Tíminn - 31.03.1976, Side 20
20
TÍMINN
MiAvikudagur 31. marz 1976.
Almennur borgarafundur
um atvinnumál Rangæinga
— haldinn d Hellu n.k. laugardag
Gsal-Reykjavik — Verkalýðs-
félögin i Rangárvallasýslu, sveit-
arstjórnir og sýslunefnd Rang-
æinga hafa boðað til almenns
borgarafundar um atvinnumál i
Rangárvallasýslu, n.k. laugardag
kl. 14 i Hellubiói.
Frummælendur verða Sigurður
óskarsson, formaður Verkalýös-
félagsins Rangæings, og Jón
Gauti Jónsson sveitarstjóri,
Hellu.
1 samtali við Timann sagði
Sigurður óskarsson, að atvinnu-
mál i Rangárvaliasýslu heföu
verið mjög ofarlega á baugi að
undanförnu. Hann sagði, að næg
atvinna hefði verið i sýslunni yfir
sumarmánuðina, en atvinnuleys-
is hefði nokkuð gætt að vetri til.
— Helzti vinnumarkaður
verkafólks i sýslunni er við
virkjanaframkvæmdir á hálend-
inu, og t.d. unnu við Sigölduvirkj-
un á þriðja hundrað Rangæingar
á siðast liðnu ári, sagði Sigurður.
— Þessi starfsemi hefur haft af-
gerandi þýðingu i atvinnumálum
sýslunnarundanfarin ár, og hefur
átt mikinn þátt i þvi að fólksflótti
stöðvaðist.
Þrátt fyrir þessa hagstæðu þró-
un siöustu ára verður að lita á
hana i ljósi þess aö hún byggist á
timabundnum framkvæmdum,
og þvi teljum við, að óvarlegt sé
að treysta um of og of lengi á slik-
an timabundinn atvinnumarkað
fyrir ibúa byggðarlagsins. Við
teljum að samhliða verði að
byggja upp traustan atvinnu-
markað i sýslunni — og til þess að
ræöa þessi mál höfum við efnt til
þessa borgarafundar, sagði
Sigurður Óskarsson.
Sérstaklega er félagsmálaráð-
herra, þingmönnum Suðurlands-
kjördæmis og fulltrúum þeirra
stjómmálaflokka, sem ekki eiga
þingmenn i kjördæminu, boðið á
fundinn.
RANGÆINGAR
Almennur borgara-
fundur um
atvinnumál í
Rangárvallasýslu
Verkalýðsfélögin i Rangárvallasýslu,
sveitarstjórnir og sýslunefnd Rangár-
vallasýslu, hafa i sameiningu ákveðið að
halda almennan borgarafund um atvinnu-
mál i héraðinu, laugardaginn 3. april n.k.
kl. 14. Fundurinn verður haldinn i
Hellubiói.
Frummælendur verða: Sigurður óskars-
son, fulltrúi Verkalýðsfélagsins Rangæ-
ings og Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri á
Hellu.
Fundarstjórar verða: Hilmar Jónsson,
formaður verkamannadeildar Rangæings
og Ólafur Guðmundsson, bóndi, Hellatúni.
Félagsmálaráðherra mun mæta á fundinn
og sérstaklega hafa verið boðaðir til
fundarins þingmenn Suðurlandskjördæm-
is og fulltrúar Alþýðuflokksins og Sam-
taka frjálslyndra og vinstri manna.
Góð bújörð óskast
til kaups með bústofni og vélum.
Upplýsingar i sima 91-52991.
Stór-Bingó á morgun
að Hótel Sögu kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.
— Skemmtiatriði i hléinu.
Skagfirzka söngsveitin
Ungur — reglusamur
maður óskar eftir atvinnu. Margt kemur
til greina, hefur meistararéttindi.
Upplýsingar i sima 7-14-64.
Auglýsið í Tímanum
Lesendur
segja:
Orðsending frd Þorsteini Pdlssyni, ritstjóra Vísis:
,,Ekki rétt með farið"
Þorsteinn Pálsson,
ritstjóri Vísis.
Hr. ritstjóri,
Þórarinn Þórarinsson,
dagblaðinu Timanum,
Skuggasundi.
1 blaði þinu i gær er birt grein i
dálknum „Lesendur hringja”
undir fyrirsögninni: Hvers vegna
vildi Visir ekki birta þetta bréf? 1
inngangi segir ennfremur:
„Bréfið sem hér fer á eftir, var
sent Visi.enfékkstekki birtþar.”
Undir myndir af mér og Vilmundi
Gylfasyni hefur þú sett þennan
texta: „Þorsteinn Pálsson vildi af
einhverjum ástæðum ekki birta
bréfið hér að ofan, e.t.v. af tillits-
semi við Vilmund Gylfason.”
Þessar fuliyrðingar þinar eru
uppspuni eins og svo margt ann-
að, sem birtist i blaði þinu.
Sannleikur málsins er sá, að i lok
febrúarmánaðar barst lesenda-
dálkum Visis, bréf það, er þú birt-
ir i gær. Höfundur þess var Páll
Finnbogason til heimiiis að Lang-
holtsvegi 77 i Reykjavik. í bréfi
sinu óskaði hann eftir að greinin
yrði birt án nafns.
Umsjónarmaður lesendadálka
Visis hafði þegar i stað simasam-
band við Pál Finnbogason til
heimilis að Langholtsvegi 77 i
Reykjavik. t bréfi sinu óskaði
hann eftir að greinin yrði birt án
nafns.
Umsjónarmaður lesendadálka
Visis hafði þegar i stað simasam-
band viö Pál Finnbogason og fór
þess á leit að fá að birta greinina
undir nafni. Ástæðan var sú, að
höfundurgerir Vilmundi Jónssyni
fyrrum landlækni upp látæði, er
hann spurði að dóttursonur hans
ætti að bera nafnið Vilmundur.
Það er regla i þessu blaði að birta
ekki greinar, sem þannig fjalla
um tilteknar persónur, nema
undir nafni.
Páll Finnbogason tjáði
umsjónarmanni lesendadálka
Visis, fyrst svo væri, að hann
óskaði ekki eftir að blaðið birti
greinina. Blaðið varð að sjálf-
sögðu við þeirri ósk.
Timalygin er alltaf söm við sig,
Þórarinn, en ég vona samt að þú
birtir þetta bréfkorn mitt til þess
að hafa þó ekki sé nema einu sinni
heldur það, er sannara reynist.
Þorsteinn Pálsson,
ritstjóri Visis.
Fyrir hönd Timans tekur
umsjónarmaður lesendadálks
þessa undir þá skoðun að persónu-
legar ávirðingar og skitkast
manna eða stofnana á milli sam-
ræmist ekki þeim reglum er gilda
ættu um blaðaefni og blaðaút-
gáfu. Samkvæmt þvi mun vali
efnis hér verða háttað i framtið-
inni.
Það mætti þvi beina þvi til
þeirra sem koma vilja málefnum
eða skoðunum hér á framfæri að
þeir láti órökstudd hnjóðsyrði
eiga sig, svo og fullyrðingar ann-
arra.
Ekki sizt á þetta við um skit-
kast á látna heiðursmenn.
Ástæða til að athuga leiðir til
sparnaðar d olíu hjá fiskibátum
Mér hefur oft flogið i hug að
koma nánar á framfæri þeim um-
mælum sem viðskiptaráðherrann
okkar lét sér um munn fara i
sjónvarpsþætti fyrir nokkru sið-
an, þegar verið var að ræða
sparnaðarráðstafanir. Hann
minntist þar meðal annars á
fiskibátaflotann okkar og hvernig
spara mætti eldsneyti i rekstri
þeirra og ég held að það sé full
nauðsyn að vekja athygli á þvi
máli.
Sjónvarpsþáttur þessi rifjaði
upp fyrir mér gamalt viðtal, sem
ég átti við vélafróöan mann.
Sagði hann mér frá þvi að hægt
væri að spara ógrynni af oliu á
fiskibátunum, með þvi einu að
nýta ekki vélarafl þeirra til fulls.
Við getum tekið sem dæmi bát
sem gengur eilefu sjómilur ef
hann er pindur. Ef þess er gætt að
keyra hann aldrei hraðar en niu
eða tiu milur þá eyðir hann miklu
minni oliu en ella.
Án þess að ég vantreysti á
nokkurn hátt sjómönnum til að
sjá um bátana og rekstur þeirra
vildi ég koma þeirri hugmynd á
framfæri hvort ekki er mögulegt
að innsigla hreinlega oliugjöf bát-
anna, þannig að hún fari aldrei
yfir ákveðið mark.
Innsigli þetta mætti að sjálf-
sögðu brjóta ef brýna nauðsyn
ber til.þegar óhjákvæmilegt er að
láta vélina ganga á fullu, en skip-
stjóri yrði þá að gera grein fyrir
ástæðunum til þess.
Þessi ráðstöfun myndi ekki að-
eins spara oliu, heldur einnig all-
an annan viðhaldskostnað, þvi
vélarnar myndu endast mun
lengur.
Einnig myndi fylgja þessu auk-
Það liggur I augum uppi gildi þess ef mögulegt reyndist að koma
við sparnaði i oliunotkun fiskibáta. Sjómenn og vélafróðir menn
æltu að láta til sin heyra um þá möguleika.
ið öryggi, þvi bátarnir myndu
láta betur að stjórn.
Þá má benda á i þessu sam-
bandi, að eftir þvi sem ganghraði
bátsins verður meiri, þeim mun
dýrari verður hvermila sem bæt-
ist við hann. Þetta er svipað og
hitaveitan okkar, en það þekkjum
við af gamalli reynslu að hækkun
hitans i ibúðinni úr 24 gráðum i 25
gráður er mun dýrari en hækkun-
in úr 21 gráðu i 22 gráður.
1 öllu falli myndi ekki
saka að athuga hvort mögulegt er
að gera einhverjar ráðstafanir til
sparnaðar á þennan veg.
HRINGIÐ í SÍAAA 18300
AAILLI KLUKKAN 11-12