Tíminn - 20.02.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.02.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 20. febrúar 1976 Óvelkominn qestur — Ég hitti rauðhærða stúlku, sagði hann lágt og leit aftur á lækinn. — Ef mér skjátlast ekki, var það hér i grenndinni. Allt frá því andartaki hef ég ekki haft f rið í sálinni f yrir henni. Ákvörðun min um að skipta mér ekki framar af kvenfólki, beið alvarlegan hnekki. En ég barðist á móti og beitti jafnvel lágkúrulegum brögðum til að fá hana til að hata mig, svo ég yrði öruggur, en það dugði ekki. Hún hafði læðzt inn í hjarta mitt alveg þang- að til ég gerði mér grein fyrir, að ég gæti ekki án hennar verið. Jane sá andlit hans harðna aftur. Augun Ijómuðu síðan og hann sagði óstyrkur: — Ég var heltekinn af brýðisemi í hvert sinn sem Dick leit á þig. Það var ekki auðvelt. Þú hafðir gert mér greinilega skiI janlegt, hvernig þér leizt á míg. Jafnvel áður en þú kynntist mér, trúðirðu lýsingu Dicks á hörðum varðmanni hans. — En hvers vegna sagðirðu mér ekki, hvernig í öllu lá? sagði Jane ásakandi. — Mér leið ekki sem bezt, þegar ég komst loks að því hver þú varst. Það var enn reiðiglampi í augun hans og röddin var æst, þegar hann sagði: — Þú varst hrifin af Dick. Hefðirðu trúað mér? — Nei, ef til vill ekki i fyrstu, viðurkenndi hún. — En svo....hún hélt höndunum upp að sjóðheitu andlitinu. — Ef þú hefðir bara sagt mér allt, áður en ég sákaði þig um eittog annað, af því ég vissi ekki betur. — Já, það er kannski rétt hjá þér, elskan mín. Ég var hrifinn af þér, en ég þorði ekki að treysta á þig. í fyrst- unni ímyndaði ég mér, að þú værir á höttunum eftir pen- ingunum, sem þú héldir, að Dick fengi, og ég ímyndaði mér, að þú yrði fyrir talsverðan vonbrigðum með heim- sóknina. Þrátt fyrir að ég var vitlaus i þér, vogaði ég mér ekki að skipta mér af þessu. Ég var búinn að fá nóg af konum, sem meta peninga meira en raunveruleg verðmæti lífsins. Hann dró hana aftur að sér og hélt áf ram: — Svo kom nóttin, sem Dick sveik þig á dansleiknum. Ég held, að ég hafi aldrei á ævinni orðið jafn reiður. Ég hefði með ánægju getað snúið hann úr hálsliðnum þá. Hugsa sér að stofna lífi þinu i hættu með því að drekka sig fullan i fyrsta sinn, sem þið fóruð saman út hérna. Þá sá ég rautt. Hann hafði ekki einu sinni nægan viljastyrk til að láta f löskuna í f riði, þegar hann var með þér. Rödd hans varð skyndilega óstyrk aftur: — Þá nóttina gerðirðu mig alvarlega hræddan, elskan. Wilma hringdi og sagði, að þið væruð ekki komin og við urðum bæði hrædd um að þið hefðuð lent í bílslysi. Ef ég hefði vitað, að Dickætlaði á mínum bíl, hefði ég ekki lofað ykkur að fara. Hann brosti mæðulega. — Þá hefði álit mitt á þér fallið ennþá meira, er það ekki? — Auðvitað. Jane brosti glettnislega. Neil hló og hélt áf ram: — Þú vissir ekki, að ég sleppti mér alveg af feginleika yfir því að ekkert hafði komið fyrir. Ég kyssti þig.... manstu það? Hún hló. — Já, það er óhætt að segja, að ég geri það. — Ég sór með sjálfum mér, að Dick skyldi aldrei fá þig. En ég vissi, að baráttan yrði hörð. Þú varst svei mér reið á eftir. — Var það þess vegna, sem þú baðst mig að giftast þér? spurði hún róleg. Svipur hans breyttist og hún horfði aðdáunaraugum á hann, þegar hann brosti svo skein í jafnar, hvítar tennurnar. — Auðvitað, elskan mín. Ég notaði tækifærið og var snöggur að framkvæma. Augu Jane tindruðu. — Einmitt það! Það var þá ekki bara David sem þarfnaðist min, eða búgarðurinn, sem vantaði húsmóður. Hann kyssti hana ákaft. — Það var ég sem þarfnaðist þín, kjáninn þinn. Hvers vegna gaztu ekki séð það? Svo skipti hann um tón: — Var það vegna Dicks, sem þú sam- þykktir að giftast mér? Þú átt peninga sjálf, svo það getur ekki hafa verið þess vegna. Jane leit upp og sagði blátt áfram: — Þú gerðir mig svo reiða, með því að sjá alla hluti í svona köldu Ijósi og sleppa öllum tilf inningum, að ég gat ekki á mér setið að storka þér. Ég er þó rauðhærð, eins og þú sérð og ég er hrædd um að ég hafi látið reiðina hlaupa með mig í gönur. En ég sá eftir því. Aðstæðurnar urðu allt of erf ið- ar. Ég elskaði þig nefnilega, skilurðu? Það kviknaði Ijós í augum hans, sem hún hafði aldrei séð þar áður og dökk augnabárin huldu augun. Hún varð allt í einu feimin. — Segðu þetta aftur... Jane.... bað hann blíðlega. — Ég sagði, að ég... elskaði þig, hvíslaði hún. Hún gróf andlitsitt við breitt brjóst hans og faldi ham- FÖSTUDAGUR 20.febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson heldur úfram sögu sinni „Frændi segir frá”. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartans- son sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,SU aft- ansól” eftir William Faulkner. Kristján Karls- son islenzkaði. Elin Guð- jónsdóttir les siðari hluta. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrd næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Otvarpssaga barnanna: „Njósnir að næturþeli” eftir Guðjón Sveinsson. Höfund- ur les (7). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. - 19.35 Daglegt mál.Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Frá síðustu vorhátið i Vlnarborg. 20.50 Svipleiftur úr sögu Tyrkjans. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingúr flytur erindi: Sjúklingurinn við Sæviðarsund. Þetta er fyrsta erindið af fjórum, sem Sverrir flytur í fram- haldi af erindaflokki i árslok 1974. 21.15 Þrjú lög fyrir fiðlu og pianó eftir Helga Pálsson. Björn Ólafsson og Arni Kristjánsson leika. 21.30 tJtvarpssagan: „Kristnihald undir Jökli” eftir Halldór Laxness. Höf- undur les (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (5). 22.25 Dvöl. Þáttur um bók- menntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.55 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 20. febrúar 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.30 Úr sögu jassins7. þáttur. 1 þessum þætti er greint frá þróun jassins á árunum um og eftir heimsstyrjöldina siðari. Meðal hljómlistar- manna, sem koma fram, má nefna Dizzie Gillespie, Charlie Parker, Stan Getz, Lee Konitz o.fl. Þýðandi Jón Skaptason. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 22.00 Seint fyrnast fornast ást- ir (That Certain Feeling) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1956. Aðalhlutverk Bob Hope, Eva Maria Saint og George Sanders. Frægur myndasöguteiknari ræður til sin starfsmann sam- kvæmt meðmælum einka- ritara síns, sem er fyrrver- andi eiginkona nýja starfs- mannsins. Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.