Tíminn - 22.06.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 22.06.1976, Qupperneq 7
Þri&judagur 22. júnl 1976 TÍMINN 7 arsson Dungason, Lord oi Hecla”. Upp úr þessu hefst nýtt skeið i lifi Dunganons. Alls konar skjalagerð vegna hertoga- dæmisins verður rúmfrek og hann gerist félagi i danska rit- höfundafélaginu. „Yrkir, m.a. sléttubönd á frönsku, og rekur framhaldandi astro-erótiskan ektaskaps- kontór i Höfn. Kemst yfir Völuspá ,,á gyðingamáli”. Guð- mundur tviburabróðir hans finnur upp einfasamótorinn. At- burðir á Skáni. Samin „Stamt- afla”, þarsem ætt hans er rakin um Jón Loftsson Oddaverja og Harald hárfagra til Njarðar rika i Nóatúnum. Tekur að hyggja að skjaldarmerki. ,/Völuspá á hebresku" 1942: Halldór Laxness birtir „Völuspá á hebresku” i Sjö töframönnum. Karl Einarsson Dunganon i Berlin, býr i Wundt- strasse 64, 1 t.v. Gerist frétta- þulur þýzka útvarpsins til Fær- eyja. Rekur húsnæðismiðlun. Vinnur aö ljóðabálkinum »AURORA BOREALIS. Lætur yfirvöld kalla Guðmund bróður sinn til Berlinar, þar sem dr. Otto Hahn reynir atómklofnun- arformúlu hans. Reaktion CdS4 + 4 Mg — CdS + 4 MgO— Fe við Kaiser Wil- helm Institut. Arangur nei- * kvæður. Karl kvænist Christine Ursula Hohmann 21.12 1943. Tekur upp skjaldarmerki ætt- föður sins, Jóns Loftssonar: . 1943-45: Er ýmist i Berlin eða l Kaupmannahöfn. Les margra ^ vikna „fréttasendingar” inn á plötur og hlustar á þær i Höfn. Vinnur að ljóðabálkunum FATA MORGANA og MEMORIA LI- BELLI. Tekur að yrkja glasa- kvæði. Hjúskapurinn leysist upp. Stofnar heimssamtökin AMIGOS de la RAZA HISP- ANO-AMERICANA og skjalda- merkjafélagð SOCIETAS HER- ALDICA ISLANDICA. Cormorant, forseti þess, gefur út staðfestingu á skjaldarmerki Dunganons, hertoga af St. Kilda. Visað úr rithöfundafélag- inu danska. Styrkur úr Sáttmálasjóði 1947: Fer til tslands að skoða Heklugosið: kveikir i vindli við eldana. Kemur til Oslóar á heimleið: á þann 25.7 viðtal við Ein myndanna á sýningunni. norskt blað um Hekluförina. Fær 1000 kr. styrk úr sáttmála- sjóði til útgáfu LES HEURES SONORES. Eykur við titil sinn: Leyndarhirðir Hekluglóða. 1948- ’52: Lýkur við ljóðabálk- inn LINGUA FLORAE I-III bindi. Skoðar sykurrófur á Skáni. byrjar að teikna og lita myndir. 1961-62: Fer til tslands i boði Ásbjarnar Ólafssonar. Heldur sýningu á 100 myndum sinum að Bergstaðastræti 19, lágmarks- verð $50.000.00. Slær marga landa sina til riddara og skipar i leyndarembætti á St. Kilda. Fyrir tilstuðlan Ragnars Jónssonar og Asbjarnar kemur út fjöltungubókin CORDA AT- LANTICA, Universal edition of St. Kilda 1962, prentuð by The Vikingpress Company, Ultima Thule, skrásett numéroT. 330135 chez la sociéte Psycho-Astral, Bruxelles-Ixelles, Belique”. Karl Einarsson Dunganon lézt i Kaupmannahöfn 25. febrúar árið 1972 og var borinn til grafár i Friðriksbergskirkjugarði. Byrjaði aö mála á sextugs aldri Karl Einarsson fer ekki að mála myndir fyrr en hann er kominn á sextugsaldur. Þær myndir sem sýndar eru i Bogasal, eru allar frem- ur smáar. Máíaðar meö oliulit- um á pappa og siðan er lakkað yfir þær með glæru glansandi lakki. Hann var fastheldinn á mynd- ir sinar, og kom þeim fyrir i sér- stökum möppum með skjaldar- merki. MUSEO DUNGANON, safn Dunganons. Myndirnar eru margar málaðar við ljóð hans og hann málar seriur um Myndaflokka um sjó, dýr g Austurlönd, nær. Myndir hans eru mjög per- sónulegar og eru að minu mati gjaldgeng myndlist hvar sem er. Undir gleri eru ýmsar myndir af skjölum Dunganons, en hann arfleiddi islenzka rikið að skjölum sinum og myndum. Sýningin er vel upp sett, og frá- gangur er til fyrirmyndar, en ég held að þeir Steinþór Sigurðsson og Björn Th. Björnsson hafi annazt undirbúning af hálfu listahátiðar. Meðan undirritaður stóð við á sýningunni var þar staddur einn, sem hlotið hafði „riddara- tign” af Dunganon, hertoga. Það var Hákon Guðmundsson, fv. yfirborgardómari, en þeir voru frændur sem áður sagði og mátu hvorn annan mikils. Dunganon og Hundertwasser, hliöstæö- ur? Dunganon hefur unnið sér nokkra frægð með uppátækjum sinum og lifshlaupi. Tiltölulega hljótt hefur þó verið um nafn hans þar til nú að haldin er sýn- ing á verkum hans. Það merkasta er þó liklega eftir, bvi að hinn frægi listmál- ari Hi.ndsrtwasser hyggstgefa út listaverkabók með verkum Karls, en sem kunnugt er þá stendur yfir stór sýning á verk- um Hundertwassers i Listasafni Islands. Listamaðurinn leit við á sýningu Karls Einarssonar og hreifst mjög af verkum hans og uppátækjum. Hundertwasser frestaði utanför 'sinni um tvo daga til þess að geta kynnt sér myndlist Dunganons. t sjálfu sér er það ekki svo undarlegt, ef borinn er saman lifsferill þeirra, þvi að þá kemur margt skringilegt i ljós. Þeir Hundertwasser hafa verið ein- kennilega likir um margt. Má þar fyrst telja, að báðir breyta þeir um nafn. Karl verður Karl Einarsson Dunganon og Friderich Stowasser verður Friderich Hundertwasser. Báðir verða þeir viöskila við skólakerfið, en taka út þroska sinn i skóla lifsins, og þá mikið á flakki um heiminn. Dunganon tekur sér hertoganafnbót og gef- ur út sin eigin frimerki. Hundsrtwasser er heimsfrægur frimerkjateiknari lika, og á sýningu hans eru m.a. frimerki. Karl Einarsson var örlátur maður á allt, nema myndir sin- ar. Þær voru ekki falar hvorki fyrir offjár né ab gjöf, og hann skrásetur myndir sinar með dularfullu skrásetningarkerfi. Hundertwasser er ákafur safn- ari eigin verka og árið 1958 byrjar hann að númera verk sin, smá og stór. öll verk fá númer, og Hundertwasser „heimsækir” myndir sinar hvenær sem hann getur þvi viö komið. A sýningu Dunganons er si- keyrt segulband með allskonar efni, sém hann flytur sjáifur, en uppi keyrir Hundertwasser „Regndag” sinn sem ákafast, en það er kvikmynd, sem hann gerði um sig með Peter Schamoni. Svona má nær endalaust rekja tengsl þessara tveggja manna — og finna þeim hlið- stæður. Mikið er um titlatog utan um myndlist þeirra beggja. Stór- menni eru verndarar Hundert- wassers, doktorar, stjórnmála- menn og þjóðhöfðingjar, og sjálfur Bruno Kreisky, forseti Austurrikis, ritar formála i sýn- ingarskrá Hundertwassers, en samantekið hefur skrá Dunganons „Surveilleur de la Chambre aux Armoires de L’Ues Crymogæa, duché St. Kilda.” og maður spyr sig hvaö er tilbúningur? Að lokum má þess geta, að sýningarskrár beggja eru svartar „sálma- bækur” i nákvæmlega jafn stóru broti, hvort sem það er til- viljun eða ekki. Ekki skal spáð um það hér, hvort snillingnum Hundertwass- er tekst að gera Dunganon heimsfrægan, gera tilbúninginn að raunveruleika og raunveru- leikann að tilbúningi, en mynd- list Karls Einarssonar stendur fyrir sinu, ef út i það er farið, og þaðgerirskáldskapurhans lika. Jónas Guömundsson. nú til þess að reisabyggingar úr léttu efni, þegar ekki er um há- hýsi að tala. A þessu sviöi vilja þeir nú fylgjast af kostgæfni með breácri framleiðslu ál- bygginga, sem fluttar eru I flekum eöa hlutum og reistar á skömmum tima fyrst og fremst sem útihús, þar sem styrktar- og burðarstoðir og sperrur eru úr ryövörðu stáli, klæðning öll úr áli, en byggingarnar eru reistar á heimageröum steyptum grunni. Abacus-fjós heitir sérstök gerö álfjósa, sem framleidd eru nú i Bretlandi og fariö er aö flytja I flekum eða einingum til annarra landa. Þau eru eigin- lega verksmiðjuframleiösla frá Manchester, m.a. gerð sem fjögurra raöa hvilubásafjós og tveggja raða hjaröfjós meö jötum og fóðurgeymslu. Aðrar geröir eru einnig framleiddar en naumast áhugaefni fyrir okkur. Á staönum er grunnur steyptur meö viöeigandi frá- gangi og aðstöðu til brottflutn- ings þvags og mykju og til- tekinni aðstö&u til starfa við mjaltir og mjólkurmeðferö. Á grunninum er svo álfjósið reist, þegar það er komið á staðinn sem einingar. Stálstoðir og sperrur eru sink húðaðar svo og stoöir allar, sem bera þakið uppi, en þær eru jafn framt takmörk milli bása. Þegar búið er að reisa hina sinkvörðu stálgrind eru allar markalinur dregnar meö þvi i stórum ‘ dráttunum, en svo kemur álklæðningin utanvert og að innan einangrunin. Til varnar gegn hnjaski af bú- fé og störfum innanhúss er að sjálfsögðu nauösynlegt að klæða að nokkru hiö innra. Það má gera með ýmsu efni, sem viö- eigandi þykir, rétt eins og viö höfum gert til þessa þegar steinsteyptir veggir og ein- angrun hefur verið rikjandi. Þar gæti islenzkt ál sjálfsagt komið til greina, sem plötur af hæfilegri þykkt. Viö höfum þegar mörg dæmi um notkun ál- pappirs, sem klæöningu innan- húss. Til umhugsunar. Hér hefur verið bæði skrafað og skrifaö um ný viðhorf til fjölbreyttari starfsemi á okkar landi og ekki aö ástæðulausu. Aætlanir eru um járnblendiverksmiðju viö Katánes, saltvinnsluverksmiðju á Reykjanesi, og sykurverk- smiöju i Hverageröi. Ég ber ekki skyn á hag- kvæmni umræddra fyrir- hugaðra fyrirtækja, en ég tel vist aö vaxandi Ibúafjöldi þjóö- arinnar krefjist fjölbreyttari hlutverka til llfsframfæris, en gerzt hefur til þessa. Hitt er alveg vlst, að á undan öllum nefndum fyrirhuguðum fyrir- tækjum er nærtækara að sinna efnum, sem að minni hyggju eru miklu hagrænni og þar á meöal byggingarefnaframleiðslu úr álinu i Straumsvik.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.