Tíminn - 24.02.1976, Síða 15

Tíminn - 24.02.1976, Síða 15
Þriöjudagur 24. febrúar 1976 TÍMINN 15 Margir samninganefndarmanna telja að verkfallinu Ijúki að öllum líkindum um helgina Á miðnætti siðastliðnu hafði verkfall aðildarféiaga Alþýðu- sambandsins staðiö i viku, og má það nú heita algjört. Þess er farið að gæta á flestum sviðum þjóðlffsins, sem má heita lamað i mörgum tilfellum af þess völd- um. Þvi hlýtur það að vera á- ieitin spurning hjá fólki þessa dagana, hvort ekki fari að liða að þvf, að verkfallið taki enda — og hvað fáist eiginlega út úr þessu öllu samán. Við ræddum málið við nokkra samningamenn á Hótel Loft- leiðum i gær. Við birtum svör fjögurra þeirra, og enda þótt enginn þeirra vilji kveða upp úr með það, hvenær verkfallið taki enda, virðist þaö all-útbreidd og almenn skoöun á samninga- staðnum Hótel Loftleiðum, að það verði einhvern timann I kringum næstu helgi. Þeir bjartsýnustu nefna fimmtudag, hinir svartsýnni segja, að málið verði ekki útkljáð fyrr en um helgi, og vinna hefjist ekki fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Og hvað skyldi koma út úr þessu? Fyrst ber að nefna eitt prósentiö, sem gæti komið mörgum vel, siðan eru menn helzt á þvi, að fallizt verði á til- boð sáttanefndar, sem birt hef- ur veriö hér i Timanum, að þvi undanskildu, að fimmtán hundruð krónurnar verði hækkaðar upp i tvö þúsund og rauðu strikin vera tvö, þ.e.a.s. kaupgjaldsvititala verði reikn- uð út um mitt ár og siðari hluta árs. — En um þetta atriöi verð- ur reynslan að skera úr. Við báðum fjóra samninga- menn að segja álit sitt á stöð- unni, — hvenær verkföllum lyki, og af hverju þeir drægju þá ályktun. Auk þess segja sumir álit sitt á þvi, sem áunnizt hefur. Július Kr. Valdimarsson, Vinnumálasambandi Sam- vinnufélaganna: Það er afskaplega erfitt um það að segja, hversu lengi þetta samningaþóf stendur enn, og Július Kr. Valdimarsson allt undir þvi komið, hvernig til tekst að fá alla aðiia til að fall- ast á þetta tilboð sáttanefndar, og á ég þar v ið þá aðila, sem enn hafa ekki komið til sögunnar, svo sem kjötiðnaðarmenn, mjólkurfræðinga, flugvirkja og fleiri. Ég tel ákaflega mikil- vægt, að öll aðildarfélög Al- þýðusambandsins falli undir þann ramma, sem veriö er að mynda, og tel, að allt velti á þvi. En við verðum aö leyfa okkur aö vera bjartsýnir á það, aö sam- ræmdir samningar náist sem allra fyrst. Hvað dagurinn heit- ir, sem það gerist, vil ég engu spá um. Barði Friðriksson, skrifstofu- stjóri Vinnuveitendasambands- ins: Ég tel nú, að langerfiðasti hjallinn sé að baki, þar sem sér- kröfurnar eru, og allt útlit sé bjartara núna, þegar þessi vandinn er leystur. Ég vil fyrst og fremst þakka þann árangur sem náðst hefur, tillögum sátta- nefndar. Þessar venjulegu að- ferðir að karpa og pexa um taxta og taxtatilfærslur ein- stakra félaga voru alveg óvinn- andi. Þessi nýja aðferð, sem sáttasemjari og sáttanefnd- bentu á, hefur gefið mjög góða raun. Þarna fengu launþegar sjálfir tækifæri til þess að gera hlutfallslegar breytingar á töxtunum eftir þvi, sem þau sjálf töldu mikilvægast. Þegar þeir hafa sjálfir fundið launa- hlutfallið verður öll samnings- gerð auðveldari, og ég fæ ekki séð að önnur aöferð hefði yfir- leitt leyst þetta vandasama mál. Ég vona, að Islands ógæfu veröi ekki allt að vopni, og að þetta verkfall megi taka enda sem fyrst. Barði Friöriksson Runólfur Pétursson i samninga- nefnd Iðju i Reykjavik: Hvenær þetta verkfall leys- ist? Þaö fer allt eftir þvi, hvemig genguraö skola þessum Runólfur Pétursson sérkröfum út af borðinu, það er nú ekki búið að ganga frá þessu með Verkamannasambandið enn. Þeir voru meö fund i há- deginu, og okkur Iðju-mönnum skilst, að það hafi eitthvað gerzt þar, og ýmsar sögur eru á lofti um niðurfellingu taxta og fleira — og það verður að hafa þetta klárt, alveg undanbragðalaust. Fyrr er ekki hægt að ganga frá aðalkröfunum. En þetta er búið að taka alltof langan tima, fyrst samningaþófogsvoverkfall. Og við verðum aö fá verulegar kjarabætur til þess að geta stað- ið teinréttir frammi fyrir okkar fólki. Ég er ánægður með, hvað lifeyrissjóðsmálunum skilaði vel, ég fagna þvi fyrir hönd gamla fólksins, en þaö þarf lika að hugsa um þaö, að þeir, sem yngri eru, fái mannsæmandi laun fyrir vinnu sina. Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri: Þetta stendur ekki marga daga enn. Eftir tilboðiö frá sáttanefnd um l%ið gerði ég mér vonir um, að þetta myndi leysast um helgina. Þetta sam- þykktu öll félögin strax, nema Verkamannasambandið, og þaö er út af þvi, sem allt hefur verið i þrasi siðan. Ég vona bara, að menn fari að snúa sér að þvi heils hugar að vinna aö þvi, að ná samkomulagi og leysa deil- una. En hversu fljótt það verð- ur, fer auðvitað eftir þvi hvernig tillögu sáttanefndarinnar um sjálft kaupið verður tekið. Nú, svo getur alltaf eitthvað fleira komið upp á, þó ég voni það, aö menn geti fyrirhafnarlitið' komið sér saman um sjálfan rammasamninginn. Jón Ingimarsson o Landbúnaðurinn um i landbúnaöi, hvort heldur þær eru gerðar samkvæmt sér- stakri áætlun eða ekki, er ræktun jarðar og búfjár — framleiðslan. Þarna þarf að vera náið samstarf á milli leiðbeiningaþjónustunnar, framleiðsluráðs landbúnaðarins og þeirra, sem lánsfé úthluta. Það er Stofnlánadeild landbúnaðarins og I sumum tilvikum Byggðasjóð- ur, sem lánar, þegar koma þarf i veg fyrir það, að heilar sveitir fari I eyöi. Ennþá eruáætlanir tilheyrandi landbúnaði ekki komnar i fast form. Einkum er rætt um aö miða þær viö það að stöðva grisj- unbyggðar á þeim stöðum á land- inu, þar sem byggð er i hættu og i öðru lagi að bæta hag bænda á þeim landssvæðum, þar sem bændur eru mun tekjulægri en bændur almennt. Þetta er allt vandasamt verk og áætlunin sjálf er ekki nema leiðarvisir. Fram- kvæmdin hlýtur að hvila að öllu leyti á hlutaðeigandi bændum sem einstaklingum, er eiga að njóta framkvæmdanna og sem fé- lagsmönnum, ef þeir hafa stofnað til félagsskapar um framkvæmd- ir, en það er hagkvæmt, þegar um miklar framkvæmdir er að ræöa. Kynslóðaskiptin reynast mörgum erfið Það eru mörg og vandasöm mál, sem leysa þarf i landbúnaði. Kynslóöaskiptin reynast mörgum erfið, fjármagn er alltaf af skom- um skammti hjá frumbýlingum, sem vilja nýta landið til búskapar og þeim veitist oft erfitt I keppni um jarðir við bæði einstaklinga og félög, sem vilja ná i jarðir en þurfa ekki að horfa i fjármagnið eða láta búskapinn eða fram- leiösluna standa straum af kaup- veröi landsins. — Mörg góð bú- jörðin hefur farið i eyði vegna þessa. Svo nefnt jarðalagafrum- varp og ábúðarlög eru I endur- skoðun. Ekki skal neinu spáð um það á þessu stígi, hvaö út úr þvi kann að koma. Fyrir þessu Bún- aðarþingi liggja mörg mál og eru sum þeirra gamlir kunningjar. Sjálfsagt verðum við að endur- skoða afstööu okkar i sumum veigamiklum atriðum og reyna þann kostinn, sem er næst beztur, þegar sá bezti fæst ekki. Þannig er það með frumvarp til laga um breytingará lögum um ræktunar- sambönd og húsagerðarsam- þykktir i sveitum. Löggjöf þessi er 30 ára gömul og hefur á liðnum áratugum valdið byltingu i þurrk- un lands og ræktun. Sums staðar standa ræktunarsamböndin vel en annars staðar berjast þau i bökkum. Lánsfé ræktunarsam- banda og lagaheimild til opin- berra framlaga þarf athugunar við og einnig skattlagning á starf- semi sambandanna. Lánamál landbúnaðar- ins þurfa athugunar við Lánamál landbúnaðarins þurfa almennt athugunar við. Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Veð- deild Búnaðarbanka Islands eru þær lánastofnanir sem hafa stefiiumarkandi áhrif á fram- kvæmdir landbúnaðar og fram- leiöslu búvara. Þaö hefur þvi mikla þýðingu á hvern hátt þess- ar stofnanir fá fjármagn, hvort þaö er erlent, innlent og visitölu- bundiö, eða innlent án visitölu og hverjir vextir eru af lánunum. Það hefur einnig sin áhrif á ein- stakar búgreinar, hvaða fram- kvæmdir eiga að sitja i fyrirrúmi og hverjar aö biða, þegar fjár- magn er af skomum skammti. Þróun þessara mála hefur verið sú að það fjármagn, sem Stofn- lánadeildin hefur haft til umráöa siðustu árin er að færast meir og meir i það horf að lánsféö er er- lent eöa visitölubundið. Ennþá hefur tekizt að halda lánum til bygginga peningshúsa utan við visitölutryggingu, en það er spuming hvernig þau lán verða framvegis. Þvi kemst Búnaðar- þing ekki hjá þvi nú, aö skoða m ál þessi niöur i kjölinn og gera sinar ályktanir. Lifeyrissjóöur bænda hefurá undanförnum árum hjálp- að mjög mikið, bæði Stofnlána- deild og Veðdeild Búnaðarbank- ans. En Veðdeildin hefur ekki neitt til að lána á þessu ári, nema til komi fjármagn viðar að en frá llfeyrissjóöi bænda. Margir lita hým auga til Byggðasjóðs og telja að landbúnaðurinn eigi að fá fjármagn þaðan, meir en verið hefur og sjálfsagt að athuga það mál. Þá þarf aö athuga hverjir möguleikar eru fyrir þá bændur, sem ekki hafa rafmagn, á hvem hátt er hægt að flýta fyrir þvi, að þeir fái það, og i áföngum að koma á jöfnun á orkuverði og siðast en ekki sizt, að sveitirnar fái þriggja fasa rafmagn. — Þeir, sem ekki hafa jarðhita til aö hita ibúðarhús sin, veröa að borga tvöfalt meira fyrir upphitun með rafmagni og þrefalt meira þeir, sem nota oliu til upphitunar mið- að við að þeir hefðu hitaveitu. Hitaveitur almennt i sveitum eiga langt i land, en rafmagnsupphit- uná að geta komið miklu fyrr. Margt fleira er af þýðingarmikl- um málum, sem Búnaðarþing tekur til meðferðar, þótt hér verði ekki rakin. Draga þarf úr framkvæmdum Það eru ýmsar blikur á lofti i þjóðmálum, eins og ég drap á i uphafi og öllum má það ljóst vera, að landbúnaðurinn á aö ýmsu leyti i vök aö verjast, og það kemur til með að veröa þrengra i búi bænda á þessu ári en s.l. ár Þótt bæði tlöarfarið, dýrtiðin og stórhækkandi verð á tilbúnum á- burði hafi reynzt mörgum bónd- anum erfitt s.l. ár, þá er alltaf gott að geta haldið áfram fram- kvæmdum jafnt og þétt, þvi að „annaöhvort miöar aftur á bak eða nokkuð á leið.” En eins og nú horfir, þegar litið er með raunsæi á vandamálin, þá finnst mér, að bændur eigi að flýta sér hægt i framkvæmdum i bili og spara eft- ir getu i rekstri einkum erlendar rekstrarvörur. Ég óska þess, að gifta fylgi störfum Búnaðarþings. Að end- ingu þakka ég meðstjórnendum minum, búnaðarmálastjóra, ráöunautum og öðru starfsfólki Búnaöarfélags lslands gott sam- starf og vel unnið starf. 58. Bún- aöarþing er sett. Starf Opinber stofnun óskar að ráða starfsmann með góða bókhaldsþekkingu. Umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 3. mars nk. merkt „Traust- ur”. Nauðungaruppboð 2. og siðasta uppboð á verksmiðjuhúsi við Sæmundargötu á Sauðárkróki með til- heyrandi lóðarréttindum og með vélum og tækjum vegna prjóna- og sokkaverk- smiðju i húsinu, töldu eign Samverks hf., fer fram að kröfu Framkvæmdasjóðs islands, Iðnaðarbanka íslands hf. o.fl. á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 2. marz nk. kl. 14. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.