Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 31. janúar 1976. TÍMINN 13 „Strák- arnir vita að þeir þurfa að leggja hart að sér" — segír Þorsteinn Friðþjófsson, þjólfari Blikanna í Kópavogi — Viö munum búa okkur vel undir keppnistímabilið/ þar sem við stefnum að sjálfsögðu að því að halda sæti okkar í deildinni/ sagði Þorsteinn Friðþjófsson/ þjálfari Breiðabliks-liðsins í Kópavogi, sem endurheimti 1. deild- arsætið sitt sl. sumar, þegar það sigraði með yf irburðum i keppninni í2. deild.— Strákarnir vita, að þeir þurfa að leggja hart að sér til að standa sig i deildinni. Ef þeir gera það, þá þurfa þeir ekkert að óttast fallið — þeir hafa bæði kunnáttu og mikla leikreynslu, sem er mjög þýðingarmikið — til að vera í hópi þeirra beztu, sagði Þorsteinn. Þorsteinn Friöþjófsson, sem hefur yfir mikilli reynslu aö ráða — sem leikmaöur með Valsliðinu og landsliðinu — er einn af okkar beztu þjálfurum. Það er ekki langt siðan hann tók við þjálfun, en á þeim stutta tima, sem hann hefur verið þjálfari, hefur hann náð mjög góðum árangri, fyrst með Hauka i Hafnarfirði 1974, þegár hann var nær búinn að koma Hafnarfjarðarliðinu upp i 1. deild, og siðan með Breiðabliks- liðið, en hann visaði þvi veginn upp i 1. deild sl. sumar. Þorsteinn hefur næmt auga fyrir knatt- spyrnu — og hann er ófeiminn að gera breytingar á liði sinu, ef hann sér einhvern veikleika. Þessir kostir hans komu vel i ljós ÞORSTEINN FRIÐÞJÓFSSON.... sést hér stjórna æfingu hjá Blikunum á fimmtudagskvöldiö. (Tima- mynd Gunnar). á sl. keppnistimabili, þegar hann stjórnaði Blikunum til sigurs i 2. deildar keppninni. Þorsteinn náði þá að binda Breiðabliks-liðið saman og blása nýju lifi i það. Þorsteinn er einnig fullur sjálfsgagnrýni — hann veit það bezt sjálfur, þegar hann gerir mistök. Og þegar honum finnst, eitthvað hafa farið úr skoðrum hjá sér, ver hann mörgum timum til að lagfæra það — ákveðinn i að gera ekki sömu mistökin tvisvar. Það verður gaman að fylgjast með Þorsteini og strákunum hans i sumar. Breiðabliks-liðið hefur yfir að ráða áhugasömum leik- mönnum á góðum aldri — sem leika góða knattspyrnu. Þeir eiga örugglega eftir að verða erfiðir heim að sækja — á nýja og glæsi- lega grasvöllinn i Kópavogi. — Við verðum stórt spurningarmerk i, sagði Þorsteinn. — Það er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Það er mikill áhugi rikjandi með- al strákanna —■ þeir mæta vel á æfingar, sem eru nú tvisvar sinn- um i viku og fjölgar fljótlega. Arangur liðsins fer eftir strákun- um — hvort þeir treysti sér til að leggja hart að sér og æfa af kappi. Ég hef leyft þeim að átta sig á hlutunum og gera það upp við sig, hvort þeir ætli að leggja hart að sér og vera með. Fljótlega gefa þeir ákveðin svör, og þá mun ég velja ákveðinn 20 manna hóp til æfinga. Ég reikna með að liðið verði byggt upp á sama kjarnan- um og lék með þvi á siöasta keppnistimabili, sagöi Þorsteinn. — Nú hefur þvi verið haldið fram, að Breiöabliks-liöiö væri malarliö, en ekki graslið. Hvaö vilt þú segja um þaö, Þorsteinn? — Það er enginn fótur fyrir þessum sögusögnum. Þessu er þveröfugt farið — strákarnir eru miklu betri á grasi. Þeir eru leiknir og léttleikandi — kunnátta þeirra kemur miklu betur i ljós á grasi, heldur en á möl. Ef Breiða- bliks-liðið er kallað malarlið, hvað er þá Keflavikur-liðið kall- ar? Keflavikurliðið og sú knatt- spyrna, sem þaö leikur, á hvergi annars staðar heima en á möl. — Telurðu, aö Breiöablik og Þróttur komi til meö aö berjast á botninum i sumar? — Nei, ég er ekki hræddur um það. Þessi lið hafa yfir góðum leikmönnum að ráða, sem eiga að geta veitt hinum liðunum harða keppni. Ég get ekki séð að Breiðablik og Þróttur séu léíegri en önnur lið i l. deildar keppninni, sagði Þorsteinn að lokum. — SOS. Jón Þorsteinsson kjörinn heiðurs- Þessi mynd var tekin á fundi framkvæmdastjórnar t.S.Í. I gær, á 64 ára afmælisdegi sambandsins, er Jón Þorsteinsson veitti viöurkenningunni móttöku. féiagi ISÍ — Hann veitti viðurkenningunni móttöku á 64 ára afmæli sambandsins iþróttasamband tslands hefur kjöriö Jón Þorsteinsson iþróttakenn- ara heiöursfélaga sambandsins. Var frá þessu greint á fundi fram- kvæmdastjórnar sambandsins s.l. miövikudag (28. jan.), en þann dag fyrir 64 árum var t.S.t. stofnað. „Iþróttasambandið hefur einróma staðið að þessu kjöri i þakklætis- og virðingarskyni fyrir frábært starf og framlag Jóns Þorsteinssonar til eflingar alhliða iþróttastarfsemi og heilsurækt. tþróttasamband Is- lands metur og virðir mikils þetta mikla framlag Jóns Þorsteinssonar i þágu lands og lýðs, og er það sérstakt ánægjuefni að útnefna hann heiðursfélaga Iþróttasambands tslands”, sagði Gisli Halldórsson,for- seti t.S.t., þegar Jón veitti viðurkenningunni viðtöku. Jón Þorsteinsson er fæddur i örnólfsdal i Þverárhlið, Mýrasýslu, 1898. Hann stundaði nám i Alþýðuskólanum á Hvitárbakka og síðar i Samvinnuskólanum. Siðan stundaði hann nám við tþróttaháskólann i Ollerup i Danmörku 1922-1923, og sótti enn fremur ýmis sérnámskeið. bæði i Danmörku, Finnlandi og Noregi. Aður en Jón hélt utan til náms, kenndi hann leikfimi, glimu og sund viða á Vesturlandi og Vestfjörðum. En að loknu námi erlendis kenndi hann einkum leikfimi og glimu hjá Armanni og einnig I.R. og K.R. Hann fór margar sýningarferðir innanlands og utan með fimleika- og glimuflokka við mjög góðan orðstir. Erlendir og innlendir aöilar hafa sýnt Jóni Þorsteinssyni margvislegan sóma af þvi tilefni. Arið 1924 stofnaði Jón eigin iþróttaskóla i Reykjavik og hefur rekið hann siðan. Jafnframt þvi hefur hann kynnt sér æfingar til að ráða bót á hryggskekkju, og fékk takmarkað lækningaleyfi árið 1934 til að taka á móti sjúklingum með bakveiklun og hryggskekkju. Margvisleg rit liggja einnig eftir Jón Þorsteinsson um iþróttir og likamsrækt. Af framansögðu má sjá, að Jón Þorsteinsson á langan og giftudrjúg- an feril að baki til eflingar almennri iþróttastarfsemi og heilsurækt hér á landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.