Tíminn - 06.02.1976, Side 2

Tíminn - 06.02.1976, Side 2
2 TÍMINN Föstudagur ti. febrúar 1976. Kristinn Snæland sveitarstjóri á Flateyri: VERÐA AFSKIPTI RÍKISVALDSINS TIL ÞESS AÐ GERA ÍÞRÓTTA- HÚSIÐ SJÖ SINNUM DÝRARA EN HEIMAMENN SJÁLFIR VILJA? — hönnunarkostnaðurinn einn svipaður og tveggja ára ráðstöfunartekjur sveitarfélagsins Gsal—Reykjavik — Mér virðist að litlu sveitarfélagi, eins og okkar hérna á Flateyri, sé ýtt út I miklu dýrari framkvæmdir en ástæða er til. Þegar við ákváð- um 1973 að byggja hér Iþrótta- hús, gerðum við okkur Ijóst, að við yrðum að byggja ódýrt, og i samræmi við þá skoðun leituð- um við fyrst til húsameistara, sem jafnframt er bygginga- verkfræðingur — og féllst hann á að taka að sér verkið. Vegna afskipta rikisvaldsins er okkur hins vegar ýtt út I það, að byggja fullkomið, vandað, og um leið fokdýrt hús, sem áætlað er að kosti 105 millj. kr. i dag sagði Kristinn Snæland sveitar- stjóri á Flateyri i viðtali við Timann. 1973 var áætlað að þetta fullkomna iþróttahús kostaði 80 millj. kr. og það ár voru brúttótekjur Fiateyrar- hrepps kr. 9 millj. og þar af 4 milljónir af fjárhagsáætlun til verklegra framkvæmda, sem er óvenju há tala. Ef við reiknum dæmið þannig, að sveitarfélagið greiði helming byggingar- kostnaðar á móti riki, tæki húsið 10 ár i byggingu, miðað við það, aö allt fé hreppsins til verklegra framkvæmda rynni beint i byggingu hússins. Reiknum við dæmið hins vegar þannig, að eöliiegt væri að nota 10% af ráð- stöfunarfé hreppsins til bygg- ingu fþróttahúss, myndi það taka okkur hundrað ár að byggja húsið! Svo virðist sem rikisvaldið oti okkur á þennan hátt i byggingu á húsi, án tillits til fjárhagsgetu hreppsins. 1973 hófu menn á Flateyri aö ræða mikilvægi þess að koma upp iþróttahúsi og sundlaug á staðnum og i beinu framhaldi af þeim umræðum var ákveðið að leita eftir þvi við húsasmið nokkurn, sem jafnframt er byggingatæknifræðingur, að taka að sér þetta verk, sagði Kristinn ennfremur. Tók hann vel i þessa bón. Næsta skrefið, sem Flateyringar stigu I þessu máli, var að ræða við Iþrótta- fulltrúa rikisins, en forsenda þess, að hægt sé að fá framlag frá riki, þarf samþykki hans að liggja fyrir. tþróttafulltrúinn taldi aðferð þá, er Flateyringar höfðu Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. í Vísi: Dómsmálaráðherra gegndi skyldu sinni HHJ-Rvik — Visir hefur að undanförnu birt hverja greinina á fætur annarri, þar sem Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herraerborinnþungum sökum. Meðal annars hefur þvi verið haldið fram, að sú ákvörðun ráðherra að aflétta lokun veit- ingahússins Klúbbsins á sinum tima hafi verið óeðlileg ogafannarlegum rótum runnin. Þessum rógskrifum blaðsins hefur þegar verið hnekkt, enda gerði dómsmálaráðherra ekki annað en að fylgja lögum um þetta cfni. Tveir löglærðir menn, þeir Finnur Torfi Stefánsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, sjá um þátt i Visi, er nefnist „Mála- lok”, og er þar fjallað um ýmis lögfræðileg efni. Jón Steinar skrifar á fimmtu- daginn einn slikan þátt undir fyrirsögninni „Dómsmálaráð- herra var rétt og skylt að aflétta lokun Klúbbsins”. Greinarhöfundur kemst m.a. svo að orði. „Skv. þeim atriðum, sem hér hafa verið rakin er það skoðun min, að dómsmálaráðherra hafi bæði verið rétt og skylt að taka þá afstöðu til lokunar lögreglu- stjóra á rekstri vinveitinga- hússins, sem hann gerði. Rikis- saksóknara var i lófa lagið að krefjast dómsúrskurðar um lok- un staðarins, ef hann hefði talið það nauðsynlegt til að sakar- gögn spilltust ekki. Ekkert ligg- ur raunar opinberlega fyrir um, að slik krafa hefði verið ráð- herranum á móti skapi, þó að slfkt skipti ekki máli, þar sem dómsmálaráðherra getur ekki lögum samkvæmt tekið fram fyrir hendur ákæruvalds eða dómsvalds. A hinn bóginn hefði ekki á þessu stigi veriö unnt að krefjast lokunar staðarins á þeim grundvelli, að „óviðeigandi” væri að staðurinn væri opinn. Komi til málshöfð- unar út af máli þessu getur rikissaksóknari gert kröfu um sviptingu veitingaleyfis, ef hann telur rannsókn styðja slika kröfu. Enda fengi athugun á þvi, hversu „viðeigandi” áfram- haldandi rekstur væri þá rétta meöferð fyrir dómi, þar sem sjónarmið ákærða um það atriði, sem önnur kæmust einnig að.” Forráðamenn Visis, sem ekki hafa linnt látum undanfarna daga, og m.a.s. gengið svo langt aö hafa i hótunum við dóms- málaráðherra og rikisstjórnina alla, hefðu þvi betur leitað til hinna löglærðu greinahöfunda blaðsins, áður en þeir lögðu til atlögu við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra var rétt oq skylt að aflétta lokun Klúbbsins ÞETTA er fyrirsögnin á grein aflétta lokun Klúbbsins, þver- Jóns Stcinars Gunnlaugssonar i öfugt við það sem áður hefur Visi, þar sem hann sýnir fram á vcrið fram haldið. að dómsmálaráðherra bar að Sjó- menn bíða svara Bll-Reykjavik. — Engir samn- ingafundir hafa ennþá verið haldnir i samningamálum sjó- manna og útvegsmanna. Sl. mið- vikudag var haldinn fundur i sjóðanefndinni svokölluðu, og rikisstjórnin hefur enn til með- ferðar þau mál, sem sjómenn hafa lagt hvað mesta áherzlu á, en við höfum ekki enn fengið við- hlitandi svör, sagði Jón Sigurðs- son, formaður Sjómannasam- bandsins, i viðtali við Timann i gær. Jón sagði, aö á fundi I Sjó- mannasambandinu, sem haldinn yrði i dag, myndi ákveðið, hvert yrði næsta skrefið I málinu, en eins og kunnugt er, hefst boðað verkfall sjómanna 14. febrúar nk., verði ekki samiö fyrir þann tima. Sjómannasambandið hefur fengið staðfestingu á verkfalls heimild frá velflestum aðildarfé- laga. Loðnu- bræðsla hafin á Stöðvarfirði BK Stöðvarfirði — A miðvikudag hófst hræösla loðnu i sildarverk- smiðjunni Saxa á Fáskrúðsfirði, en þar er búið að taka á móti 1250 tonnum af loðnu. Bátar biðu eftir löndun hér i gær, fimmtudag, og var búizt við að þeir væru með um 000 tonn. Skuttogarinn Hvalbakur hefur veitt fremur litið frá áramótum, en togarann eiga Stööfirðingar i samfélagi með Breiðdælingum . t janúarmánuði var verulegt at- vinnuleysi á Stöðvarfirði, en með batnandi tið hefur fremur rætzt úr þvi. Nú er unnið við þak á nýbygg- ingu frystihússins, svo og við byggingar Pósts og sima og Sam- vinnubankans, en bæði þau siðar- nefndu voru gerð fokheld s.l. sumar. ákveðið, ekki þá réttu, og taldi nauðsynlegt, að fá arkitekta og verkfræðinga til þess að hanna slikt mannvirki. Flateyringar höfðu þá samband við húsa- meistara rikisins og óskuðu eft- ir þvi, að hann teiknaöi húsið, en hann neitaði og bar við önnum á teiknistofu sinni. Otveguðu Flateyringar þvi sjálfir arkitekt til verksins. 1 nóvember 1973 lá fyrir áætl- un frá byggingarfulltrúa rikis- ins um byggingu hússins og var þá miðað við að kostnaður við 1. áfanga yrði 15,6 millj. kr. í sama mánuði kom arkitektinn með hugmyndir að tillögum að verkinu i heild og voru þær skoðaðar af Flateyringum, sem fannst húsið heldur stórt og ósk- uðu eftir breytingum þar að lút- andi. 1 marzmánuði 1974 lágu svo fyrir nýjar teikningar, og voru þær samþykktar af hreppsnefnd. — Um svipað leyti hefði hér verið teiknað frystihús, stórt mannvirki — og kostnaður ' við þá teikningu var um 300 þús. kr. og voru það þær hug- myndir sem menn höfðu um kostnað við slikt verk, sagði Kristinn. — Siöar á árinu 1974 fáum við áætlun arkitektsins um kostnað við hönnun á húsinu öllu, og hljóðaði sú áætlun upp á rúmar 7 millj. kr. og var miðað við byggingarvisitölu 1250 stig. Miðað við þá tölu var heildar- byggingarkostnaður kominn i 105 millj.kr. — og þá fór mönn- um fyrst að blöskra. — A sama tima og hönnunar-; kostnaður arkitektsins lá fyrir, fengum við þær upplýsingar, að efni i fokhelt stálgrindahús, sem myndi þjóna nákvæmlega sama ; tilgangi, væri rúmlega 7,8 millj. kr. — og með klæðningu yrði upphæðin um 15 millj. kr. Þá var að visu eftir að steypa sökkla, svo og öll frágangs- vinna. En hvað eru fimmtán milljónir eða rúmlega það á móti 105 milljónum? — Ef rikisvaldið hefði sam- þykkt stálgrindahús, hefði það einnig komið rikinu sjálfu til góða, þar sem framlag þess hefði þá einnig verið mun minna, sagði Kristinn. Varðandi þá fullyrðingu Þor- steins Einarssonar, íþróttafull- trúa, óskaði Kristinn Snæland eftir þvi, að tekið væri fram, að það væri ekki rétt með farið hjá iþróttafulltrúanum, að stál- grindahús væru tæplega samþykkt af eldvarnareftirliti. Kristinn kvaðst sjálfur hafa kannað það mál, og ekki væri fótur fyrir þeirri fullyrðingu. — Nú stöndum við frammi fyrir þvi, sagði Kristinn, að teikningar arkitektsins liggja fyrir og einnig höfum við reikn- ing fyrir þeim, sem hljóðar upp á 4 millj. kr. Ef við tækjum þá stefnu, að byggja þetta full- komna og yandaða hús, — þá er ekki ljóst,hvortvið getum notað þá byggingu fyrr en eftir marga áratugi. Kristinn kvað mál þetta hafa vakið mikla athygli á Flateyri — og undrar sennilega engan eftir þennan lestur. Flateyrar- hreppur hefur ekki ákveðið, hvernig brugðizt verður við þessu máli. Vopnafjörður: Allt þróarrými fullt 11 til 12 þús. tonn af loðnu komin d land SS-Vopnafirði — Um ellefu til tólf þúsund tonnum af loðnu hefur nú verið landað á Vopnafirði, og er bræðslan i Sildarverksmiðju rikisins i fulium gangi allan sólarliringinn. Verksmiðjan afkastar um 550 tonnum á sólar- hring. Þróarrými er um 9.500 tonn, og var allt fullt á fimmtu- dag, en búizt var viö að eitthvaö myndi losna á föstudag og laugardag. Togari Vopnfirðinga, Bretting- ur, hefur fengið fremur lélegan afla frá áramótum, en vinna hefur þó verið nokkuð góð og stöð- ug á staðnum að undanförnu. — Mjög gott tiðarfar hefur verið undanfarnar vikur, og hefur verið mjög snjólétt i vetur og allt að verða autt. Þá eru allir vegir færir, sem er fremur sjald- gæft hér á þessum árstima. Bessi leikur Tópaz — með Leikfélagi Hveragerðis LEIKFÉLAG Hverageröis hefur nú að undanförnu æft gamanleikinn Tópaz eftir franska leikrita- og kvikmyndahöfundinn Marcel Pagnol. Leikur þessi er mörgum eflaust I fersku minni siöan hann var sýndur í Þjóðleikhúsinu, fyrir tæpum tuttugu árum siðan, við gcysimiklar vin- sældir. Aðalhlutvcrkið, Topaz, leikur að þessu sinni Bessi Bjarnason leikari og mun enginn svikinn af tilþrifum hans i þessu viðfræga gamanhlutverki. Mcð önnur helstu hlutverk fara: Margrét Asgeirs- dóttir, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Steindór Gestsson, Kristján Wiium, Guðjón Björnsson, Svava Hauksdóttir og Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir, en lcikendur eru alls um tuttugu. Leikstjóri er Gisli Alfreðsson er leikmynd gerði Þorgrlmur Einarsson. Enginn vafi er á þvi að húsfyllir veröur I Hótel Hveragcrði á frumsýningunni sem verð- ur i kvöld kl. 21.00. Fyrirhugað er að fara með leikinn um Suðurland að vcnju og jafnvel víöar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.