Tíminn - 09.04.1976, Side 4

Tíminn - 09.04.1976, Side 4
4 TÍMINN Föstudagur 9. april 1976. Nú hefur lafði Lucan gleymf morðtilrauninni Munið þið eftir lafði Lucan? Fyrir rúmu ári hafði maður hennar Lucan lávarður nærri orðið henni að bana. Hún er nú búin að jafna sig eftir áfallið, og er meira að segja orðin ástfang- in á ný, en af öðrum manni. Richard John Bingham.Lucan hefur enn ekki fundizt, en hann hvarf eftir morðtilraunina. Hann er eftirlýstur i 120 löndum. Fólk hefur þótzt sjá hann i Suður-Afriku og á Spáni. Margir halda þvi fram, að hann hafi lát- ið gera aðgerð á andliti sinu, til þess að þekkjast ekki. Scotland Yard heldur þvi' fram, að hann sé ekki lengur á lifi, og flestír vina hans eru sömu skoðunar. Þeir telja, að hann hafi framið sjálfsmorð. Það var það eina, sem herramaður eins og hann gat gert, eftir það, sem á undan var gengið. Aðfaranótt 8. nóvember 1974 skjögraði greifynjan af Lucan inn á krá eina i London. Konan er 35 ára gömul, og heitir Veronica. Hún var ötuð blóði og var með mikið sár á höfðinu. — Morð, morð, hrópaði hún. Hjálpið mér. Ég slapp frá morðingja. Þegar svo lögreglan kom heim til hennar fann hún barnfóstruna liggja dauða á kjallaragólfinu. Hún hét Sandra Rivetts, og hafði greinilega verið barin til dauða. Uppi á lofti sváfu vært og rótt þrjú börn Lucanhjónanna. Lucan lávarður og kona hans voru ekki sérlega hamingju- samlega gift. Lucan lávarður var fjárhættuspilari, og var að drukkna i skuldum, þegar hér var komið sögu, og voru þau hjónin reyndar hætt að búa saman. Viö yfirheyrslur sagði lafði Lucan, að hún heföi heyrt einhvern hávaða niðri i kjallara þessa nótt. Hún stökk þangað niður, og var þá barin fjórum sinnum i höfuðið. Þarna niðri var niðdimmt, svo hún sá ekki, hver hafði lamið hana, en hún heyrði hins vegar rödd manns- ins. Hann reyndi að kyrkja hana, en henni tókst að rifa sig lausa og komast út úr húsinu. Allt bendir til þess, að lávarður- inn hafi ætlað sér að myrða konu sina, en fyrir einhver mis- tök hafi hann þess i stað drepið barnfóstruna. Þegar hann kom svo auga á konuna, ætlaði hann sér að láta hana fara sömu leið og barnfóstran hefði farið á undan henni. Hann komst undan i dökkgrænum Ford Corsair-bil, og frá þeirri stundu, sem hann steig upp i bilinn hefur ekkert heyrzt frá honum. Þó er vitað, að hann komst til nokkurra vina sinna i Sussex, þar sem hann sagði frá þvi, að hann hefði orð- ið fyrir voðalegri óhamingju. Hann hefði komið heim, og séð mann vera i þann veginn að drepa konu sina. — Maðurinn hvarf, þegar ég birtist, sagði hann. Ég flýtti mér fram i bað- herbergið til þess að ná i blautt handklæði til þess áð leggja á sár konunnar minnar, en þegar ég kom aftur var hún horfin. Hann sendi bezta vini sinum, William Whand-Kydd bréf, þar sem hann sagði honum frá þvi, hvað komið hefði fyrir. Þar stöð einnig: — Veroniea mun segja, að ég hafi gert þetta. Hann fór siðan lika frá vinum sinum, og hvarf á nýjan leik. Þegar bill lávarðarins fannst i Newhaven, var hann ataður blóði, og reynd- ist það vera af sömu blóðflokk- um og blóð bæði barnfóstrunn- ar og frúarinnar. Lucan lávarð- ur elskaði börn sin framar öllu öðru. Þess vegna hlýtur hann að hafa ætlað sér að fremja þetta morð til þess að fá yfirráð yfir börnunum. Nú er liðið rúmt ár, og lafði Lucan er búin að fá lit i kinnarnar aftur. Hún er orðin ástfangin á nýjan leik. Eftir tiu ár verða áreiðanlega allir búnir að gleyma Lucan-málinu. Ef lávarðurinn er enn á lifi, þá treystir hann þvi að minnsta kosti. Hér sjáið þið mynd af lávarðinum, eins og hann leit út þegar hann hvarf, hvort sem hann hefur látið breyta útliti sinu nú eða er dáinn. 1 húsinu sem myndin er af, var morðið framið — kannski var það mis- tök. Og svo er hér að lokum mynd af hinni laglegu lafði Lucan. — Viðbúinn. — Þú hugsar bara um hvernig þú hefur það, Jónatan. Aldrei spyrðu hvernig mér lfður. DENNI DÆAAALAUSI llann kemst yfir töluvert af mold daglega, já og töluvert af mold kemst yfir hann lika!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.