Tíminn - 20.02.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.02.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. febrúar 1976 TÍMINN 7 Svona byrja nú viðræðurnar þennan daginn. Jón Þorsteinsson hlýöir á boöskap Geirs Gunnarssonar og Guðlaugur Þorvaldsson gengur úr skugga um, hvort hann fer rútt meö. Sigfinnur Karlsson frá Neskaup- stað er hingað kominn langan veg, og slær ekki slöku við. Hvort Snorri Jónsson, varaforseti ASt er hér eitthvað að ráðleggja honum i sambandi við sjómannasamning- ana, vitum við ekki, en Sigfinnur situr i báðum samninganefndum, sjómanna og ASt. Guðmundur J. hefur bersýnilega heyrt áður brandarann, sem Benedikt Daviðsson, er að segja Baidri Guðlaugssyni, lög- fræðingi Vinnuveitendasam- bandsins. Gangurinn fyrir framan Kristalssalina á Hótel Loftleiðum er almenn- asti fundarstaöurinn, og þar skiptast menn á skoðunum, sögum, brönd- urum og jafnvel vísum. Birni Bjarnasyni i Iðju er margt til iista lagt. Hann er ekki aöeins lipur samningamaður, heldur hafa spila-kaplarnir hans vakið eftirtekt manna á meðal — og þeir eru ekki auöleystir, enda gengiö að lausn þeirra af stakri alúð, eins og öllu, sem Björn tek- ur sér fyrir hendur. Jón Ingimarsson formaður Iðju á Akureyri, er kunnur skákmaður frá fyrri tið, og Norðurlands- meistari I skák. Aðspurður sagð- ist hann hafa haldið titli i tólf mánuði og þrjá daga. Ekki vitum við hvernig þessari skák við Björgvin Sigurðsson, formann Bjarma á Stokkseyri lyktaði. Fulltrúar verkalýðsfélaganna af Suöurnesjum eru mættir til að fylgj- ast meö gangi mála. Guðrún ólafsdóttir, formaður Verkakvennafélags Keflavikur og Njarðvikur situr fyrir miðju borði. Magnús L. Sveinsson, varaformaður Verzlunarmannafélags Heykjavikur, hefur jafnan verið hollráöur flugfreyjunum, sem þarna sitja yfir kaffibolla áöur en viðræðurnar hef jast fyrir alvöru. ASl-forystan talar saman á leiðinni inn til sáttasemjara. Forysta verkalýðsfélaganna leitar hollráða hjá félagskonum ýfir góðum kaffibolla. Hér ræða þeir Jón Helgason, formaöur Einingar á Akureyri, og Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavikur við tvær. Þá er Sigalda komin I spilið. A myndinni eru Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, Pétur Pétursson, forstjóri, Jón Snorri Þorleifsson, formaöur Trésmiðafélagsins, Benedikt Davíðsson, Guðjón Jónsson, formaður Járniðnaðarmannafélagsins og Guðjón Tómasson hjá Lands- virkjun. Það er vist alveg rétt, aö engar fréttir séu góðar fréttir, ekki sizt, þegar maöur les það i blöðunum, að landsbyggðin sé að lamast vegna verkfalla. Timaljósmyndarinn Gunnar sá með mynda- vél sinni i gær, en vitanlega komst hann ekki inn á neinn af ótal leynifundum, sem þarna fara fram — i alvöru. Það er ekki allt eintóm alvara og erfiði, að berja saman samninga þarna úti á Hótel Loft- leiðum, þar sem kjara- baráttan er háð i skugga verkfalls þessa dagana. Langir samn- ingafundir eru ekki.si- fellt amstur, alltaf tóm til að setjast niður i rólegheitum og slaka á. Einhver góður maður maður minnti á það einn daginn, að núna væri að nást fram hjá samningaaðilunum, það sem Mogginn vildi endilega meina á sinni tið, að Ólafur Frið- riksson vildi fá fram með þessu verkalýðs- brölti sinu: tveggja tima matartima og fri þess á milli! Timamenn hafa verið tiðir gestir á Loft- leiðum upp á siðkastið og hérna birtist árangur þess, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.