Tíminn - 06.02.1976, Síða 1

Tíminn - 06.02.1976, Síða 1
Leiguf lug—Neyðarf luq HVERT SEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 ÆNGIRf Aætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jöröur Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstanai — Stykkis: hólmur —Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t3 Einar Ágústsson utanríkisráðherra: „Slíta ber stjórnmdlasambandi" — Tvær brezkar freigátur komnar inn fyrir 200 mílna mörkin Gsal-OÓ-Reykjavik. Brezka rikisstjórnin ákvaö i gærkvöldi að senda freigátur inn I Islenzka fiskveiðilögsögu tii verndar brezku veiðiþjófunum, eftir að varðskip hafði i gærdag klippt á togvira brezks togara. Ákvörðun þessi er i samræmi við yfirlýs- ingu Caliaghans utanrikisráðh. Breta fyrir nokkru. —t>að er min persónulega skoðun, að slita beri stjórnmálasambandi nú, sagði Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra i samtaii við Timann I gær- kvöldi. Einar sagði, að málið yrði rætt i ríkisstjórninni i dag, og mun ákvörðun um stjórnmálaslit væntanlega verða tekin á þeim fundi. — Rikisstjórnin hefur lýst þvi yfir, að hún muni ekki liða herskipaihlutun, og ég hygg, að hún muni halda sig við þá yfirlýs- ingu, sagði ráðherra. Einar „Hörmuleg fljótfærni" Gsal-Reykjavik — Þessi á- kvörðun er hörmuleg og fljót- færnisleg og raunar óskiljan- leg, sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, er Timinn hafði tal af honum i gærkvöldi, eftir að ljóst var, aö herskip Breta voru á leið inn i land- heigina. — Aðgerðir varö- skipsins Baldurs áttu sér stað á friöunarsvæði, sagði forsæt- isráðherra, og Bretum hafði verið gert aðvart um það. Bretar létu i veðri vaka, að þeir hefðu skilning á friðunar- og verndunarsjónarmiðum. Þeir láta nú slitna upp úr öll- um samkomulagsumleitunum með þvi að virða friöunarráð- stafanir að vettugi. Hótanir þeirra hafa að visu beinzt i þá átt, að við þvi mætti búast, að herskipavernd yrði tekin upp aftur. Við mótmælum slikri endurtekinni valdbeitingu harðlega. Jafnframt skuium við halda jafnvægi okkar, rasa ekki um ráð fram, og gæta þess að sá vinnur sigur að lok- um, sem meiri stillingu og þol- gæöi sýnir, sagði Geir Hall- grímsson. Agústsson kvaðst gera ráð fyrir þvi, að stjórnmálaslitin yrðu til- kynnt með einhverjum fyrirvara, svo að Bretar gætu kallað freigát- ur sinar út úr islenzkri landhelgi. Einar tók þó fram,.að þetta væri ágizkun sin. — Ég tel, að við getum ekki setzt að samningaborði með Bretum, meðan herskip eru innan landhelginnar, sagði utanrikis- ráðherra að lokum. Varðskipið Baldur klippti i gær- dag á báða togvira brezka togar- ans, Loch Eriboll H-323, og gerð- ist atburðurinn kl. 15.15 um 22 sjómilur norður af Langanesi. Brezki togarinn var þá að veiðum á friðuðu svæði, ásamt fjórum öðrum brezkum veiðiþjófum. Að sögn Landhelgisgæzlunnar er brezku skipstjórunum fullkunn- ugt um friðunarsvæði fyrir Austurlandi. Höskuldur Skarp- héðinsson, skipherra á Baldri til- kynnti brezku togurunum marg- oft i gærdag, að hætta veiðum, jafnframt þvi sem hann kvað þá vera að veiðum á friðuðu svæði. I skeyti sem Landhelgisgæzlunni barst i gær frá Höskuldi, kemur fram, að hann heyrði á tal skip- stjóra brezka togarans, Real Madrid, og yfirmannsins á eftir- litsskipinu Lloydsman. Skipstjór- inn spurði, hvort togararnir ættu að taka tillit til friðuðu svæðanna og svaraði yfirmaðurinn á Lloydsman þvi neitandi. — Þessi tilkynning frá Lloyds- man er mjög gróf og ögrandi við fiskverndunarsjónarmið Islend- inga, sagði Jón Magnússon, tals- maður Landhelgisgæzlunnar, i samtali viö Timann. Eftir klippinguna i gær heyrði Höskuldurskipherra ennfremur á tal skipstjórans á Loch Eriboll, þar sem hann var að ræða við yfirmanninn á Lloydsman. Höskuldur sagði i skeyti sinu til stjórnstöðvar Landhelgisgæzl- unnar, að togaraskipstjórinn hefði játað að hafa fengið itrekað- ar viðvaranir frá varðskipinu og sérstaklega varðandi friðuðu svæðin. Nokkru eftir klippinguna heyrði Höskuldur ennfremur i talstöð, að Lloydsman tilkynnti brezku tog- urunum að færa veiðisvæðið suður fyrir 66 gráðu, þ.e. suður fyrir friðaða svæðið. Leiðtogar brezkra togarasjó- manna og togaraeigenda heimt- uðu i gær, að Callaghan utanrikis- ráöherra stæði við þau orð sin, að brezkarfreigátur yrðu sendar inn fyrir 200milna mörkin til verndar brezku togurunum, ef klippt yrði á togvir brezks togara. Nokkru áður en brezku freigát- urnar Juno og Diomede lögðu af stað inn i islenzka landhelgi, sagði talsmaður brezka utanrikisráðuneytisins, aö beðiö væri eftir staðfestingu á þvi, að islenzkt varðskip hefði klippt á vira brezks togara — og að málið yrði athugað vel og vandlega. Þá biðu freigáturnar tvær við 200 milna mörkin, tilbúnar að fara inn fyrir, þegar er skipun bærist. Varnarmálaráöuneytið brezka tilkynnti svo um kl. 20, að freigát- urnar væru lagðar af stað inn fyrir. Fréttastofa Reuters sagði i gærkvöldi, að brezkir embættis- menn væri reiðubúnir að fara til Reykjavikur til viðræðna um skammtimalausn deilunnar, og biðu eftir svari frá Islandi um hvar og hvenær viðræðurnar gætu farið fram. Nimrod-njósnaþota mun fljúga yfir veiðisvæðum brezku togar- anna i dag, samkvæmt brezkum fréttum. Þá mun þriðja freigátan vera á leið á miðin. Kostnaður við hitaveitu Akureyrar 2,5 milljarðar ........> O FULLTRÚAR Vinnumálasambands samvinnufélaganna ASÍ og VSt sátu I gær fund með rikisstjórninni. Þar voru ræddir þeir 15 punktar, sem samtökin hafa orðiö sammála um að beina til rikis- stjórnarinnar. Gert er ráð fyrir öðrum fundi fljótlega. Áð loknum þessum fundi hélt sáttasemjari rikisins fund með fulltrúum ASt og VSÍ aö Hótel Loftleiðum. Þessa mynd af fundinum með rikisstjórninni tók Róbert I gær. Ráðherrarnir eru Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra, Geir Hallgri msson forsætisráöherra og Gunnar Thoroddsen félagsmála- ráöherra. Auk þeirra og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins, sátu fundinn sáttasem jari rikisins og forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar. Lokauppgjör Sigurbjarnar í Klúbbnum og Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna > o Tíminn birtir reikninqg Framsóknarflokksins ------► o • o

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.