Tíminn - 22.06.1976, Side 13

Tíminn - 22.06.1976, Side 13
Þriðjudagur 22. júni 197G TÍMINN 13 tf möppur og gjafakassa. Þarna munu vinna einstaklingar sem þessa stundina búa út i bæ, en núverandi vistmenn eru yfirleitt svo illa farnir i höndum, að þeir eiga erfitt með það. Vinnustof- an er það sem við köllum „vernduð” vinnustofa. Hún er byggð upp eftir ákveðnu kerfi og þar kemur til með að vinna fólk, sem getur ekki skilað fullum af- köstum á hinum almenna vinnumarkaði. Sjálfsbjörg gerir sér fyllilega grein fyrir þvi að stofan verður rekin með tapi, og þvi er gert ráð fyrir aö trygg- ingastofnunin og atvinnuleysis- tryggingasjóður — ásamt félag- inu greiði tapið. Það má vel vera, að það komi mönnum ein- kennilega fyrir sjónir að hefja rekstur fyrirtækis, sem ekki græðir en ekki er vafi á þvi, að það fé, sem varið verður i að greiða tapreksturinn, myndu fyrrgreindir aðilar þurfa að borga annars staðar. Þá höfum við áhuga á að koma upp annars konar starf- semi, en það er dagvistun fyrir fatlað fólk, sem býr i heimahús- um. Þvi miður höfum við ekki húsnæði fyrir þess konar starf- semi. Hugmyndin er hins vegar að hingað geti fólk komið nokkr- um sinnum i viku hverri og fengið t.d. hádegismat og kaffi auk þjálfunar. Það er ekki ein- ungis erfitt fyrir þetta fólk að þurfa alltaf að vera heima, álagið á heimilið sem slikt er lika oft mikið. Hvað annarri starfsemi hjá Sjálfsbjörg viðvikur, má geta þess, að við höfum verið hér með skemmtifundi, föndur og bazarvinnu ýmiskonar. Auk þess hefur verið hér kennsla á vegum námsflokká Reykjavik- ur. Að visu var þátttaka litil i vetur, en hér höfum við verið áður með kennslu i dönsku og~ ensku. 1 vetur var hinsvegar það, sem kallað er staðháttai. kynning, og voru Suðurnesin kynnt. Sagöar voru sögur af þessum landshluta og rakin var jarðfræöisaga hans. Efnt hefur verið til leikhúsferða á vegum námsflokkanna og haldið nám- skeið i fundarsköpum og ræðu- mennsku. Þessi starfsemi hefur borið góðan ávöxt, hingað hefur^ komið fólk, sem varla hefur stigið út undir bert loft i morg ár og i sumum tilfellum kynnzt mun fleira fötluðu fólki, sem þó bjargaði sér betur en það sjálft. Slikt er mikils viröi. Aðstööumunurinn er alltof mikill — Þið hélduð hér þing fyrir skömmu. Hver voru helztu mál, sem rædd voru? — Það voru aðallega þrjú mál. örorkulifeyririnn, kaup og rekstur á bifreiðum öryrkja og atvinnuútvegun hjá riki og bæj- arfélögum. Það kom fram að hægt er að lifa mjög sæmilegu lifi af lifeyrinum i Danmörku og Noregi, en bezt mun það vera i Sviþjóð. Danskir öryrkjar fá t.d. um 3000 krónur danskar á mánuði, sem samsvarar um 90 þúsund isl. krónum. Danir gera ekki einungis vel við sitt fólk hvað peninga varöar, þeir hafa einnig byggt töluvert af þvi sem þeir kalla „Kollektiv hus", en það eru fjölbýl- ishús. í þeim er sam- eiginlegur matsalur þar sem hægt er að kaupa mat á vægu verði. Þarna er ýmisleg sameiginleg þjónusta. Hægt er að fá fólk til að taka til i ibúðun- um og til að aðstoða menn við að fara úr og i rúm. Kostnaðurinn við að búa i sliku húsi nemur um helmingi lifeyrisins, og er þá eftir dágóð eyðsluupphæð fyrir hvern og einn. Hvað varðar bilana, þá kom i ljós, að mjög auðvelt er fyrir ör- yrkja að eignast og reka bifreið á Norðurlöndunum. Hér á landi er ástandið þannig, að þó svo ör- yrki geti eignazt bil, þá er aðal- vandinn að reka hann vegna dýrtiðar. f Sviþjóð er bensinið hins vegar endurgreitt og i Dan- mörku eru gefin eftir ýmiskonar gjöld. Atvinnumálin virðast ekki vera i góðu lagi á neinu Norður- landanna, hvað varðar vinnu hjá hinu opinbera. A hinum almenna vinnumarkaði eru þau i ágætu lagi. Hér eru til lög, sem segja, að þeir, sem hafa notið endurhæfingar, skuli að öðru jöfnu sitja fyrir um störf hjá riki og bæ, störf sem þeir geta innt af hendi til jafns við heilbrigt fólk, en litið hefur komið út úr þeim lögum. Hjá endurhæfingarráði hefur ekki verið starfandi annað fólk en einn maður og skrifstofustúlka, sem vinnur hálfan daginn, og þaðgefur auga leiö að þau hafa ekki neina möguleika á að sinna þessu sem skyldi. 1 stuttu máli vantar öflugri uppbyggingu við að útvega fólki vinnu. Aö visu ætlar Reykjavikurborg aö stofna sérstaka deild innan Ráðningarskrifstofu Reykja- vikurborgar og þá ættu þessi mál að lagast töluvert á Reykjavikursvæðinu. Einstaka fyrirtæki hafa og sýnt málefn- um okkar lofsverðan áhuga. Iðntækni hefur t.d. I þjónustu sinni nokkra öryrkja og af sam- vinnu okkar við þaö fyrirtæki væntum viö mikils, sagði Theo- dór A. Jónsson að lokum. ASK Ekki til fjármagn til að Ijúka ibúðunum — Svo farið sé úr einu i annað, hvernig gengur rekstur dvalar- heimilisins hér i Hátúni? — Við höfum nú rekið þetta dvalarheimili i um þrjú ár og hér er aöstaða fyrir 45 manns. Hér er eingöngu um að ræöa Nauðsynlegt að koma upp dagvistun fyrir fatlað fólk — Hvað um aöra starfsemi hjá Sjálfsbjörgu? — Eins og ég minntist á áðan, eru hér 45 einstaklingar meö fasta búsetu, en einnig er hér til húsa sjúkraþjálfun, Unniö aö gerö gjaldmæla fyrir leigubifreiöar á vegum Iöntækni h/f. i dag hafa sjö fatlaöir atvinnu hjá fyrirtækinu. Theodór A. Jónsson. — Skilningur stjórnvalda á vandamálum fatlaöra er stööugt aö aukast. Timamyndir: Gunnar Texti: ASK Þú átt að vera heima að sofa... — Hvað með afstöðu almenn- ings gagnvart lömuðum? — Yfirleitt held ég, að fólk á tslandi sé mun jákvæðara gagn- vart þeim heldur en gerist og gengur I öörum löndum. Ég hef aldrei orðið var við annað en við værum velkomin. Hér er t.d. al- gengt, að fólk i hjólastólum fari á almenna skemmtistaði, og verður það sjaldan eða aldrei fyrir neinni áreitni. í þessu sambandi kemur mér í hug litið atvik er henti mig i Danmörku fyrir nokkrum árum. Ég hafði farið i næturklúbb ásamt fleira fólki, og eftir að hafa verið þar um stund kom yfirþjóninn til min og sagði: — Maður i hjóla- stól hefur ekkert hér aö gera. Hann á að vera heima að sofa. Annað dæmi, sem lýsir e.t.v. enn betur afstöðu fólks, gerðist einnig i Danmörku. Þar skrifuðu einhverjir lesendur i blöðin og sögðu að fólk i hjóla- stólum, sem sækti ákveðinn skemmtigarð, eyðilegði algjör- lega ánægjuna fyrir þeim heil- brigðu með þvi að koma þangað á sunnudögum. Eins og ég tók fram áðan, hef ég ekki orðiö var við svipaðar skoðanir hér. Hitt ersvo aftur annað mál að stuðn- ingur rikisvaldsins við fatlaða er mun minni á Islandi en ann- ars staðar á Norðurlöndunum. fólk, sem er það mikið fatlað, að það á óhægt með að bjarga sér sjálft. Þetta heimili er rekið sem aðrar heilbrigðisstofnanir. Við réðumst á sinum tima i að byggja til viðbótar 36 ibúðir, en þvi miður hefur ekki tekizt að ljúka þeim, af þeirri einföldu ástæðu að fjármagn er ekki fyr- irhendi. Við erum heldur óhress yfir þessu, þvi ekki er mikið eftir og eins og gefur að skilja er afborgana- og vaxtakostnaður mikill. Til þess að byggja fékk Sjálfsbjörg húsnæðismála- stjórnarlán og einnig kom fjár- magn úr erfðafjársjoði, en hann hefur ekki það bolmagn sem þarf til þess að ljúka ibúðunum. Þá voru 1961 samþykkt lög á Al- þingi um styrktarsjóð fatlaðra en þau lög kváðu svo á um, að i hann skyldu renna þrjár krónur af hverju kilói af hráefni til sæl- gætisgerðar. Giltu þau til 10 ára. Þegar sá timi var útrunninn fengum við gildiatima þeirra ekki framlengdan. Lögin voru felld niður á þeirri forsendu að einfalda ætti innheimtukerfi rikisins. Þvi var ákveðið, að Sjálfsbjörgu skyldi veittur á- kveðinn styrkur á hverjum f jár- lögum. tJtkoman var sú, að við fengum mun minna en annars, og á sl. ári fengum viö 3.8 mill- jónir, sem hrökkva æði skammt. en hún hefur nú aðset- ur þar sem gert var ráö fyrir vinnustofum. Sú starf- semi flytzt hinsvegar á annan stað i húsinu innan skamms. Þá er ætlunin að koma þar á fót fyrrgreindum vinnustofum. Við eigum þegar vélar i þær, og ætl- um okkur að framleiða þar ýmsar vörur úr pappa, svo sem /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.