Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 23. júni 1976 Tamin dýr hafa ávallt skipaö veglegt hlutverk i fjölleikahúsinu. Sum hafa náö mikilii frægö og hafa oröiö sirkusum haldreipi I frama og aösókn. Hér er plakat frá árinu 1912 (franskt) sem sýnir apann Moritz (Maurice).en hann var meö fádæmum „mannlegur” og vel búinn hæfileikum. Hann var frægur fyrir fótfimi sina og sýndi listir á reiöhjóli auk annars. Bill Webb og hiö fræga „dauöastökk” hans. Listamaöurinn iét sig falla ofan úr hvelfingunni i sirkustjaldinu og niður i „sliskjuna”, sem dró úr fallinu. Plakatiö er frá árinu 1914, en ekki vitum viö hvernig ævi þessa ofurhuga endaöi. Solmu Makela meö kaninu i pipuhatti slikum frimerkjum til sýnis á sýningunni, en henni lauk 16. júni, s.l. Ég veit ekki hvort fjölmenni var á sýningum Solmu Mákefd, en sýningin „Spjöld úr heimi fjölleikahúss” var mjög skemmtileg og fróöleg, sér i lagi liklega fyrir þá sem nutu leið- sagnar töframannsins. Jónas Guömundsson TIVOLI IhtWwiilMUl *Slaget ncl lYnÍii’icia umwiKliuíjiat ‘JPi «JJif alre I STOR COltfCERT I I AMrhmfrr, mmAcr AmlmU tl I, Umktr. Paö"Tli eafret. Ciim y 100 ára gamalt sirkusplakat frá TIVOLI i Kaupmannahöfn. Þetta er eina eintakið, sem vitaö er um i heiminum, sem varöveitzt hefur. Eitt af þvi sem fer framhjá garöi á tsiandi er sirkusinn, þetta fjölþjóöa fyrirbrigöi, sem er partur af árstiöum margra landa, sem liggja á þjóövega- kerfi meginlandanna. Sigaunar streyma yfir löndin meö angur- værum söng, slá tjöldum og sirkusinn hefst. Fjölleikar, fjölleikalist meö trúöum leikfimimönnum og töframönnum er okkur fram- andi list. Sirkusinn, eöa farandsýning- ar fimleikamanna, trúöa og dýratemjara eru þó með elztu TOFRAMAÐUR I NORRÆNA HÚSINU listgreinum Iheiminum, og sögu fjölleikahúsanna má rekja 2- 3000 ár aftur I timann. Fjöl- leikahús Rómverja rúmuöu tug- þúsundir áhorfenda. Viö höfum þó kynnztsirkusnum betur, eftir aö feröalög til útlanda uröu al- menn og svo hefur sjónvarpiö sýnt ýmsar myndir frá fjöl- leikahúsum Evrópu og Ame- riku. Töframaður á listahátið Þaö þótti þvi nokkrum tiöind- um sæta, þegar finnski sjón- hverfingamaðurinn Solmu Makela kom hingaö til lands á listahátíö. Hann hefur fengizt viö sjónhverfingar allt frá æskudögum sinum og sjónhverf- ingar hafa verið starf hans I 35 ár. Solmu Má’kela hafði hér fimm sýningar á töfrabrögöum, i Nor- ræna húsinu viö ágætar undir- tektir. Undirritaöur sá sýningu, sem hann haföi á sjómannadag- inn fyrir Sjómannadagsráö, og það veröur aö segjast eins og er, að hún var frábær og furðuleg I senn. Auk annars kom Solmu Mákelá hingað til lands meö hluta af safni sinu, aöallega veggspjöld og frlmerki, en hann hefur safnað bókum og ööru um fjölleika i áratugi, og á nú eitt merkasta safn I Evrópu af veggspjöldum um fjölleika og sjónhverfingalist. Skipta mynd- ir hans nú þúsundum, og bóka- titlarnir eru yfir 40 metrar i hill- um. Solmu Makela kom með um 40 veggspjöld hingað til lands. Þar á meöal 102 ára gamalt plakat frá Tivoli i Kaupmannahöfn, en það er eina eintakið sem til er I heiminum af þvi. Þetta er þó ekki elzta sirkusplakatið, sem sýnt er, heldur er þaö plakat frá Cirque National de Paris frá 1850, og fleiri eru frá siöustu öld. Plaköt Solmu Mákelá eru frá fjölmörgum löndum og þau eru sum afar vel gerö, unnin af fær- um grafikerum og eru prentuö I litum fyrir hálfri öld eöa meira. Margir heimsfrægir listamenn hafa gert sirkus- plaköt og málað myndir af fjöl- listafólki, og má þar telja fræg- astan Picasso, sem tók ástfóstri viö fjölleikahúsmyndir. Margar þjóðir hafa gefiö út frimerki um sirkus og fjöllista- menn, og voru þrjú spjöld meö Þaö var hressilegur hópur leikara, sem lagöi upp i leikför frá Reykjavik áleiöis vestur og norður um land fyrir skömmu. Myndin var tekin, þegar leikarar Leikfélags Reykjavikur voru aö leggja af staö meö leikinn Saumastof- una, sem sýnd veröur viöa um land næstu vikur. Fyrsta sýn- ingin var á Akranesi, og var leiknum mjög vel tekiö. Næsta sýning var á Arnarstapa, og i kvöid, miövikudagskvöld, veröur sýning aö Logaiandi. A Hellissandi veröur Sauma- stofan sýnd á fimmtudags- kvöld, og i Búöardal á föstu- daginn. Leikförinni lýkur um 20 júli, en þá veröur hópurinn búinn aö hafa viökomu viöa á Vestur- og Noröurlandi. Ársfundur Sambands sunnlenzkra kvenna: Eflum eigin hag kaupum íslenzkt — var dskorun fundarins til landsmanna allra Stjas-Vorsabæ. — 48. ársfundur Sambands sunnlenzkra kvenna var haldinn i Hverageröi dagana 29. og 30. mai s.l. 1 sambandinn eru 29 kvenfélög meö 1322 félögum. Starf fél- aganna er þróttmikiö og gott, og vinna þau aö ýmsum framfara- og menningarmálum, hvert i sinni heimabyggð. A fundinum fluttu erindi Sigur- veig Siguröardóttir, varafor- maður Kvenfélagasambands Is- lands og kynnti starfsemi Kven- félagasambandsins og Arni Jónasson, fulltrúi Stéttarsam- bands bænda, sem f jallaði um lif- eyrissjóö bænda og réttarstööu bændakvenna til sjóösins og kosn- ingarrétt þeirra til búnaöarfélag- anna. Aö loknu erindi sinu færöi Arni formanni SSK, Sigurhönnu Gunn- arsdóttur, starfsstarfstyrk þann, er Stéttarsamband bænda veitir til kvenfélagasambanda á sam- bandssvæðinu. Færöi formaður- inn þeim þakkir fundarins. A vegum SSK starfa fasta- nefndir, sem unniö hafa mikiö starf. Sambandiö hefur staöiö fyrir ýmiss konai- fræðslu á sam- bandssvæöinu, svo sem nám- skeiöum, sýnikennslu og náms- hringjum. Einnig eru árlega haldin tvötveggja daga námskeið i samstarfi viö garöyrkjuskóla rikisins að Reykjum i ölfusi, j matreiðslu grænmetis, blóma- skreytingum og fleiru — og eru þau mjög vinsæl. Margar tillögur og ályktanir voru samþykktar á fundinum, svo sem þakklæti til menntamálaráö- herra fyrir framtak hans að veita ekki áfengi i opinberum veizlum. Þá var skoraö á foreldra barna á grunnskólastigi, að vera vel á verði gagnvart nýframkomnum tillögum um skiptingu landsins i skólahverfi. Óskað var eftir þvi, að námskeiö yröi haldið fyrir konur i minni háttar viðgerðum á bilum. Fundurinn sendi eiginkonum varðskipsmanna kveðjur sinar og þakkir, og taldi aö með framtaki sinu heföu þær vakiö þjóöina til umhugsunar um störf eigin- manna sinna og allra islenzkra sjómanna. Askorun Sambands sunn- lenzkra kvenna til allra lands- manna er þetta: EFLUM EIGIN HAG — KAUPUM ISLENZKT. I stjórn Sambands sunnlenzkra kvenna eru eftirtaldar konur: Sigurnanna Gunnarsdóttir, Læk, ölfusi, formaöur, Gunnhildur Þórmundsdóttir, Selfossi, gjald- keri og Birna Frimannsdóttir, Hveragerði, ritari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.