Tíminn - 06.02.1976, Side 3
Föstudagur (i. febrúar 1976.
TtMINN
3
BHM vill verkfalls-
rétt, en ekki afsal
æviráðningarinnar
i SKÓÐANAKÖNNUN, scm
Bandalag háskólamanna
gekkstfyrir meðal rikisstarfs-
manna innan BHM, kemur i
Ijós, að yfirgnæfandi meiri-
liluti þeirra vill verkfallsrétt,
en naumur meirihluti vill ekki
kaupa þann rétt með afsali
æviráðningar. Mikill meiri-
liluti er þvi meðmæltur að
undanskilja einhverjar stöður
verkfallsrétti, og enn sterkari
meirihluti telur æskilegt, að
nefndir meti hæfni umsækj-
enda I ábyrgðarstöður. Lang-
flestir þeirra, sem þátt tóku i
skoðana könnuninni, telja
æskilegt, að ráðið sé i ábyrgð-
arstöður til ákveðins tima.
Hér á eftir fer fréttatilkynn-
ing frá BHM, og þar eru ná-
kvæmar niðurstöður skoðana-
könnunarinnar:
Verkfallsréttur opinberra
starfsmanna var mjög til um-
ræðu s.l. haust, m.a. vegna
kröfu BSRB um verkfallsrétt.
Stjórn BHM taldi þvi nauðsyn-
legt að marka stefnu i verk-
fallsréttarmálum. 1 þvi skyni
var boðað til tveggja for-
mannafunda hinn 11. og 20.
nóvember s.l. Asiðari fundin-
um var samþykkt að efna til
skoðanakönnunar á vegum
BHM um verkfallsrétt opin-
berra starfsmanna og önnur
atriði, sem varða réttarstöðu
þeirra.
Nefnd hefur verið skipuð á
vegum rikisins til viðræðna
við BHM og BSRB um endur-
skoðun laga, sem varða rétt-
arstöðu opinberra starfs-
manna, með það fyrir augum
aðopinberir starfsmenn öðlist
verkfallsrétt. Þrir fundir hafa
verið haldnir með viðræðu-
nefnd BHM, en i henni.eiga
sæti Jónas Bjarnason, Jón
Rögnvaldsson, Hrafn Braga-
son, Guðriður Þorsteinsdóttir,
Jón Hannesson, Almar Grims-
son og Skúli Halldórsson.
Skoðanakönnuninni er nú lokiö. Spurningalistar voru sendir
öllum rikisstarfsmönnum innan BHM. Svör bárust frá u.þ.b.
50%, og fara svör þeirra hér á eftir.
1. Vilt þú að opinberir starfsmenn fái verkfallsrétt?
Óákv. 6,1% — Auðir 1,6% — Já 61,0% — Nei 31,3%
2. Telur þú að þennan rétt megi kaupa með afsali æviráðning-
ar?
Óákv. 8,2% — Auðir 10,7% — Já 40,2% — Nei 40,9%
3. Telur þú að verkfallsréttur eigi að vera I hönd-
um: a) heildarsamtaka og einstakra aðildarfélaga — Já
42,5%
b) heildarsamtaka —- Já 21,5%
c) einstakra aðildarfélaga — Já 12,1%
Auðir seðlar 23,9%
4. Telur þú að verkfallsréttur eigi að vera með sama sniði og
hjá ASl?
Óákv. 33,8% — Auðir 21,3% — Já 21,2% —Nei 23,7%
5. Telur þú að þörf sé á að setja sérstök lagaákvæði um fram-
kvæmd verkfalls?
Óákv. 8,0% — Auðir 18,7% — Já 64,8% — Nei 8,5%
6. Telur þú rétt að undanskilja einhverjar stööur verkfallsrétti?
Óákv. 9,4% — Auðir 17,4% Já 53,0% — Nei 20,2%
7. Telur þú æskilegt að settar verði nefndir til þess aö meta
hæfni umsækjanda i ábyrgðarstöður?
Óákv. 10,7% — Auðir 7,4% Já 67,8% — Nei 14,1%
8. a) Telur þú æskilegt að ráðið sé I ábyrgðarstöður til ákveö-
ins tima.
Óákv. 9,5% — Auðir 5,5% — Já 74,3% — Nei 10,7%
b) Telur þú þá þörf á þvi að viðkomandi starfsmanni sé
tryggt annað starf hjá rikinu?
Óákv. 15,9% — Auðir 14,5% — Já 37,8% — Nei 31,8%
9. Telur þú að samstarf BHM við önnur launþegasamtök ætti að
vera:
a) meira en nú — Já 46,5%
b) svipað og nú — Já 31,8%
c) ekkert — Já 6,3%
Auðir 15,4%
Valur Arnþórsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar:
Kostnaðu r við hitaveitu
Akureyro ir áætlaður
hálfur þri iðji rr íilljarður — t
Félagar
í BHM fá
orlof af
yfirvinnu
1 KRÖFUGERÐ um aðalkjara-
samning, sem lögð var fram
haustið 1973, gerði Bandalag há-
skólamanna kröfu um að greitt
yrði fullt orlof af allri yfirvinnu.
Kjaradeilu þessari var, ^em
kunnugt er, visað til kjaradóms,
en dómurinn tók ekki afstöðu til
kröfunnar.
Bandalag háskólamanna telur,
að samkvæmt ákvæðum 1.87/1971
um orlof sé skylt að greiða orlof
af allri yfirvinnu. Fjármálaráðu-
meytið féllst ekki á þessa túlkun á
lögunum og var þvi að tilhlutan
BHM höföað mál til innheimtu
slikrar kröfu I þeim tilgangi að
fá skorið úr um þetta deiluefni.
Samkomulag hefur nú tekizt
með BHM og fulltrúum fjármála-
ráðuneytisins um að rikisstarfs-
mönnum innan bandalagsins
verði greitt 8.33% orlof af allri
yfirvinnu frá 1. jan. 1974 — 30.
april 1976. Einnig varð samkomu-
lag um að fyrrnefndu dómsmáli
skyldi lokið með sátt á sama
grundvelli, enda má segja að meö
þessu samkomulagi sé að miklu
leyti fallizt á dómkröfuna.
Gert er ráð fyrir að orlof af
yfirvinnu fyrir timabilið 2. jan.
1974 — 30. april 1975 verði greitt
fyrir 1. marz n.k.
Orlof fyrir yfirstandandi orlofs-
ár, þ.e. 1. mai 1975 — 30. april
1976, verði greitt inn á orlofs-
reikning og komi til greiðslu þeg-
ar viðkomandi starfsmaður fer i
sumarfri, i samræmi við ákvæði
reglugerðar nr. 150 frá 21. júni
1972 um orlof.
Samkvæmt aðalkjarasamningi
BHM, sem gerður var i desember
s.l., skal greiða orlof af allri yfir-
vinnu frá og með 1. mai 1976.
Settur fræðslustjóri
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
hefur sett Helga Jónasson,
fræðslustjóra i Hafnarfirði,
fræðslustjóra i Reykjanesum-
dæmi, um eins árs skeið frá 15.
þ.m. að telja.
gébé-Rvik — í kvöld, föstudaginn
6. febrúar, niunu tveir ungir
menntaskólanemendur halda
tónleika i Félagsstofnun stúdenta
við Hringbraut. Þeir eru Pétur
Jónasson og Arnaidur Arnarson,
og munu þeir bæði leika samleik
og einleik á tvo gitara. A dagskrá
þeirra eru m.a. verk eftir Bach,
gébé Rvik —Gróflega reiknað má
búast við að hita veitufram -
kvæmdir á Akureyri muni kosta
um tvo og hálfan milljarð, sagði
Albeniz, Duarte, Tarega, Carulii
og fleiri.
Pétur og Arnaldur eru báðir i
menntaskóla og hafa stundað
nám i klassiskum gitarleik frá tiu
ára aldri. Tónleikarnir hefjast kl.
20:30 i Félagsstofnun stúdenta i
kvöld.
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri og forseti bæjarstjórnar
Akureyrar. Fjármagn þetta fæst
með aðfengnum lánum og tengi-
gjöldum, en á þessu stigi málsins
er ekki hægt að segja til um, hve
há tengigjöldin verða. Hitaveitu-
nefnd bæjarins vinnur nú af full-
um krafti að hönnun hitaveitunn-_
ar, sagði Valur, og hefur hafið'
viðræður við verkfræðistofur um
hönnun verksins og athugað Ieiðir
til útvegunar fjármagns. Þá
sagði Valur, að áætlað væri að
orkugjald yrði sem u.þ.b. hálf
Önnur króna á kilóvattstund, sem
er talsvert ódýrara en reiknað er
með að orka kosti frá Kröflu við
stöðvarvegg. Þá er flutnings-
kostnaður orkunnar ekki með-
reiknaður. Tfminn bað Val Arn-
þórsson að lýsa þróun hitaveitu-
mála á Akureyri.
— Tilraunaboranir voru geröar
fyrir .mörgum árum i Glerárdal
og Laugalandi á Þelamörk, auk
fleiri rannsókna, sagði Valur, en
sérfræðingar komust að þeirri
niðurstöðu að Eyjafjöröur væri
ekki hitaveitusvæöi, sem byggt
gæti á jarðvarma. Ariö 1974 var
gerð úttekt á þessum málum á
vegum iðnaðarráðuneytisins, og
var þvi þá slegið föstu, að upp-
bygging skyldi byggð á rafhitun á
Akureyri.
Eftir oliuhækkanir, og eftir að
frekari framkvæmdir við Laxár-
virkjun voru stöðvaðar, beindist
athygli manna hins vegar að þvi
að fá heitt vatn frá Hveravöllum i
Reykjahverfi, en þetta er 70 km
leið, og stofnkostnaður þar af
leiðandi mjög mikill. Og Valur
heldur áfram: — Með nýjum
tæknimöguleikum til aö finna og
ná i jarðhita, getur Orkustofnun
nú framkvæmt viðnámsmæling- 1
ar á miklu dýpi, auk þess sem
stofnunin fékk stærri bora til um-
ráða. Þegar i ljós kom, að mjög
dýrt yrði að leiða vatniö úr Þing-
eyjarsýslu til Akureyrar, gerði
Orkustofnun viðtæka könnun á
Eyjafjarðarsvæðinu, og gáfu
niðurstöður hennar mjög góðar
vonir um að unnt yrði að ná heitu
vatni á vissum stöðum, eins og
t.d. við Laugaland i Ongulsstaða-
hreppi.
Bæjarstjórn Akureyrar ákvað
siðan, að tillögu hitaveitunefndar
bæjarins.sem byggði á niðurstöö-
um Orkustofnunar, að ráðizt
skyldi i djúpborun við Laugaland
með hinum nýja ogstórvirka bor,
Jötni. Aætlaður kostnaður við
þessa framkvæmd var 70 milljón-
ir króna, en reyndist þó ekki
veröa nema 50—60 milljónir, þvi
komið var niöur á mjög heitt
vatn, svo sem kunnugt er, miklu
fyrr en vonazt hafði verið til.
— Mikill áhugi á hitaveitunni
er rikjandi á Akureyri, sagöi
Valur, og eru allir fulltrúar I bæj-
arstjórn einróma samþykkir
þeirri stefnu að koma upp hita-
veitu i bænum. Það var tvímæla-
laust mikill viðburður, þegar
komið var niður á svo heitt vatn
við Laugaland, en þessi eina bor-
hola, sem boruð hefur verið, get-
ur gefið 40% af núverandi heita-
vatnsþörf bæjarins. Þetta rennir
styrkum stoöum undir framþróun
á Akureyri og sýnir, að bærinn er
mikill og góður framtiðarbær,
sagði Valur.
Valur sagði, að gróflega reikn-
aö gæti kostnaðurinn oröið 2 1/2
milljarður króna, en orkusjóöur
lánar 60% og Byggðasjóður 15%
af kostnaði. — A þessu stigi máls-
ins er ekkert hægt að segja um,
hvert tengigjald pr. hús yrði,
sagöi Valur. — öeðlilega mikið er
um rafhitun á Akureyri, og eru
t.d. viss nýleg hverfi i bænum
byggð é. rafhitun með rafmagns-
þilofnum, þ.e. ekkert vatnskerfi,
ogenn hefur ekki veriö ákveðið að
hve miklu leyti þau hverfi koma
inn á hitaveituna. Þá er það verð-
spursmál, hvort eigendur húsa,
sem eru með rafhitun, en með
vatnskerfi, óska eftir að koma inn
i kerfið, en þetta er heldur ekki á-
kveöið, né hvort eigendur verði
skyldaöir til að tengja.
Pétur Jónasson til vinstri og Arn aldur Arnarson til hægri, halda
gitartónleika i Félagsstofnun stúdenta I kvöld.
BLAÐBERAR
Vinsamlegast sækið
rukkunarheftin sem fyrst
Afgreiðslan
Aðalstræti 7
Félagstofnun stúdenta:
Gítartónleikar
tveggja ungra
menntaskólanema