Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. janúar 1976. TÍMINN 3 fallsheimild á mánudag BH-Reykjavik. — Næsti fundur samninganefndar ASl og vinnu- veitenda hjá sáttasemjara vcrður i dag kl. 10 árdegis. A mánudag verður haldinn baknefndarfundur ASt, og tjáði Ólafur Hannibals- son, skrifstofustjúri ASt, Timan- um það i gær, að þar yrði tekin ákvörðun um verkfallsboðun, hvað timasetningu varðar. Verzlunarmannafélag Reykja- vikur heldur félagsfund i dag kl. 2, þar sem verkfallsheimildin verður til umræðu. Flest önnur stærstu aðildarfélög ASt hafa þegar haldið fundi um málið og samþykkt verkfallsheimildina einróma, og má þar nefna Dags- brún, Einingu, Járnsmiðafélagið, Trésmiðafélagið og Sókn. t gær og fyrradag voru haldnir ýmsir fundir þeirra aðila, sem nú vinna að gerð kjarasamninga. t fyrradag var haldinn fundur i trygginga- og veikindadaga- nefnd, i gær var haldinn fundur i Verkamannasambandinu vegna kauptrygginga, og sömuleiðis sat samninganefnd Sóknar fund með viðsemjendum sinum, sem ekki eru i Vinnuveitendasambandinu, en hér er um rikisspitalana að ræða. Var talið i gær, að til greina kæmi að gera samninga við alla spitalana i heild. A miðnætti rennur út skilafrestur á skattskýrslum en undanfarna daga hefur verið mikil örtröð á Skattstofunni I Reykjavfk og búast má fastlega við að biðraðir myndist við lúgur skattstofunnar þegar liða tekur á kvöldið, ef marka má reynslu siðustu ára. A Skattstof- unni fékk Timinn þær upplýsingar, að talsvert væri alltaf um það að menn óskuðu eftir fresti til að skila skattskýrslu, en ekki var þó talið að heimtur yrðu með verra móti nú en áður. Myndin er tekin við lúgu Skattheimtunnar i gær. Timamynd: G.E. Byggingarframkvæmdir í Hafnarfirði 1975: Lokið var við smíði 55 húsa með 93 íbúðum í Hafnarfirði Stöðugir fundir um kjarnork kjarasamningana: Baknefndarfundur um verk Togaraaflinn á siðasfa ári: VESTFIRZKU TOGARARNIR MEÐ HÆSTAN MEÐALAFLA Reykjavíkurtogarinn Ögri með hæsta skiptaverðmætið BH-Reykjavik. — Landssamband islenzkra útvegsmanna hefur gef- ið út yfirlit yfir aflamagn, afla- verðmæti og úthaldsdaga togara árið 1975. Kemur þar fram, að meðaltölur skiptaverömætis á kiló, afla á úthaldsdag og skipta- verðmætis á úthaldsdag eru i all- flestum tilfellum talsvert hærri en árið áður, eða sem hér segir: (tölur ársins 1974 i svigum fyrir aftan): Minni skuttogarar: Meðal skiptaverðmæti á kg. 32.08 (24.00), meðalafli á úthaldsdag 8,5 tonn (7.9) og meðalskipta- verðmætiá úthaldsdag 272.936 kr. (189.367). Af minni skuttogurum eru þessir þrir efstir á blaði, hvað þrjú áðurgreind atriði snertir: Meðal skiptaverðmæti: Dagný Si 70, kr. 38,40 á kg., Dagrún IS 9 kr 36,85 og Páll Pálsson IS 102, kr. 36,26. — Meðalafli á úthaldsdag: Guðbjörg IS 46, 10,64 tonn, Bessi 1S 410 10,61 tonn og Július Geir- mundsson 1S 270 10,41 tonn. Meðalskiptaverðmæti á úthalds- dag: Guðbjörg IS 374.703 kr., Július Geirmundsson IS 374.409 kr. og Bessi IS 368.994. Stórir skuttogarar (þess ber að geta, að þeir voru i verkfalli á þriðja mánuð á árinu, en á sama tima var góð veiði hjá minni togurum): Meðalskiptaverðmæti á kg. var 28,66 kr. (19.90), meðal- afli á úthaldsdag 10.4 tonn (11.0) og meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag kr. 298.165 (219.789). Hæstir af stóru togurunum: Meðalskiptaverðmæti á kg: Svartbakur EA 302 34,47 kr., Kaldbakur EA 301 32,63 og Slétt- bakur EA 304 kr. 32.51. Meðalafli pr. úthaldsdag: Ingólfur Arnar- son RE 210 13.38 tonn, ögri RE 72, 13.17 tonn og Júni GK 345 11.38 tonn. Meðalskiptaverðmæti pr. úthaldsdag: Ögri RE 72/414.741, Svalbakur EA kr. 351.369 og Slétt- bakur EA kr. 350.363. Siðutogarar eru þrir á skrá, og er Harðbakur EA 3 þeirra efstur með meðalskiptaverð á kg. 30.30 kr. og meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag kr. 185.680, en Þormóð- ur Goði RE 209 hefur mestan afla þeirra á úthaldsdag, 7.7 tonn. Úr Sambands-verksmiðju á Akureyri Viðtal við Erlend Einarsson — framhald af bls. 1 Orkukaupin eru tvenns konar — raforka og olia, þvi að hluti verksmiðjanna notast enn við oliukynta katla. Verksmiðj- urnar á Gleráreyrum borguðu á siðasta ári um 55 milljónir króna fyrir þá orku, sem þær notuðu. Af þvi fór um 25 milljónir i oliu. Hefðu verksmiðjurnar á hinn bóginn notað raforku eingöngu, og fengið hana á sama verði og álverksmiðjan i Straumsvik. myndi sparnaður hafa numið á milli fjörutiu og fimmtiu milljónum króna, og þó að við hefðum aðeins setið við sama borð og áburðarverksmiðjan i Gufunesi, hefðu samkvæmt bráðabirgðaútreikningum spar- azt þrjátiu til fjörutfu milljónir króna siðast liðið ár. Og hér erum við komnir að mikilvægu máli, sagði Erlendur. Það verður að gæta þess, að setja innlendan verksmiöjuiönað ekki mörgum þrepum neðar en útlendan iðn- að, heldur er það lágmarks- krafa, að hann fái raforku á sama verði og útlendingarnir. Það er ekki nein vitglóra i þvi, að mannfrekur, innlendur verk- smiðjuiðnaður borgi orkuna miklu hærra verði en útlendur orkufrekur auðmagnsiðnaður, sem veitir tiltölulega fáum at- vinnu. Við ætlum að rafvæða verk- smiðjurnar á Akureyri að öllu leyti og höfum leitað hófanna um að fá tiu til tólf megavött á ári handa þeim, þegar raforka verður aflögu norðan lands. Þar við liggur framtið mikilvægrar atvinnugreinar, sem veitir fjölda fólks atvinnu og nýtir inn- lend hráefni, meðal annars i fullunna útflutningsvöru. sem ,færir okkur verulegan gjaid- eyri, og að okkur verði ekki sett- ir neyðarkostir um orkukaupin. FB-Reykja vik. 1 Hafnarfirði voru i smiðum árið 1975 224 ibúðarhús með 353 i'búðum, samtals 163.038 rúmmetrar. Þar af hafði verið byrjað á 46 húsum með 57 ibúðum á árinu, en hinar höfðu verið i smiðum frá þvi fyrr. Hús þessi skiptast þannig, að 186 eru einbýlishús, 20 eru með 2 RÆKJAN HÆKKAR UM 10-15% ERLENDIS FB-Reykjavik. Heldur hefur birt yfir rækjumörkuðum okkar, samkvæint upp- lýsingum ólafs Jónssonar hjá sjávarafuröadcild Sam- bandsins. Hann sagði, að frá því i haust hefði rækjuverðið hækkað um 10 til 15%, en þrátt fyrir það væri það eng- an veginn orðið nógu hátt, og hefði enn ekki brúaö það bil, sem reynt hefði verið að hrúa. Aðalrækjumarkaðurinn um þessar mundir er á Norðurlöndum, og þá aðal- lega i Sviþjóð. Ólafur sagði. að ekki væri um neina sér- staka rækjusölusamninga að ræða, sem nú væri hægt að ræða um. Að undanförnu hefðu menn verið að selja og afskipa i rólegheitum, eftir þvi sem þurft hefði að losna við rækjuna úr frystíhúsun- um. UMSÓKNARFRESTUR um prófessorsembætti i grasafræði við liffræðiskor verkiræði- og raunvísindadeildar Háskóla Is- lands lauk 15. þ.m. Um embættið sóttu: Dr. Áskell Löve, Bjartmar Sveinbjörnsson, liffræðingur. Eyþór Einarsson, magister. og dr. Höröur Kristinsson. ibúðum, 2 með þremur ibúðum, 1 með fjórum ibúðum, 4 með sex ibúðum, 9 með átta ibúðum, 1 með niu ibúðum og lmeð 12 ibúð- um. Þar af var lokið við smiði 55 húsa með 93 ibúðum, samtals 13.159 fermetra, eða 39.874 rúmm. Iðnaðar-og verzlunarhús, sem i smiðum voru á siðasta ári eru 50 talsins, samtals 29.104 fermetrar að flatarmáli. Þar af var lokið smiðil2 húsa, 2.904 fermetra að flatarmáli. Bilgeymslur og viðbyggingar viö eldri hús, sem i smiðum voru siðasta ár voru 286 talsins, og lok- ið var við 58 þeirra. Ennfremur voru I byggingu eftirtalin hús, samkvæmt skýrslu byggingafulltrúans i Hafnarfirði: Slökkvistöð og Ahaldahús við Flatahraun. Lokið var við inn- réttingu hússins. Búningsher- bergi við iþróttahús við Flata- hraun. Hafin var bygging dvalar- heimilis DAS við Garðaveg. Eitt dreifistöðvarhús Rafveitu Hafnarfjarðar við Helluhraun. Lokið var við byggingu III. áfanga Viðistaðaskóla, 6 kennslu- stofur, við Hraunvang 7. I bygg- ingu var heimavistarskóli i Krýsuvik. Dagheimili var einnig i byggingu við Miðvang. Þá var i byggingu iþrótta- og félags- heimili við Strandgötu. Viðbygg- ing við sjúkrahús St. Jóseps- systra við Suðurgötu, og að lokum vogarhús við hafnarbakka við Vesturgötu. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur: Markús Stefánsson endurkjörinn formaður Markús Stefánsson var endur- kjörinn formaður Framsóknar- félags Reykjavikur á aðalfundi félagsins s.l. miðvikudag. Aðrir i stjóm voru kjörnir: Jón Aðalsteinn Jónasson, Jón Abra- ham Ólafsson, Páll Heiðar Jóns- son, Einar Eysteinsson, Kristján Friðriksson og Jón Gunnarsson. 1 varastjórn voru kjörnir: Þórður Eliasson, Leifur Karls- son, Geir Magnússon og Skúli Þorleifsson. A fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga um.land- helgismálið: Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur, haldinn að Hótel Esju 28. janúar 1976, þakkar starfsmönnum Landhelgisgæzl- unnar fyrir frábær störf við vörzlu landhelginnar og skorar á þjóðina að standa einhuga um þann helga rétt, að Islendingar einir njóti þess arfs. sem landið og sjórinn i kringum það gefa af sér. Þá vill fundurinn benda á, að ein af hinum svokölluðu forystu- þjóðum i samtökum vestrænna þjóða, og bandalagsþjóð ls- lendinga i Nato, hefur ein allra þjóða ráðizt á okkur þrisvar með hervaldi. þegar tslendingar hafa verið að vemda lifsafkomu sina. Slikar ofbeldisaögerðir hljóta að vekja upp þá spurningu. hvort ekki sé ástæða til að endurskoða afstöðu Islendinga til verunnar i Nato og þess varnarliðs. sem hér dvelur á vegum Nato. Markús Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.