Tíminn - 22.06.1976, Síða 20
TÍMINN
Þriðjudagur 22. júnf 1976
20
Húsvörð vantar
að Hrafnagilsskóla
i Eyjafirði. Æskiiegt er að hann geti jafn-
framt tekið að sér handavinnukennslu
drengja.
Upplýsingar um starfið gefa Sigurður
Aðalgeirsson, skólastjóri, Hrafnagilsskóla
og Bjartmar Kristjánsson, Syðra-Lauga-
landi.
gj Heilbrigðisfulltrúi
w Sauðórkróki
Starf heilbrigðisfulltrúa fyrir sauð-
árkrókskaupstað er laust til umsóknar.
Óskað er eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa
með sérmenntun i heilbrigðiseftirliti, eða
sem er talinn hæfur til starfsins að mati
heilbrigðisnefndar Sauðárkróks og Heil-
brigðiseftirlits rikisins.
Launakjör og starfstimi verða ákveðin af
bæjarstjórn Sauðárkróks.
Skrifleg umsókn berist bæjarráði Sauðár-
króks, bæjarskrifstofum við Faxatorg,
fyrir 28. júni 1976.
Sauðárkróki 10. júni 1976.
Bæjarstjórinn á Sauðárkróki
Þórir Hilmarsson.
auglýsir
Nýkomnir varahlutir í:
BÍLA-
PARTA-
SALAN
Taunus 17M 1966 módel.
Taunus 17M 1968 og 1969 módel.
Saab.
Peugeot 404.
Chevrolet 1965.
Benz sendiferðabil 319.
Willys 1954 og 1955.
Gipsy jeppa á fjöðrum.
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10.
Simi 1-13-97.
Sendum um allt land.
f \
Bílasalan Höfðatúni 10
SELUR ALLA BÍLA:
Fólksbíla — Stationbíla
Jeppa — Sendibila
Vörubila — Vörufíutningabila
14 ára reynsla i bilaviðskiptum. Opið alla .
virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. ■
Bilasclan Höfðatúni 10
Lesendur
segja:
Hrólfur skrifar:
Fyrir hverja er
listahótíð haldin?
Erlendir listamenn eiga að sjáifsögðu að vera velkomnir á Lista-
hátið, en ekki þó svo að þeir séu i meirihluta meðal þátttakenda.
Nú er afstaðin Listahátið 1976
og framundan væntanlega frið-
sæld i menningarneyzlu þjóðar-
innar. t>að er mikil blessun.
Ekki svo að ég telji Listahátið
truflandi. Hreint ekki, þvi ég fæ
engin merki séð um að hún hafi
á nokkurn máta hnekkt fram-
gangi lifsþægindakapphlaups
okkar, né heldur að þessi aukna
menningarneyzla hafi dregiö úr
annarri neyzlu að neinu marki.
Það er ef til vill einmitt það
hversu litil áhrif þessi
menningarskriða hefur haft sem
vekur spurningar i hugum
okkar. Til hvers erum við, með
ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn,
að stofna til hátiðar af þessu
tagi, ef hún svo hefur ekki áhrif
á þjóðlif okkar meðan hún
stendur? Hver er tilgangur
Listahátiðar? Er hann ekki sá
að vekja fólk — mig, þig og aðra
sem teljast til almúgans i þessu
landi — til umhugsunar um list,
listsköpun og listtúlkun? Er til-
gangurinn ekki sá að gefa fólki
færi á aö njóta listar, þess
fremsta og bezta sem menning
heimsins hefur upp á að bjóða i
þeim efnum, og slðan að vekja
umræður um listir og það sem
listir boöa i saumaldúbbum,
kaffitlmum, á börum og jafnvel
i svefnherberginu?
Eða, er tilgangur listahátiöar
i Reykjavik einvöröungu sá að
fullnægja opinberunarhvötum
fámenns hóps manna, auk þess
að metta höfðingjaþrá annars,
nokkru fjölmennari, hóps.
Ég er þar ekki dómbær um og
ef til vill er það enginn. Þó verð
ég að segja það eins og er, að
margt i sambndi við þessa
Listahátlö hefur komið nokkuð
spánskt fyrir sjónir. Sumt hefur
jafnvel vakið mig til um-
hugsunar um það hvað er að
gerast á listasviðinu hér heima.
Eitt þessarra atriða voru skrif
tónlistargagnrýnenda tveggja
dagblaða I Reykjavik um tón-
leika klarinettusnillingsins
Benny Goodman. Annar
þessara spekinga var óánægður
með framlag þessa konungs
sveiflunnar á tónleikunum og
sagði að sveiflunnar hefði litt
orðið vart og þá sjaldan að
henni heföi brugðið fyrir þá
hefði hún verið bragðdauf. Hinn
spekingurinn, aftur á móti, gekk
greinilegaharöánægðuraf fundi
meistarans, þvi hann hafði svo
sannarlega heyrt sveiflu á
hljómleikum hans og þótti hún
bæði mikilfengleg og góð.
Nú má spyrja sem svo, þótt
vissulega sé eðlilegt og gott að
menn séu ekki sammála, hvort
það sé ekki æskilegt, þrátt fyrir
allt, að þeir sem dæma eiga tón-
list og ausa yfir okkur úr vizku-
brunnum staum um þá listgrein,
viti að jafnaði hvað þeir eru að
fjalla um? Er ekki æskilegt að
maður sem dæma á um sveiflu,
viti hvað sveifla er? Annar hvor
þeirra spekinganna tveggja veit
það ekki, svo mikið er vist.
Annað atriði sem vert er að
huea n5 pr 'bað sem borið var á
huga ^Jl Ll pop-unnendur. Þar
var farið inn á braut sem ég
hygg að stjórnendur lista-
hátfðar ættu I framtiöinni að
taka sér nokkuð til fyrir-
myndar. Fyrir utan það aö
flytja á tónleikum þessum ein-
vörðungu innlent efni, voru þeir
og skipulagðir þannig að efni
þeirra höfðaði til ákaflega
breiðs hóps manna og kvenna.
Þar i, hygg ég einmitt að liggi
sá tilgangur — sú marksækni —
sem ætti með réttu að vera með
Listahátið. A tónleika þessa
komu unnendur hljóm-
sveitarinnar Paradis og nutu
þess að horfa og hlusta á goð
sin. En þeir horfðu og hlustuðu
einnig á Megas, Spilverk þjóð-
anna og Gylfa Ægisson. Þannig
má búast við þvi aö tónleikarnir
hafi bæði verið þeim skemmtun,
svo og að þeir hafi vikkað hug
þeirra og sjóndeildarhring að
nokkru marki.
Hið sama má að sjálfsögðu
um þá segja sem komu til að
hlýða á Megas, Spilverkið eöa
Gylfa.
Þetta atriði mætti taka til
fyrirmyndar um skipulag næstu
Listahátiðar. Þaðværi, að minu
mati, rétt að stefna að meiri
samblöndun atriða, jafnvel list-
greina. Hvað væri til dæmis á
móti þvi að hafa málverka- eða
höggmyndasýningu i anddyri
þess húss sem hýsir hljómleika
Listahátiðar? Eða þá að i hléi á
hljómleikum væri lesið upp úr
verkum skálda ogsvo framveg-
is.
Með þessu móti hef ég trii á að
Listahátiö gæti öölazt meira
gildi en nú er, fyrir stærri hdp
manna.
Þá er það þriðja atriðið, sem
að mörgu leyti hefur svipuð á-
hrif og atriðið númer tvö. Það er
hlutföll erlendra og innlendra
listamanna á Listahátiö.
Ég tel skýlaust að þáttur er-
lendra listamanna á Listahátið
sénú allt of stór. Innlendir lista-
menn á dagskrá hennar eru of
fáir og hlutföll þessi fæla fólk
frá hátiðinni — þvl finnst hún
ekki koma sér við.
Eriendir gestir á Listahátið
eru nauðsyn, bæði sem tilbreyt-
ing fyrir hinn almenna listneyt-
anda, svo og til þess að innlendir
iistamenn geti kynnst þeim af
eigin raun og þroskast af. Þeir
eiga þó aö vera gestir, það er að
þeir eiga að vera fáir, eins kon-
ar bragðbætir eða eftirréttur á
hátiðinni, rétt til að gefa henni
ofur,wínn erlendan blæ.
LisAhátið sem slik á, að minu
mati, fyrst og fremst aö byggj-
ast á framlögum islenzkra lista-
manna, þvi það eru fyrst og
fremst þeir sem skipta máli hér
sem listskapendur, það eru þeir
sem tengja fólkið i landinu við
list og listneyzlu.
Verði Listahátið i framtiðinni
byggð á framlagi innlendra
listamanna að mestu leyti, með
erlendum „sælgætismolum” inn
á milli, þá hef ég trú á að áhrif
hátiðarinnar myndu ná út fyrir
þann þrönga hóp sem nú hefur
gagn af henni.
Hrólfur.