Tíminn - 31.03.1976, Page 3
Miðvikudagur 31. marz 1976.
TÍMINN
3
Halldór E. Sigurðsson ráðherra:
Ef fjármagn væri
fyrir hendi, yrði
hiklaust byggður
betri vegur yfir
Holtavörðuheiði
í ófærð á Holtavörðuheiði
Mó-Reykjavik — Holtavörðu-
heiðin hefur verið með snjóþyngri
stöðum á landinu i vetur, enda
hefur þar verið rikjandi suðvest-
anátt, en þá leggur þar mikil
snjóalög. Þó hafa tveir kaflar af
veginum staðið sig vel og sjaldan
teppzt vegna snjóa, en báðir þess-
ir kaflar hafa nýlega verið byggð-
ir upp. Hafa þeir sýnt að vel má
gera ágætan vetrarveg yfir
Holtavörðuheiði, sé þar gerður
nýr, uppbyggður vegur.
Bilstjórar sem þennan veg aka
Fundur í Lög-
bergi í kvöld
Stúdentafélagið gengst fyrir
fundi i Lögbergi, húsi lagadeildar
Háskóla íslands, kl. 20,30 i kvöld,
miðvikudag. Þar mun Þröstur
Sigtryggsson skipherra ræða
ástandið á miðunum.
mest, eru mjög óánægðir með hve
litlu fjármagni er varið til hans.
Til að leggja áherzlu á óánægju
sina lögðu þeir vörubilum sinum
utan við Alþingishúsið i gær,
gengu á fund samgönguráðherra
og afhentu honum kröfubréfjum
betri veg yfir heiðina.
Halldór E. Sigurðsson sam-
gönguráðherra kvaðst oft hafa
fengið bréf um dagana, en aldreí
hefði hann fengið bréf afhent með
slikri viðhöfn. Kvaðst samgöngu-
ráðherra vart hafa vitað hvaðan á
sig stóð veðrið, þegar honum var
sagt að hjörð manna vildi tala við
sig, og undrunin hefði vaxíð, þeg-
ar i ljós hefði komið, að i fylgd
mannanna var sjónvarpsfólk með
myndavélar.
Samgönguráðherra sagði, að i
bréfinu hefði ekkert staðið annáð
en það sem hann vissi, enda væri
langt frá þvi að þessi vegur væri
einsgóður oghann þyrftiað vera.
Kvaðst hann hiklaust myndu láta
gera þar betri veg, ef fjármagn
væri fyrir hendi.
— Það skiptir öllu máli að
byggja vegi landsins sem bezt
upp, sagði samgönguráöherra, —
þvi þannig sparast snjómokstur.
Ég sé alltaf eftir þeim peningum,
sem fara i snjómokstur, en hjá
þvi er ekki hægt að komast, með-
an vegakerfið er ekki betra en
raun ber vitni.
Frá áramótum hefur rúmlega
sjö milljónum króna verið varið
til snjómoksturs yfir Holtavörðu-
heiði, og kostar það um 300 þús-
und kr. að opna veginn hverju
sinni.
Engu fé var varið til uppbygg-
ingar vegar yfir Holtavörðuheiði
á siðasta ári, og samkvæmt þeirri
vegaáætlun, sem samþykkt var á
Alþingi i fyrra, er ekki gert ráð
fyrir neinu fé til uppbyggingar
þar i ár. Hins vegar er sú áætlun
nú til endurskoðunar.
Ekki liggur fyrir nein kostnaðar-
áætlun um uppbyggingu vegar
yfir Holtavörðuheiði, en þar hafa
snjóalög verið könnuð. A grund-
velli þeirra athugana mun vegar-
stæðið siðar verða valið.
KS—Akureyri. — A mánudags-
kvöldið bættist Flugfélagi
Norðurlands h.f. ný flugvél i flota
sinn. Vél þessi er af gerðinni De
Havilland Twin Otter 200, og tek-
ur hún 19 farþega. Smiðaár vélar-
innar er 1968, og er hún keypt frá
Sviþjóð. Flugmenn og flugvirkjar
FN hafa að undanförnu dvalizt i
Sviþjóð til þjálfunar og flugu þeir
vélinni heim. Flugfélag Norður-
lands mun sjá um þjálfun nýrra
flugmanna á Twin Otter vélina,
og tveir flugvirkjar munu á næst-
unni fara á námskeið De
Havilland i Kanada. Otter-vélin
mun nú bera hitann og þungann
af áætlunar- og leiguflugi félags-
ins. Þó verða Beechcraft-vélarn-
ar notaðar enn um sinn. Óhætt
mun að fullyrða, að þessi nýja
flugvél valdi gerbreytingu á flug-
vélarekstri FN. Vélin er mjög
hagkvæm i rekstri, og getur. auk
þess athafnað sig auðveldlega á
öllum ftugvöllum landsins. Flug-
vélinni munu fljúga tveir flug-
menn. Flugfélag Norðurlands er
um þessar mundir að ljúka bygg-
ingu verkstæðis og flugskýlis á
Akureyrarflugvelli. Verður þá
hægt að hýsa Otter-vélina i upp-
hituðu húsnæði, og auðveldar það
mjög allt viðhald og eftirlit.
Sumaráætlun Flugfélags Noröur-
lands hefst fyrsta mai, og verður
þá flogið til niu ákvöröunarstaða,
fjórum sinnum i viku til Raufar-
hafnar, Þórshafnar og Vopna-
fjarðar, þrisvar til Egilsstaða,
tvisvar i viku til Isafjarðar, Siglu-
fjarðar, Grimseyjar, Húsavikur
og Kópaskers. Hjá FN starfa nú 3
flugvirkjar og 3 flugmenn. Flug-
félag Islands annast alla af-
greiðslu fyrir-félagið, þegar um
áætlunarflugeraðræða. FN á nú,
auk Twin-Otter vélarinnar tvær
10 farþega Beechraftvélar og
eina Piper Aztec, sem notuð er
m.a. til sjúkraflugs.
A efri myndinni er nýja flugvél-
in á Akureyrarflugvelli og á neðri
myndinni eru flugmennirn-
ir.Sigurður Aðalsteinsson og
Torfi Gunnlaugsson. (Tima-
myndir Friðrik Vestmann).
Fráleitt
að
borqar-
yfirvöld
leggj
stein í
götu
vöru-
mark-
aðar
KRON
Á FUNDI miðstjórnar
Alþýðusambands tslands,
fimmtudaginn 25. marz, var
eftirfarandi samþykkt gerð
með samhljóða atkvæðum:
„Miðstjórn ASI vill af
gefnu tilefni lýsa þvi yfir, að
hún telur að stofnun stórs
vörumarkaðar á vegum
samvinnuhreyfingarinnar
yrði mjög mikilvægt spor i
þá átt að tryggja sem lægst
vöruverð. Þvi telur
miðstjórnin fráleitt, að borg-
aryfirvöld leggi nokkurn
stein i götu þessa þjóðþrifa-
máls, heldur greiði á allan
hátt fyrir þvi að slikt fyrir-
tæki geti risið hið fyrsta á
höfuðborgarsvæðinu, m.a.
með þvi að heimila Kaupfé-
lagi Reykjavikur og ná-
grennis hentuga lóð fyrir
þann vörumarkað, sem það
hyggst reisa."
Kartöflur
koma til
landsins
í kvöld
MÓ—Reykjavik. — I kvöld er
Urriðafoss skip Eimskipaféiags-
ins væntanlegt með 150 lestir af
kartöflum frá Hollandi til
Reykjavikur og standavonir til aö
þessar kartöflur komist i verzlan-
ir fyrir helgi. Verð á þeim mun
verða um 90 kr. kg. i heildsölu.
1 gær var verið að lesta 100 tonn
af kartöflum i Rotterdam um
borö i Laxfoss, sem fer væntan-
lega til Reykjavikur i dag.
Ennfremur er gert ráö fyrir að
annað islenzkt skip lesti 300 tonn
af kartöflum i Póllandi í dag og er
það væntanlegt til Reykjavikur 6.
aprfl.
Ef flutningar til landsins ganga
eðlilega, þá ætti að vera tryggt að
ekki verði frekar skortur á
kartöflum hér á landi á þessu ári.
Meðan á kartöfluskortinum stóð
barst Grænmetisverzlun land-
búnaðarins tilboð frá innlendum
heildsala um að útvega verzlun-
inni mexikanskar kartöflur af-
greiddar i Hollandi. Verðið á
þeim átti að vera 1540 gyllini
tonniðkomið um borð i skip eða
rúmlega 100.00 kr. hvert kg.
Daginn áður hafði Grænmetis-
verzlun landbúnaöarins hins veg-
ar fest kaup á mexikönskum
kartöflum i Rotterdam fvrir 973
gyllini hvert tonn eða a «4.00 kr
hvert kg. komið um borð i skip.
Það eru þær kartöflur sem
væntanlegar eru hingaðtil lands i
kvöld. Reiknaö er með að heild-
söluverð á þessum nýju kartöfl-
um verði90kr. hvertkg. eöa 10.00
kr. lægra, en heildsalinn vildi láta
Grænmetisverzlunina greiða.
RADDIR
LESENDA
i GÆR hóf Timinn þjónustu við lesendur slna, simaþjónustu
fyrir þá, sem vilja koma einhverju á framfæri. Simaþjónusta
þessier milli klukkan 11 og 12 og simanúmerið er 18300. Þá var
og tekinn upp sá háttur að leggja spurningu fyrir vegfarendur.
Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær birtist þetta efni i fyrsta
skipti hér á bis. 3. Nú hefur þvi verið valinn fastur staöur i blað-
inu og birtast raddir lesenda og vegfarenda nú á bls. 20 og 21.
Þessi hátturinn veröur iiafður á að undanskildunt fimmtudögum
og laugardögunt, þegar aðalblaðiö er 16 siður, en þá mun Land-
fari birtast að venju.