Tíminn - 31.03.1976, Qupperneq 24
METSOLUBÆKUH
Á ENSKU í
VASABROTI
SÍS-FÓHIJH
SUNDAHÖFN
Callaghan vann aðra
atkvæðagreiðslu í gær
Reuter, London. James Callag-
han, utanrikisráðherra Bret-
lands, hlaut flest atkvæði i ann-
arri umferð kosninganna til leið-
togasætis brezka Verkamanna-
flokksins i gær. Virtist hann vera
orðinn öruggur um endanlegan
sigur i kosningunum og þar af
leiðandi verða næsti forsætisráð-
herra Bretlands.
Callaghan hlaut þó ekki meiri-
hluta greiddra atkvæöa, svo að
enn ein atkvæðagreiðsla þarf að
fara fram.
Callaghan hefur áður gengt
embættum fjármálaráðherra,
innanrikisráðherra og utanrikis-
ráðherra, en það er hann nú.
Callaghan hlaut i gær 141 at-
kvæði, helzti keppinautur hans,
Michael Foot, verkalýðsmálaráð-
herra fékk 133, en fjármálaráð-
herrann, Dennis Healey, fékk 38
atkvæði.
Healey dettur nú sjálfkrafa út i
kosningabaráttunni, og á mánu-
dag verður kosið milli Callaghan
og Foot.
Endurnýja
samning
um
útvarpsstöð
Reuter/Madrid. Spánn og
Bandarikin settust á mánu-
dag að samningaborði til að
ræða hugsanlega endurnýjun
á samningi um heimild til
handa útvarpsstöðinni
Frjáls Evrópa til útsendinga
frá Spáni.
Útvarpsstöð þessi er mið-
uð við útsendingar til Sovét-
rikjanna, og var talið að
spönsk stjórnvöld væru treg
til að endurnýja samninginn,
þar sem þau eru að leita eftir
stjórnm álasambandi við
Sovétrikin.
Spænska rikisstjórnin bar
nýlega til baka orðróm um
að Bandarikin hefðu beitt
þvingunum af einhverju tagi
til að ýta við Spánverjum um
endurnýjun samningsins.
Herteknu svæðin:
Sex Arabar létu lífið
Reuter/London. Sex Arabar létu
lifið i gær, þegar einhverjar
mestu óeirðir, sem átt hafa sér
stað siðan Israelsriki var sett á
stofn, gengu yfir svæði þau i
Galfleu, sem byggð eru af Aröb-
um.
Þú&ndir lögreglumanna og her-
manna voru sendar á staðinn til
að stöðva óeirðirnar.
öryggissveitir hófu skothrið i
nokkrum bæjum, þegar átök hóf-
ust milli þeirra og hópa mótmæl-
erida. Arabarnir beittu grjótkasti
og hrópuðu margir slagorðið:
„Palestina er arabisk”.
Margir Arabar særðust, og
fjöldi þeirra var handtekinn.
Hundruð Palestinumanna stóðu
að mótmælum i Sýrlandi og
Egyptalandi til stuðnings
Aröbum i Israel, en þeir eru um
350 þúsund, bæði kristnir og
múhameðstrúarmenn, jafnframt
þvi að sýna stuðning sinn við þá
Araba, sem búa á herteknu svæð-
unum á vesturbakka árinnar
Jórdan.
Öeirðirnar i gær eru þær mestu,
sem átt hafa sér stað þar siðan ó-
ánægja Araba á herteknu svæð-
unum fór að leiða til ofbeldis,
fyrir tveim mánuðum, og fylgdu
þær i kjölfar þess, er israelski
kommúnistaflokkurinn boðaði til
verkfalls meðal arabiskra ibúa
landsins, til að mótmæla þvi að
rikisstjórnin tók eignarnámi um
eitt þúsund hektara lands um-
hverfis Nazaret.
Landsvæði þessi voru áður i
eigu bæði Araba og Gyðinga.
í Kairó voru farnar mótmæla-
göngur i gær, þar sem fordæmdir
Fara fram á endur-
tekningu réttarhalda
Reuter, Osló.Fjórir af þekkt-
ustu lagaprófessorum i Noregi
hafa farið þess á leit við
sovézk yfirvöld, að þau endur-
taki réttarhöldin yfir Sergey
Kovalyov, sem i desember á
siðasta ári var dæmdur til sjö
ára þrældóms og þriggja ára
útlegðar fyrir,,andsovezkan.
áróður og upplýsingadreif-
ingu”.
Prófessorarnir fjórir sögðu i
blaðayfirlýsingu i gær, að til
þess aðdæma megi mann eftir
þeim sovézku lögum, sem við
eiga um mál af þessu tagi,
verði saksóknari að sanna, að
hinn ákærði hafi sýnt „beina
ætlun og það markmið að ætla
að niðurlægja eða veikja
sovézku stjórnina”.
beir segja, i bréfi sinu til
saksóknara i Moskvu, að
ástæða sé til að ætla, að rétt-
urinn hafi ekki i raun sannað
þátttöku dr. Kovalyov i út-
breiðslu upplýsinga, sem hann
hafi vitað að voru rangar.
Kovalyov var starfandi sem
fulltrúi Amnesty International
i Moskvu.
Lagaprófessorarnir fjórir
eru þeir J. Andenæs, Anders
Bratholm, Frede Castberg og
Torkel Opsahl.
Spánn:
Stjórnin svíkur loforð sín
Reuter, Madrid. Rikisstjórnin
hefur eyðilagt alla möguleika
sina til að vinna með stjórnar-
andstöðunni að þvi að finna frið-
samlega leið til lýðræðis á
Spáni, sagði Raul Morodo, leið-
togi spænskra sósialista, i gær
eftir að hann var látinn laus úr
fangavist i aðalstöð lögreglunn-
ar i Madrid.
Morodo og fimm aðrir leiðtog-
ar stjórnarandstöðunnar voru
handteknir á mánudagskvöld,
skömmu fyrir áætlaðan blaða-
mannafund, þar sem þeir
ætluðu að kynna nýmynduð
samtök sósialista, kommúnista
og annarra stjórnarandstæð-
inga á Spáni.
— Það voru mikil stjórnmála-
leg mistök hjá stjórninni að
stöðva blaðamannafundinn, og
hér eftir þýðir ekki að tala um
samstarf, sagði Morodo, en
hann tók fram, að aðgerðir
stjórnvalda myndu ekki breyta
áætlunum samtakanna um að
vinna að lýðræði á Spáni, eftir
næstum fjörutiu ára einræðis-
stjórn.
Meðal þeirra sem handteknir
voru, eru kommúnistaleiðtoginn
Marcelino Camacho og leiðtog-
ar tveggja annarra komm-
únistaflokka. Enginn þeirra
hefur verið látinn laus, en með
Morodo fengu tveir aðrir frelsi.
Rikisstjórnin á Spáni hefur
aðvarað alla ritstjóra biaða og
bannað þeim að birta yfirlýs-
ingar frá samtökum stjórnar-
andstæðinganna. Segir stjórnin,
að slikt grafi undan rlkinu.
Handtökur þessar og yfirlýs-
ingar þykja i nokkurri mótsögn
við fyrri yfirlýsingar stjórn-
valda, einkum og sér i lagi við
loforð Manuel Fragas innan-
rikisráðherra um að stjórn-
málalegum höftum verði aflétt i
landinu.
Tyrkland:
Herstöðvar opnaðar, ef varn-
arsamningur verður staðfestur
NTB/Reuter, Ankara. Herstöðv-
ar Bandarikjanna i Tyrklandi
verða opnaðar á ný i lok septem-
bermánaðará þessu ári, ef þingið
i Washington samþykkir nýja
varnarsamninginn milli Tyrk-
lands og Bandarikjanna.
bað var utanrikisráðherra
Tyrklands, Ihsan Sabri Caglay-
angil, sem upplýsti þetta i gær,
þegar hann kom frá Washington.
í óeirðum
voru stjórnarhættir Israela á her-
teknu svæðunum. Báru þátttak-
endur i göngunni spjöld, þar sem
Israelar voru meðal annars sak-
aðir um þjóðarmorð og kúgun á
arabiskum ibúum svæðanna.
Hann lagði áherzlu á að ekki
kæmi til mála að opna stöðvarn-
ar, nema þingið samþykkti samn-
inginn.
Ef bandariska þingið samþykk-
ir samninginn, verða herstöðv-
arnar undir tyrkneskri stjórn, svo
og allir bandariskir starfsmenn
þeirra. Þess utan skal minnst
helmingur starfsliðs vera tyrk-
neskir liermenn. .
Samkvæmt samningi þessum
eiga Bandarikin að veita Tyrk-
landi hernaðaraðstoð, sem nemur
einum milljarði dollara á næstu
fjórum árum. Þar að auki fær
Tyrkland 280 milljón dollara lán
frá Export-Import bankánum
bandariska og hergögn fyrir um
86 milljónir dollara.
Hergögn þau, sem um ræðir,
átti Tyrkland að fá i fyrra, en
bandariska þingið ákvað þá að
stöðva öll hernaðarframlög til
landsins vegna afstöðu þess i
Kýpurmálinu.
Yfirvöld i Tyrklandi svöruðu þá
með þvi að loka tuttugu og sex
bandariskum herstöðvum á tyrk-
nesku yfirráðasvæði, en margar
af þeim stöðvum voru útbúnar
með rafeindatækjum til að fylgj-
ast með hernaðarumsvifum i
Sovétrikjunum.
Caglayangil utanrikisráðherra
upplýsti einnig i gær, að banda-
riska stjórnin hefði samþykkt að
afhenda Tyrkjum að minnsta
kosti fjórtán þotur af Phantom-
gerð, þrjátiu og sex aðrar flugvél-
ar, sjötiu og tvær þyrlur, tuttugu
kennsluflugvélar og tvo kafbáta,
ef varnarsamningurinn kemst
gegnum bandariska þingið.
Stórveldin standa
ekki i skilum
Reutcr, Nairobi. Yfirmaður
umhverfisverndaráætlunar
Skæruliðar dæmdir
fyrir vopnað rán
Reuter/Tottori.Tveir fyrrver-
andi skæruliðar úr japönsku
■iiHSHORNA
Á IVIILLI
Sameinuöu þjóðanna sagði i
gær, að starfsemi stofnun-
arinnar i umhverfisverndar-
málum myndi stöðvast að
fullu, ef aðildarlönd greiddu
ekki styrki þá, sem þau hefðu
lofað. Benti hann sérstaklega
á Sovétrikin og Bandarikin.
— Ef þau þrjú af fjórum
helztu styrktarlöndum, sem
nú eru i skuld, greiddu það
sem þau hafa lofað, væri stað-
an þolanleg, sagði yfirmaður-
inn, dr. Mostafa Tolba.
Sagði hann jafntramt, aö
skuld Bandarikjanna væri um
sjö milljónir dollara, Sovét-
rikjanna um þrjár og hálf
millión, Bretlands um sex
hunaruð og fimmtlu þúsund og
Kina um tvö hundruð og
fimmtiu þúsund dollarar.
Danskur halli
Reuter, Kaupinannahöfn,
Vöruskiptajöfnuöur Dan-
merkur við önnur lönd var i
febrúarmánuði óhagstæður
um rúmlega eitt þúsund og sex
hundruð milljónir danskra
króna.
Þessi halli er um það bil
þrefaldur á við þann, sem var
á skiptajöfnuðinum i sama
mánuði á siðasta ári.
skæruliðasamtökunum Rauði
herinn, voru á mánudag
dæmdir til ellefu ára fang-
elsisvistar fyrir að ræna
banka og pósthús. Dómurinn
var kveðinn upp fyrir rétti i
Tottori i Japan.
Annar skæruliðanna, Juni-
chi Matsuura, var dæmdur i
sex ára fangelsi, en hann var
einn af þeim sjö japönsku
skæruliðum, sem krafizt var
að látnir yrðu lausir, þegar
skæruliðar tóku sendiráð
Bandarikjanna i Kuala Lump-
ur i ágúst siðast liðnum.
Hinn skæruliðinn, Hiroshi
Fukuda, var dæmdur i fimm
ára fangelsi, fyrir hlutdeild
að bankaráninu.
I bankaráninu höfðu þeir
haft um 9.800 sterlingspund
upp úr krafsinu, en i pósthús-
inu um 1.100 sterlingspund.
Lestarslys
Reuter/ Rio de Janeiro. —
Tveir létu lifið og þrjátiu og
átta slösuðust, þegar tvær
járnbrautarlestir rákust á ná-
lægt Rio de Janeiro á mánu-
dagsmorgun. s
Onnur lestanna var með
mörg hundruð verkamenn
innanborðs, sem voru á ieið til
vinnu sinnar, hin, sem var
hraðlest, var með fjörutiu og
einn farþega.
Alitið var að biluö sporskipt-
ing hefði orsakað slysið.
Tekinn af lifi fyrir
þjálfun skæruliða............
Rcuter, Addis Ababa. Foringi
hóps manna, sem starfrækt
höfðu þjálfunarmiðstöð fyrir
skæruliða, hefur verið tekinn
af lifi i borginni Asmara, að
þvi er fréttastofan i Eþiópiu
sagði á mánudagskvöld.
ltalskur borgari, Debini
Ernesto, var dæmdur til lifs-
tiðarfangelsis fyrir að eiga
hlutdeild aö stofnun tveggja
þjálfunarbúöa fyrir skæru-
liðana.
Sá sem var tekinn af lifi hét
Osman Abdel Kekia, og var
hann gjaldkeri hjá skipaflutn-
ingafyrirtæki i Asmara. Hann
var tekinn af lifi á laugardag,
eftir að dómur yfir honum
hafði verið staðfestur.
Ellefu aðrir voru dæmdir til
fangelsisvistar fyrir aðild aö
málinu, allt frá fimm ára til
luttugu og fimm ára fangelsis.