Tíminn - 20.02.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflug
HVERT SEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HE
Simar 27122-1 U22
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
..Hvammstangi — Stykkis-
hólmur — Rif Súgandafj!
Sjúkra- og
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
leiguflug um
£2
REYKJAVIK OG KOPAVOGUR:
Barna-og gagnfræða-
skólar loka í dag
Gsal—Reykjavik — i gær var
ákveðið að fclla niður alla
kennsiu i barna- og gagnfræða-
skolum í Reykjavik og Kópavogi,
ensvosem kunnugt er, hefur ekki
verið ræst i skólunum siðan á
mánudag. i Hafnarfirði og Mos-
fellssveit verður hins vegar
kennslu haidið áfram á morgun i
barna- og gagnfræðaskólum og
svo miin einnig vera um flesta
aðra barna- og unglingaskóla á
landinu. Skólar munu hins vegar
allir verða lokaðir á mánudag, ef
samkomulag hefur þá ekki náðst i
samningamálunum.
Framhaldsskólar munu verða
opnir á morgun. — Astandið i
framhaldsskólunum er orðið
mjög slæmt, sagði Skúli G. John-
sen, borgarlæknir i viðtali við
Timann, — en að höfðu samráði
við skólayfirlækni verður leyft að
halda áfram kennslu i þeim fram
að helginni.
Myndir fró
samninga-
viðræðum
M.Ó.—Reykjavik — Þaðvarfyrir
löngu orðin rik ástæða tii að slita
stjórnmálasambandi við Breta
sagði Einar Ágústsson utanrikis-
ráðherra i viðtali við Timann i
gær. Brezk herskip á islandsmið-
um virðast hafal þann tilgang að
kafsigla islenzk varðskip og til að
undirstrika „samningsvilja” sinn
hófu Bretar veiðar á aifriðuðu
svæði.
Við féllumst þó á að fresta
stjórnmálaslitum um stundar-
sakir meðan framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins reyndi
að koma á nýjum samningavið-
ræðum með þvi að ræða við brezk
og bandarisk stjórnvöld. Nú er
hins vegar ljóst að ekki er grund-
völlur fyrir nýjum viðræðum
milli okkar og Breta, og ekkert lát
er á hernaðarihlutuninni. Þvi var
nú ekki eftir neinu að biða með að
láta slitin koma til framkvæmda.
Hvert er álit þitt á atriðum
þeim sem fram komu i viðræðum
Luns við stjórnvöld Bretlands og
Bandarikjanna.
— Þar kom ekkert nýtt fram og
þvi siður neitt, sem bitastætt er i.
Einna verst er akvæðið þar sem
Bretar hugsa sér samning til
skamms tima sem undanfara
samnings til lengri tima. Um slikt
er ekki að ræða af okkar hálfu.
Þá er aflamagn þaö, sem nefnt
er miklu hærra en jafnvel forsæt-
isráðherra Breta nefndi i við-
ræðum forsætisráðherra land-
anna. Þvi er slikt aflamagn
Bretum til handa alls ekki til um-
ræðu.
Þá vil ég taka það sérstaklega
fram að fækkun skipa úr 139 i 105
er alveg óraunhæf og aðeins á
pappfrnum. Það er vitað mál að
togararnir, sem eftir voru á list-
anum frá 1973 voru alls ekki fleiri
en 105 og jafnvel færri og þvi alls
ekki um neina fækkun að ræða.
Þá er i þessum hugmyndum
rætt um að Bretar bjóði eftirlits-
mönnum frá Nato að vera um
borð i herskipum sinum. Ætlast
þeir þá sjálfsagt til aö þeir dæmi
um, hversiglir á hvern. En ég tel
fremur óliklegt, að Nato vilji ger-
ast eftirlitsaðili i þessari deilu
auk þess sem slik nærvera eftir-
litsmanna sannar vitaskuld ekk-
ert um þær ásiglingar, sem þegar
hafa átt sér stað.
Hvert verður næsta skrefið I
landhelgisstriðinu?
— Um það hefur engin ákvörð-
un verið tekin og þvi ekkert hægt
að segja._Það er ennþá ek£i ljóst,
hver viðbrögð Breta verða við
þessari aðgerð.
Kemur til mála að kalla sendi-
herrann frá Nato heim eða gera
einhverjar ráðstafanir gagnvart
herstöðinni I Keflavik?
— Það hafa ýmsir rætt um slik-
ar leiðir, en engin ákvörðun hefur
um það verið tekin i rikisstjórn-
inni.
Hvernig verður upplýsingum
okkar komið á framfæri i Bret-
landi hér eftir?
— Litil breyting mun verða þar
á. Helgi Agústsson og Einar
Benediktsson mun starfa áfram
sem starfsmenn íslandsdeildar
norska sendiráðsins i London, en
Norðmenn tóku að sér að gæta
hgasmuna Islands i Bretlandi. A
sama hátt mun franska sendiráð-
ið sjá um hagsmuni Breta hér á
landi. Ræðismenn Breta þeir
Brian Holt og Everett Young
munu starfa hér áfram, en sendi-
herrann fer heim.
Hvernig kemst hann tír landi
þar sem allt flug liggur niðri?
— Við munum með ánægju
hjálpa honum til að komast burt.
Búizt við svari
vinnuveitenda
SJ—Reykjavik — 1 gærkvöldi kl.
10 hófst fundur á ný rneð sátta-
nefnd og sarnninganefndurn Al-
þýðusarnbandsins og Vinnuveit-
endasarnbandsins. Búizt var við
þvi að vinnuveitendur svöruðu
þeirn drögurn að sáttatillögu, sern
sáttanefndin lagði frarn fyrir
rúrnri viku. Sú tillaga hljóðaði
upp á 13-16% kauphækkun i
áföngurn frarn til 1. nóvernber og
4% þegar i stað.
Fundur sarnninganefndanna
hófst upphaflega kl. 2 i gær og
rikti rnikil kyrrstaða frarn eftir
deginurn. Siðla var gert hlé. Og
urn ellefuleytið i gær var enn ekk-
ert að frétta af frarnhaldsfundin-
urn.
Slitnað upp úr viðræðum í
sjómannadeilunni
Samningafundir í kjaradeilu ASt og vinnuveitenda menn viða um hólel i viðræðum í smáhópum, svo að
standa yfir á Hótel Loftleiðum og miðar hægt, þótt þessi mynd er nokkuð táknræn um ástandið. Þó er i
alltaf sé eitthvað um að vera og sifellt sé verið að öðrum hópnum greinilega slegið á léttari strengi en i
ræðast við. Seinustu dagana hafa viðræðurnar dreifzt hinum hópnum. —Timamynd: Gunnar.
nokkuð með tilkomu ýmissa sérmála, og má sjá
Einar Ágústsson um stjórnmálaslitin við Breta Það var ekki 1 í gær: lem gur
eftir neinu 1 1 að bíí ta
SOKN
FRESTAR
AFTUR
BH—Reykjavik — Sóknar-
konur tóku þá ákvörðun rétt
fyrir kvöldmatinn i gær-
kvöldi að fresta verkfalli
cnn, en eins og kunnugt er
rann verkfallsfrestun þeirra
út á miðnætti siðastliðnu.
Timinn ræddi þessi inál við
Guðmund J. Guðinundsson,
varaformann Verkamanna-
sambandsins, og kvað hann
þessa ákvöröun hafa verið
tekna þannig, að um tveggja
daga boðunarfrestun væri að
ræða, þannig að frestunin er
óákveðin, og þarf að boða
verkfall með tveggja daga
fyrirvara.
Nemendur M.H. lögðu
niður nám í gær