla að taka bensín á
meðan hún færi inn. — Sæki þig eftir hálftíma, Jane,
kallaði hann um leið og hann renndi af stað.
Hún kinkaði kolli og gekk inn um opnar dyrnar. lnni
fyrir var athafnasemin eins og í mauraþúfu. Hjúkrunar-
konur og sjúkraliðar þustu f ram og aftur um gljábónaða
gapígana. Hún spurði eftir einkastof u Neils, fékk númer-
iðog hæðina og stefndi að lyftunni. Brátt var hún komin
á þriðju hæð og spurði eina hjúkrunarkonuna, hvort ekki
væri allt í lagi að heimsækja Neil Conway.
— Auðvitað, svaraði lágvaxin, dökkhærð stúlkan og
það var glettnisglampi í augum hennar. — Ég skal vísa
þér til hans. Það er naumast að Conway er vinsæll í dag.
Hún brosti prakkaralega.
illliil
I
LAUGARDAGUR
31. janúar
7.00 Morgunútvarp. V'eður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Kréttir kl. 7.30. 8.15
<og fonjstugr. dagbl.) 9.00
og 10.00. Morgiiubæn kl.
7.55. Morgunstund barn-
annakl. 8.45: Gréta Sigfús-
dóttir les þýðingu sina á
sögunni ..Katrinu i Króki”
eftir Gunnvör Stornes (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Óskalög
sjúklinga kl. 10.25: Kristin
Sveinbjörnsdóttir kynnir.
12.00 Dagskráin .Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.10 Hugleiðingar um
aðbúnað hesta Ásgeir Guð-
mundsson iðnskólakennari
flytur.
13.30 íþróttir. Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis Sveinssonar.
15.00 Kúrsinn 238 Drög að
skýrslu um ferð m/s Brúar-
foss til Bandarikjanna i
október 1975.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. islenskt
mál. Jón Aðalsteinn Jóns-
son cand mag flytur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi.
17.15 Vikan framundan Björn
Baldursson kynnir dagskrá
útvarps óg sjónvarps.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Fyrsta sigling á öldum
ljósvakans.Viðtöl við menn,
sem kunna að greina frá
fyrstu útvarpsstöð á Islandi,
en hún hóf sendingar þenn-
an dag fyrir hálfri öld.
20.00 Hljómplöturabb i umsjá
Þorsteins Hannessonar.
20.45 Gamla Gúttó, horfin
menningarmiðstöð. Þáttur
i umsjá Péturs Péturssonar,
þriðji hluti.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Laugardagur
31. janúar
17.00 tþróttir. Umsjónar-
maður Bjarni Felixson.
18.30 Dóminik. Breskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. 11. þáttur. Sættir.
Þýðandi Ellert Sigur-
björnsson.
19.00 Enska knatspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar.
20.30 Tregasöngur. Norska
söngkonan Magni Wentzel
syngur jasslög. (Nord-
vision-Norska sjónvarpið)
20.55 Nei, ég er hérna.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Aðalhlutverk
Ronnie Corbett. Stéttvisi.
Þýðandi Ellert Sigur-
björnsson.
21.20 Furður Finnlands.
Finnsk heimildamynd, sem
lýsir sérstæðum timburhús-
um og kirkjurrfi Finnlandi.
Þýðandi og þulur Borgþór
Kjærnested. ( Nord-
vision-Finnska sjónvarpið)
21.45 Alvarez Kelly. Banda-
rfsk biómynd frá árinu 1966.
Aðalhlutverk William
Holden og Richard
Widmark. Myndin gerist i
borgarastyrjöldinni i
Bandarikjunum. Ævintýra-
maðurinn Alverez Kelly
rekur nautgripahjörð frá
Mexikó til Virginiu og selur
hana her norðanmanna.
Siðan þröngva sunnanmenn
honum til að stela aftur
hjörðinni og freista þess að
koma henni til bæjarins
Richmond, sem er á valdi
þeirra. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
23.30 Dagskrárlok. .