Tíminn - 22.05.1976, Side 7

Tíminn - 22.05.1976, Side 7
Laugardagur 22. maí 1976 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Sæmd Breta Bersýnilegt er á skrifum brezkra blaða um þorskastriðið, að almenningsálitið i Bretlandi er að snúast gegn ofbeldisstefnu rikisstjórnarinnar i sivaxandi mæli. Þau blöð, sem i upphafi mæltu þorskastriðinu bót, eins og Daily Telegraph, birta nú orðið forystugreinar, þar sem eindregið er hvatt til þess, að brezka stjórnin láti undan síga og semji við Islendinga á þann hátt, sem þeir geti sætt sig við. Rök þau, sem Daily Telegraph færir fyrir þess- ari breyttu afstöðu sinni, eru næsta augljós. Siðasti fundur hafréttarráðstefnunnar leiddi ótvi- rætt i ljós, að sú stefna, sem íslendingar byggja á útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur, hefur unnið fullan sigur, þótt formlega hafi hann enn ekki verið staðfestur. Þessi stefna var eindregið studd áf Bretum sjálfum og þvi stóðu þeir og íslendingar hlið við hlið á hafréttarráðstefnunni um að koma þvi fram, sem Bretar eru að beita hervaldi gegn á Islandsmiðum. Fátt sýnir betur hversu fjarstæðukennd er sú afstaða þeirra að þráast við að halda hemaðarofbeldinu áfram. Ef brezka stjórnin elur þá ósk i brjósti, að íslendingar muni gefast upp fyrir ofbeldinu, ef - þvi verður haldið nógu lengi áfram, er það fyllsti misskilningur. Þó Bretar séu þráir, er a.m.k. til ein eins þrá þjóð og það eru íslendingar. Brezku stjórninni væri hollt að kynnast þeim ummælum Georg Brandes, að þrennt væri mest á íslandi: Eldurinn i Heklu, isinn á jöklunum og þrjóskan i íslendingum. Þetta hefur ekki breytzt siðan i sjálfstæðisbaráttunni við Dani. I landhelgisdeil- unni við Breta geta íslendingar lika með góðri samvizku verið þráir, þvi að þeir berjast fyrir lifsafkomu sinni i fullu samræmi við verðandi hafréttarlög. Bretum er nú mest til sæmdar að hætta ofbeld- inu og viðurkenna rétt íslendinga. Þeirrar sæmdar geta íslendingar vel unnt þeim, þvi að þrátt fyrir þorskastriðin meta íslendingar Breta á margan hátt. Varnarmálin Forystugrein um landhelgismálið, sem nýlega birtist hér i blaðinu, hefur valdið geðtruflun hjá Þjóðviljanum. I greininni var m.a. sagt, að litill stuðningur bandamanna okkar i Nató, gæti leitt til þess, að Islendingar endurskoðuðu afstöðu sina til hersetunnar. Þjóðviljinn reynir að telja sér og öðrum trú um, að þetta sé bergmál frá Keflavikurgöngunni! 1 tilefni af þvi er ekki úr vegi að birta eftirfarandi ummæli úr grein, eftir formann þingflokks Framsóknarmanna, sem birtist i Mbl. siðastliðinn gamlaársdag: „Persónuleg skoðun min er sú, að ekki eigi að blanda saman landhelgismálinu og varnar- málunum svonefndu. Við eigum að keppa að þvi að verða hvorki fjárhagslega né stjórnmálalega háðir erlendri hersetu. Hins vegar geta hinar tiðu ásiglingartilraunir og önnur ofbeldisverk brezkra hérskipa leitt til þess, að almenningsálitið snúist svo harkalega — ekki aðeins gegn Bretlandi, heldur einnig Bandarikjunum, að hlutleysis- stefna fái meirihlutafylgi i landinu t.d. i þjóðarat- kvæðagreiðslu. Svo gæti farið, að öflugt almenn- ingsálit gerði kröfu til að á það yrði reynt, hvort nokkurt gagn er af varnarliðinu til að verja land- ið og landhelgi þess fyrir yfirgangi brezka flot- ans.” Hvernig ætlar Þjóðviljinn, að skýra að hér sé um að ræða áhrif frá Keflavikurgöngunni? Þ.Þ. Gwynne Dye, The Christian Science Monitor: Tengsl Víetnama við Sovétríkin Þau stafa af ótta við Kínverja Vo Nguyen Giap, varnarmálaráöherra I Noröur-VIetnam, sem er yfir- leitt talinn áhrifamesti maöur landsins. LIKT OG geröist I Albanlu (eða, svo nálægara dæmi sé tekið, I Kambódlu) hafa tengsl Vietnam við erlend rlki að mestu miðaö að þvi að vinna gegn áhrifum eins valdamikils nágranna. Aö vlsu er staöa Vietnam að þessu leyti alger- lega gagnstæð við þá sem er I Albanlu, en engu að siöur er um sama fyrirbrigði að ræða. Tengsl Vietnama við Sovét- rikin, sem voru sterk meðan á stryjöldinni þar stóð og hafa verið allsráðandi slöustu fimm árin, hafa haldizt sem áhrifarlkustu erlendu tengsl landsins á fyrsta ári friðar þar. Litlar llkur eru til þess að þar veröi nokkur breyting á. Margar ástæöur liggja til þess, að Vietnamar halla sér að Sovétmönnum. Bæði er að eldri kynslóðir Vietnama halda tryggð við Moskvu sem miðdepil kommúnisma I heiminum, svo og hafa margir af yngri mönnum, þeim sem börðust I Vietnam-styrjöld- inni, hlotið þjálfun slna i Sovétrlkjunum. Þess utan hafa Sovétrlkin einfaldlega haft mikið að bjóða Vietnam, bæði I vopnabúnaði og á öðr- um sviðum. Meginástæöan fyrir þessum sterku tengslum er þó sú, að Vletnamar finna hjá sér þörf til þess aö vinna gegn áhrifum Klna, einkum I landamæra- héruðum norðurhluta lands- ins. Ekki svo að skilja að Kln- verjar séu óvinveittir eða sýni yfirgang — þvert á móti, þar sem þeir reyna meö öllum til- tækum ráðum að keppa við Sovétmenn um hylli Viet- nama. En Klna er svo stórt rlki og svo yfirþyrmandi I þessum heimshluta, að rlkis- stjórnin I Hanoi, sem vill við- halda sjálfstæði Vietnama gagnvart þessum sterka ná- granna, leitar ósjálfrátt leiða til að vinna áhrif hans upp. Sovétrikin standa þar næst. Þótt þau séu jafnvel enn valdameiri en Klna og hafi ekki getið sér orð fyrir að heimila rlkjum á áhrifasvæð- um slnum I Austur-Evrópu og Mongóllu sjálfstæði I stjórn- málalegum ákvörðunum, þá eru þau einfaldlega of fjarlæg Vietnam til þess að verða sjálfstæði þess hættuleg. Sovétrlkin sjálf eru áköf að tryggja sér stuðning Vietnam, gegn Kína, og eru reiðubúin til að greiða ríflega fyrir hann. ÞAÐ ER ekki óliklegt, aö Sovétmenn stefni að þvi að fá að setja upp herstöðvar I Viet- nam. Einn af leiðtogum Kln- verja lét einmitt þau orð falla nýlega, að Moskvá væri „ást- sjúk” gagnvart flotastöðinni I Cam Ranh Bay, sem Banda- rlkjamenn höfðu yfirráö yfir áður. En ríkisstjórnin I Hanoi, sem greinilega myndi ekki taka vel I slíkar beiðnir, ætti að geta sneitt hjá þessum mál- um, án þess að skaöa sam- band sitt við Sovétríkin. Eins og málin standa, gerir samband þetta Vietnam kleift að viðhalda svipaðri stöðu gagnvart Kina og Júgóslavla hefur gagnvart Sovétrlkjun- um. Sovétríkin aðstoða Viet- nama við að viðhalda sjálf- stæði slnu gagnvart Klna, rétt eins og Kina og Vesturveldin aðstoða Júgóslavlu og Albaniu við að halda sjálfstæði gagn- vart Sovétrlkjunum. Tengslum Kinverja og Viet- nama er bezt hægt að lýsa sem „viðeigandi”, en fremur „kuldalegum”. Kinverjar tóku Paraceleyjarnar, skammt frá strönd Vietnam, skömmu áður en stjórnin I Saigon féll á siöastliönu vori, og þeir krefjast einnig yfir- ráða yfir Spratly-eyjunum, sem eru nokkru sunnar. Þá hefur Kina komið sér upp traustum tengslum við Kambódiu. Gagnvart Kambódiu not- færðu Kínverjar sér þá af- stöðu, sem Sovétmenn höfðu sýnt gagnvart byltingu Khmer Rouge, en sendiráði stjórnar Lon Noi i Moskvu var ekki lok- að fyrr en einum mánuði áður en Phnom Penh féll. Vegna þessa er ekkert sovézkt sendi- ráð I Kambódiu nú og ráða- menn þar eru Sovétmönnum bitrir. Þá hefur Klna einnig greitt fyrir tengsl þessi, með mestu aðstoð við einstakt rlki, sem kínverska rlkisstjórnin hefur veitt, ef frá er talin samtals hjálp við Hanoi I tuttugu og fimm ár. Meginástæðan til þess aö Kambódia þiggur stuðning Kina að þessu marki er þó hin sama og sú sem tengsl Sovét- rlkjanna og Vietnam byggist á. Kambódiumenn vilja með Kinatengslum slnum vinna gegn áhrifum mun stærri og, samkvæmt gamalli hefð, áhrifamikils nágranna. í þeirra tilviki er það Vietnam og áhrif þess, sem þarf að yfirvinna. A meðan tiltölulega frjáls- lyndir menn eru við stjórnvöl- inn I Peking, er óliklegt að þetta valdatafl Kinverja og Sovétmanna I Asiu skapi veru- lega hættu. Stjórnmálalegir arftakar Chou en-Lai hafa rekiðstefnusem miöar að tak- markaðri samvinnu við Bandarlkin og hafa meðal annars reynt, meö nokkrum árangri, að fá þau til að hægja á flutningum sínum frá Suður- og Austur-Asiu. Tilgangurinn með þvi er sá, að koma I veg fyrir að áhrif Sovétrlkjanna flæði yfir svæði þar, jafnóðum og áhrifa Bandaríkjanna hætt- ir að gæta. NAI íóttækari öfl hins vegar endanlega völdum I Klna, verður útlitið annað. Frjáls- lyndir hafa þar legiö undir miklum árásum undanfariö (og gera enn, þar sem valda- baráttan þar er ekki yfirstað- in, þótt tekizt hafi að koma Teng frá öllum sinum embætt- um. Róttækir eru ólíklega ánægðir enn, þar sem for- sætisráðherra sá sem skipað- ur var er ekki þeirra maður, þótt hann tilheyri ekki heldur beint herbúðum frjálslyndra), en þær árásir eru runnar frá öflum, sem ákveðin eru I að skera algerlega á samböndin við Bandarlkin. Jafnframt þvl að hætta málamiðlunum gagnvart Bandarlkjunum vilja öfl þessi viöhalda algerri óvináttu gagnvart Sovét- rlkjunum. Ef sú staða kemur upp, að róttækir hafi völdin I höndum sér, er hugsanlegt að Kinverj- ar grlpi til ákveðnari aðgerða til þess að minnka áhrif Sovét- rlkjanna I þeim hluta Aslu sem um ræðir, þvi aðgerðir Sovétmanna þar eru I augum róttækra. Klnverja beinar til- raunir til aö umkringja þá sjálfa. Pham Van Uong, sem hetur venð forsætisráðherra Noröur-Víetnam siðan 1955, en svo unnið mest aö tjaldabaki.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.