Tíminn - 23.06.1976, Side 6

Tíminn - 23.06.1976, Side 6
6 TÍMINN MiOvikudagur 23. júni 1976 Það er alkunna, að merking orða er oft dálitið á reiki, og á það ekki siður við um listir en aðrar greinar mannlifsins. Þannig eru orð eins og „skap- andi” og „túlkandi” listamenn. „Skapandi” listamaður á þá að vera sá sem „skapar” verk, en „túlkandi” sá sem fer með verk eftir aðra, syngur þau, spilar eða flytur á annan hátt. Þrátt fyrir að þetta sé rökrétt skipting i sjálfu sér, þá er hún eigi að siður hæpin. Vond verk geta orðið þolanleg i flutningi — og þvi miður getur það llka verið öfugt, og verk eyðileggist að mestu i flutningi. Listmunasýning i Norræna-húsinu Annað vont orð er „nytjalist” — og hvað er nú þaö? Félagiö Listiðn var stofnað I Reykjavik snemma árs árið 1974 og er samband „listiðnaðarmanna”, arkitekta og iönhönnuöa, að þvi er segir i ávarpi Kristinar Þorkelsdóttur, sem er formaður Listiðnar. Hún segir, að tilgangur félagsins sé m.a. sá, að stuðla að bættu list- mati og „betri framleiðsluhátt- um islenzks listiðnaðar, sem og að kynna islenzkan listiðnað með sýningum og annarri fræðslu”. Ennfremur: Sýning sú, sem hér er haldin, islenzk nytjalist er stærsta verkefni, sem félagið hefur ráðizt i til þessa. Hér má sjá nokkurt sýnishorn þess sem islenzkir hönnuöir eru að gera um þessar mundir.” Það sem undirritaður fellir sig ekki við er notkun orðsins nytjalist. Það er ansi hæpið fyrir félag, jafnágætt félag meira að segja eins og Listiðn, að telja verk félagsmanna sinna til nytjalistar. Hvað þá með aðr- ar listgreinar, einsog t.d. mynd- listir. Stuöla góð listaverk t.d. ekki að bættu listmati. Eru verk myndhöggvara og listmálara ekki „nytsöm” list? Það er einum of mikil einföld- un, að halda þvi fram t.d. að fallegur stóll sé nytjalist, af þvi að maður getur fengið sér sæti i honum og „notað” hann. Lampi gefur ljós i myrki og þvi eru „not” af honum lika. En eru ekki lika „not” af kirkjusöng, altaristöflum, steindum glugg- um, málverkum, grafik og höggmyndum? Það er mér nær að halda, en nóg um það. Listiðn ætti að finna sér nýtt og betra orð. Sýningin i Norræna húsinu er um margt ágæt, en á hinn bóg- inn er þvi ekki að leyna, að margt, næstum þvi flest, hefur verið sýnt almenningi áður og rækilega kynnt. A ég þar t.d. við suma lampana, frimerki og annað úr auglýsingadeildum. Lika ljósmyndir, sparilök, skrifborð (grænt var á iðnsýn- ingu), stólar úr eik og nautshúð hafa verið i Landsbankanum lengi (og viðar) og svipaða sögu á sér svefnbekkurinn „Spira”, að ekki sé nú minnzt á blessað borgarleikhúsið, sem var ræki- lega kynnt i vetur. Munir I húsgagna- og lampa- deild eru ekki allir timasettir, en t.d. er lampi no 309 með smiöaár 1970 og no 310 hefur ártaliö 1971. Aðrir munir eru nýir, framleiddir á þessu ári. Það er þvi dálítiö djarft að segja i sýningarskrá: „Hér má sjá nokkurt sýnishorn þess sem hönnuðir eru að gera um þessar mundir”. Það er vægast sagt mjög vill- andi. Skemmtilegastar þóttu mér lýsandi flugur úr leir eftir Guðrúnu Kristinu Magnúsdótt- ur, silfursmiði Guðbrandar J. Jezorskis og klappstólar Baldurs Jóelssonar. Finnskir hönnuðir á Listahátíð Gestir sýningarinnar eru finnsku hjónin Vuokko og Antti Nurmesniemi. Djarfleiki þeirra Hluti af verkum finnsku gestanna, Vuokko og Antti Nurmesniemi á sýningunni I Norræna húsinu. SYRPA AF LISTAHÁTÍÐ OG VORVÖKU O.FL. s hjóna lifgar upp á sýninguna og dregur að sama skapi úr áhrifa- mætti „nytjalistarinnar”. Um gestina segir i skrá á þessa leið: „Hjónin Vuokko og Antti Nurmesniemi eru sérlega áhugaverðir hönnuðir og vel- • komnir gestir á sýningu Listiðn- ar. Þau hafa látið til sin taka á ýmsum sviðum finnskrar nytja- listar og eiga stóran þátt i mót- un hennar og áhrifum útávið. Þau hafa bæöi tekið þátt i alþjóðasýningum og eiga muni á listiðnaðarsöfnum i London, New York, Amsterdam, Gauta- borg og Kaupmannahöfn. Antti Nurmesniemi hefur verið virk- ur kennari bæði heima og erlendis og tekið þátt i útgáfu- starfsemi. Hann hefur um ára- bil verið formaður félags finnskra húsgagnaarkitekta og auk þess haft með höndum ýmis trúnaðarstörf á vegum finnskra listhönnuða. Vuokko Eskolin-Nurmesn- iemi lauk prófi frá Ateneum listaskólanum i Helsinki sem leirkerasmiður og vann fyrst hjá Arabia. Þaðan fór hún til Marimekko og var aðalhönnuð- ur þar um nokkurra ára skeið. Vuokko fyrirtækið, sem fram- leiöir efni og tizkufatnað, stofnaði hún árið 1964. Hún hefir einnig unnið ásamt manni sinum i Studio Nurmesniemi. Þótt Vuokko nafnið sé einkum frægt fyrir hönnun efna og fatnaðar, fyrst i sambandi við Marimekko þar sem litaval hennar og mynsturform voru uppistaðan i sérstæöri fram- leiðslu, sem löngu er heims- kunn, og seinna i sambandi við Vuokko kjóla, hefur hún jöfnum höndum hannað leir og gler, veggfóður, teppi og annan vefn- að. Hefur hún m.a. unnið fagra vefjarlist i nokkrar kirkjur i Finnlandi. Antti Nurmesniemi er hús- gagnaarkitekt að mennt, frá Listiönaðarskólanum i Helsinki. Hann vann framanaf með fræg- um finnskum og itölskum arki- tektum, en frá árinu 1956 hefur hann starfrækt eigið fyrirtæki, Studio Nurmesniemi, sem vinnur að hönnun á hvers konar framleiðsluvörum, húsgögnum og innréttingum. Þau hjón sýna kolla, kaffi- könnur, efni, hægindastóla og fatnað. Þetta eru stilhrein verk og setja skemmtilegan blæ á sýninguna, eru greinileg frammúrstefna miðað við margt annað sem sýnt er i Norræna húsinu. Vorvaka 76 á Akureyri Akureyríngar — undir forystu Menningarsjóðs Akureyrar, bæjarstjórnar og með fullþingi listamanna, hafa nú gengizt fyrir myndarlegri vorvöku á Akureyri. Iþróttaskemman, sem staðið hefur auð að sumrum að mestu, hefur nú verið breytt i listahöll. Þar stendur yfir málverkasýning. Sýning er i þrem deildum, þ.e. tslensk grafik, Listaverk i eigu Akureyrarbæjar og svo sýna fjórir Akureyringar myndir undir kjörorðinu Litur, ljós, iina. Frá opnun Vorvöku 76 á Akureyri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.