Tíminn - 24.02.1976, Síða 24
fyrir yóóan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Angola
í OAU
Reuter/Addis Ababa. Sendi-
nefnd frá Angola tók i fyrsta
skiptiö þátt i störfum Eining-
arsamtaka Afríkuríkja, OAU,
er utanrikisráðherrafundur
samtakanna hófst i Addis
Ababa i gær.
Fulltrúar annarra aðildar-
rikja OAU fögnuðu angólsku
sendinefndinni ákaft, er hún
gekk inn í fundarsalinn i byrj-
un utanrikisráðherrafundar-
ins.
t setningarræðu fundarins
sagði æðsti maður stjórnar-
innar i Eþiópiu, Teferi Bante,
hershöfðingi, að eftir hinn sér-
staka leiðtogafund samtak-
anna, sem haldinn var i Addis
Ababa fyrir sex vikum, hefðu
flestar þjóðir heims álitið að
riki Afriku væru skipt i tvær
andstæðar fylkingar, sem
ekki hefði tekizt að komast að
samkomulagi um Angólamál-
ið á fundinum.
Bante sagði, að nú hefði
lausn verið fundin á Angola-
málinu, og þá lausn hefði ang-
ólska þjóðin sjálf fundið.
Yfirmaður herafla Portúgals:
HERNUM VERÐUR BEITT,
EF NAUÐSYN KREFUR
— til að tryggja að kosningar fari fram
Reuter/Lissabon. Yfirmaður her-
afla Portúgals, Antonio Ramalho
Eanes sagöi i gær, aö herinn yröi
látinn skerast I leikinn, ef nauð-
synlegt rcyndist, til aö try ggja, aö
kosningarnar i Portúgal aö vori
komanda, gætu fariö fram meö
eðlilegum hætti. Tilefni þessara
ummæla herhöföingjans er þaö,
að til skotbardaga kom f fyrra-
kvöld á utifundi, sem Mario
Soares, ieiötogi sósialistaflokks-
ins i Portúgal efndi til.
Fundurinn fór fram i borginni
Benavila, suður af Lissabon, og
voru hermenn og þjóðvarðliðar
sendir á staðinn til að koma á röð
ogreglu. Sex manns slösuðust i á-
tökunum, þar á meðal einn af
helztu leiðtogum sósialistaflokks-
ins, Aire Rodrigues.
Sósialistar kenna kommúnist-
um um að til átaka kom á fundin-
um. Segja þeir kommúnista hafa
ráðist að fundarmönnum með
grjótkasti og barsmiðum. Segja
sósialistar þetta árás á lýðræðið i
landinu.
25. FLOKKSÞING SOVÉZKRA
KOMMÚNISTA HEFST í DAG
Reuter/Moskvu. Leiötogar
kommúnistaflokka og vinstri
flokka hvaöanæva úr heiminum
streymdu til Moskvu i gær til aö
taka þátt I störfum 25. flokksþings
sovézka kommúnistaflokksins,
sem hófst f morgun, f anda sam-
starfs og bræðralags, aö þvi er
skýrt var frá af opinberri hálfu i
Moskvu I gær.
Meðal gesta, er sækja flokks-
þingið, eru Fidel Castro, leiðtogi
kúbanska kommúnistaflokksins,
Le Duan, leiðtogi kommúnista i
Norður-Vietnam, og Ceausescu,
formaður kommúnistaflokks
Rúmeniu, og forseti landsins. Auk
þessara leiðtoga eru nokkrir leið-
togar vestrænna vinstri flokka,
sem stöðugt fjarlægjast sovézka
kommúnistaflokkinn vegna skoð-
anaágreinings. Marchais, leiðtogi
franska kommúnistaflokksins
situr ekki þetta flokksþing, og
hefur það vakið mikla athygli.
Mestur gaumur verður gefinn
að ræðu flokksleiðtogans,
Brjeznjevs, sem gefa mun yfirlit
yfir stöðuna i innanrikis- og utan-
rikismálum og þróun þeirra mála
siðustu fimm árin.
Beirut:
SENDIRÁÐ
KANADA
TEKIÐ
Reuter/Beirut. Vopnaðir
menn ruddust inn i sendiráð
Kanada i Beirut i gær og tóku
þaö á sitt vald. i fyrstu voru 24
teknir i gislingu, en stuttu sið-
ar var sjö konum sleppt iaus-
um. Leiðtogi mannanna, er
sendiráðið tóku, krefst þess
m.a. að börn hans fjögur, sem
nú eru i Kanada ásamt móöur
þeirra, verði send aftur til
Beirut, og aö hann fái 450 þús-
und kanadiska dollara i bætur.
Kröfur mannsins munu vera
nokkuð óljósar. Hann hefur þó
hótað aö taka gislana af lifi,
veröi ekki gengið að kröfum
hans.
Lögreglumenn og hermenn
hafa umkringt sendiráðsbygg-
inguna, og embættismenn
reyna að semja við leiðtoga
mannanna.
Maðurinn mun ekki heill á
geðsmunum að þvi er lögregl-
an telur, enda hefur Viann
dvalið á geðsjúkrahúsum i
Beirut.
KNUT FRYDENLUND í BRÚSSEL
TIL VIÐRÆÐNA VIÐ JOSEP LUNS
UM FISKVEIÐIDEILUNA
— fór ekki samkvæmt beiðni íslenzku ríkisstjórnarinnar sagði Einar Águstsson
Knut Frydenlund.
Reuter/Osló. Knut Frydenlund,
utanrikisráöherra Noregs, hélt I
gær til Briissel, til viðræöna viö
Joseph Luns, framkvæmdastjóra
Nato, um möguleika á þvi, aö
Norðmenn geti tekiö aö sér sátta-
semjarahlutverk i fiskveiöideiiu
tslendinga og Breta, aö þvi er
talsmaöur norska utanrikisráðu-
neytisins sagði I gær.
Talsmaður ráðuneytisins, Egil
Helle, sagði i gær, að norska
stjórnin vinni nú að tillögugerð,
sem rniðaði að þvi að koma á við-
ræöum milli íslendinga og Breta
að nýju.
Helle sagði, að bæði Bretum og
Islendingum hefði veriö skýrt frá
þessu frumkvæði Norðmanna, en
ekki væri ljóst, hvort það leiddi til
þess, að samningaviðræður yrðu
hafnar að nýju.
Tfminn hafði samband við Ein-
ar Agústsson, utanrikisráðherra i
gær. Kvaðst hann ekki vita, hvers
eðlis tillögur Frydenlunds væru
og gæti hann þvi ekkert um málið
sagt. Frydenlund hefði haft sam-
band við sig I fyrradag og tjáð sér
að hann myndi ræða við Luns.
Einar kvað Frydenlund þvi ekki
hafa farið til Briissel að beiðni Is-
lenzku rlkisstjórnarinnar.
Angola:
Erlendum fréttamönnum
verður vísað úr landi
Nýr sendiherra
USA hjá NATO
Reuter/Washington. Ford
Bandarikjaforseti útnefndi
Robert Strauz-Hupe, núver-
andi sendiherra Bandarikj-
anna i Sviþjóö, sem næsta
sendiherra Bandarikjanna hjá
Nato. Strauz-Hupe er72 ára að
aldri, fæddur I Vinarborg.
ER NAMIBIA NÆST Á LISTA
KÚBÖNSKU HERMANNANNA?
Reuter/Helsinki. Fulltrúi þjóð-
fylkingar Suövestur-Afriku
(Namibiu) i Skandinaviu, Ben
Amathila, sagöi i gær, að ef Suö-
ur-Afrikustjórn hefði ekki kallað
herlið sitt frá Namibiu fyrir 31.
ágúst nk. mættu þeir búast viö þvi
aö til hernaðarihlutunar, annaö
hvort af háifu Sameinuöu þjóö-
anna eða kúbanskra hermanna,
kæmi I landinu.
31. ágúst eiga kosningar aö fara
fram i Namibiu undir eftirliti og
umsjón Sameinuöu þjóðanna.
Reuter/Lissabon. Angola hefur á-
kveöiö að hleypa engum eriend-
um fréttamönnum inn fyrir
landamæri sin, og þeir frétta-
menn, sem þegar eru komnir til
landsins, verða að vera farnir
þaðan áöur en vika er liöin, nema
fréttamenn alþjóðlegra frétta-
stofa, að þvi er dagblaö kommún-
ista i Lissabon O Diario, skýröi
frá i gær.
Dagblaðið skýrði svo frá, að á-
kvörðun þessihefði verið tekin til
þess að gefa innlendum upplýs-
ingamiðlurum færi á að endur-
byggja eigin fréttaþjónustu frá
grunni.
Dagblaðið skýrði frá þessu i
eins konar tilkynningatón frá
upplýsingamálaráðuneyti stjórn-
arinnar i Angola, þar sem öllum
erlendum fréttamönnum var til-
kynnt, að vegabréfsáritanir þeirra
væru afturkallaðar.
Flóttamannavandamólið i Angola:
6000 FLOTTAAAENN FLUTTIR TIL
PORTÚGALS í ÞESSARI VIKU
Reuter/Windhoek, Suðvestur-
Afriku. Um fjögur hundruö
poriúgalskir flóttamenn frá
Angóla komu flugleiðis I gær til
Windhoek i Suðvestur-Afriku
frá flóttamannabúðum i suður-
hluta Angóla. Eru nú að hefjast
skipulagöir flutningar flótta-
manna þcssara til Portúgals.
Áætlað er að fljúga með sex
þúsund flóttamenn, alla portú-
galska, til Lissabon i þessari
viku. brjú þúsund flóttamenn
verða þá eftir i flóttamannabúð-
unum i suðurhluta Angóla,
skammt norðan við landamæri
Namibiu og Angóla.
Það eru suður-afriskar her-
flugvélar, sem fljúga með
flóttamennina til Windhoek, en
þar taka við þeim vélar frá
portúgalska flugfélaginu T.A.P.
Fyrsta ferðin til Lissabon var
farin i morgun.
Þá verður einnig flogið með
þá flóttamenn til Lissabon, sem
flúðu frá Angola á skipum og
bátum til Walsisfióa i Namibiu,
en þeir urðu sem kunnugt er að
biða marga daga á bátum sin-
um úti fyrir strönd landsins,
áður en stjórn Suður-Afriku
heimilaði þeim að stiga á land.
Oruggt má telja, að ekki bíður
björt framtið þessara flótta-
manna, er þeir koma til Portú-
gals.
Sjólfsmorð
algeng í
japönskum
skólum
Reuter/Tokyo. samtals 46
nemendur i gagnfræöa- og
menntaskólum I Tokyo
frömdu sjálfsmorö siöustu
þrjú árin, og 8 aðrir geröu
misheppnaöar tilraunir til
þess, á sama tima, aö þvi er
skýrt er frá i nýbirtri skýrslu
fræösluráðs Tokyoborgar.
Helztu ástæður sjálfsmorð-
anna og tilraunanna eru
versnandi samkomulag nem-
endanna við foreldra sina og
kennara, fall á prófum eða lé-.
legur námsárangur.
Fræðsluráðið hefur i hyggju
að gefa út leiðbeiningar til
kennara um það, hvernig þeir
geti reynt að koma i veg fyrir
sjálfsmorð og sjálfsmorðstil-
raunir nemenda sinna.