Tíminn - 06.02.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 6. febrúar 1976. „Sexy-Rexy” kalla þeir hann i Bretlandi hann Rex Harrison, en það er nú eins og honum haldist heldur illa á konunum sinum þrátt fyrir allan kyn- þokkann. Nýlega var hann að skilja við eiginkonu sina nr. 5 (eða hún við hann). Hún heitir Elizabeth, er 39 ára, en litur úr fyrir að vera 29 ára (og nokk- urra mánaða!) Við sjáum hér mynd af henni þar sem hún er að koma frá skilnaðarréttar- höldunum og er að stiga inn i bilinn sinn. Hún er ljóshærö og lagleg með tvirætt bros á vör, en þarna er hún að gefa þá yfirlýs- ingu, að hún sé lifandis ósköp fegin, að þetta hjónaband þeirra Rex skuli nú vera úr sögunni. — Það er mikill léttir, að þessu skuli lokið, sagði Elizabeth og héltsiðan heim til þriggja barna sinna frá fyrra hjónabandi hennar og Richard Harris, leik- ara, — en þau voru gift i mörg ár. Elizabeth er dóttir Ogmore lávarðs. Dómarinn veittiEliza- beth skilnað vegna „óviður- Ó Caroline, Ó Caroline! Hér sjáum við myndir af tveimur ungum stúlkum, annarri hreinni fegurðardis og hinni sérstaklega hressilegri og myndarlegri. Nöfnur eru þær — heita báðar Caroline — og báðar mikið umtalaðar. Mæður þeirra, Grace Kelly Rainer og Jaqueline Kennedy (Onassis) hafa i viðtölum látið i ljós áhyggjur sinar yfir þessum bráðfallegu dætrum sinum. Móðir Caroline i Monaco segir að dóttirin máli sig allt of áberandi mikið, sé með „fata- dellu” og skemmti sér of mikið á opinberum skemmtistöðum, og það með ýmsum náungum, sem alls ekki er samboðið prins- essu að láta sjá sig með. Caro- line Rainier lætur þetta sem vind um eyrun 'þjóta og nýtur þess að vera ung og fögur. Móðir Caroline Kennedy kvartar helzt undan þvi, að dóttir sin sé svo sjálfstæð i skoð- unum og óráðþægin, og svo veldur það Jackie áhyggjum, að Caroline vilji helzt af öllu búa i London, þar sem hætturnar séu á hverju götuhorni: sprengjutil- ræði, mannrán o.fl. Viðræðu- mánni mæðranna fannst nú samt, að þær mættu vera ánægðar með þessar myndar- stúlkur, og hefðu þær jafnvel mátt tina til eitthvað jákvætt um dæturnar, þvi af nógu væri að taka. kvæmilegrar framkomu” Rex Harrisons, og hann var dæmdur til að greiða málskostnað og heilmikla fjárfúlgu til konunn- ar. Rex áfrýjaði ekki dómnum, en þau hjónin höfðu með aðstoð lögfræðinga komizt að sam- komulagi um skiptingu bús og aðrar greiðslur. Þau hættu að búa saman i fyrrasumar, og sagði dómarinn, að það væri vegna slæmrar hegðunar Rex. Hann ku sem sagt vera mikið upp á kvenhöndina enn þá. Þó að hann sé orðinn 67 ára! Fyrri konur Rex Harrison voru: nr. 1 ColletteThomas nr. 2 Lilli Palmer leikkona, nr. 3 Kay Kendall leikkona (hún dó eftir mjög stutt hjónaband þeirra) nr. 4 Rachel Roberts og svo var Elizabeth Ogmore — Harris — Harrison nr. 5,Hér sjáum við mynd af Rex og konunum hans fimm, en spáð er að fleiri eigi eftir að bætast i safnið. No. 1: Collette Thomas No. 2: Lilli Palmer No. 3 : Kay Kendall' No. 4: Rachel Roberts HTn«a.u. Ég veit vel, að þú hefur ekkert annað að gera, en samt..... Ef við sleppum tveimur afborg- unum af þvotta vélinni og tveimur af fsskápnum, þá eigum við nóg til þess að borga eina afborgun af sjónvarpinu. Allt i lagi. Þér kveikið á sjónvarp- inu, og ég finn lykilinn að vin- skápnuin hans pabba. DENNI DÆAAALAUSI Manstu hvað hann var glaður, þegar hann fékk þau á jólunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.