Tíminn - 22.05.1976, Side 15

Tíminn - 22.05.1976, Side 15
Laugardagur 22. mal 1976 TÍMINN 15 © Borgaryfirvöld Umferðarmiðstöðin á La ndspita lalóðinni Þegar búiö er aö flytja Hring- brautina og Miklubrautina niö- ur i mýrina veröur að gera mjög kostnaöarsamar tengingar aö austan og vestan. Þá er að geta þess, að Umferðarmiðstööin mun króast inni á Landspltala- lóðinni, þvi nýja hraðbrautin kemur til með að liggja fyrir sunnan hana, fast viö flug- brautarendann, en til þess að ganga forsvaranlega frá braut- inni vegna flugumferðar, verður liklega að grafa umferö- ina þar niður i jörðina, þannig að þar verður næstum þvi aö gera undirgöng. Tengingarnar á Miklatorginu verða lika umfangsmiklar og kostnaðarsamar, meðal annars verður að rifa þristætt steinhús (á kostnað rikissjóðs, Mikla- braut 16). Það kemur lika skýrt fram I þessari greinargerð, að við telj- um hvorki stööu rikissjóðs, né borgarsjóðs vera með þeim hætti nú, að þessir aðilar hafi nú hundruð milljóna aflögu til þess að flytja fullgerðar hraðbrautir annað. Við teljum farsæfla, ef þessir peningar eru til að þeim sé variö til þess að reisa einn spitala i viðbót til þess að bæta úr skort- inum á sjúkrarými. — Hver veröur heildar- kostnaöurinn við þessar fram- kvæmdir? — Það er ekki nokkur leið fyrir mig að gefa tölur um það. En miðað við þann kostnað, sem maður sér við lagningu hrað- brauta og umferðarmann- virkja, sem núna standa yfir, get ég ekki betur séð að réttara sé að ræða um milljarða en hundruð milljóna, jafnvel þótt aðeins sé átt við sjálf umferðar- mannvirkin. Þá er heldur ekki reiknað með þeim stórfellda kostnaði, sem hlýtur aö leggjast á borgina, þegar Landspitalinn er búinn að byggja upp á lóð- inni. Þá eru núverandi, aðliggj- andi götur ófullnægjandi, þvi spitalinn er á alversta stað núna hvað umferð viökemur, liggur þétt upp að skuröpunkti mikilla umferðaræða. — Ég viöurkenni ýms rök, sem hniga að uppbyggingu Landspitalans á þessum stað. Þetta verður og er kennslu- spitali, sem þægilegt er að hafa i námunda við Háskólann en mér er þó til efs, að menn reisi al- mennt stóra spitala viö fjölfarn- ar umferðargötur eða við flug- brautarenda, eins og þarna er ráðgert að gjöra, sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi að lokum. Greinargerðin — Greinargerö þeirra Krist- jáns Benediktssonar og Alfreðs Þorsteinssonar kom mjög til umræðu, enda skjal sem felur I sér meginsjónarmið þeirra, er gagnrýna þessa fjárfreku — og að manni finnst, vanhugsuðu framkvæmd borgarstjórnar- meirihlutans. Verður hún hér birt i heild, eins og hún var fram lögð: GreinargerC frá Kristjáni Benediktssyni og Alfreð Þor- steinssyni vegna tillögu skipu- lagsnefndar frá 5. janúar s.l.um færslu Hringbrautar o.fl. I. Til ákvörðunar borgarstjórn- ar er tillaga skipulagsnefndar frá 5. janúar s.l. um færslu Hringbrautar til suðurs, tillaga um deiliskipulag á Landspitala- lóð frá fundi skipulagsnefndar 26. janúar s.l. og breytingartil- lögur við samning milli rikisins og Reykjavikurborgar sem gerður var 13. des. 1969. —0— Flutningur á einni aðalum- feröargötu borgarinnar — Hringbrautinni ber vissulega vott um, að skipulagsmálin eru i megnasta ólestri hjá Reykja- vikurborg. —0— Stórfelldar viðbótarbygging- ar við Landspitalann á núver- andi stað eru vægast sagt óskynsamlegar með tilliti til nálægðar við flugvöllinn og þeirra gifurlegu umferöar- vandamála, sem stækkunin veldur. -0— Hvorki Reykjavlkurborg né rikissjóður hafa efni á að verja hundruðum milljóna króna i færslur á götum og breytingar á umferðarmannvirkjum til þess eins að skapa möguleika tii áframhaldandi viðbyggingu við Landspitalann á núverandi svæði. T_ 11» Varðandi færslu á Hring- brautinni viljum við taka fram eftirfarandi: 1. Akstursleiðin Mikla- braut—Hringbraut er falleg - og tiltölulega greiðfær leið eftir endilangri borginni. Stór hlykkur á Hringbrautina niður undir enda na-sv flug- brautar myndi lýta þá heilsteyptu mynd, sem þessar götur gefa borginni. 2. Mjög hlýtur að teljast óæski- legt, að færa mikla umferðar- götu eins og Hringbrautina fast aö enda flugbrauta. Skýrslur sýna, að flugvélum hlekkist lang-oftast á við enda flugbrauta. 3. Með færslunni mun aksturs- leiðin lengjast um a.m.k. 80.- Þetta virðist kannski ekki mikiö I fljótu bragöi skoðað. Sé það hins vegar haft I huga, að um 20 þúsund bilar aka þessa leið á hverjum sólar- hring kemur i ljós, að akstursleiö þeirra lengist um 1600 km eða riflega lengd hringvegarins. Auövelt er að leika sér að tölum og reikna út, hvað þetta kostar reyk- viska ökumenn á ári eða 10 árum. t Norræna húsinu um helgina: Bókasafn — Sýning á listmunum úr tré — Stig Pettersson frá Sviþjóð. Sýningarsalir I kjaiiara — Yfirlitssýning á verkum Síri Derkert — Siöustu dagar, opiö 14:00-22:00. (Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld) Samkomusalur Kvikmyndasýning ki. 16:00 á sunnudag. Sýndar veröa kvikmyndir frá Þeiamörk i Noregi. Veriö velkomin NORRÆNA hCjsio 4. Þótt rikissjóður taki að sér greiðslu kostnaðar við lagn- ingu sjálfrar götunnar og greiði kostnað viö niðurrif húsa við Miklubraut, munu tengingar alfarið lenda á borgarsjóði. Um þann kostn- að liggja ekki fyrir nákvæmar tölur. Augljóst er þó, aö þarna er um nokkur hundruð milljónir króna að ræða mið- að við núverandi verölag. III. Til viðbótar þvi, sem að framan er sagt um færslu Hringbrautar, teljum við rétt að drepa á nokkur atriði almenns eðlis um þá stefnumörkun að stækka lóð Landspitalans úr 7.5 ha i 22 og auka við byggingar á lóðinni nokkuð i sömu hlutföll- um, en breyting á samningnum frá 1969 gerir ráð fyrir auknu nýtirigarhlutfalli ú 0.6 I 1.0. Stækkun Landspitalans, þar sem hann nú er, um allt að þreföldun til fjórföldun, mun i framtiðinni skapa Reykjavikur- borg næstum óyfirstiganlega erfiðleika umferðarlega séð vegna aukinnar umferðar að og frá spitalanum. Engar áætlanir liggja fyrir um, hvernig þau mál verða leyst, né hvað það kemur til með að kosta borgina. —O- Þrátt fyrir stækkun lóðar Landspitalans, hlýtur aö þvi að' koma, að lóðin verði fullnýtt og finna veröi nýtt svæöi fyrir áframhaldandi byggingar. Sú spurning hlýtur þvi að vakna, hvort ekki er einmitt núna rétti timinn til að flytja hluta spitalans út fyrir megin- byggðina, þar sem athafnarými er nægilegt og umferðin ekki vandamál. Kemur þá i hug stað- ur eins og Vifilsstaðir, þar sem spitali er fyrir og landiö i eigu rikisins. —O— Þá hlýtur það að orka mjög tvimælis aö hyggja á stórfelldar spitalabyggingar fast við flug- völlinn og að hluta til i aðflugs- geira na-sv brautarinnar 07-25. Notagildi þessarar flugbrautar kemur til með að skerðast veru- lega, vegna bygginga spitalans. Fyrr I vetur var skipulag flug- vallarsvæðisins ákveðið fram til ársins 1995. Spáö er, að umferð um flugvöllinn muni allt að fjór- faldast til þess tima. Hávaði frá flugvélum er talinn hvimleiöur og jafnvel skaðlegur heilbrigðu fólki. Hvað þá heldur fyrir þá sem sjúkir eri . —0— Okkur viröist að svo mörg og stór verkeíni biði úrlausnar, að þvi er varðar byggingu sjúkra- stofnana, að tæplega sé rétt- lætanlegt að verja stó.rum fjárhæðum i flutning gatná og annarra umferðarmannvirkja til þess eins að fá samfellda lóð fyrirLandspitalann á núverandi stað. Með þessum orðum lýkur greinargerð þeirra félaga og nú liggur að þvi er virðist ekki ann- að fyrir en hefja framkvæmdir að þessu mikla verkefni,— JG. Til sölu Gný blásari, blásararörum, og dreifistýri. Sími 93-2150. ásamt beygju BRADLEY Vagntengi og D ÞORf SIMI B15DO ARMÚLA11 Viðtalstímar alþingismanna °9 borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Þórarinn Þórarinsson alþingismaður verður til viðtals aö skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18, laugardaginn 22. mai frá kl. 10 til 12. Akranes og nærsveitir Fundurinn með Ólafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra, sem frestað var sunnudaginn 16. mai, verður haldinn i Framsóknar- húsinu á Akranesi sunnudaginn 23. mai kl. 16.00. Þar verður rætt um horfur i Islenzkum stjórnmálum, meðal annars landhelgismálið. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélag Akraness. Leiðaþing á Austurlandi Boöum leiðaþing scm hér segir: A Bakkafiröi sunnudaginn 23. þ.m. kl. 4. Vopnafirði mánudaginn 24. þ.m. kl. !) e.h. Ilalldór Ás- grimsson. Vilhjálmur Hjálmarsson. Húsvíkingar Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins verða til viðtals á skrif- stofu flokksins á Húsavik miðvikudaginn 26. mai 1976 kl. 17-19. Framsóknarfélag Húsavikur. iullk CMIÍM Það má œtíð treysta Royal Benzínsala við þjóðbraut, Akranesi, ásamt aðstöðu fyrir sæigætisverzlun er, til leigu. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins, fyrir 26. þ.m. merkt ,,Benzinsala”. Sveit Duglegur 11 ára gamall drengur óskar eftir að komast í sveit, hefur verið í sveit áður og er vanur öllum skepnum. Uppl. í síma 81053.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.