Tíminn - 24.02.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.02.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 24. febrúar 1976 LANGA STUND hafði Sherlock Holmes staðið álútur yf- ir litilli smásjá. Nú rétti hann loks úr sér og leit til mín með sigurhróssvip. — Þetta er lím, Watson. Alveg vafalaust er það lím. Þessar óreglulegu gráu hrúgur eru ryk. Þræðirnir eru úr ,,tweed"frakka, en brúnu smákúlurnar eru lím. — Ég leit í smásjána. — Nú, sagði ég hlæjandi, ég tek þig alveg trúanlegan um þetta. Skiptir það annars máli? — Þetta er mjög snjöll sönnun, sagði hann. I St. Pan- crasmálinu fannst húfa við hlið dauða lögregluþjónsins. Ákærði maðurinn neitaði því, að hann ætti húfuna. En hann starfar að því að innramma myndir og verður því mjög oft að fara með lím. — Hef ur þú það mál á hendi? — Nei, vinur minn, Merrival, sem er í Scotland Yard, bað mig að gera þessa tilraun. Síðan ég klófesti peningafals- arann með því að finna kopar- og zinkduft í ermasaum- unum hans, er þýðing smásjárinnar að ná meiri viður- kenningu. — Holmes leitá úrið sitt óþolinmóður á svip. — Ég á von á nýjum viðskiptamanni, en hann er orðinn á ef tir ákveðnum tíma. — En meðal annars, Watson, þekk- ir þú nokkuð til veðreiða? — Það ætti ég víst að gera, því að ég eyði helmingnum af lífeyri mínum í veðmál um veðreiðar. — Þá ætla ég að nota þig sem handhægan leiðarvtsi um skeiðvöll og veðreiðar. Hef ur þú heyrt nafnið Sir Robert Norberton? — Ég held nú það. Hann býr á Gamla herra- setrinu. Ég var einu sinni þar í nánd í sumarbústað. í eitt skipti lá við, að þú f engið með hann að gera. — Hvernig var því nú háttað? — Það var þegar hann lamdi SamBrewermeð hestasvipu en hann er alþekktur veðlánari og okurkarl í Curzonstræti. Þetta var á New- marketheiði, og karlinn lá hálfdauður eftir. — Þetta er þó allsögulegt. En kemur Sir Robert oft fram á þennan hátt? — Hann fær orð fyrir að vera hættulegur maður. Hann er einnig einn mesti hestamaður og reiðfantur á Englandi. Hann er einn þeirra manna, er samþýðast illa sinni kynslóð. Hann gæti vel sómt sér sem hirðspjátrung- ur, því að hann er íþróttamaður, hnefaleikari, veðmála- maður við kappreiðar og ann vel fögrum konum. — Ágætt Watson. Prýðileg lýsing. Mér f innst ég þekkja manninn af henni. En getur þú nokkuð sagt mér um Gamla herrasetrið? — Aðeins, að það er i miðri afgirtri landareign, er því tilheyrir. Þar er alið upp stóð af frægu kyni, og þar eru líka svæði til tamningar hesta. — Og aðalþjálfarinn er John Mason, sagði Holmes. Þú þarft ekki að undrast, Watson, þó að ég viti þetta, því að bréf ið, sem ég held á, er frá honum. En segðu mér eitthvað fleira um Gamla herrasetrið. Ég hef nokkurn áhuga á því. — Þar eru líka aldir upp litlir loðhundar, og má sjá þá á hverri hunda- sýningu. Þeir eru af frægu kyni og taldir mesta metfé. Lafðin á Gamla setrinu er mjög stolt af þeim. — Það mun vera kona Sir Roberts? — Sir Robert Norberton hef- ur aldrei gifzt, og líklega hef ur hann gert rétt í því. Hann býr með systur sinni, lafði Beatrice Falder, sem er ekkja. — Þú átt við, að hún búi hjá honum? — Nei, nei. Sir James, eiginmaður hennar, átti herragarðinn. Norber- ton á ekkert í honum. Hún hefur eignarréttinn meðan hún lif ir, en síðan hverfur hann til bróður hins látna eig- inmanns hennar. En leigan af setrinu rennur til lafðinn- ar, meðan hún lif ir. — Og bróðirin, Róbert, er víst hjálp- legur við að eyða því fé? — Það mun láta nærri. Hann er óróaseggur og hlýtur að valda henni áhyggjum. Samt hef ég heyrt, að kærleik- ar séu milli þeirra systkina. En hvað er nú um að vera á Gamla setrinu? — Það er einmitt hið sama, sem ég óska eftir að vita. Og ég vona, að hér sé maðurinn, sém getur upplýst það. Dyrnar höfðu opnazt, og manni var vísað inn í stof una. Þetta var maður hár vexti, skegglaus, festulegur og al- vörugef inn aðsjá. Ég hef tekiðéftir sama yfirbragði hjá þeim mönnum, sem þurfa að stjórna pöróttum strákum og illa tömdum hestum. Herra John Mason hafði hvort tvegg ja þetta með höndum, og virtist svo sem hann væri fær til þess. Hann hneigði sig með köldum virðuleik og tók sér sæti á stóli, sem Holmes ýtti fram. — Þér hafið f engið skeyti mitt, hr. Holmes? — Já, en það skýrir ekki neitt. — Þetta er of viðkvæmt mál til þess að skrifa um það í bréf i. Ég vildi aðeins ræða persónulega um það. — Gott og vel. Þá erum við hér. — Þá er þetta f yrst af öllu, hr. Holmes. Ég held, að húsbóndi minn, Sir Robert, sé orðinn geggjaður. Holmes hóf upp brýrnar. — Þetta er ekkert geðveikra- hæli, hér hjá okkur. En hvers vegna segið þér þetta? — Nú, herra, ef menn gera einn eða tvo undarlega ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Merkar konur frásögu- þáttur Elinborgar Lárus- dóttur Jóna Rúna Kvaran leikkona les fyrri hluta þriðja þáttar. 15.00 Miödegistónleik ar Filharmoniusveit Lundúna leikur „Cockaigne”?for- leikinn op. 40 eftir Edward Elgar, Sir Adrian Boult stjórnar. Roman Totenberg og óperuhljómsveitin i Vin leika Fiðlukonsert eftir Ernest Block. Vladimir Golschmann stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn.Sigrún Björnsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Til hvers 'eru skólar? Arnór Hannibalsson flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 20.00 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. 21.30 Sónata III i C-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir Bach. Itzhak Perlmann leikur. — Frá tónlistarhátiðinni i Salzburg i ágúst s.l. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flytur niunda erindi sitt: Æðstiprestur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (8). 22.25 Kvöldsagan: ,,1 verum” sjálfsævisa ga Theódórs Friðrikssonar Gils Guð- mundsson les siðara bindi (22). 22.45 Harmonikulög Frankie Yankovic leikur. 23.00 A hljóðbergi. „Bókin bannaða” Judith Anderson les söguna af ekkjunni Júdit Ur apokrýfum bókum Bibli- unnar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 24. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Skólamál. Iðnfræðsla. Þessi þáttur fjallar um breytingar á skipulagi iðn- fræðslunnar. Sýndar veröa myndir úr verkdeildum iön- skólanna i Reykjavik og Hafnarfirði og rætt við Ósk- ar Guðmundsson fram- kvæmdastjóra Iðnfræðslu- ráðs. Umsjónarmaður er Helgi Jónasson fræðslu- stjóri, en upptökunni stjórn- aði Sigurður Sverrir Páls- son. 21.05 Columbo. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.20 Austurþýski togaraflot- inn. Fyrir nokkru var stór floti austurþýskra verk- smiðjutogara á Eystrasalti og eyddi fiskimiðum sænskra og finnskra sjómanna þar. 1 myndinni er lýst viðbrögðum fiski- manna við eyðileggingunni. Þýðandi og þulur Ellert Sig- urbjörnsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.