Tíminn - 20.02.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.02.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 20. febrúar 1976 NÝTT LÍF EÐA AÐEINS NÝ HUÐ Á ÞVl GAMLA? JAQUELINE Bouvier, ekkja Kennedys og Onassis hyggst hefja nýtt llf. Til að leggja áherziu á að henni er alvara, fékk hún sér vinnu hjá Viking Press útgáfufyrirtækinu. Einnig til- kynnti hún hátiðlega að fram- vegis yrði nafn hennar skamm- stafað JBO en ekki JBK. Stökkbreyting verður ekki af sjálfu sér og vafalaust þarf meira til en nafnbreytingu til þess að skapa nýja Jackie. Það vakti þó talsverða athygli þegar hún gaf þá yfirlýsingu, að fram að þessu hefði hún lifað i skugga manna sinna og vildi að hér eftir yrði breyting á, — nú skal fólk fá að taka eftir henni, henni sjálfrar vegna. Jackie er aftur farin út að vinna. Þegar hún eftir vinnu- tima fer út að fá sér snarl, sker hún sig á engan hátt úr hópi útivinnandi kvenna i New York. í fyrsta sinn i 22 ár reynir á krafta hennar sjálfrar. Eins og margar aðrar konur gera þegar þær eru lausar við börn og bú, hefur hún skellt sér út i atvinnu- lifið á nýjan leik. Oft er þetta erfitt fyrir konu sem komin er á fimmtugsaldur og á það ekki sizt við Jackie fyrrverandi forsetafrú Bandarikjanna. Hún vinnur bara hálfsdagsvinnu og fyrir það fær hún i kringum 150.000 á mánuði, — upphæð, sem er litilmótleg miðað við það, sem hún getur eytt i einni verzlunarferð þegar sá gállinn er á henni. Hún má hrósa happi yfir að þurfa ekki að lifa á þessum lúsarlaunum. Eftirlaun- in, sem hún fær eftir seinni mann sinn nema um sextiu milljónum á ári. En hvað ætli hún inni af hendi fyrir fyrirtækið fyrir þessi laun? Forstjóri fyrirtækisins, Tom Girzburg sem jafnframt er einn af hennar elztu vinum vill ekkert um það segja, en lætur vel af þvi að hafa hana i vinnu. SKÁLHOLT EIGN- AST HELGIRIT FRÁ TÍBET SJ-Reykjavik Sr. Gunnari Bene- diktssyni, Eggerti Þorbjarnar- syni og Sigurði Guðnasyni var boðið til Kina árið 1959 i tilefni 10 ára afrnælis Kinverska alþýðu- lýðveldisins. I ferðinni heirnsóttu þeir rn.a. klaustur tibetskra rnunka i Kina og þar var séra Gunnari gefið handrit frá 15. öld af tibetsku helgirit, fallega skrifað á þykkan og góðan pappir. Rit þetta hefur sr. Gunnar nú gefið þjóðkirkju Islands til varð- veizlu i Skálholti rneð sarnþykki Eggerts ferðafélaga sins, en Sigurður Guðnason er nú látinn. H r, Sigurbjörn Einarsson biskup tók við handritinu i gær og sagði hann, að fyrst urn sinn yrði það i öruggri geyrnslu. Frarntiðarstað- ur þess verður hins vegar bóka- safnSkálholtsstaðar,þarsern það verður sjaldgæfur sýnisgripur. Eggert Þorbjarnarson og sr. Gunnar Benediktsson að afhenda hr. Sigurbirni Einarssyni biskup tfbetska helgiritið. Timamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.