Tíminn - 24.02.1976, Page 11

Tíminn - 24.02.1976, Page 11
Þriðjudagur 24. febrúar 1976 TÍMINN n Útgefandi Franisóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Heigi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Almenningsálitið og varnarmálin Talsvert hefur verið um það rætt, hvort rétt væri að blanda saman landhelgismálinu og varnarmál- um og tilkynna t.d. úrsögn okkar úr Atlantshafs- bandalaginu og krefjast brottfarar hersins, ef Bret- ar hætta ekki innrásinni. Þetta kann ýmsum að þykja freistandi, en þess ber að gæta, að sliku gæti fylgt siðferðileg skuldbinding, sem gæti bundið hendur okkar siðar. Ef t.d. Bretar létu undan, vær- um við búnir að skuldbinda okkur meira en ella til að vera áfram i Nato og leyfa hersetuna. Létu Bret- ar sér hins vegar ekki segjast, yrði að tefla taflið á enda, fara úr Nato og láta herinn fara. Þegar báðar þessar hliðar eru athugaðar, kemur það ótvirætt i ljós, að hyggilegt er að fylgja þeirri stefnu áfram, að halda efnahagsmálum og varnar- málum sem mest aðskildum. í þvi efni er viðeigandi að rifja upp eftirfarandi ummæli Eysteins Jónsson- ar i útvarpsræðu hans 1. desember sl.: ,,Miklu tel ég skipta, að sú stefna hefur orðið ráð- andi, með litlum frávikum, að halda herlifi sér og þjóðlifi i landinu sér. Rétt er að minnast þess rækilega nú, að sú stefna hefur einnig verið rikjandi, að takmarka umsvif varnarliðsins og þar með fjárhagsleg áhrif þess i þjóðarbúinu. Ég tel það mikinn þátt i varðveizlu sjálfstæðis, að þessari stefnu hefur verið fylgt, og ég vona, að aldrei komi til á íslandi, að sú stefna verði upp tekin, að gera dvöl erlends varnarliðs eða her- stöðvar að féþúfu, eða sérstakri tekjulind fyrir landið. Þjóðin má aldrei verða fjárhagslega háð dvöl erlends varnarliðs i landinu. Sérstök ástæða er til að minnast þess nú, hve mikils virði það er þjóð- inni i þeim stórfelldu átökum, sem nú standa yfir um lifshagsmuni hennar og framtið i landinu að ís- land er ekki fjötrað með þvi, að vera fjárhagslega háð dvöl erlends varnarliðs i landinu eðaþátttöku sinni i Atlantshafsbandalaginu.” Þetta er rétt stefna og henni hafa íslendingar lika i stórum dráttum fylgt hingað til. Varnarmálunum annars vegar og landhelgis- og efnahagsmálunum hins vegar á að blanda sem minnst saman. Hitt er hins vegar staðreynd, sem vert er að gera sér ljósa, að svo mjög gætu Bretar og bandamenn þeirra þrengt að okkur, að hér skapaðist það almennings- álit, að íslendingar ættu ekki heima i Nato eða varnarsamstarfi með vestrænum rikjum. Raun- verulega eru Bretar og Efnahagsbandalagið nú að stuðla kappsamlega að þvi, að mynda slikt almenn- ingsálit á íslandi. Þrautseigjan sigrar Islendingar þurfa ekki að óttast um úrslitin i þorskastriðinu, ef þrautseigjan bilar ekki. Skæru- hernaður varðskipanna hefur stórlega torveldað veiðar brezku togaranna, Nú veiða þeir yfirleitt ekki nema á einu svæði i senn, en gátu áður veitt af fimm svæðum af sex. Fleira er eftir þessu. Innan þriggja vikna byrjar svo hafréttarráðstefnan, þar sem vænta má vaxandi stuðnings við stefnu íslands. íslendingar hafa oftar þurft að þreyja lengi þorra og góu en að þessu sinni. ERLENT YFIRLIT Tekst Reagan að fella Ford? Leysir Connally þá báða af hólmi? 1 DAG fara fram fyrstu prófkosningarnar i sambandi við forsetakjörið i Bandarikj- unum i byrjun nóvember næstkomandi. Prófkosningun- um i New Hampshire hefur jafnan verið veitt mikil at- hygli og þær taldar veruleg visbending um fylgi frambjóð- andanna. Sjaldan hefur þó prófkosningunum i New Hampshire verið veitt meiri athygli en að þessu sinni, og valda þvi einkum tvær ástæð- ur. önnur er sú, að samkvæmt skoðanakönnunum er tvi'sýnt, hvort Ford forseta tekst að sigra Ronald Reagan, fyrrum rikisstjóra, en þeir tveir keppa um fylgi republikana. Hin ástæðan er sú, að margir hafa gefið kost á sér til framboðs fyrir demókrata, en enginn þeirra þótt sigurvænlegur tii þessa. Þó virðist einn þeirra, Jimmy Carter, fyrrum rikis- stjóri i Georgiu, hafa náð mestri hylli siðustu vikurnar, og þykir hann nú einna sigur- vænlegastur þeirra fimm, sem taka þátt i prófkjörinu i New Hampshire. Takist Carter að vinna þar verulegan sigur, getur það orðið honum mikill styrkur i prófkosningunni, sem fer fram i Florida 9. marz, en þar verður George Wallace, rikisstjóri i Ala- bama, aðalkeppinautur hans, Wallace vann mikinn sigur i prófkosningunum i Florida fyrir forsetakosningarnar 1972, og hefur yfirleitt verið talinn sigurvænlegastur þar til þessa. Heppnist Carter að sigra Wallace i Florida nú, mun það verða til þess að auka mjög álit hans og styrkja hann i næstu prófkosningum. GLIMAN milli þeirra Fords og Reagans getur orðið hin sögulegasta, einkum þó ef Reagan bæri sigur af hólmi. Takist Reagan svo einnig að vinna i Florida, þar sem Ford er talinn standa höllum fæti, hefur hann mjög styrkt að- stöðu sina i þriðja prófkjörinu, þar sem þeir leiða saman hesta sina, en það verður i Illinois 16. marz. Takist Reagan einnig að sigra þar, hafa möguleikar Fords til að verða forsetaefni republikana mjög minnkað, og gæti vel svo farið, að hann teldi þá hyggi- legast að draga sig i hlé. Reagan væri þó engan veginn öruggur um að ná útnefning- unni, heldur yrði þá sennilega nýjum manni teflt gegn hon- um, og er John Connally, fyrr- um rikisstjóri i Texas, oft nefadur sem liklegur keppi- nautur Reagans undir þeim kringumstæðum. Þvi er t.d. haldið fram, að það sé von Nixons, að samkeppni þeirra Fords og Reagan ljúki þannig, að þeir verði báðir óvigir; og þvi komi þriðji maður til sög- unnar, en Nixon er sagður kjósa Connally helzt og telja hann sigurvænlegastan. Conn- ally var áður i flokki demó- krata og var rikisstjóri fyrir þá i Texas. Hann gekk siðar i flokk republikana og var um skeið fjármálaráðherra i stjórn Nixons. Talið er, að Nixon hafi viljað láta Agnew hætta sem varaforseta fyrir forsetakosningarnar 1972 og fá Connally i stað hans, en John Mitchell dómsmálaráðherra hafi komiö i veg fyrir það. Samkvæmt athugun, sem U.S. News & World Report lét gera i byrjun þessa mánaðar, álitur yfirgnæfandi meirihluti forustumanna republikana, að F'ord sé sigurvænlegasta for- setaefni þeirra. Þrátt fyrir það stafar honum hætta af Reagan i prófkjörinu. Ástæðan er sú, að hægri arm- urinn íylkir sér fast um Reag- an, en frjálslyndari armurinn er ekki nægilega ánægður með Ford til þess að vinna af sama kappi fyrir hann og hægri menn vinna fyrir Reagan. Hér getur þvi endurtekið sig sama sagan og 1964, þegar Goldwat- er var valinn forsetaefni repu- blikana sökum þess, að hægri armur fylkti sér um hann. Hann beið svo stórfelldan ósigur i sjálfum forsetakosn- ingunum. Ekkiósvipað gerðist hjá demókrötum i forseta- kosningunum 1972, þegar Mc- Govern var valinn frambjóð- andi vegna þess að vinstri armurinn fylkti sér um hann i prófkosningunum. Hann beið siðan stórfelldan ósigur við sjálft forsetakjörið. EINS og áður segir, þykir Jimmy Carter sigurvænleg- astur þeirra fimm frambjóð- anda demókrata, sem keppa i New Hampshire en auk hans eru það þeir Birch Bayh öld- ungadeildarþingmaður. Morr- is Udall fulltrúadeildarþing- maður, Fred Harris fyrn'. öldungadeildarþingmaður og Sargent Shriver, sem er giftur einni af systrum Kennedy- bræðra. Aörir demókratar. sem hafa gefið kost á sér. eins og Wallace og Henry Jackson öldungadeildarþingmaður. taka ekki þátt i prófkjörinu i New Hpmpshire. Carter virð- ist hafa styrkt stöðu sina veru- lega að undanförnu. Hann þykir geðþekkur i framgöngu og honum hefur tekizt að skapa það álit. að hann sé eins konar miðjumaður, sem þræði veginn milli hægri og vinstri. Fvlgismenn hans segja. að hann sé frjálslyndur, án þess að vera of frjálslyndur. og ihaldssamur án þess að vera of ihaldssamur. Þá virðist það styrkja stöðu hans, að hafa aldrei tekiö þátt i valdakerfinu i Washington. Bent er á. að það geti orðið tvieggjað fyrir Carterað vinnamikinn sigur i New Hampshire. Oll hin for- setaefnin muni þá sameinast gegn honum og reyna að gera hann tortrvggilegan. Siðan fylgi hans tók að aukast. hafa andstæðingarnir lika farið að rifja upp fortið hans og talið sig finna ýmislegt. er ekki samrýmist yfirlýsingum hans nú. Þótt Carter vinni i New Hampshire. getur hann þvi átt eftir að ganga i gegnum marga eldraun, áður en hann hlýtur útnefningu sem for- setaefni demókrata, ef honum þá auönast það — Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.