Tíminn - 23.06.1976, Page 8
8
TÍMINN
Miðvikudagur 23. júni 1976
Birkifiðrildi, skógarmaðkar og nag þeirra.
Ingólfur Davíðsson:
UDUN GARDA ER
TRÚNAÐARSTARF
skal liöa unz óhætt er að ganga
um garðinn aftur. Oft er það um
hálfur mánuöur unz lyfin hafa
sundrazt og orðið hættulaus. Á
spjaldinu skal einnig skrá nafn
þess er framkvæmdi eða sá um
úðunina. Steftit er að því aö
framleiða hættuminni, en þó
árangursrik lyf, en þau sem nú
eru algengust. Pyretrum t.d. er
ekki teljandi eitrað. Hlifið fugl-
um og hreiörum þeirra eins og
hægt er. Allir hafa yndi af fugl-
um ogmargir þeirra eyða miklu
af skaölegum skordýrum og eru
hinir þörfustu.
Ef úðunarvökvi lendir á
matjurtum má ekki neyta
þeirra fyrr en aö 2-4 vikum liðn-
um.
Flestir garöræktendur munu
þekkja blaðlýs og skógarmaðka
og kannast við skemmdir af
völdum þeirra. Blaðlýs eru ör-
smáar, en þó flestar sýnilegar
með berum augum. Þær eru
grænar eða dökkar á lit og
hreyfa sig flestar litið, en þó
koma lika fram fleygar kyn-
slóðir þeirra, er fljúga af einni
jurtategund á aðra. Ein tegund-
in lifir t.d. til skiptis á ribsi og
álmi. Blaðlýs sjúga safa úr
jurtablööum og brumum til
skemmda og gefa lika frá sér
hunangsdögg, er flugur o.fl.
sadcja i. A álmi vefjast blöðin
saman utan um lýsnar, og ná lyf
varla nægilega til lúsanna er
svo er komið. Blöð á ribsi frá
ljósa bletti og hálfvisna. Stund-
um koma á þau upphleyptar
bólur af sogi lúsanna.
A greni lifir örsmá blaðlús er
valdið getur brúnlitun og falli
barrnálanna.
Furulúsin sést á vattkenndum
hnoörum er hún gefur frá sér.
Þessi lús hefur veriö skæð á
skógarfuru, en fjallfuran þolir
hana betur. Skógarmaðkar eru
lirfur fiðrildategunda, einkum
af „fetara- og vefaraættum”.
Fetararnir likt og spanna sig á-
fram, en hreyfingar vefara eru
liflegri og sveiflukenndar. Allir
þessir skógarmaðkar naga lauf
trjáa og runna og valda þvi aö
þau verða götótt og vefjast utan
um maðkinn. Þeir spinna laufin
að nokkru saman með silkiþráð-
um og geta látið sig siga til jarð-
ar i silkiþræði. Það sést t.d. ef
þeir t.d. drepast ekki strax við
úðun.
Talsvert er farið að bera á
blaðlús og skógarmöökum i
görðunum. Úðunarmenn eru
lika komnir á kreik með tæki
sin, og á góðviðrisdögum heyr-
ist dynur i úðadælum og fnykur
af lyfjunum berst inn um dyr og
glugga, ef opnireru. Úöun trjáa
og runna er ill nauðsyn og jafn-
framt mikiö trúnaöarstarf, þvi
að bæöi þarf úðunin að vera
vandlega framkvæmd og fullrar
varúðar gætt. Flest skordýra-
eyöingarlyf eru allmjög eitruð.
Lyfjunum er skipað i fjóra
flokka X, A, B og C eftir þvi hve
eitruö þau eru, þannig að hættu-
legustu lyf teljast i X-flokki, þau
næsthættulegustu i A, en hin
meinlausustu i C-flokki.Lyf i X
og A flokkum mega þeir einir
nota, er lært hafa til þess og
fengið leyfi eiturefnanefndar að
nota þau. Var haldið námskeiö i
notkun plöntulyfja i Garöyrkju-
skóla rikisins I vor og sóttu þaö
margir viðs vegar af landinu.
Fyrsta boöorð úöunarmanna er
að fýlgja nákvæmlega notkun-
arreglum á umbúðum lyfjanna.
Þær reglur hafa reyndir menn
samið að loknum tilraunum.
Geymið lyfin örugglega i
læstum skáp eða herbergi, út af
fyrir sig og geymið aldrei lyf i i-
láti, sem merkt er einhverju
öðru. Ella geta hættulcp mis-
grip átt sér stað. Farið varlega
með lyfjaleifar og ilát undan
lyfjum.
Sá sem úðar skal jafnan gera
aövart og sjá um aö dyrum og
gluggum sé lokað áður en byrj-
aö er á verkinu. Ella getur eitr-
aður úðamökkurinn borizt inn.
Þvott, fatnað til viðrunar
o.s.frv. skal að sjálfsögðu taka
inn. Gætið þess að börn eða aör-
ir séu ekki i nánd meðan úöað
er. Bezt er að úða i þurru, hægu
og hlýju veðri, þá veröur úöunin
árangursrikust. I vindi getur
úðinn borizt langt og lent I ná-
búagarða og hús. Flest lyfin
verka bezt i hlýju veðri, þá eru
lika skordýrin mestá kreiki, svo
lyfin ná betur til þeirra en ella. t
sterku sólskini, og einnig i
kulda, er hætta á sviðnun laufs
af völdum lyfjanna. Lyf, er
reynzthafa vel á Norðurlöndum
reynasthér bezt að öðru jöfnu,
þvi að skilyrði eru þar likust.
Bezter aðúða fljótlega eftir að
meindýranna veröur vart, ef
veður þá leyfir. Sum tré þarf
varla að úöa, t.d. gljáviöi og
gullregn, þvi aö óþrifin sækja
lítið á þau.
Úðaða garða skal úðunar-
maður merkja strax og verkinu
er lokið. Skal hann setja upp og
festa vel spjald Tir haldgóöu
efni. Á spjaldinu skal standa
með hvaða lyfi var úðað og
hvenær — og hve langur timi
Ekki eru blaðlýs og skógar-
maðkar bundnir við garða eða
ræktuð tré, heldur er hvort
tveggja algengt úti i náttúrunni
i skógi og kjarri. Leggjast lika
stundum á berjalyng og ber og
ýmsar villtar blómjurtir i lús-
eða maðkaárum.
Oft ber mest á lús og maðki i
þéttbýli, þar sem garður er við
garð og óþrifin berast auðveld-
lega á milli. Er fremur þörf á að
úða þar árlega en annars stað-
ar. Og bezt er að komast hjá
notkun eitraðra lyfja ef hægt er.
Litlar bfúnar pöddur, stikils-
berjamaurar, skriða stundum
utan úr görðum og grasi upp
húshliðar og inn um glugga til ó-
þrifa. Gegn þeim dugar oft
furðanlega að úða oft öfluglega
með köldu vatni úti fyrir húsinu.
Það leiöir af sjálfu sér, að sá
sem úðar með sterkum lyfjum
þarfaðsýna ýtrustu varúð til að
verða eÚci fyrir eitrun sjálfur.
Skógarmaðkur 5-falt stækkaður.
Almlús (ribsrótaiús).