Tíminn - 09.04.1976, Page 21

Tíminn - 09.04.1976, Page 21
Föstudagur 9. april 1976. TÍMINN 21 H. J. skrifar: „Mikil er makt jafnréttis- afla í þjóðfélagi voru hér" Hvernig er með jafnréttismálin okkar hér á norðurslóðum? Eru þau fallin út af dagskrá? Hefur áhuginn og eldmóðurinn dvinað? Sé svo, þá fylgir hér litil saga, dæmigerð og á sér margar syst- ur, sem ef til vill er aðeins díýr- greinandi fyrir rikjandi ástand, en ef til vill ofurlftið vekjandi. Égþekkimann, sem á sér börn. Bæði stúlkubörn og sveinbörn, eins og gengur og verða vill, þeg- ar framleiðslan er ekki einhæf. Þessi maður hefur reynt að greiða götur sinna barna eftir föngum, meðal annarsmeð þvi að snúasti þeirra málum hér heima, meðan þau hafa verið við nám er- lendis. Fyrstur barna hans til að halda utan til náms var sonur, sem fór með konu og barn og konan vann. Sú ferð er ekki i frásögur færandi, þvi allt gekk vel og yfir engu var að kvarta. Sonurinn stundaði sitt nám, makinn sitt starf, barnið lét sér og faðir námsmannsins sá um lánaumsóknir, peningayfirfærsl- ur og annað það sem ráðstafa þarf hér heima við. Svo gekk nú það. Fáum árum siðar endurtók sagan sig fyrir námsmannsföður- inn, þegar annað barna hans fór utan til náms. Það barn fór einnig með maka og annað barn og mak- inn stundaði sitt starf og barnið sina leiki. Þá ætlaði námsmanns- faðirinn einnig að sjá um lána- umsóknir, peningayfirfærslur og annað það, em ráðstafa þarf hér heima við, vegna námsmanna erlendis. En viti menn, þá kom heldur babb ibátinn. Eftir að hafa útfyllt allar umsóknir, öll þessi eyðu- blöð, og hafa beðið eftir svari um tima, þótt námsmannsföðurnum viðbrögð við þeim heldur sein. Fór hann þvi á stúfana og innti embættisfólk eftir þvi, hvað töf- unum ylli. Svona lengi hefði hann aldrei þurft að biða eftir ávisun- inni handa syni sinum, sem fyrir fáum árum hefði dvalizt við nám er öll í erlendis. Embættisfólkið var bankafólk. í fyrstu kom ofboðlitið undar- legur svipur á embættisfólkið, sem ekki sá i' hendi sér ástæður til afgreiðslutafarinnar. Þegar náð hafði verið i öll umsóknareyðii- blöðin, kom þó skýringin i ljós, málið hafði hafnað i nefnd og ver- ið hafnað. Hafnað i nefnd og verið hafnað? Námsmannsfaðirinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð og spurði hverju slikt gæti sætt. Jú, sjáið þér nú til, sagði embættisfólkið kurteislega, hér hafið þér skráð nafn námsmanns. Öjú, svaraði faðirinn, og það er lika nafn námsmanns. Og hér, sagði embættisfólkið, ibyggið á svip, hafið þér skráð nafn maka. Ójú, svaraði faðirinn, og það er lika nafn maka. Já, en sjáið þér til, sagði embættisfólkið, sigri hrösandi, þér hafið ekki skráð atvinnu maka, tekjur maka á siðastliðnu ári, né nokkuð það sem við þurf- um að vita um makann. Og nú leit embættisfólkiðhvertá annað með svip þess er sannað hefur sitt mál. Augljóst var að faðirinn hafði ekki farið eftir settum reglum, og þvi hafði umsókninni verið hafnað. En námsmannsfaðirinn var ekki á þvi að gefa sig, og skýrði hann nú embættisfólkinu frá þvi að fáum árum áður hefði hann „svindlað” á sama hátt vegna sonar sins, og þá hefðu engar at- hugasemdir komið fram, lánið hefði verið afgreitt svo til sam- dægurs og ávisunin komizt út möglunarlaust. Jú, en sjáið þér til, sagði embættisfólkið, þá var námsmað- urinn karlmaður, makinn kona. Nú er námsmaðurinn kona, en makinn karlmaður. Þessi röksemd gerði útslagið, embættisfólkið sneri sér að öðr- um skyldustörfum, en faðirinn mátti ganga út i kuldann og nepj- una og jafna sig á mismun þess að eiga syni eða dætur. Já, mikil er makt jafnréttisafla i þjóðfélagi voru. Ekki þekki ég feril þessa máls lengra fram: Faðirinn hefur vafa- litið reynt að koma öðrum stoð- um undir nám dóttur sinnar, og ef til vill hefur fengizt einhver leið- rétting i þessari sömu stofnun. Hitt er svo aftur vafalaust, að at- vik þetta hefur styrkt embættis- fólkið i trú sinni á eigin mátt og megin og vafalitið yljað nefndar- mönnum nokkuðum hjartarætur. Er ekki annars kominn timi til að við samræmum kerfið hjá okk- ur? Til hvers erum við að kenna konum að lesa? Þær þurfa ekki bók, aðeins afþurrkunarklút og bréftissjú úr rósóttum pappakassa til aðsnýta krökkun- um. C nsemi" vopn. Og ætli Bretinn hafi eitt- hvað af hraðskreiðum bátum i fórum sinum? Það eina sem er vist er að leikurinn verður hættulegri en hann er nú. Örlög myndanna athyglis- verðari en þorskurinn? Það hefur verið sagt, að pund- ið i kóðunum sem brezku togararnir fiska á íslandsmið- um muni vera dýrt, með tilliti til þess kostnaðar, sem Bretar hafa af varnarskipunum. Ætli fiskurinn, sem Islendingar veiða verði ekki jafndýr eða dýrari, miðað við fólksfjölda, ef þessi „vigbúnaður” okkar heldur áfram. Eitthvað hef ég heyrt á það minnzt, að gott væri að fá fleiri skip af gerð Týs og Ægis, og einnig fleiri flugvélar og þyrlur til gæzlunnar. Höfum við efni á sliku og höfum við ráö á að bæta þessu ofan á þær erlendu skuldir, sem fyrir eru? Svo ætla ég að biðja þig, Landfari góður, að skýra krakkann fyrir mig — gefa þessu yfirsláift — ef hann á annað borð fær að tóra.” Jón Eiriksson, Dráðuhlið 13. Mikil gerast frétta- efnin hjá fréttastofum veraldar- innar: Mynd af Filippusi prins fór i sjóinn, en drottningar- myndinni auðnast sjóliðs- foringjunum að bjarga, þegar gat kom á freigátuna Diomede er hún sigldi á Baldur. Það voru ekki nein smátiðindi. Fiskstofnarnir i hafinu — það fer minni sögum af þeim, og lif- um við þó i heimi, þar sem hungur þjakar margar þjóðir. Það eru örlög myndanna af hátignarfólkinu, sem þykja meiri tiðindum sæta en örlög þorsksins. Það er margt skritið i kýr- hausnum. Hlustandi HRINGIÐ f SfMA 18300 MILLI KLUKKAN 10-12 TÍMA- spurningin Hvað fínnst þér um landhelgisbrot íslendinga? Guðrún Finnsdóttir, afgreiðslustúlka: Það ætti að sekta þá nógu mikið til þess að þeir læri af þessu og láti sér þetta að kenningu verða. Runólfur Pétursson, fyrrv. formaður Iðju: Mér lizt illa á þau. Islendingar ættu að sýna fordæmi i þessum málum. Þaö ætti að sekta landhelgisbrjótana hæstu sektum sem til eru og gera afla og veiðarfæri þeirra upptæk. Bjarki Þorsteinsson, múrari: Þetta er slæmt og voru leiðinlegar fréttir. Auðvitað á að dæma þá i sektir, sem þó kannski eru ekki nógu háar. Sigurdis l.axdal, húsmóðir: Það þyrfti að hækka sektirnar við þessa menn og afla og veiöar- færi ætti að gera upptæk. Að öðru leyti finnst mér þetta mjög vitavert athæfi. Ingimundur Friðriksson, hagfræðingur: Það ætti að gera alla bátana upptæka, selja þá til útlanda og kaupa ný varðskip fyrir andvirðið!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.