Tíminn - 06.02.1976, Side 8

Tíminn - 06.02.1976, Side 8
8 TÍMINN Föstudagur 6. febrúar 1976. Lokauppgjör Sigurbjarnar í Klúbbnum og Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna Yfirlýsing „Vegna skrifa i blöðum undan- farið um fjárhagsleg tengsl milli HUsbyggingarsjóös Fram- sóknarfélaganna i Reykjavik og Sigurbjörns Eirikssonar veit- ingamanns i Klúbbnum, vill stjórn sjóðsins taka fram eftir- farandi: Sigurbjörn Eiriksson leigði af Húsbyggingarsjóðnum húseign- ina nr. 7 við Frikirkjuveg, Reykjavik, undir veitingarekst- ur (Glaumbær), en við þeim rekstri tók hann af Ragnari Þórðarsyni i Markaðnum. Þeg- ar húseign sú brann i desember 1971, setti Sigurbjörn fram kröfu um að staðurinn yrði end- urbyggður, eins og fram kemur i bréfum hans dags. 4. janúar og 3. mai 1972. Voru tæp 5 ár eftir af leigusamningnum, en Sigur- björn hafði nýverið gert ýmsar ráðstafanir, sem byggðust á leigusamningnum, m.a. ráðist i kostnaðarsamar innréttingar og varö auk þess af þeim hagnaði, sem hann byggði á samningn- um. Eftir brunann átti húseigand- inn að sjálfsögðu kost á fé til endurbyggingar hússins frá Húsatryggingum Reykjavikur og hefði þannig getað staðið við leigusamninginn. Sá kostur var hins vegar valinn að selja hús- eignina Listasafni rikisins. Með bréfi dags. 14. júli 1972 krafðist Sigurbjörn mikilla skaðabóta, rúmlega 5 milljóna króna, vegna þess að leigusamningur væri ekki efndur. Að athuguðu máli þótti sýnt, að málaferli út af kröfum þessum gætu leitt til fjárútláta fyrir Húsbyggingar- sjóöinn og tafið fyrir sölu eign- arinnar, en Sigurbjörn hefði getað hindrað afsal eignarinn- ar. Þess vegna var horfið að þvi ráði, að leysa málið með sam- komulagi, sem gert var 17. októ- ber 1972. Skv. þvi féll Sigurbjörn frá öllum kröfum á hendur sjóðnum gegn þvi að honum væri veitt lán til 3ja ára úr sjóðnum meö góðri tryggingu að fjárhæð kr. 2,5millj., i þvi skyni að festa sér annað húsnæði til veitingareksturs. Frá þvi að ofangreint sam- komulag var gert hafa engin fjárhagsleg tengsl verið á milli Sigurbjörns Eirikssonar og Húsbyggingarsjóös Framsókn- arfélaganna i Reykjavik, né annarra stofnana Framsóknar- flokksins. Slik tengsl höföu aldrei myndast við Veitingahús- ið Klúbbinn. Reykjavik, 5. febrúar 1976 Stjórn Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik.” VIIV. Með þcssari yfirlýsingu lætur Stjórn Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfél aganna i Reykjavik, fylgja eftirfarandi bréf: Reykjavik, 4. jan. ’72 ,,Til stjórnar húsbyggingar- sjóðs Framsóknarfélaganna Reykjavik. Þar sem nú er liðinn meira en mánuöur frá þvi að húsið nr. 7 við Fríkirkjuveg brann, þá vil ég undirritaður sem leigutaki hússins skora á yður að hraöa svo sem frekast er unnt endur- byggingu og viðgerð þess, svo , að veitingarekstur geti hafizt þar aö nýju i samræmi við leigusamning frá 30. sept. s.l. 1 þessu sambandi leyfi ég mér að vekja sérstaka athygli á þvi, að mjög mikil eyðilegging á húsinu hefur átt sér stað eftir brunann af völdum rigninga og mun erfiðara og kostnaðarsam- ara verður að þurrka húsið þvi lengri timi sem liöur svo að hús- ið er opið eins og nú er. Hniga þannig öll rök til þess, aö við- gerö á húsinu sé hraðað. Þá vil ég, til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, taka það fram, að ég legg þann skiln- ing i leigusamning minn við yður að ég þurfi eigi að gjalda leigu fyrir þann tima, sem hús- næðið er óhæft til notkunar. Tel ég mig skv. þessu ekki þurfa að greiða leigu fyrir byrjaðan mánuð eða framvegis þar til húsið veröur tekið til notkunar á ný. Með vinsemd og virðingu, Sigurbjörn Eiriksson” Reykjavik, 3. mai 1972. ,,Til stjórnar húsbyggingar- sjóðs Framsóknarfélaganna Reykjavik. Þar sem fram hefur komið, bæði i fjölmiðlum og óformleg- um viðtölum manna úr stjórn yðar við mig, að ákveðið sé að selja fasteignina nr. 7 við Fri- kirkjuveg, sem ég hefi á leigu fyrir veitingarekstur, þá vil ég ekki láta hjá liða að taka fram, að ég tel aö ég hafi átt skýlausan rétt til þess að húsið væri lag- færteftir brunatjónið og mér af- hent þaö aftur i samningshæfu ástandi án alls óþarfa dráttar. Vil ég hér með gefa yður til kynna, að áskilinn er allur rétt- ur til fullra skaðabóta fyrir orð- ið og óorðið tjón mitt i þessu sambandi, en leyfi mér jafn- framt aö vænta þess að þau mál verði leyst á samningsgrund- velli. Með vinsemd og virðingu, Sigurbjörn Eiriksson” „Iteykjavik, 14. júli 1972. Með tilliti til þess, að fast- eignin nr. 7 við Frikirkjuveg hefur nú veriö seld og afhent nýjum eiganda, sem ætla mun að endurbyggja hana til ann- arra nota en veitingareksturs, leyfi ég mér vinsamlegast að minna á, að þetta hefur verið gert gegn mótmælum minum sem leigutaka á eigninni, og að itreka áskilnað minn um fullar skaðabætur fyrir orðið og óorðið tjón, ef leiguréttur minn yrði fyrir borð borinn. 1 þessu sambandi ber sérstak- lega að minna á, að öll aðstaða til veitingareksturs á eigninni hafði nýlega sætt gagngerðum endurbótum, þegar gildandi leigusamningur okkar var gerð- ur hinn 30. september 1971, og komin i það horf, sem á átti að byggja um reksturinn yfir hinn umsamda leigutima. Sú röskun á hagsmunum minum, sem leið- ir af aðgerðum yðar til sölu á eigninni, eftir brunann i byrjun desembermánaðar 1971, er að sjálfsögðu þeim mun alvarlegri fyrir þá sök, hversu góður grundvöllur hafði þá verið lagður fyrir hin umsömdu afnot hússins. Tel ég mig jafnframt hafa átt þeim mun betri rétt til þess, að húsinu yrði aftur komið i samningshæft ástand, eins og farið var fram á i fyrri bréfum minum. Það er ekki ætlunin með bréfi þessu að setja fram tæmandi kröfulýsingu á hendur yður, heldur að benda á þær helztu bótakröfur, sem til greina koma á grundvelli samningsins frá 30. september 1971, i þvi skyni að skapa umræöugrundvöll um uppgjör okkar i milli. Er þar einkum um að ræða eftirfar- andi: 1. Missir afnot hins leigða. Leigusamningur okkar var gerður til 5ára frá 1. október 1971, og voru þvi 4 ár og 10 mánuðir eftir af leigutiman- um, þegar bruninn varð i húsinu. Mátti vænta þess, að unnt yrði að stunda hag- kvæman rekstur i húsinu all- an þann tima, með tiltölulega litlum kostnaði af viðhaldi eða endurbótum, eins og aö var vikið hér aö framan. Tel ég yöur bera skýlausa ábyrgð á þeim aðstöðumissi, sem hérer um að ræða vegna ráðstöfunar á húsinu til ann- arra nota. Tjón mitt vegna hans verður seint full bætt, enda enginn kostur að flytja starfsemina i annað sam- bærilegt húsnæði. Tel ég mjög varlega áætlað, ef það yrði metið á kr. 3.500.000.00 samtals. 2. Greiðsla á keyptum innrétt- ingum. Samkv. 11. gr. samningsins keyptuð þér af mér allar inn- réttingar og innréttinga- breytingar á efstu hæð húss- ins, er ég gerði á fyrra leigu- timabili, og urðuð þér eig- andiþeirra. Af kaupverðinu, kr. 1.830.000.00, höfðu verið greiddar kr. 110.000.00, þegar bruninn varð (af húsaleigu fyrir okt.-nóv. 1971). Tel ég mig eiga kröfu um fulla greiðslu á mismuninum, kr. 1.720.000.00, að frádregn- um eðlilegum kostnaði af væntanlegri hitaveituinnlögn i húsið, sem innifalin var i verðinu. Hefði hann væntan- lega orðið kr. 150-200 þús. Varðandi þessa kröfu ber að árétta, að hér var um að ræða innréttingar, sem fylgja áttu húsinu og fólu i sér breytingar á þvi, en ekki innbúi þess. Náöi vátrygging min á innanstokksmunum hússins þannig ekki til þeirra. 3. Endurgreiðsla húsaleigu. Þegar brunatjónið varð, hafði ég greitt fyrirfram húsaleigu fyrir desember- mánuð, kr. 160.000.00. Tel ég mig eiga rétt á endurgreiðslu hennar, þar sem húsið varð ónothæft, ekki sizt úr þvi að húsið var ekki aftur gert not- hæft. 1 sambandi við framangreind- ar greiðslukröfur leyfi ég mér að staðfesta að á móti þeim að hluta mundi koma andvirði þeirra lausaf jármuna, sem leigðir voru með húsinu frá byrjun samkv. 1. málsgr. og«ru ekki lengur fyrir hendi. Tel ég það felast i samningnum, að þessir munir hafi veriö á minni ábyrgð innan um lausafé mitt i húsinu, cg sé þá aukaatriöi, hvort þeir hafi farið forgörðum i brunanum eða á annan hátt. Beri mér þannig að skila þvi verðmæti, sem ætla megi hlut- um þessum eftir eftir eðlilega notkun og rýrnun á leigutiman- um. Kröfur þessar eru að sjálf- sögðu settar fram að áskildum öllum rétti, eins og um getur að framan, en ég leyfi mér að treysta þvi, að þær verði teknar til vinsamlegrar athugunar af ýðar hálfu við fyrstu hentug- leika, og að unnt verði að leysa mál þetta með góðu samkomu- lagi. Með vinsemd og virðingu,. Sigurbjörn Eiriksson.” Lokauppgjörið „Reykjavik, 17. október 1972 Undirritaðir aðilar, annars vegar Sigurbjörn Eiriksson, Alfsnesi, og hins vegar Hús- byggingarsjóður Framsóknar- félaganna i Reykjavik. lýsa þvi hér með yfir, að öll atriði , er varða leigumál þeirra um Framsóknarhúsiö eru að fullu leyst og á hvorugur kröfu á hinn vegna leigutimabilsins, er lauk við brunann i des. s.l. (Hér er m.a. átt viö eftirstöðvar kaup- verðs af innréttingum, ca. 1.700.000.-. tryggingabætur frá Samvinnutryggingum vegna in- ventars og lausafjár, andvirði og uppgjör lausafjármuna, er voru i eigu Framsóknarhússins og Sigurbirni eöa Gróu bar að bæta, en það sem óskemmt er af munum þessum er að sjálfsögðu eign Húsbyggingarsjóðsins. Ennfremur fellur niður hugsan- legur réttur Sigurbjörns til bóta vegna þess aö leigusamningur endaði af óviðráöanlegum ástæðum (bruni) og að húsiö var ekki byggt upp, en trygg- ingabætur greiddar út húseignin seld öðrum.) Það skal tekið fram aðHúsbyggingarsj.hefur i dag lánað Sigurbirni kr. 2.500.000,-, sem endurgreiðist á næstu 3 árum ásamt útlánsvöxt- um i banka.” Glaumbær

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.