Tíminn - 23.06.1976, Síða 13
Miðvikudagur 23. júni 1976
TÍMINN,
13
A. Conan Doyle: 7
Húsið ,,Þrjár burstir"
(The Three Gables)
eitthvert takmark í lifinu. Fyrst það takmark má ekki
vera ást þín, laf ði mín, þá mun það miða að f ullkominni
hefnd frá minni hálfu...."
— Skrítinn ritháttur á þessu, mælti Holmes um leið og
hann rétti umsjónarmanninum blaðið. Tókuð þér eftir
því, að þessi „hann", sem nef ndur er f yrst í greininni, er
siðar orðinn að „ég". Höf undurinn er svo sokkinn niður í
frásögnina, að hann ruglar saman fyrstu og þriðju per-
sónu. Honum hefur án efa fundizt, að hann væri sjálfur
söguhetjan.
— Þetta virðist vera óvenju fátæklegt efni, sagði um-
sjónarmaðurinn um leið og hann stakk blaðinu aftur í
vasabók sína. — Eruð þér að fara.
— Ég held að hér sé ekkert verkef ni fyrir mig, þegar
málið er í svo góðum höndum. En meðal annars, frú
Maberley, sögðuð þér ekki, að þér hefðuð löngun til að
ferðast?
— Það hefur jafnan verið óskadraumur minn að ferð-
ast, hr. Holmes.
— Og hvert vilduð þér helzt fara? Til Kairo, Madeira,
Riviera?
— Hefði ég fé til þess vildi ég helzt ferðast umhverfis
jörðina.
— Rétt er nú það. Umhverfis jörðina. Jæja, verið þér
sælar. Verið getur að ég líti hér inn í kvöld.
Þegar við vorum komnir út og gengum framhjá
glugganum, sá ég að umsjónarmaðurinn brosti og hristi
höfuðið. Égáleitaðþaðþýddi sama og hann segði: Þess-
ir ofvitar hafa ævinlega snert af brjálsemi.
— Nú, Watson, höfum við bráðum lokið ferð okkar,
sagði Holmes, er við vorum aftur komnir inn í skarkala
Lundúnaborgar. Ég held að bezt sé að fá lausn á málinu
nú þegar. Gott er líka að hafa þig með, því réttast er að
hafa vitni til staðar, þegar maður á tal við slíka konu
sem Isadoru Klein.
Við höfðum náð í hestvagn og ókum hratt til Grosvenor
Square. Holmes hafði setið þögull um stund, en reis nú
við allt í einu.
— Meðal annars að segja, Watson, ég býst við að þú
sjáir nú þegar, hvernig þessum málum er háttað?
— Nei, ekki get ég sagt það. Ég þykist aðeins skilja, að
við séum á leið til að f inna konuna, sem stendur að baki
öllu þessu fargani.
— Alveg rétt. En vekur ekki nafnið Isadora Klein nein-
ar endurminningar hjá þér? Hún var nafntoguð
fegurðardís. Engin kona þótti jafnast við hana. Hún er
af spönskum ættum, kvistur af fornum aðli, sem hafa
verið forustumenn í Pernambuco í marga ættliði. Hún
giftist gömlum, þýzkum sykurkóngi, Klein að nafni og
varð nokkru siðar ekkja, hin auðugasta og fegursta
ekkja, er sögur fóru af. Hófst nú röð ævintýra fyrir
henni, þar sem hún þjónaði einungis eigin lund og
duttlungum. Hún átti ýmsa elskhuga, og einn þeirra var
Douglas Maberley, sem þá var einn mesti glæsimaður í
London. Hvað hann snerti þá var kynning þeirra Isadoru
ekkert lausungarævintýri. Hann var engin samkvæmis-
hetja, heldur traustur og fastlyndur maður, sem gaf allt
og vænti alls í staðinn. Hún var aftur eins og fagurt
fiðrildi og alveg miskunnarlaus í eðli sínu. Þegar
duttlungum hennar var fullnægt, þá var ævintýrinu lokið
fyrir henni. En væri mótleikandi hennar á annari skoð-
un, kunni hún jafnan ráð til að sannfæra hann um frá-
hverfi sitt.
— Þetta hefur þá verið hans eigin saga.
— Já, nú ferð þú að skilja samhengið. Nú heyri ég að
hún sé í þann veginn að giftast hinum unga hertoga af
Lomond, sem gæti nærri því verið sonur hennar aldurs
vegna. Móðir hertogans setur kannski ekki fyrir sig
aldursmuninn, en hneykslismál gæti og mundi gera slíkt
hjónaband óhugsandi. Það er því brýn nauðsyn að...., en
nú erum við komnir.
Þetta var eitt fegursta húsið á götuhorni einu í West
End. Þjónn, sem líktist mest vélbrúðu tók við nafn-
spjöldum okkar og kom aftur með þau skilaboð, að frúin
væri ekki heima.
— Þá bíðum við þangað til hún kemur, svaraði Holmes.
— Þetta þýðir aðeins að hún er ekki heima f yrir ykkur,
sagði þjónninn.
— Gott og vel, sagði Holmes, það þýðir að við þurfum
ekki að bíða. Gerið svo vel að færa húsmóður yðar þenn-
an miða.
Hann skrifaði nokkur orð á blað úr vasabók sinni,
braut það saman og fékk þjóninum.
— Hvað skrifaðir þú, Holmes?, spurði ég.
— Ég skrifaði aðeins þetta: Hvort á það að vera, við
23. júni
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Mynd-
in af Dorian Gray” eftir Os-
car Wilde Valdimar Lárus-
son les þýöingu Siguröar
Einarssonar (19).
15.00 Miödegistdnleikar
Augustin Anievas leikur á
pianó Tilbrigöi og fúgu op.
24 eftir Brahms um stef eftir
Handel. AlfredPrinz og Fil-
harmonlusveit Vinarborgar
leika Klarlnettukonsert
(K622) eftir Mozart, Karl
Munchinger stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Tónleikár
17.00 Lagiö mitt Anne-Marie
Markan kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
17.30 „Eitthvaö til aö lifa fyr-
ir” eftir Victor E. Frankl
Hólmfriöur Gunnarsdóttir
les þýöingu sina á bók eftir
austurriskan geölækni (7).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 tslensk plöntunöfn Stein-
dór Steindórsson fyrrum
skólameistari flytur erindi.
20.00 Einsöngur: Magnús
Jónsson syngur lög eftir
Skúla Halldórsson
Höfundurinn leikur undir á
planó.
20.20 Sumarvaka a. „Heim-
þrá”, saga eftir Þorgils
gjallanda Kristján
Halldórsson I Saurbæ,
Skeggjastaöahreppi, segir
söguna utanbókar. b. Kveö-
iö I grini Valborg Bentsdótt-
ir fer meö léttar stökur. c.
Um eyöibýli Agúst Vigfús-
son les stutta frásöguþætti
eftir Jóhannes Asgeirsson.
d. Kórsöngur Karlakór
Reykjavikur syngur lög eft-
ir Sigvalda Kaldalóns.
Söngstjóri: Páll P. Pálsson.
21.30 Ctvarpssagan: „Siöasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis Siguröur A.
Magnússon les þýöingu
Kristins Björnssonar (43).
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöldsag-
an: „Hækkandi stjarna”
eftir Jón Trausta Sigriöur
Schiöth les sögulok (7).
22.40 Djassþátturí umsjá Jóns
Múla Arnasonar.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
23. júni 1976
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Augiýsingar og dagskrá.
20.40. Á Suöurslóö. Breskur
framhaldsmyndaflokkur
byggöur á sögu eftir Wini-
fredHoltby. 11. þáttur. Eng-
inn veit sina ævina.Svo
viröist sem jólahaldiö ætli
aö veröa fátæklegt hjá
Holly-fjölskyldunni, en þá
kemur Huggins færandi
hendi. Tengdamóöir
MitcheUs kemur I heimsókn
og tekur dóttur sina heim
meö sér. Carne óöalsbóndi
er ekki heiU heilsu, og gamU
verkstjórinn hans, Castle,
liggur fyrir dauöanum.
Huggins reynir aö fá Carne
til aö styöja „Fenja-áætlún-
ina”, en Carne rekur hann á
dyr. HoUy hefur loks tekist
aö ná I frú Brimsley, og aUt
bendir til, aö Lydia komist
aftur I skólann. ÞýÖandi
Óskar Ingimarsson.
21.30 Heimsstyrjöldin sföari.
Sprengjan, 1 águstmánuöi
1945 var kjarnorkusprengj-
um varpaö á tvær japansk-
ar borgir, Hiroshima og
Nagasaki, og þá gáfust Jap-
anir upp. Þýöandi og þulur
Jón O. Edwald.
22.25 Dagskrárlok.